Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 27
M()RGt,iNÍiLADID ÍlrtiMÍMÍÍtá Í2Í: IMÍÖMeKÍÍS^L
Minning:
Kristín Loftsdóttir
Bjargi, VíkíMýrdal
Fædd 25. janúar 1917
Dáin 14. október 1989
Ein af fyrstu endurminningum
okkar systra frá árunum í Vík eru
tengdar Nöbbu og Sigga á Bjargi.
Við erum misgamlar og höfum því
ólíkar minningar, en þegar horft
er til baka munum við allar eftir
jólakortunum í svefnsófanum sem
við röðuðum margan rigningardag-
inn, poppkornið sem við fengum
aldrei heima hjá okkur (því mamma
þoldi ekki lyktina) en Nabba bætti
upp í ómældu magni, kleinurnar í
tíukaffinu og kindurnar og allt sem
þeim fylgdi. Við „eignuðumst" fljót-
lega okkar eigin kind og hækkaði
sjálfsálitið mikið við það. í því litla
samfélagi sem Vík var mátti heita
að allir væru skyldir öllum, nema
við sem áttum enga ættingja á
staðnum. Kannski var það ömmu
og afaleysi okkar sem olli því að
við ættleiddum Nöbbu og vorum
oft ansi eigingjarnar á hana og
þóttumst eiga meira í henni en
margir aðrir.
Siggi og Nabba eignuðust ekki
börn sjálf en samt var alltaf fullt
hús af börnum hjá þeim. Nabba
hafði einstakt lag á börnum, enda
löðuðust þau að henni. Bjarg er
eitt af þessum litlu tveggja liæða
bárujárnshúsum sem rúma allt svo
vel. Á ganginum var oft aragrúi
barna í skollaleik, við földum hlut
inni í stofu, lékum prest að koma
í skírn inni í borðstofu og suðuðum
óspart í Sigga að sýna töfrabrögð
sem fólust í því að hann skaut útúr
sér tönnunum. Við trúðum því að
hann væri göldróttur og bárum
óttablandna virðingu fyrir honum.
Húsinu var aldrei læst og ef enginn
var heima settumst við bara inn í
stofu og skoðuðum myndir, eða
dáðumst að „fossa-lampanum“.
Nabba leyfði okkur að taka þátt í
öllum daglegum störfum, kleinu-
bakstur var vinsælastur og a.m.k.
einu sinni „hjálpuðum" við henni
að taka slátur. Við vorum sann-
færðar um að við héldum uppi hey-
skapnum á sumrin og létum okkur
sjaldan vanta. Ein af vinsælli sögum
sem mamma segir barnabörnunum
er þegar Dússa fór í heyskap á
afmælisdaginn og týndi öðrum
skónum, sem fannst músétinn á
hlöðugólfinu um vorið. Á sumrin
sátum við og hamflettum lunda með
Nöbbu og létum lundalúsina hvergi
aftra okkur. Vinsælt var að fá að
þurrka af á rigningardögum, pakka
inn jólagjöfunum (en engan vitum
við hafa gefið eins margar gjafir
og hana) og þegar hún tók okkur
með til að þrífa hjá tröllabarninu
sínu (einsetumanni sem bjó skammt
frá) fannst okkur mikið til um. Einni
okkar kenndi hún að lesa og sú hin
sama rak smábarnaskóla í nokkra
vetur í hlöðunni fyrir yngri systur
og vinkonur. Nemendur fengu
hressingu í frímínútum og eftir
skóla hjá Nöbbu sem útvegaði litla
skólabjöllu. Vinsælt var, þegar al-
mennilegur snjór var kominn, að
hoppa af handriðinu niður í garð
og lét Nabba það óáreitt, enda
treysti hún okkur til að gæta að
okkur. Tengdamóðir hennar bjó
lengi í kjallaranum, hinu allra heil-
agasta, og ógleymanlegt er þegar
hún spáði fyrir okkur í spil og
kenndi okkur að leggja kapal. Eftir
að Nabba og Siggi h'ættu með fé
var íjárhúsið vinsæll leikstaður og
þau voru ófá leikritin sem þar voru
samin, æfð og flutt.
Nabba pijónaði mikið og gaf.
Uppáhaldspeysurnar okkar frá
henni voru með snjókörlum og vor-
um við mikið upp með okkur að
vera þær einu sem fengu slíkar.
Einnig bar hún í okkur (og fleiri)
húfur, sokka og vettlinga og mörg-
um færði hún flatbrauð og kleinur
með jöfnu millibili. Hún vann um
tíma á barnaheimilinu og annaðist
einnig aldraða, var meðhjálpari i\
kirkjunni og eflaust eitthvað fleira.
Þó hún sinnti þarna störfum á við
marga hafði hún alltaf tíma fyrir
okkur börnin og Lubbi, hundurinn
okkar, átti sér þar annað heimili
líka. Þó að ferðum okkar að Bjargi
hafi fækkað eftir að við urðum eldri
og fluttum í burtu, þá vissum við
að fylgst var með okkur og látið
sér annt um okkur. Það að hafa
átt eins gott afdrep á bernskuárun-
um og við áttum á Bjargi er gott
veganesti út í lífið.
Við vottum Sigga, Daddý, Erlu,
Stínu og öðrum ástvinum hennar
samúð okkar.
Kristín, Ragnhildur
og Ástríður Vigdís
Vigfúsdætur.
„Ó, guðir, þér sem okkur örlög vefið
svo undarleg."
(Steinn Steinarr)
Kristín Loftsdóttir eða Nabba
eins og ég og margir fleiri höfum
alltaf kallað hana er dáin.
Já, það er komið stórt skarð í
kærleiksheimilið á Bjargi. Hin langa
glíma undanfarin ár er á enda, en
með viljastyrk og jákvæðu hugar-
fari mætti Nabba hveijum degi. Það
þýðir ekki að deila við dómarann,
sagði hún við mig á sinn sérstaka
hátt, í símann síðasta kvöldið sitt
heima.
Örfáar, fátæklegar minninga- og
kveðjulínur til handa einstakri konu
sem var mér sem fleirum eins og
móðir, fá ekki lýst þeirri mynd og
þeim minningum, sem eftir sitja.
Alltaf var Nabba tilbúin að
hlusta, taka málstað þess, sem
minna mátti sín, hlúa að sjúkum,
rétta hjálparhönd skyldum sem
óskyldum eða vera til staðar, þar
sem á þurfti að halda. Alltaf hafði
Nabba tíma, og aldrei var kvai-tað.
Ósérhlífni, réttsýni, ljúft hjartalag
og jákvætt lífsviðhorf var hennar
veganesti í lífinu.
Þau eru ófá börnin, stór og smá,
sem fengið hafa falleg orð í eyru
eða bita í munninn hjá Nöbbu, hvað
þá þau sem hún tók á móti í þenn-
an heim. Ég er einn af þeim og ljúf-
ar minningar eru óteljandi sem aldr-
ei gleymast. Með opnum örmum tók
húná móti eiginkonu minni og börn-
um þegar þau komu og öll áttum
við hug hennar. Við ferðalok er
gott að hugsa til þeirra ljúfu stunda
og minninga sem Nabba hefur gef-
ið okkur og skilið eftir.
Um leið og ég þakka elsku Nöbbu
fyrir samfylgdina í lífinu, bið ég
föður lífsins að annast hana og
óska henni góðrar ferðar til þess
staðar þar sem ég veit, að vel verð-
ur tekið á móti henni og kær-
leiksríkir eiga heima.
Ég bið góðan Guð að styrkja
frænda í hinum sára missi sínum,
og ég og fjölskylda mín sendum
honum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurður Jónasson
I dag er kvödd hinstu kveðju frá
Víkurkirkju Kristín Loftsdóttir ljós-
móðir. Nabba eins og við kölluðum
hana fæddist á Bakka í Austur-
Landeyjum 25. janúar 1917, hún
var dóttir hjónanna Lofts Þórðar-
sonar bónda og Kristínar Sigurðar-
dóttur ljósmóður. Hún ólst upp á
Bakka ásamt sjö systkinum sínum,
þeim Þórði, Sigurði, Leifi, Önnu,
Guðna, Birni og Katrínu tvíbura-
systur sinni. Þijú þeirra eru látin,
þau Guðni, Anna og Þórður.
1 mörg ár hefur Nabba átt við
mikil veikindi að stríða en hún tók
þeim ávallt með æðruleysi og still-
ingu. Það er ef til vill þeim einum
fært sem búa yfir þeim einstöku
eiginleikum sem Bakkasystkinin öll
eru gædd.
Það hefur oft vafist fyrir okkur
systkinunum hvernig okkur bæri
að útskýra skyldleika okkar við
Bakkasystkinin, því í hugum okkar
erum við náskyld þeim. Nabba og
Daddý, báðar ljósmæður, unnu á
vöggustofu í Reykjavík þar sem
móðir okkar var lítil stúlka. Þær
tóku hana með sér heim að Bakka
þar sem hún ólst upp og var hún
strax ein af fjölskyldunni. Fólkið á
Bákka sá til þess að móðir okkar
missti aldrei samband við móður
sína og ömmu sem báðar búa í
Reykjavík.
Nabba giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Sigurði Gunnarssyni
í Vík, árið 1945 og hafa þau búið
þar síðan. Nöbbu og Sigga var að
ekki barna auðið en þó var ávallt
stór barnahópur í kringum þau, því
allir voru velkomnir að Bjargi og
höfðu Nabba og Siggi einstakt lag
á að fá okkur börnin til að segja
frá því sem við vorum að gera.
Um leið og við vottum Sigga og
öllum ástvinum þeirra samúð, þökk-
um við fyrir þau ár sem við áttum
með Nöbbu.
Lengi heilluðu hugann
heiðrikir dagar, alstirnd kvöld,
líf þeirra, ljóð og söngur
sem lifðu á hoifmni öld.
Kynslóðir koma og fara,
köllun þeiira er mikil og glæst.
Bak við móðuna miklu
ris mannlegur andi hæst.
(D.S.)
Stína, Gunnar, Siggi og
María Katrín
Kristín var fædd á Bakka í Land-
eyjum þann 25. janúar 1917, dóttir
hjónanna Lofts Þórðarsonar og'
Kristínar Sigurðardóttur, ljósmóð-
ur. Kristín var tvíburi við systur
sína Katrínu, en þær systur lærðu
báðar ljósmóðurfræði. Ékki er mét'
kunnugur fyrri æviferill Kristínar
umfram það, að 1944 kemur hún
til Víkur í Mýrdal, þar sem hún
gerist ljósmóðir og gegndi því starfi
um skeið. Árið eftir að hún kom til
Víkur giftist Kristín eftirlifandi
manni sínum, Sigurði Gunnarssyni
á Bjargi í Vík, og bjuggu þau þar
alian sinn búskap. Þau eignuðust
ekki börn, en ólu upp að miklu leyti
systurson Sigurðar, Hrólf Smára
Jónasson.
Engum manni er Kári líkur, sagði
Sigurður Orkneyjajarl. Engum
manni var Kristín lík og verður efa-
laust öllum þeim er kynntust henni
ógleymanleg fyrir margra hluta
sakir. Hún var óvenjulegur og
margbrotinn persónuleiki þar sem
saman fléttaðist mikill styrkur ann-
ars vegar og veikleiki að sama skapi
hins vegar, mikil trú og að sama
skapi mikill efi. Hún var lagleg, há
vexti og vakti hvarvetna athygli þar
sem hún fór, röddin nokkuð hvell
og barst víða. Kristín var hugsjóna-
manneskja og bar alla ævi fyrir
bijósti hag náungans og vildi leggja
sitt af mörkum til fegurra mannlífs.
Iðulega fannst manni Kristín ekki
sjást fyrir í greiðvikni og gjafmildi,
en ævi hennar var helguð hjálp og
þjónustu við aðra, og lengstum kom
hún því svo fyrir að þakkarskuld-
inni yrði stillt í hóf.
Kynni okkar hófust strax og ég
kom til Víkur sem héraðslæknir
haustið 1962. Hún hafði þá fyrir
allnokkru látið af ljósmóðurstörf-
um, en sinnti jafnan umönnun
sjúkra og gegndi óopinberu hjúkr-
unarkonustarfi í héraði. Ekki
ósjaldan var Kristín komin til hjálp-
ar og fyrir á staðnum, er komið var
í sjúkravitjun. Hún birtist þar sem
hún taldi hjálpar sinnar þörf og hef
ég grun um að hún hafi iðulegast
gert þetta óbeðin. Kristín var
margra rnanna maki, forkur til allra
starfa og hlífði sér hvergi og má
undrum sæta hve miklu hún afkast-
aði dag hvern. Oft mátti sjá hana
með tösku í hendi berast með sínu
hraða göngulagi eftir götum Víkur-
innar, þar sem hún .fór færandi
hendi til einhvers sem hún taldi sig
þurfa að gauka einhverju að þann
daginn, oft flatkökum eða kleinum.
Þau störf sem hún sinnti voru fjöl-
mörg, en lengst og best nýtti hún
krafta sína í þágu aldraðra og
sjúkra, m.a. hafði hún um alllangt
skeið með höndum matseld fyrir
íbúa Suður-Víkur meðan þar var
vísir að elliheimili.
Góð vinátta tókst með heimili
mínu og Kristínar og nutum við
hjálpsemi hennar ómælt. Ótalin eru
þau skiptin sem hún sauð handa
okkur fýlinn sem Sigurður færði
okkur síðan ijúkandi í gamla vípon-
inum Z-100, ef hún hafði þá ekki
skotist með hann sjálf á tveirn jafn-
fljótum. Aldrei borða ég svo þetta
lostæti að ekki rifjist upp þessi tími
og það fólk, sem honum tengist og
þá fyrst og fremst Kristín og Siggi
á Bjargi.
Kristín lét aldrei líkamlega kvilla
aftra sér frá önnum sínum og var
ekki kvartsár, enda þótt hún gengi
ekki ætíð heil til skógar. Fyrir
mörgum árum var tekið af henni
annað bijóstið vegna illkynja meins,
en hún komst að því er sýndist létti-
lega yfir það. Alllöngu síðar fékk
hún svo illkynja mein í nýra, sem
nú dró hana til dauða. Síðustu árin
bar Kristín banamein sitt í sér vel
vilandi að það gæti blossað upp
hvenær sem væri, en ekki var að
sjá að hún léti bilbug á sér finna” "
þrátt fyrir það. Samfundum okkar
Kristínar og Sigga fækkaði með
árunum, en alltaf mætti manni
sama gestrisnin þegar komið var í
heimsókn að Bjargi, síðasta heim-
sóknin var í vor og bar Kristín þess
þá engin merki hið ytra, hvernig
heilsu hennar var komið. Síðustu
samfundir okkar voru á Landspítal-
anum í júnímánuði. Hún sagði mér
þá með bros á vör, að sjúkdómurinn
væri kominn um sig alla. Lundin
var létt sem fyrr, útlitið enn hið
sama og fallega hárið hennar ný-
lagt og fínt. Hún lifði eftir hinu
fornkveðna: Glaður og reifur skyldi
gumna hver uns sinn bíður bana.
En nú styttist til leiðarloka. Hún
átti að vísu afturkvæmt heim, en
heilsu hennar hrakaði. Hún stóð á
meðan stætt var. Síðasta sjúkra-
húslegán varð aðeins tíu dagar.
Nú er Kristín öll og komið að
kveðjustund. Enginn kvaddi mig og
fjölskyldu mína betur né fegur en
hún er við fluttum frá Vík. Því
miður er mér ekki gefið að gera
kveðju minni við hana þau skil sem
vert væri. Við Fanney vottum Sig-
urði, Katrínu og öðrum þeim sem
eiga um sárt að binda við fráfall
hennar dýpstu samúð.
Vigfús Magnússon
Minning:
Stígur Guðmundsson
frá Steig í Mýrdal
Fæddur ll.janúar 1914
Dáinn 14. október 1989
Mig langar með fáum orðum að
minnast föðurbróður míns, Stígs
Guðmundssonar frá Steig í Mýrdal.
Foreldrar Stígs voru Ragnhildur
Stígsdóttir og Guðmundur Eyjólfs-
son er bjuggu á Brekkum í Mýr-
dal. Tveir bræður Stígs eru á lífi,
Jóhann og Eyjólfur. Eiginkona
Stígs var Gísella Guðmundsson,
eignuðust þau þijú börn, Róshildi,
Ólaf og Jóhönnu. Ólafur er bóndi í
Steig, en Róshildur og Jóhanna búa
á Höfn í Hornafirði. Hefur Stígur
og hans fjölskylda haldið tryggð við
Skaftafellssýslur, enda leitun að
jafn fallegum og'hlýlegum stað.
Það fór fyrir Stíg eins og svo
mörgum að brauðstriðið tók mestan
hans tíma og fáar stundir til að
sinna áhugamálum. Bókasöfnun,
lestur og frágangur ýmissa tímarita
var meðal hans hjartans mála.
Gleymi ég seint þeirri stundu þegar
Stígur frændi minn bauð mér inn
á bókaherbergið sitt og sýndi mér
dýrgripina sína, var ég þá ungling-
ur en mér fannst ég við þetta kom-
ast í tölu fullorðinna. Hvernig hann
talaði um bækurnar sínar og hand-
fjatlaði með lotningu, sýndi hve
mikils virði þetta safn var honum.
Það hefur alltaf verið mann-
margt í Steig, auk fjölskyldunnar
áttu ætíð fjölmörg borgarbörn þar
athvarf yfir sumartímann. Öllum
þessum hóp stjórnaði Stígur með
ákveðni og hlýleika og notaði gjarn-
an orðið lagsi, þegar hann talaði
við vinnumennina sína. Alltaf talaði
Stígur við börn með virðingu og
virti skoðanir þeirra, enda hafa þau
haldið rækt við heimilið og bæst í
stóran kunningjahóp hans. Gest-
risni var honum í blóð borin, mátti
ekki heyra á það minnst að gestir
og gangandi fengju ekki hressingu
og jafnvel næturgistingu um lengri
eða skemmri tíma.
Stígur hafði ekki gengið heill til
skógar síðastliðin ár, þó vildi hann
aldrei gera mikið úr veikindum
sínum. Sló hann á létta strengi
þegar spurt var um líðan hans.
Síðustu vikur voru honum mjög
erfiðar, naut hann þá ástúðar og
umhyggju eiginkonu og fjölskyldu.
Það verður ekki sama tilhlökkunin
að koma í Mýrdalinn eftir fráfall
Stígs, 'í mínum huga er Stígur og
Steig alltaf miðpunktur sumarleyfa
og ánægjulegra samverustunda.
Mætur maður er genginn, allt
of fljótt. Megi minningin um góðan
dreng vera eiginkonu hans, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
huggun á þessum erfiðu stundum.
Sérstakar þakkir vil ég fyrir hönd
fjölskyldunnar flytja frábærlega
hæfu starfsfólki St. Jósepsspítala í
Hafnarfirði og krabbameinsdeild
Landspítalans fyrir hlýleika og alúð.
Sigurlín Jóhannsdóttir