Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 20
20F Friðarverðlaun Nóbels: Kínverjar arg- ir út í norsk stjórnvöld Ósló. Reuter. KÍNVERSK stjómvöld hafa hót- að því að binda enda á öll efna- hagsleg samskipti við Noreg ef ráðamenn þjóðarinnar verða við- staddir þegar Dalai Lama, and- legur leiðtogi Tíbeta, veitir frið- arverðlaunum Nóbels viðtöku í desember. Kjell Magne Bonde- vik, utanríkisráðherra Noregs, sagði að ekki stæði til að láta undan hótunum kínverskra stjórnvalda. „Viðbrögð kínver- skra stjórnvalda við úthlut.un friðarverðlauna Nóbels 1989 til Dalai Lama svipar til viðbragða einræðisherrans Adolfs Hitlers þegar þýski blaðamaðurinn Carl von Ossietzky hlaut verðlaunin 1935,“ sagði Egil Arvik, for- maður norsku nóbelsverðlauna- nefndarinnar, í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna. Hitler mót- mælti útnefningunni og meinaði Ossietzky að veita verðlaunun- um viðtöku. Ossietzky var and- stæðingur Hitlers og sat í fang- elsi árin 1931-32. Hann hlaut friðarverðlaunin þegar hann sat í fangabúðum nasista. Hitler bannaði öllum Þjóðveijum með lögum að taka við nóbelsverð- launum, en sú reglugerð féll sjálfkrafa úr gildi við lát einræð- isherrans. Kurt Waldheim: Engar sannanir finnastfyrir stríðsglæpum Lundúnum. Reuter. BRESKA vamarmálaráðuneytið hefur ekki fundið neinar sann- anir fyrir því að Kurt Waldheim, forseti Austurríkis, sé sekur um stríðsglæpi í tengslum við morð á sex breskum hermönnum, sem þýski herinn náði árið 1944. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, fyrirskipaði rannsókn í ráðuneytinu vegna þessa máls og tók hún 18 mán- uði. Rannsökuð voru tengslin á milli Waldheims og sex breskra hermanna, sem þýski herinn náði á grísku eyjunni Alimnia. Þeir voru yfirheyrðir og síðan teknir af lífi. Niðurstaða rann- sóknarinnar var að Waldheim hefði ekki verið nógu hátt settur í hemum til að geta afstýrt af- tökunum. Waldheim hefur vísað því á bug að hann hafi borið ábyrgð á þeim. Yfirmaður KGB: Vill landamæra- girðingarnar burt Moskvu. Reuter. VLADÍMÍR Kijútsjkov, yfir- maður sovésku leyniþjónustunn- ar, KGB, sagði í gær að Sovét- menn ættu að rífa niður gaddavírsgirðingar á hluta sov- ésku landamæranna. Kijútsjkov sagði einnig að minnka bæri bannsvæði á landamærum um 90%, eða úr 3,6 milljónum ferkílómetra í 360 þúsund. Al- menningi er bannað að fara inn á þessi svæði sem liggja um 20 km út frá hinum 18.000 km löngu sovésku landamærum. Austur-Þýskaland: Sovéskt umbóta- tímarit leyft á ný Austur-Berlín. Reuter. STJORNVÖLD í Austur-Þýsfealandi hyggjast leyfa á ný söju og dreif- ingu á sovéska mánaðarritinu Spútaik sem gagnrýnt hefúr Stalín- tímabilið af mikilli hörku. Ritið var-bannað í nóvember síðastliðnum og sagt boða andkommúnisma. Það seldist þá að jafnaði í um 180 þúsund eintökum í Austur-Þýskalandi. Talsmaður stjórnvalda sagði í gær að fólk, sem flúið hefði land að undanfornu, gæti auðveldlega sótt um léyfi til að snúa heim aftur. Kommúnistastjórnin hefur heitið því að auka ferðafrelsi til Vestur- landa og tjáningarfrelsi í fjölmiðl- um. Embættismenn segja að senn fái allir Austur-Þjóðverjar vegabréf og geti sótt um ferðaleyfi til vest- urs án þess að tilgreina einhveija sérstaka ástæðu fyrir ferðinni. Formaður blaðamannasambands landsins, Eberhard Heinrich, sagði í viðtali við vestur-þýska útvarps- stöð að hann ætti von á grundvallar- breytingum á allri ijölmiðlun í landinu. Málgagn kommúnista- flokksins, Neues Deutschland, sagði í forystugrein í gær að kominn væri tími til þess fyrir flokkinn að hætta að stinga höfðinu í sandinn. „Það verður að hætta sjálfbelgingn- um og ijúfa þögnina um vandamál- in.“ Reuter Reagan-hjónin í Japan RONALD Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og kona hans, Nancy, komu í heimsókn til Japans í gær og verða þau þar í viku. Forsetinn fyrrverandi verður sæmdur æðstu orðu Japana, Hinum mikla orðu- borða æðstu reglu tryggðablómsins, fyrir að efla tengsl Bandaríkja- manna og Japana. Noregur: Umsókn um EB-aðild ekki á dagskrá næstu fjögur árin sagði Jan P. Syse forsætisráðherra í stefiiuræðu sinni Ósló. Frá Rune Tiraberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. EKKI er á dagskránni að sækja um aðild að Evrópubandalaginu næstu flögur árin, sagði Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs, í stefnuræðu sinni í norska Stórþinginu á fimmtudag. Syse sagði það engu að síður á stefhuskrá ríkissljórnar borgarlegu flokkanna, Hægriflokksins, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins, að auka fríverslun milli Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA). Steftiuræðan kemur til umræðu í næstu viku. Til þess að skapa atvinnulífinu innar má nefna aukið framlag til tali við M’tenposten að hann væri „vinur ísraels". Bondevik sagðist ekki sjá ástæðu til að hitta Yasser Arafat, leiðtoga PLO, en Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráð- herra, átti viðræður við Arafat fyrr á árinu. „Við munum leggja meiri áherslu á rétt ísraels og nauðsyn til að búa við öryggi innan viður- kenndra landamæra," sagði Bonde- vik. nýjan grundvöll boðaði Syse skatta- lækkanir bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Hátekjuskattur á einstaklinga myndi lækka innan tveggja ára úr 62% í 56%. Syse sagði vel koma til greina að taka upp tvö skattþrep á virðisauka- skatti sem nú er undantekninga- laust 20%. Helstu matvörur yrðu þá í lægri flokknum. Syse boðaði aðgerðir til að stytta biðtíma eftir sjúkrahúsvist en nú bíða 100.000 Norðmenn eftir plássi. Hann sagði að ríkisstjórnin hygðist leyfa starf- rækslu einkasjúkrahúsa en ríkis- stjórn Verkamannaflokksins lagðist ætíð gegn slíku. Meðal stefnumála ríkisstjórnar- löggæslu. Norski forsætisráðherr- ann sagði að átak til styrktar byggð úti á landi væri eitt af forgangs- verkefnum ríkisstjórnarinnar. Ábyrgð yrði sýnd við nýtingu fiski- stofna til þess að byggja upp fyrir framtíðina. Nefndi hann sérstak- lega þorskstofninn í Barentshafi. Aukin áhersla yrði á umhverfis- vernd og almenningssamgöngur yrðu efldar með ýmsum hætti eink- um úti á landi. Kjell Magne Bondevik, hinn nýi utanríkisráðherra Noregs og leið- togi Kristilega þjóðarflokksins, gaf í gær í skyn að stefnubreyting yrði gagnvart Frelsissamtökum Pal- estínu, PLO. Bondevik sagði í við- Sovétríkin: Ritstjóra flokksmál- gagnsins vikið frá Moskvu. Reuter. VIKTOR Afanasjev, ritsljóra sovéska flokksmálgagnsins Prövdu,\ar vikið frá á fimmtudag. Hann hefur verið talinn styðja harðlínumenn í flokknum. Nýlega sakaði hann önnur dagblöð um æsifréttamennsku og sagði þau aldrei viðurkenna að eitthvað hefði verið vel gert í sögu Sovétríkjanna. Við stöðu Afanasjevs tekur ívan Frolov sem verið hefúr ráðgjafi Míkhaíls Gorbatsjovs forseta. Afanasjev, sem er 66 ára gam- 1976 er Leoníd Brezhnev var við all, tók við stöðu sinni hjá Prövdu Óveður gæti torveldað björg- unarstarfið í San Francisco Talið er nú að innan við 120 manns hafi farist San Francisco. Reuter. Björgunarstarfið vegna landskjálftans í San Francisco og norður- hluta Kaliforníu hélt áfram í gær en óvíst var um framhald þess þar sem spáð var stormi og úrfelli næstu tvo daga. Veðurfræðingar spáðu því einnig að hitinn yrði nálægt frostmarki og yrði það til að auka enn vanlíðan þeirra þúsunda manna sem misst hafa heimili sín. Ótt- ast hefúr verið að um 270 manns hafi farist í skjálftanum en sú tala lækkaði verulega í gær og var þá talið að innan við 120 manns hefðu beðið bana.' Embættismenn kváðust óttast að úrfelli myndi torvelda björgunar- starfið og skapa hættu fyrir björg- unarmenn. Þeir höfðu einnig áhyggjur af því að vatn kæmist niður í loftgötin, sem enn eru í rústunum, og drægi þannig enn frekar úr líkunum á því að nokkur fyndist á lífi. „Við vonum að enginn þjáist lengur í rústunum, en við höldum áfram að leita á meðan enn er einhver von um að mannslífi verði bjargað," sagði einn björgun- armanna í Santa Cruz. 18 lík hafa fundist undir hraðbrautinni sem hrundi á milli San Francisco og Oakland. Engum hefur verið bjarg- að frá því snemma á miðvikudag. Embættismenn sögðu í gær að svo virtist sem færri bílar hefðu verið á hraðbrautinni sem hrundi en talið var. Óttast var að um 250 manns hefðu farist á hraðbrautinni en embættismenn sögðu að mikil- vægur hafnaboltaleikur liða frá San Francisco og Oakland, sem var haf- inn þegar skjálftinn varð, hefði að öllum líkindum orðið til þess að umferðin um brautina hefði verið minni en venjulega. Lisa Covington, talsmaður björgunarsveitanna á svæðinu, sagði að búast mætti við því að tala látinna yrði innan við 120 þegar upp yrði staðið. Tryggingarfélög hafa áætlað að tjónið af völdum skjálftans hafi verið um þrír til fjórir milljarðar dala. Þó er talið að sú tala hækki þegar öllum upplýsingum hefur ver- ið safnað saman. Murray Lawrence, forstjóri Lloyd’s tryggingarfélags- ins í Lundúnum, sagði að stór hluti þeirra bygginga og mannvirkja sem skemmdúst hefði verið ótryggður. Mikið tjón varð á svæði sem nefn- ist Bryggja fiskimannsins, en bygg- ingarnar þar eru yfirleitt lágt metn- ar. Svo kann að fára að rífa þurfi 60 byggingar í Marina-hverfinu í San Francisco og um 8.000 íbúar þess geta ekki snúið til íbúða sinna fyrr en eftirlitsmenn hafa tekið ákvörðun um hvort rífa eigi þær. Um 201 íbúð og 72 byggingar fyrirtækja eyðilögðust í Santa Cruz og nágrenni, þar sem jarðskjálftinn átti upptök sín. Um þúsund íbúar svæðisins misstu heimili sín. völd og sama ár varð hann félagi í miðstjórn kommúnistaflokksins. I síðasta mánuði varð Pravda að biðj- ast afsökunar á því að birt var frá- sögn ítalsks blaðs af drykkjuslarki umbótasinnans Boris Jeltsíns á ferðalagi hans um Bandaríkin ný- verið. Gorbatsjov kallaði í síðustu viku á sinn fund helstu ritstjóra Iandsins og las þar mönnum pistilinn. Hann taldi blöðin ekki nógu uppbyggileg og sagði þau eiga að sinna betur því sem vel væri gert. Hann minnti þó jafnframt á að hjá sumum gætti of mikillar afturhaldssemi og sátu hóparnir hnípnir á víxl undir ákúr- unum. Viktor Afanasjev Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.