Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 240. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flokksræði lokið í Ung- verjalandi Búdapest. The Daily Telegraph, Reuter. ÞING Ungverjalands hefur sam- þykkt lög sem heimila starfsemi óliáðra stjórnmálaflokka og hefur þar með formlega verið bundinn endi á eins flokks kerfi í landinu. I gær voru síðan samþykkt Iög vegna þingkosninga sem frani eiga að fara eigi síðar en í júní á næsta ári. Sósíalistaílokkurinn nýi fordæmdi í gær innrás Sovét- manna i Ungverjaland árið 1956. Kosningalögin voru samþykkt með 286 atkvæðum gegn 20 en 24 þing- menn sátu hjá. Nokkrir þingmenn lýstu sig óánægða með afgreiðslu málsins en fulltrúar Kommúnista- flokksins og stjórnarandstöðunnar náðu samkomulagi um fyrirkomulag kosninganna nú í sumar. Þótti þeim óánægðu þingheimi hafa verið lítill sómi sýndur með þessu. Lög um starfsemi óháðra stjórn- málasamtaka voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á þingi á fimmtudag og er þetta liður í umbótaáformum valdhafa í Ungverj- alandi. Þann 7. þessa mánaðar sam- þykktu ungverskir kommúnistar að leggja flokk sinn niður og stofna þess í stað Sósíalistaflokk Ungveija- lands en undanfarin 32 ár hafa kommúnistar haft öll völd í hendi sér á þingi. Raunar hafa a.m.k. sjö af hvetjurú tíu þingmönnum jafnan ver- ið félagar í flokknum. Reszo Nyers, formaður Sósíalista- flokksins nýja, lagði til á sínum tíma að pólitískum hópum yrði áfram leyft að starfa í verksmiðjum og á vinnu- stöðum og naut þessi tillaga hans þá stuðnings meirihluta flokks- manna. Þingmenn samþykktu hins vegar á fimmtudag lög sem banna starfsemi slíkra hópa. Ungverskir þingmenn voru jafn- framt á einu máli um réttmæti þess að komið yrði á fót sérstökum stjórn- lagadómi til að fylgjast með því að valdhafar bijóti ekki gegn nýrri stjórnarskrá landsins. Slíkur dóm- stóll starfaði í Ungveijalandi á árun- um milli heimsstyijaldanna tveggja en einræðisherrann Matyas Rakosi lét leggja hann af árið 1948. Ungverski sósíalistaflokkurinn lýsti yfir því í gær að félagar í flokkn- um gætu á engan hátt talist bera ábyrgð á innrás Sovétmanna í landið en þar til fyrr á þessu ári voru „gagn- byltingarmenn" jafnan sagðir hafa verið að verki er ungversk alþýða reis upp gegn ofríki kommúnista árið 1956. Morgunblaðið/Jóhannes Long Fagur rammi um leiklistina „Þótt húsið sjálft sé vissulega mikið og fagurt er ljóst, að það verður aldrei annað en rammi um það starf og þá sköpun, sem á sér stað innan veggja,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri við vígslu Borgarleikhússins í gær að viðstöddu fjölmenni, Myndin hér að ofan var tekin við vígsluathöfnina. Blásarakvintett tók á móti Hallmar Sigurðsson, leikhússtjóri, gestum í anddyri hússins, en há- Baldvin Ti-yggvason, fulltrúi tíðardagskráin hófst með ræðu borgarstjóra í leikhúsráði og Sig- borgarstjóra. Þá töluðu þeir urður Karlsson, formaður Leik- félags Reykjavíkur. Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Guð- mundar Ó. Guðmundssonar, flutti nýtt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem sérstaklega var samið í tilefni vígslunnar. Fjöl- margar kveðjur bárust til Leik- félagsins auk ávarpa, en dag- skránni lauk með flutningi Sin- fóníuhljómsveitar íslands og Kórs Langholtskirkju á hátíðarverkinu Minni Ingólfs eftir Jón Þórarins- son, undir stjórn Páls P. Pálssonar og Jóns Stefánssonar. Kynnir kvöldsins var Sigríður Hagalín. Sjá ræðu borgarstjóra á miðopnu. Könnunarviðræðum embættismanna EFTA og EB lokið: Mikill vilji til frekari við- ræðna um náið samstarf Brusscl. Frú Kristófer M& Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRUAR aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) luku könnunarviðræðum sinum um svonefnt evrópskt efiiahagssvæði Bandaríkin: Þjóðfáninn enn í brennidepli Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings felldi í gær breytingartillögu við stjórnarskrána um aukna vernd þjóðfánans. Breytingartillag- an var Iögð fram að frumkvæði George Bush Bandaríkjaforseta og þykja úrslit atkvæðagreiðslunnar áfall fyrir forsetann sem gert hefur virðingu fyrir þjóðfánanum að einu af sínunt helstu baráttumálum. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur Bandaríkjanna úr- skurðaði í júní síðastliðnum að maður nokkur sem kveikt hafði í bandaríska fánanum í pólitísku skyni hefði verið í fullum rétti til þess arna. Vísaði hæstiréttur til ákvæða í stjórnarskránni um mál- frelsi. Úrskurður hæstaréttar hleypti af stað hörðum deilum og Bush hvatti til breytingar á stjórnar- skránni. Sú breyting þurfti sam- þykki beggja þingdeilda. Þingið hefur þess í stað samþykkt lög um verndun fánans sem ganga ekki jafn langt og forsetinn vill. hér í Brussel í gær. í sameigin- legri niðurstöðu stjórnarnefndar viðræðnanna kemur fram mikill vilji til frekari viðræðna með náið samstarf og samráð að markmiði. Samþykki ríkisstjórnir aðild- arríkjanna tillögur embættis- mannanna hefjast formlegar samningaviðræður EFTA og EB á næsta ári. Formlegum fundi stjórnarnefnd- anna lauk um hádegi í gær en eftir hann var ákveðið að freista þess að ná samkomulagi um sameiginlega niðurstöðu viðræðnanna, sem hófust í mars síðastliðnum. Tókst það eftir þriggja klukkustunda fund. Þykir það benda til ótvíræðari vilja til sam- komulags en menn höfðu vænst. Á blaðamannafundi fulltrúa EFTA og EB kom fram, að helstu fyrirvar- ar í niðurstöðunum varða búsetu- og atvinnufrelsi, ljármagnsflutning og landbúnaðar- og fiskveiðistefnu EB. Hansjörg Renk, talsmaður EFTA, sagði að fríverslun með fisk hlyti í framtíðinni að verða hluti hins evr- ópska efnahagssvæðis. Ýmis málefni eru enn óafgreidd, svo sem aðild og áhrif EFTA á ákvarðanir innan EB og lögsaga EB-dómstólsins. EFTA-ráðherrar fjalla um þessar niðurstöður könnunai'viðræðnanna á fundi sem haldinn verður undir for- sæti Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, í Genf 27. október næstkomandi. Afstaða ríkisstjórna EB verður mótuð á leiðtogafundi bandalagsins í Strassborg í desem- ber, en Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, kemur tii fundar við íslerísk stjórnvöld í Reykjavík 7. nóv- ember. Endaleg ákvörðun um fram- haldið á að liggja fyrir eftir sameigin- legan ráðherrafund EB og EFTA í Brussel eða Strassborg 19. desember næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.