Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTOBER 1989 29 Heillandi haustlauf Vetur gengur í garð Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 145. þáttur Okkur félögum j GÍ er það vissulega fullkunnugt hversu lipurlega Ólafur Björn Guðmundsson beitir einatt penna sínum í þágu fél&gsins enda hefur hann í ómunatíð ritstýrt Garðyrkjuritinu og einnig fréttábréfínu Garðinum með sæmd og prýði. Margt huggunarorðið hefur hann látið falla þegar óhag- stætt veðurfar og viðlíka óáran hefur steðjað að hijáðu garðyrkjufólki. Þá hefur hann ekki síður lát- íð óspart í ljós gleði sína þegar vel gengur lijá áður- nefndum hópi manna. Fyrir tveim áratugum birtist eftir hann eftirfar- andi „vetrarhvöt" í Garðinum, gæti hún einsvel hafa verið skrifuð þessa dagana því greinilega hef- ur það árið verið votviðrasamt sumar: „Nú er vetur að ganga í gárð og livað skal segja oss garðræktarmönnum hér sunnan- og vestanlands til huggunar eftir svona sumar? Líklega er best að segja sem fæst, en snúa sér strax að því að hugsa fyrir næsta sumri, sem ábyggilegá verðui' betra — því verra getur það varla orðið. Að minnsta kosti ætla ég að biðja ykkur þess lengstra orða, að missa ekki kjarkinn þó á móti blási í bili. Heldur skulum við taka undir með skáldinu og kyija þá gömlu stöku, sem vafalaust oft hefur verið kveðin á ís- landi þegar illa áraði: Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega. Það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega. Bjartsýnin er engum nauðsynlegi'i en þeim sem við garðrækt fást. Mörgum þótti jiví týra á tíkar- skottinu þegar einn af fyrirmönnum í ræktunarmál- um höfuðborgarinnar lét hafa það eftir sér í blaða- viðtali í sumar að „mjög erfitt væri að rækta upp plöntur hér í Reykjavík". Þótti mörgu áhugafólki um garðrækt þar höggva sá er hlífa skyldi og að ástæða væri til að telja kjark í menn en að draga úr honum með hrakspám og svartsýnistali og þess- um ummælum viljum við í stjórn GÍ mótmæla. Hér er hægt að rækta furðumargt, það sanna liinir mörgu og sífjölgandi skrúðgarðar í Reykjavík og nágrenni. Að vísu skiptast á skin og skúrir eins og gengur. Ekkert er fyrirfram gefið og ekkert verður með vissu reiknað út — en það gerir ekki garðyrkj- una minna heillandi viðfangsefni. En snúum okkur nú að næsta sumri og nú lítum við út í garð: Haustlaukarnir eru vonandi komnir í sinn moldarbeð, þeir þurfa nefnilega svolítið að átta sig í moldinni, mynda rætur og koma ser fyrir áður en frost setjast að þeim fyrir alvöru. Í snjóleysinu hér sunnanlands hefði nú verið gott að vera búinn að dreifa góðu lagi af laufi, lyngi eða lausum mosa á jörðina yfir laukunum til að veija þá fyrir mesta frostinu. Slíka sæng kunna þeir vel að meta. í stein- beðinu er gott að skýla viðkvæmari jurtum með léttu lyng- eða laufskýli, eða með glerplötum sem lagðar eru yfir þær á milli steinanna. Vonandi hafið þið munað eftir að taka inn og hengja til þerris ýmsa blómstöngla, strá og fleira sem getur verið til hinnar mestu prýði í stofum inni allan veturinn og sem ekkert gefur eftir ýmsu er- lendu skreytingarefni sem innflutt er. ó.B.G.“ Andrea Kristjáns- dóttir, Risabjörgum, Hellissandi - Minning Fædd 19. deseniber 1899 Dáin 15. október 1989 Hún Andrea amma er dáin. Mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum en minnin- garnar hrannast upp og það er af svó mörgu að taka. Það var á haustdögum árið 1976 að tilvonandi eiginmaður minn kynnti mig fyrir ömrnu sinni. Eg var bæði kvíðin og örlítið feim- in eins og oft vill verða þegar verið er að kynnast inn í nýja fjöi- skyldu, en sá kvíði reyndist ástæðulaus, frá fyrstu stundu umvafði hún niig með umhyggju sinni og hlýju sem varði fram til síðustu stundar. Það var ómetanlegt fyrir mig að hafa kynnst henni Andreu ömmu, hún var aldamótabarn, hafði lifað tímana tvenna enda hafsjór fróðleiks um liðna tíma, stálminnug var hún fram á síðustu stundu og fylgdist vel með í nútíma þjóðfélagi, það var ekki komið að tómum kofunum hjá henni hvort heldur voru fréttir dagsins eða nýjustu verðhækkanir á matvörum. Lengst af ævi sinnar bjó Andrea ásamt Björgvini manni sínum að Risabjörgum á Helliss- andi, en Björgvin lést fyrir all- mörgum árum eða stuttu eftir að undirrituð var kynnt fyrir þeim hjónum. Andrea hélt þó áfram að búa að Risabjörgum eftir lát Björgvins og þaðan er gott að minnast hennar. Hlý og fagnandi tók hún á móti okkur þegar við heimsóttum hana og kjötsúpan beið tilbúin í pottinum. Ég vissi það fyrir víst að hér á árum áður var mikið um að vera hjá þeim hjónum því gestagangur var ætíð mikill og öllum vel tekið. Heimili og fjölskylda voru Andreu alit, hún var vakandi sem sofandi yfir velferð allra, hún hafði ávallt tíma fyrir okkur, hvatti okkur og studdi svo við bakið á okkur þegar á reyndi. Hún hafði margt að segja og af henni lærðum við um lífið og tilveruna. Dóttursonur hennar, Björgvin Andri, minnist ömmu .sinnar með hlýju og kærleika og biður um að koma á framfæri þakklæti fyrir allt sem hún var honum. Orð eru fátækleg þegar slík öndvegiskona er kvödd. Elsku Andreu ömmu þakka ég af heilum hug fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Megi hún hvíla í friði. Guð veri með henni. Sigrún Júlíusdóttir \ALK3L YSINGAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Hafnarfjörður Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði Fundur um framboðsmál til bæjarstjórnar verður haldinn i Sjálfstæð- ishúsinu, Hafnarfirði, mánudaginn 23. október nk. kl. 20.30. Stjórn fulltrúaráösins. Norðurlandskjördæmi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn á Dalvík laugardaginn 28. október í Víkurröst og hefst kl. 9.30 f.h. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og gjaldkera. 2. Stjórnmálaályktun, umræður og afgreiðsla. 3. Við upphaf þings: Halldór Blöndal, alþingismaður. 4. Kl. 12.00 sameiginlegur hádegisverður. 5. Sveitastjórnarmál - sveitastjórnarkosningar. Fjögur erindi. Umræður. 6. Kosningar, ákvörðun árgjalds. 7. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðs. Kópavogur - Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðju daginn 31. október kl. 20.30 í Sjálfstæðis húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Gestur fundarins verður Ásthildur Péturs dóttir. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kaffiveitingar. 3. Spilað verður bingó. Sjálfstæðiskonur fjölmennið. Stjórnin. Akranes Bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 22. október kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Aðalfundur sjálfstæðisfélagsins Ingólfs, Hveragerði verður haldinn laugardaginn 21. október á Hótel Örk, ráðstefnusal, kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kl. 19.00. Mæting á enska barnum fyrir sjálfstæðisfólk og maka þeirra. Kl. 20.00. Sameiginlegur kvöldverður. Árni Johnsen mætir með gitarinn og stjórnar fjöldasöng. Helgi Þorsteins og Kristinn Kristjáns þenja nikkurnar. Sýnum samstöðu og mætum öll. Stjórnin. Aðalfundur Týs Aðalfundur Týs, FUS i Kópavogi, verður haldinn í Hamraborg 1, 3. hæð, föstudaginn 27. október kl. 19.30. Dagskrá: 1. Kosning for- manns og stjórnar. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Sérstakir gestir fundarins verða Birgir Ármannsson, nýkjörinn for- maður Heimdallar og Davið Stefánsson, formaður SUS. Bcðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Félagar fjölmennið. Stjórn Týs. Akranes Aðalfundur Þórs, FUS á Akranesi, verður haldinn sunnudaginn 22. október 1989 kl. 14.00 í Sjálfstæöishúsinu á Akranesi. Fundurinn verður á 2. hæð i Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning stjórnar. Stjórn Pórs. smá auglýsingor Féíagslíf □ GIMLI 598923107 - 1 □ MlMIR 598910237=1 Atk Frl Skíðadeild Víkings Vetrarkaffi verður sunnudaginn 22. október kl. 15.00 í skíöa- skála deildarinnar. Nýir og gaml- ir félagar velkomnir. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 22. október: Kl. 13.00 Vifilsfell. Ekið í áttina að Jósepsdal og gengið frá mynni dalsins upp fjallið. Létt gönguferð, frábært útsýni. Verð kr. 800,-. Mikið er af óskiladóti á skrif- stofunni, sem komið hefur úr sæluhúsunum eftir sumarið. Hægt er að nálgast óskilamuni milii kl. 09.00-17.00 virka daga á Öldugötu 3. Brottför i dagsferðina er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bil. Fritt fyr- ir unglinga að 15 ára aldri. Ferðafélag islands. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. [Blj Útivist Sunnudagur 22. okt. Ný og spennandi gönguleið um hrikalegt landslag vestur af Sveifluhálsi: Köldunámur - Lambafellsgjá. Brottför kl. 13 frá Umferðarmiðstöð, bensín- sölu. Einnig er hægt að koma í rútuna i Hafnarfirði og á Reykja- nesbraut við kirkjugarð. Ath.: Góður skófatnaður er nauðsynlegur í allar Útivistar- ferðir! KIUM&KI UK ISW I9S9 90 ðr lyrir .cstu iMjrili KFUMog KFUK Samkomuþrenna Samkoma i kvöld á Amt- mannsstíg 2b kl. 20.30. Upphafsorð: Helga Sigríður Þórsdóttir. Vitnisburður: Magnea Sverrisdóttir. Ræðu- maður: Séra Karl Sigurbjörns- son. Sönghópur syngur. Mikill almennur söngur. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.