Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 33
\ og kyrrðin hrópar til þín dásemdir sköpunai-verksins þá kemstu óvíða nær uppruna þínum. Og nú er vinur minn Bogi lagður á Djúpið í sína hinstu ferð. Eg er viss um að þar siglir hann þöndum seglum inn í fegurð himinsins. Signrður J. Jóhannsson Góður Lionsfélagi, Finnbogi Pét- ursson, lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Isafirði 12. október sl. Finnbogi fæddist 27. febt'úar 1919, sonut' hjónanna Stefaníu Jensdóttur og Péturs Finnbogason- ar.' Finnbogi varð félagi í Lions- klúbbi ísafjarðar árið 1976 og var alla tíð einn duglegasti og starfsam- asti félagi klúbbsins. Það er nauð- synlegt fyrir félög að eiga innan vébanda sinna félaga eins og Finn- boga. Finnbogi var harðduglegur, samviskusamut' og gerði allt vel og dyggilega sem honum var falið í Lionsstarfinu, störf hans mótuðust af því að láta gott af sér leiða og vat' ávallt boðinn og búinn að leggja sitt af möt'kum. í raðir Lionsklúbbs ísafjarðar hefur nú verið höggvið stórt skarð. Af Finnboga er mikil eftirsjá, frá- fall hans var snöggt og óvænt og kom okkur í opna skjöldu, við sökn- um sárt eins okkar besta félaga. Nú að leiðarlokum vottum við Finn- boga Péturssyni virðingu okkar og þökkum honum fyrir hans mikla og óeigingjarna starf og margar ánægjulegar samverustundir í leik og starfi innan Lionsklúbbs ísa- fjarðar. Blessuð sé minning hins mæta félaga okkar og sanna Lionsmanns. Ættingjum hans og ástvinum send- um við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styðja þau og styrkja í sorg þeirra. Lionsklúbbur ísafjarðar í dag, laugardaginn 21. október, verður jarðsunginn frá ísafjarð- arkapellu Finnbogi Pétursson, hús- vörður hjá Landsbanka íslands, ísafirði. Finnbogi fæddist á Hjöllum í Skötufirði, 27. febrúar 1919 ogólst þar upp. Hann fluttist ungur til Isaíjarðar og bjó þar til dauðadags. Kona Finnboga var Sigríður Þór- arinsdóttir frá Ögurnesi, 'en hún lést 16. apríl 1971. Þau eignuðust þijú börn, sem eru: Sigurður, giftur Signýju Rósantsdóttur, og eiga þau þijú börn; Stefanía, gift Jónasi H. Jónssyni og eiga þau tvær dætur; Hallveig, gift Asmundi Sveinssyni og eiga þau tvö börn. Einnig gekk Finnbogi í föðurstað Sigrúnu Sigui'ðardóttur, dóttur Sigríðar. Hennar maki var Þórarinn Björgvinsson. Hann lést í apríl 1982. Þau áttu þijá syni og eitt barnabarn. Sambýlismaður Sigrún- ar nú er Valdimar Thorarensen. Finnbogi vann alla algenga vinnu til sjós og lands, hjá Norðurtanga hf. og víðar. Einnig vann hann í nokkur ár við smíðar hjá Skipa- smíðastöð M. Bernharðssonai' hf., enda mjög laghentur maður. í júní 1978 hóf Finnbogi störf hjá Landsbankanum og varð þar með hann Bogi okkar allra. Það var oft spurt: „Hvar er Bogi, hefur nokkuð séð hann Boga, ég þarf að finna hann,“ og mörg sporin átti hann í eitthvert snatt fyrii' okkur. í frístundum á seinni árum var hans líf og yndi að fylgjast með lífinu við höfnina og dytta að bát, sem hann átti. Bogi var félagslyndur maður og lét sig aldrei vanta þegar starfs- fólkið gerði sér dagamun, hvort sem það voru ferðalög eða samkomur á staðnum. Bogi vai' þar hrókur alls fagnaðar og þar var ekkert kyn- slóðabil. Bogi var vinur okkar allra, ungra sem gamalla. Við viljum nú að leiðarlokum þakka honum samfylgdina og senda börnum hans og fjölskyldum þeirra ásamt öldruðum föður hans, sem dvelur nú á Elliheimili Ísafjarðar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Landsbankans á Isafirði. Fleiri greinar um Finnboga Pét- ursson munu birtast í blaðinu næstu daga. MOKGl'-NBI j\1HD- LAiH.hVBiPfýGUIy 21(:;QKTÓBER: 1989 33 Minning: Sigurjón Hallsteins- son frá Skorholti Fæddur 23. mars 1903 Dáinn 15. október 1989 í dag fer fram frá Hallgríms- kirkju í Sáurbæ á Hvalfjarðarströnd útför frænda mins Siguijón Hall- steinssonar frá Skorholti í Leirár- og Melahreppi. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 15. október sl. eftir erfið veikindi, 86 ára að aldri. Þó að allir vissu hvert stefndi, ekki síst hann sjálfur, var aðdáunarverð ró hans, yfirvegun og skýr hugsun allt fram á síðustu stundu. Siguijón fæddist í Skipanesi 23. mars 1903. Hann var sonur Hall- steins, bónda í Skipanesi og síðar í Skorholti í Leirár- og Melahreppi, Ólafssonar bónda á Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi, Magnússonar bónda á Hóli í Lundareykjadal. Móðir Siguijóns var Steinunn dóttir Eiríks bónda á Eystra-Miðfelli í Hvalfjai'ðastrandarhreppi, Sveins- sonar bónda á Vindási í Kjós, Erl- ingssonar. Siguijón er því af traust- um bændaættum kominn. Árið 1908 fluttist Siguijón, 5 ára gamall, að framtíðarheimili sínu, Skorholti, með foreldrum sínum og systkinum, þeim: Halldóru, f. 18. apríl 1887, Ólafi, f. 23. júní 1888, Bjarna, f. 4. janúar 1891, Guðrúnu f. 3. desember 1891, Narfa, f. 27. apríl 1894, Eiríki Ingvari, f. 29. maí 1897, og Böðvari, f. 27. októ- ber 1900. Jóna fæddist síðar eða 26.10.1912. Lifir Eiríkur lngvar einn systkinanna bróður sinn. Á sínum yngri árum stundaði Siguijón vertíðarvinnu um 13 ára skeið í Sandgei'ði, fyrst fyrir til- stuðlan Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Að hverri vertíð lokinni færði hann afrakstur vinnu sinnar heim í foretdrahús í Skorholti, þar sem hann hafði alla tíð fasta bú- setu. Við andlát föður síns tók hann við búsforráðúm í ■ Skorholti með bróður sínum Böðvari og sinnti því starfi einn að Böðvari látnum 1956. Naut hann dyggrar aðstoðar Jónu systur sinnar alla tíð sem með hon- um bjó á jörðinni. Voru þau Sigur- jón og Jóna alla tíð ákaflega sam- rýnd og bundust óijúfanlegum systkinaböndum. Söknuður Sigur- jóns var því mikill við fráfall henn- ar árið 1985. Var Siguijón hinn ágætasti búmaður og farsæll í öll- um sínum störfum. Tókst honum með nægjusemi og natni að bæta landkosti jarðar sinnar og skapa sér og systur sinni hið ágætasta lífsvið- urværi. Siguijón var ákaflega félags- lyndur maður og naut þess einkar vel að vera meðal fólks. Hann var mjög söngelskui' og fastur félagi í kirkjukór Leii'árkirkju í áracugi. Hann var reglusamur og heiðurs- félagi í Ungmennafélaginu Hauki, enda vann hann mikið að málum ungmennafélaganna á yngri árum. Minning: Elva B.H. Hjartar- dóttirf Borgarnesi Fædd 3. maí 1931 Dáin 13. október 1989 Kveðja fi'á barnabörnum Elskuleg amma okkar, Elva. Björk, et' dáin, hún 'lést á sjúkra- húsi Akraness 13. október eftir stutta en erfiða sjúkdómsbaráttu. Okkur langar með örfáum orðum að þakka henni fyrir góðar og hlý- legar stundir sem við áttum með henni, hún var alltaf glöð og góð, og öllum þótti vænt um hana, hún gleymist aldrei í huga okkar. Við áttum erfitt með að skilja af hveiju Guð tók hana ömmu frá okkur svona snöggt en nú vitum við að henni líður vel og biðjum Guð að geyma hana og vernda. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. t Eigninmaður minn, faðir og afi, ELLERT TRYGGVASOIM, lést miðvikudaginn 18. október. Útförin verður auglýst síðar. Ilse Tryggvason, börn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR HALL málari, lést á heimili sínu Réttarholtsvegi 29, 20. október. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Berta Guðjónsdóttir Hall. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI KRISTJÁN PÁLMARSSON, Hátúni 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. október kl. 13.30. Halldór Helgason, Selma Antonsdóttir, Vigdfs Helgadóttir, Guðbrandur Haraldsson, Ómar Helgason, , Ásgeir Helgason, Stefanía Gissurardóttir og barnabörn. Áhugi Siguijóns á spilum, einkum félagsvist, var mikill, einnig á dansi og íþróttum. Þá var liann mjög vel hagmæltur, en fór með þá gáfu af alltof mikilli hógværð. Á öllurn þess- urn sviðum kom glaðværð, bjartsýni og glettni Sigurjóns glöggt fram. Sóttust því niargir eftir nærveru hans. Áhuga hafði hann einnig á veiðum, einkum refa- og minnka. Sá hann um að halda þeim vágesti niðri á svæðinu sunnan Skarðs- heiðar um margra ára skeið. Að almennum bústörfum og hugðarefnum gekk Sigurjón af ein- stökum áhuga og atorku enda ósér- hlífinn og viljasterkur. Þegar við bættist réttsýni og sanngirni var ekki nema von að tii hans væri leit- að rneð ýrnis trúnaðarstörf. Átti hann m.a. sæti í hreppsnefnd, sökn- arnefnd og stjórn ungmennafélags- Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ragnheiður Dagný, Elva Björk, Arnar Pálmi, Kristín Helga, Lilja Sif, Jóhanna Elva, Pét.ur Guðni, Huldís Mjöll, Anna Margrét, Stefán Örn. fns' iriri Iriáfgfá ái'á'sk'éið'svd hbkk- uð sé nefnt. Sem forniaður áfengis- varnarnefndar tók hann á sig ýms- ar skyldur og byrðar og gætti hags- muna Slysavarnafélags Islands í langan tíma sem umboðsmaður þess. Hlýhugur, gjafmildi og fórn- fúst starf í þágu Leirárkirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ verður og seint fullþakkað. Framhalds- skólamenntunar naut Siguijón. ekki sökurn fátæktar og harðrar lífsbar- áttu í æsku og á unglingsárum. Kom það ekki að sök síðar því eðlis- greind hans og lífsins skóli gerðu honum kleift að takast á við þau vandamál sem við var að fást hveiju sinni og úr þurfti að leysa. Viðmót Siguijóns, greiðasemi, náungakærleikur og góðvild gerði hann að mjög vinmörguni manni. Stóð Skorholtsheimiiið ætíð opið ættingjum, vinum og kunningjum. Var gestrisni í hávegum höfð og engum mismunað í beina oggreiða- senri. Þótti sjálfsagt að víkja til hliðar dagleguni störfuni um stund, þegar gest bar að garði, störfum sem stundum máttu lielst alls ekki bíða að því er okkur fannst sem dvöldum sumarlangt. Allir sátu við sama borð’. Gestakomur voru því miklar, ekki aðeins á sumrin, heldur einnig á vetrum, sér í lagi meðan skólabókasafn var í unisjá Jónu systur Siguijóns. Siguijón var ókvæntur og barn- laus. Systkinatryggð og sterk til- finningaleg bönd á milli systkina hefur án efa hér mestu ráðið, því ekki skorti á glæsileika og mann- kosti. Barnmargt var samt sem áður oft á sumrin í Skorholti. Þar dvaldi íjöldi barna, sem nú eru vax- in úr grasi. Átti Siguijón stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem hjá honum dvöldu á einn eða annan hátt. Kom oft á daginn að barn- gæska, hlýja, umhyggja og velvild Siguijóns hafði meira aðdráttarafl og varð öðru yfirsterkari en ætlað var. Afleiðing þessa voru síendur- teknar sumardvalir sömu aðila í Skorhoiti. Við upprifjun á ánægju- legum samverustundum með Sigur- jóni, í snialamennskum, eyja- og veiðiferðum, skiptir samt mestu sú uppfræðsla og lífsins leiðsögn sem hann veitti. Þó að skoðanii' okkar færu ekki alltaf sanian lærðist að hlusta, rökræða hluti og virða sjón- armið hans og annarra enda virti hann ætíð vel sjónarmið viðrnæl- enda sinna. Með hógværð sinni, varfærnislegri univöndun ef á þurfti að halda, og uppfræðslu leiddi hann þá sem minna vissu og minna máttu sín yfirleitt óafvitað inn í sannleik- ann um lífið og tilveruna. Var unnt að óska sér nokkurs betra? Þegar litið er til baka kemur í hugann erindið: Margs ei' að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyi'ir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Minningin uni merkan mann lifir. Jón Sveinsson Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, einnig þökkum við krossa, blóm, kort og minningargjafir við andlát og jarðarför móður okkar og systur, SIGRIÐAR JÓSEFSDÓTTUR frá Hámundarstöðum. Guð blessi ykkur öll. Hildur Stefándóttir, systkini og Ingibjörg Jósefsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigninmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SVEINS JÓHANNESSONAR, Reykjavíkurvegi 35A, Hafnarfirði, Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki 3. hæðar Sólvangs fyrir góða umönnun. Ása Sigrfður Stefánsdóttir, Unnur Sveinsdóttir, Þórir Kjartanson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.