Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 26
M.QRQUjNfiLAÐIÐ L^UGjAiýDAGUR 21, ^OKTjQBEfi .19,89
AKUREYRI
Brúðkaup Fígarós
að Ýdölum í Aðaldal
Sýningar á þriðjudag og miðvikudag
Islenska óperan:
ÍSLENSKA óperan flytur óper-
una Brúðkaup Fígarós eftir
Mozart í Ýdölum í Aðaldal á
tveimur sýningum á þriðjudags-
og miðvikudagskvöld í næstu
viku. Brúðkaup Fígarós hefúr
verið sýnt á lsafirði og Horna-
fírði, en ekki reyndist unnt að
setja sýninguna upp norðan-
lands í þeirri ferð. I haust var
farið áð vinna að komu óperunn-
ar að Ýdölum.
Sýningin í heild sinni verður
flutt norður, nema hvað í stað
hljómsveitar leikur Catarine Will-
iams óperuna á píanó, en hún hef-
ur verið kórstjóri hjá Islensku ópe-
runni. I stað 12 manna kórs ópe-
runnar vai' settur saman kór
heimamanna og samanstendur
hann af 13 söngvurum frá flestum
hreppum Þingeyjarsýslu. Kórinn
hefur æft undir stjórn Roberts og
Juliet Faulkner tónlistarkennara
við Hafralækjarskóla.
Operan verður sungin á ítölsku,
en Islenska óperan á textavél
þannig að efnislegri þýðingu yfir
á íslensku verður varpað á kvik-
myndatjald til hliðar við sviðið
jafnóðum.
Norðanmenn greiða allan flutn-
ingskostnað vegna komu óperunn-
ar og hefur félagsheimilið sótt um
styrk vegna þessa, auk þess sem
leitað hefur verið til stærri sveitar-
félaga í Þingejjarsýslu várðandi
Bootlegs í
Dynheimum
Hljómsveitin Bootlegs frá
Reykjavík leikur á tónleikum sem
haldnir verða í Dynheimum í kvöld.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
Hljómsveitin Bootlegs gaf í gær
út nýja plötu þannig að gestir fá
eflaust að heyra vel vaiin lög'af
henni. Auk þess sem Bootlegs leik-
ur á tónleikunum munu nokkrar
akureyrskar hljómsveitir koma
fram. Það er Ólund sem stendur
fyrir tónleikunum.
baktryggingar og hefur því verið
vel tekið.
„Það er mjög mikill áhugi fyrir
sýningunni og við gerum okkur
vonir um að húsfyllir verði á báð-
um sýningum," sagði Margrét
Bóasdóttir söngkona að Grenjað-
arstað í Aðaldal. „Efni óperunnar
er ákaflega létt og í því ríkjandi
mikil gieði og kátína, enda er þetta
ein vinsælasta ópera sem samin
hefur verið.“
Sýningarnar verða sem fyrr
segir tvær, sú fyrri á þriðjudags-
kvöldið 24. október og hin seinni
miðvikudagskvöldið 25. október
oghefjast þær báða dagana klukk-
an 20.30.
Sætaferðir verða farnar frá
Umferðarmiðstöðinni á Akureyri
og þar fer einnig fram forsala
aðgöngumiða. Á Húsavík fer for-
sala aðgöngumiða fram hjá Ferða-
skrifstofu Húsavíkur.
Busaflug
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Busar voru vígðir inn í samfélag Menntaskólans á Akureyri í gær og af því tilefni kynntu fjórðu
bekkingar fyrir þeim hvernig það er að svífa um loftin blá. Að loknum flugferðum nýnema var
gengið fylktu liði um bæinn þar sem kynning fór fram á helstu menningarstöðum. Að síðustu var
gengið upp Menntaveginn svokallaða, sem liggur frá Samkomuhúsinu og upp að Menntaskólanum.
G. Ben á Árskógsströnd:
Samningur um kaup á Bergi
YE tilbúinn til undirskriftar
Beðið eftir svari ráðuneytis um tilfærslu kvóta
SAMNINGUR um kaup útgerðar
G. Ben á Árskógsströnd á Bergi
VE 44 frá Vestmannaeyjum er
tilbúinn til undirskriftar og verö-
ur skrifað undir kaupsamning
um leið og samþykki ráðuneytis
liggur fyrir um að flytja megi
kvóta Arnþórs EA yfir á Berg.
Sem kunnugt er sökk Arnþór EA
í síðustu viku þar sem hann var
að síldveiðum út frá Hvalsnesi.
Hermann Guðmundsson útgerð-
armaður hjá G. Ben sagðist vonast
til að jákvætt svar fengist frá ráðu-
neytinu um kvótatilfærsluna fljót-
lega.
Bergur VE, sem er í eigu Sæ-
valds Pálssonar í Vestmannaeyjum,
er 243 tonna skip, smíðað í Þýska-
landi árið 1965. Arnþór EA var 155
tonn. Enginn kvóti fylgir Bergi VE,
en búið er að færa kvóta hans yfir
á annað skip.
„Þetta mál verður tekið fyrir í
ráðuneytinu fljótlega, þannig áð við
vonumst til að hægt verið að ganga
frá málum sem fyrst. Kaupsamn-
ingur liggur klár fyrir og verður
undirskrifaður um leið og jákvætt
svar berst varðandi flutning kvót-
ans yfir á skipið,“ sagði Hermann.
Menn frá G. Ben fóru til Eyja
um síðustu helgi og skoðuðu skipið
og sagði Hermann að þeim hefði
litist ágætlega á. Skipið hefur verið
í slipp í Vestmannaeyjum þar sem
það var m.a. málað, en það verður
tekið niður í dag.
Varðandi tryggingar vegna Arn-
þórs EA kemur greiðsla trygginga-
félaga ekki til fyrr en tveimur mán-
uðum eftir óhappið. Hermann sagði
að veiðarfæri og ýmis búnaður í
Arnþóri hefði ekki verið tryggður
og yrði útgerðin fyrir einhveiju tjóni
vegna þessa. „En það skiptir auðvit-
að minnstu máli úr því ekki fór
verr, það varguðs mildi að mennirn-
ir sluppu allir og það er númer eitt,
tvö og þijú,“ sagði Hermann.
Fyrsta virkjunin í
Laxá fímmtíu ára
FIMMTÍU ár eru liðin frá þvi að fyrsta virkjunin í Laxá í Aðaldal,
Laxárstöð I, tók til starfa. Laxárstöðvar hafa nýst að fullu allt frá
upphafi og eru þær nú seni næst skuldlausar eignir Landsvirkjunar. í
tilefni afmælisins hefur stjórn Landsvirkjunar samþykkt að færa Hafra-
lækjarskóla í Aðaldal að gjöf tölvu og prentara til kennslu við skólann.
NYJAR BÆKUR
ALLT STAKAR SÖGUR ds3@fan FÁANLEGAR 4 í PAKKA A KR. 1.750,-
Bygging Laxárstöðva fyrir
fimmtíu árum olli straumhvörfum í
búsetuskilyrðum á Norðurlandi og
var mikið átak fyrir bæjarfélag á
stærð við Akureyri, segir í frétt frá
Landsvii'kjum. Skönnnu fyrir alda-
mót fóru menn að íhuga virkjun
vatnsfalls til raflýsingar á Akureyri
og þann 25. mars 1913 var kosin
rafljósanefnd á bæjarstjórnarfundi á
Leikfélag Akureyrar
HÚS BERNÖRDU ALBA
Næstu sýningar:
Laugard. 21 /10 kl. 20.30
Fimmtud. 26/1 Okl. 20.30
Laugard. 28/1 Okl. 20.30
Miðasala í síma 96-24073.
Munið pakkaferðir Flugleiða.
FLUGLEIÐIR
Akureyri til að skoða þ.ann mögu-
leika. Vinna við virkjunina hófst í
júní 1938 og lauk henni haustið eft-
ir. Afl hennar í upphafi var 1,7
megawött.
Árið 1953 var tekin í notkun önn-
ur virkjunin í Laxá með 9 megaw-
atta afli og nýtir hún fatl vatnsins
neðan fyrri stöðvarinnar. Árið 1973
vai' síðan ræst þriðja virkjunin í Laxá
með 9 megawatta afli og nýtir hún
sama fall og sú fyrsta. Samanlagt
afl Laxárstöðvanna þriggja er því
um 23 megawött.
Fyrstu lög um virkjun Laxár í
Suður-Þingeyjarsýslu voru samþykkt
á Alþingi 20. apríl 1937. í upphafi
var Ákureyrarbær einn eigandi Lax-
ái-virkjunar, en árið 1950 eignaðist
ríkið 15% Laxái"virkjunar og var
eignaraðild ríkisins síðan aukin í 35%
er Laxárstöð II kom í rekstur.
Nýr sameignarsamningur um
Landsvirkjun var undirritaður þann
27. febrúar 1981 milli ríkisstjórnar-
innar, Reykjavíkurborgar og Akur-
eyrarbæjar. í framhaldi af því voru
síðan sett ný lög um Landsvirkjun
þar sem ákveðið var að Laxárvirkjun
sameinaðist Landsvirkjun og tók sú
sameining gildi 1. júlí það ár. Eru
eignarhlutföll síðan þannig í Lands-
virkjun að ríkissjóður á helming fyr-
irtækisins, Reykjavíkurborg 44,525%
og Akureyrarbær 5,475%.