Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 Til hluthafa Verslunarbanka íslands hf. Hlutafjárútboð Á aðalfandi bankans 18. mars 1989 var bankaráði heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir króna. Bankaráð hefur nú ákveðið að nýta þessa heimild og eiga hluthafar rétt til áskriftar í réttu hlutfalli við hlutaíjáreign sína, eða 19,8%. Forgangsréttur hluthafa rennur út 25. október nk. Útboðsgengi hinna nýju hlutabréfa hefur verið ákveðið 1.40 og er greiðslu- frestur til 10. nóvember nk. Sömu reglur gilda um hin nýju hlutabréf og annað hlutafé í bankanum. Áskriftarskrá mun liggja framrni á aðal- skrifstofu bankans, Bankastræti 5, frá 25. september til 25. október nk. að báðum dögum meðtöldum og verður hluthöf- um jafnframt send áskriftarskrá. Reykjavík, 19. september 1989. VERSLUNARBANKI ÍSLANDS HF. V6RSLUNRRBRNKINN -uituuvi með fién ! Leiðrétting vegna athuga- semdar forsætisráðuneytisins við „utandagskrárumræðu“ eftir Pálma Jónsson í Morgunblaðinu í gær birtast athugasemdir Guðmundar Bene- diktssonar, ráðuneytisstjóra i for- sætisráðuneytinu, við orð mín í umræðum utan dagskrár á Alþingi sl. mánudag. Athugasemdir ráðu- neytisstjórans lúta að því, að ég hafi talið tvo starfsmenn ráðuneyt- isins ráðna án heimilda, þ.e.a.s. starfsmann, sem ráðinn var í stað Magnúsar Torfa Ólafssonar og er nú titlaður skrifstofustjóri, og efnahagsráðgjafa forsætisráð- herra. Skemmst er af því að segja að hvergi í ræðu minni kemur það fram sem mín skoðun, að þessir tveir starfsmenn hafi verið ráðnir án heimilda. Athugasemdir ráðu- neytisins eru því byggðar á mis- skilningi, enda vissi ég ekki til að sá mæti maður, Guðmundur Bene- diktsson, hefði verið viðstaddur umræðuna. I hinni tilvitnuðu ræðu sagði ég eftirfarandi: „A síðustu árum hefur gætt vaxandi tilhneigingar til 4>ess hjá einstökum ráðherrum að snið- ganga reglugerð um Stjórnarráð Islands og ráða fleiri pólitíska að- stoðarmenn til starfa en reglugerð- in heimilar. í 14. gr. reglugerðar við iög um Stjórnarráð íslands seg- ir svo: „Ráðherra er heimilt að kveðja sér til aðstoðar, meðan hann gegn- ir embætti, mann utan ráðuneytis- ins sem starfi þar sem deildar- stjóri, enda hverfi hann úr starfi jafnskjótt sem ráðherra." Ég fullyrði að þessi ákvæði reglugerðarinnar eru nú sniðgeng- in af emstökum ráðherrum. Hæstvirtur forsætisráðherra hefur sinn aðstoðarmann, svo sem hann hefur fulla heimild til. Hann hefur einnig nýlega ráðið blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar í stað Magnúsar Torfa Ólafssonar, sem að vísu ber starfsheitið „skrifstofustjóri" og eru þá tveir skrifstofustjórar í for- sætisráðuneytinu. Þá hefur hann einnig ráðið efnahagsráðgjafa sem álitið hefur verið að væri efna- hagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, en á'Ém. Á Pálmi Jónsson „Skemmst er af því að segja að hvergi í ræðu minni kemur það fram sem mín skoðun, að þessir tveir starfsmenn hafi verið ráðnir án heimilda. Athugasemd- ir ráðuneytisins eru því byggðar á misskilningi, enda vissi ég ekki til að sá mæti maður, Guð- mundur Benediktsson, hefði verið viðstaddur umræðuna.“ er nú titlaður efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. A sama tíma hefur hæstvirtur íjármálaráðherra ekki einungis ráðið sér varaformann Alþýðu- bandalagsins sem aðstoðarráð- herra, heldur hefur hann einnig ráðið sérstakan pólitískan efna- hagsráðgjafa og sérstakan pólitískan blaðafulitrúa. Hér er vitaskuld um ótvírætt brot að ræða á því ákvæði reglugerðar við iög um Stjórnarráð íslands sem ég DAGANA 20.-30.okt. VEITUM VIÐ 15% staðgr.afsl. í GJAFAVÖRUDEILD <10% greiðsluk.afsl. 0G 25% staðgr.afsl. AF ALLRIVÖRU FRA MARIMEKK0 • 20% greiðsluk.afsl. • Opið kl. 1000-1600 á laugad. AÐEINS GÆÐAMERKISEM ALLIR ÞEKKJA <S) marimekko steltan of denmark iittalaOnuutajarvi karel FATNAÐUR-CJAFAVÖRUR LAUGAVEGI 13 - S. 62 45 25 vitnaði til áðan og spyija má, hvort það sé stefna hæstvirtrar ríki.s- stjórnar að hvert ráðuneyti fyrir sig hafi sérstakan efnahagsráð- gjafa og hvert ráðuneyti fyrir sig liafi líka sérstakan blaðafulltrúa og að þessir starfsmenn komi til viðbótar hinum pólitísku aðstoðar- mönnum ráðherra?“ Ef þetta er lesið í heild sést, að þau orð sem ég lét falla um starfs- menn forsætisráðuneytisins eru nauðsynlegur aðdragandi og til þess ætluð að gefa þeim fuilyrðing- um mínum aukinn þunga, að ijár- málaráðherra hafi brotið ákvæði reglugerðar við stjórnarráðslögin þegar hann réð til sín, auk sérs- taks aðstoðarmanns, pólitískan efnahagsráðgjafa og pólitískan blaðafulltrúa. Ég tel þetta svo skýrt orðað að ekki þurfi að mis- skilja og undrast það að sjá at- hugasemdir í löngu máli við það, sem á einum stað er kallað „hug- leiðingar Pálma Jónssonar" og ekki er fótur fyrir. Þarflaust er einnig að vitna til ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen í þessu máli, en þá var Þórður Friðjónsson efna- hagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar en ekki aðeins forsætisráðherrans. Á hinn bóginn segi ég í ræðu minni, um starfsmann sem ráðinn var í stað Magnúsar Torfa Ólafs- sonar, að hann hafi „starfsheitið skrifstofustjóri og eru þá tveir skrifstofustjórar í forsætisráðu- neytinu". Ég hafði ekki fleiri orð um. Ég tel hins vegar vafasamt að hafa tvo skrifstofustjóra í litlu ráðuneyti og kemur það ekkert málinu við hvqrt skrifstofustjórinn heitir Gísli Árnason eða Helga Jónsdóttir, eliegar hvort hann skuli vera löglærður eða ekki. Það skipt- 7ir heldur ekki máli þótt Ragnhildur Helgadóttir hafi „brotið ísinn“, en benda má á þann mismun þessara tveggja ráðuneyta, að samkvæmt starfsmannaskrá eru heimilaðar stöður á aðalskrifstofu forsætis- ráðuneytisins 11 og alls á vegum ráðuneytisins 32, en á aðalskrif- stofu menntamálaráðuneytis 45 og alls á vegum þess ráðuneytis 5.033. Að lokum vil ég fagna þeirri viðurkenningu forsætisráðuneytis- ins sem felst í því, að engin athuga- semd er gerð við þann kafla ræðu minnar, sem íjallaði um ráðningu á þeim deildarstjóra ráðuneytisins, sem starfar utan veggja þess sem aðstoðarmaður Stefáns Valgeirs- sonar. Höfiwdur er alþingismadur Sjálfstæðisilokks fyrír Norðuríandskjördirmi vestra. Tónleikar Tónlistar- skólans í Há- teigskirkju HLJÖMSVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur sína fyrstu tónleika á þessuni vetri í Há- teigskirkju á morgun, sunnu- daginn 22. október. Á efnisskránni eru tvö verk, Sinfónía nr. 6 í D-dúr eftir Joseph llaydn og Sinfónía nr. 2 í B-dúr eftir Franz Schubert. Stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni er Kjartan Óskarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa í u.þ.b. eina klukkustund. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.