Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 18
am flaaörao .is suoaoíiaO'JAíI aiaAOHMUOHOM
MORGUNBIjAÐIÐ LAUGARDAGUR -2H OKTOBER 1989
Ki’istimi G. Jóhannsson
A
sýnir í FIM-salnum
KRISTINN G. Jóhannsson, list-
málari, opnar sýningu í FIM-
salnum Garðastræti 6, í dag laug-
ardaginn 21. október klukkan 16.
A sýningunni eru 22 ný olíumál-
verk sem öll fjalla um landslag
og náttúru landsins.
Þetta er 17. einkasýning Krist-
ins, en hann sýndi síðast að Kjarv-
alsstöðum fyrir réttu ári. Nú í haust
eru 35 ár liðin síðan hann hélt sína
fyrstu sýningu á Akureyri.
Þá hefur hann tekið þátt í fjölda
samsýninga hér heima og erlendis.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 5.
nóvember.
Ráðstefiia Lífe og lands
„VIÐ erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Út af þessum orðum Tómas-
ar Guðmundssonar verður lagt á ráðstefnu, sem samtökin Líf og land
efna til í Norræna húsinu á morgun, sunnudag.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða
11 talsins, fræðimenn, listamenn,
blaðamenn og uppalendur. Þeir eru
Jón Sigurðsson, ráðherra, Ingjaldur
Hannibalsson, forstjóri Útflutnings-
ráðs, Bjarni Reynarsson, landslags-
arkitekt, Inga Þórsdóttir, næringar-
fræðingur, Gunnar Helgi Kristins-
son, stjórnmálafræðingur, Mikael
Karlsson, heimspekingur, Margrét
Pála Ólafsdóttir, fóstra, Páll Skúla-
son, heimspekingur, Guðbergur
Bergsson, rithöfundur og Matthías
Jóhannessen, skáld og ritstjóri.
Gestafyrirlesari á ráðstefnunni
veróur Tarzie Vittachi, blaðamaður.
Hanr. var um skeið framkvæmda-
stjóri Asíudeildar Alþjóða blaðastofn-
unarinnar og hefur verið fréttaritari
og dálkahöfundur hjá virtum blöðum
og tímaritum eins og The Econom-
ist, The Sunday Times og News-
week. Um skeið var hann yfirmaður
Upplýsinga- og Almannadeildar
Mannfjöldasjóðs SÞ og fram til 1988
var hann aðstoðarframkvæmdastjóri
Barnahjálpar SÞ. Á ráðstefnunni
ræðir hann um áhrif fjölmiðla á
umhverfi og lífsstíl manna og skipt-
ingu auðs í veröldinni.
Norræna húsið ópnar kl. 13. Þá
leika Bryndís Pálsdóttir og Helga
B. Magnúsdóttir saman á fíðlu og
píanó.
Kl. 13.30 hefst ráðstefnan með
ávarpi formanns Lífs og lands,
Herdísar Þorvaldsdóttur; leikkonu.
Fundarstjóri verður Jón Óttar Ragn-
arsson, fyrsti formaður samtakanna.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgang-
ur ókeypis.
(Úr fréttatilkynningu)
Myndlista- og handíðaskólinn:
Alnæmissýning
NEMENDUR í Myndlista- og handíðaskóla íslands sýna verk tengd
alnæmi á sýningu sem opnar í anddyri Borgarspítalans í dag. Á sýning-
unni er að fínna málverk og skúlptúra sem eiga það sameiginlegt að
fjalla um alnæmi á einn eða annan hátt.
Það eru fyrsta árs nemar í málun
og annars árs nemar í skúlptúr sem
standa fyrir sýningunni í samvinnu
við landlæknisembættið. Nemendur
í þessum hópum hafa kynnt sér sjúk-
dóminn, hlýtt á fyrirlestra og heim-
sótt rannsóknastofur. Að sögn Eddu
Óskarsdóttur hjá Myndlista- og
handíðaskólanum er þetta gert í til-
efni 50 ára afmæli skólans og liður
í sérstakri dagskrá af því tilefni.
Svanborg Matthíasdóttir, kennari
við skólann, sagði að málverkin á
sýningunni væru mjög fjölbreytt:
„Þegar við fengum þetta verkefni
voru fyrstu hugmyndirnar mjög al-
varlegar og snerust flestar um dauð-
ann. En þegar krakkarnir lærðu
meira um sjúkdóminn fóru áherslurn-
ar að breytast og nú er tekið ýmis-
legt í kringum alnæmi, svo sem for-
dómar og biðin eftir niðurstöðu,“
sagði Svanborg. „Það er mjög gott
fyrir krakkana að fá nasasjón af
sýningu og þau hafa gott af því að
vinna eftir ákveðnu þema. Það gerir
meiri kröfur til þeirra og þau hafa
lagt mikla vinnu í þessa sýningu,"
sagði Svanborg.
Kristín Blöndal á þijú verk á sýn-
ingunni. Tvö þeirra tengjast og þar
reynir Kristín að líkja alnæmi við
nátttúruöflin: „Það er eins og eitt-
hvað sem blossar upp eftir að hafa
verið undir rólegu yfírborðinu. Nokk-
urskonar eldur í iðrum jarðar," sagði
Kristín. Hún á einnig mynd sem sýn-
ir þijá karlmenn hangandi á snúru
sem heitir „Upp á þráð.“ „Hún á að
tákna biðina og óvissuna og óttann.
Kannski á hún einnig að tákna ein-
hverskonar færiband sem sjúkling-
amir eru á,“ sagði Kristín.
Kristinn Harðarson, kennari í
skúlptúr, sagði að nemendur sínir
leituðust við að vekja upp spurning-
ar. Viðfangsefni þeirra væri marg-
þætt, til dæmis dauðinn, þjóðfélagið
og viðhorf samfélagsins. „Það þarf
ekki að vera auðvelt að skilja skúlpt-.
úr. Takmarkið er að fá fólk til að
hugsa og velta þessu fyrir sér,“ sagði
Kristinn. „Ég held að það hafi tekist
og verkin eigi eftir að vekja margar
spurningar."
Helgi Eyjólfsson á þijá skúlptúra
á sýningunni sem eiga að tákna þjóð-
félagið og viðhorf annarra. Einn
skúlptúr hans er kassi sem er heill
neðst en eftir því sem ofar dregur
fækkar hliðunum uns aðeins grindin
er eftir. „Þetta gæti verið ferill sjúk-
dómsins eða viðhorf þjóðfélagsins
sem lýkur með afhjúpun. Líklega
má skilja þetta á marga vegu,“ sagði
Helgi.
Guðrún Hjartardóttir á tvo skúlpt-
úra á sýningunni. Sá fyrri á að tákna
sjúklinga en sá síðari feril sjúk-
dómsins. „Við fengum þetta verkefni
Yfírlitssýning á verkum Jóns Stefánssonar:
Fimmtán þúsund gest-
ir hafa séð sýninguna
SÝNING á verkum Jóns Stefáns-
sonar í Listasafiii Islands heíur
hlotið mjög góða aðsókn og hafa
um 15 þúsund gestir séð sýning-
una. Henni lýkur sunnudaginn
5. nóvember.
Að sögn Beru Nordal, forstöðu-
manns Listasafns íslands, er hér
einstakt tækifæri til að kynnast
list Jóns, en yfirlitssýning á verkum
hans hefur ekki verið haldin frá
því að hann lést árið 1962. „Á sýn-
ingunni eru fágætar perlur
íslepskrar myndlistarsögu, en verk-
in spanna allan feril Jóns, það elsta
er frá 1910 og það yngsta frá 1960.
Alls eru verkin 118 og eru sýnd í
öllum sölum safnsins,1* segir Bera.
Verkin eru fengin að láni hjá
fjölmöpgum aðilum innanlands og
utan. í fyrirlestrarsal er sýnd stutt
heimildamynd um Jón eftir Osvald
Knudsen, kvikmyndagerðarmann,
og er þulur dr. Kristján Eldjárn.
Safnið hefur gefið út myndskreytta
bók um Jón með grein eftir dr.
Olaf Kvaran listfræðing. Meðal
annars efnis er umíjöllun Júlíönu
Gottskálksdöttur, listfræðings, um
tíu helstu myndir Jóns, ásamt við-
tölum við listamanninn og hugleið-
ingum hans um myndlist.
Sjálfsmynd Jóns Stefánssonar, máluð árið 1937.
Tveir yfírskoðunarmenn
harma trúnaðarbrest
Vísa ftdlyrðingn um trúnaðarbrest á bug, segir Geir H. Haarde
TVEIR af þremur yfirskoðunar-
mönnum ríkisreikninga hafa sent
frá sér yfirlýsingu „að gefnu til-
efni“ þar sem þeir harma að gögn
úr fórum yfirskoðunarmanna skuli
hafa borist einum fjölmiðli áður
en formleg skýrsla þeirra og -
Ríkisendurskoðunar var lögð fram
fyrir sjö vikum og síðan hefur maður
vart hugsað um annað, “ sagði Guð-
rún. „Við lærðum mikið um sjúk-
dóminn og það breytti viðhorfum
okkar og að sjálfsögðu viðfangsefni.
Við hugsum ekki aðeins um sjúkling-
á Alþingi. Þriðji yfirskoðunarmað-
urinn, Geir H. Haarde, vísar á bug
fullyrðingu um trúnaðarbrest,
hann segist hafa haft fulla heimild
il að veita upplýsingarnar.
Yfirskoðunarmennirnir Lárus
Finnbogason og Sveinn G. Hálf-
dánarson segja í yfirlýsingu sinni:
inn heldur einnig um svo margt ann-
að sem tengist alnæmi," sagði Guð-
rún.
Sýningin verður opnuð í dag kl.
14 og stendur til 29. október.
„Við teljum að okkur beri að starfa
óháð pólitískum skoðunum að yfir-
skoðuninni og leggja hlutlaust mat
á það er við komumst að í því
starfi. Við lítum svo á að gögn sem
við fáum í hendur og upplýsingar
sem okkur berast í skoðunarstörf-
um okkar séu trúnaðarmál þar til
við höfum komið þeim á framfæri
við Alþingi. Fráhvarf frá þeirri
stefnu teljum við trúnaðarbrest. Við
hörmum að gögn úr fórum yfirskoð-
unarmanna skulu hafa borist einum
fjölmiðli áður en formleg skýrsla
okkar og Ríkisendurskoðunar var
lögð framá Alþingi. Jafnframt lýs-
um við því yfir að þau eru ekki frá
okkur komin."
„Það hefur hvergi farið dult að
ég lét fréttamanni ríkissjónvarpsins
í té upplýsingar og skýrslu yfirskoð-
unarmanna sem birtist í fréttatíma
sjónvarpsips kvöldið áður en skýrsl-
unni var útbýtt á Alþingi," sagði
Geir H. Haarde. „Til þess hafði ég
að sjálfsögðu fulla heimild í krafti
þess umboðs sem Alþingi hefur
veitt mér sem yfirskoðunarmanni á
grundvelli ákvæða í stjórnarskrá.
Fullyrðingum um trúnaðarbrest er
því algerlega vísað á bug. Frétta-
maður ríkissjónvarpsins var eini
fjölmiðlamaðurinn, sem falaðist eft-
ir þessum upplýsingum og eins og
skýrslan sjálf ber með sér var frétt
sjónvarpsins í einu og öllu rétt. Það
má gjarnan koma fram að frétta-
maðurinn hafði ákveðnar vísbend-
ingar um efni skýrslunnar sem
bæði voru réttar og rangar og ég
taldi sjálfsagt að reyna að tryggja
að ef frétt birtist um málið á annað
borð þá væru eingöngu í henni stað-
reyndir en ekki getgátur annarra
manna.
Ég harma að félagar mínir í yfir-
skoðunarstörfum sem undirrita
skýrsluna með mér skuli hafa látið
undan pólitískum þrýstingi með
yfirlýsingu sinni, sem er til þess
eins ætlaður að draga athygli frá
mikilvægum atriðum í efni skýrsl-
unnar og gera birtingu hennar að
aðalatriði."
á Borgarspítala
Morgunblaðið/Bjami
Helgi Eyjólfsson og Guðrún Iljarlardóttir við skúlptúra sína á vinnu-
stofu Myndlista- og handíðaskólans.