Morgunblaðið - 28.11.1989, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989
Samkomu-
lag í deilu
flugvirkja
og ríkisins
Morgunblaðið/PPJ
Komið úr fyrsta fluginu á vél Flugmálastjórnar í gær, Guðjón
Valdimarsson deildarstjóri flugprófiinardeildar Flugmálastjórnar
og flugstjórarnir Siguijón Einarsson og Snæbjörn Guðbjörnsson.
SAMKOMULAG hefúr náðst
til bráðabirgða í deilu Flug-
virkjafélags Islands og sam-
gönguráðuneytisins um launa-
kjör tveggja flugvirkja hjá
Flugmálastjórn íslands. Sam-
gönguráðuneytið hefúr skipað
neftid sem gera mun úttekt á
störfúm flugvirkjanna og meta
að hve miklu leyti starf þeirra
tengist flugvirkjun. Nefndin á
að skila áliti fyrir næstu ára-
mót.
Vegna deilunnar hefur ekki
verið unnt að prófa blindflugs-
tæki á flugvöllum landsins. Flug-
vél Flugmálastjómar, sem fram-
kvæmir prófanir á blindflugs-
tækjum, hefur verið í lamasessi
vegna verkfalls flugvirkja við
stofnunina.
Að sögn Péturs Einarssonar
flugmálastjóra er verið að prófa
blindflugstæki á Reykjavíkur-
flugvelli og því næst verða blind-
fiugstæki á Keflavíkurflugvelli
yfirfarin. Hann sagði að annir
væru framundan við prófanir á
blindflugstækjum á flugvöllum
víðs vegar um landið.
Þrátt fyrir takmarkanir á
blindflugsheimildum að undan-
fömu vegna þessa ástands hefur
innanlandsflug ekki farið úr
skoðram nema að litlu leyti
vegna þess hve veður hefur ver-
ið gott í nóvember.
VEÐURHORFUR íDAG, 28. NÓVEMBER.
YFIRLIT í GÆR: Hæg breytileg átt og þurrt um austanvert landið
en farið að þykkna upp með suðaustangolu eða kalda vestan-
lands. Enn var vægt frost á stöku stað, einkum inn til landsins,
en kominn allt að 8 stiga hiti á vestustu annesjum.
SPÁ: Suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi með slydduéljum á
Suðvestur- og Vesturlandi en björtu veðri norðaustantil. Hiti 0—5
stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Stíf sunnanátt og htýindi um allt land.
Þurrt á Norðausturlandi en súld eða rigning í öðrum landshlutum.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Suövestanátt og kólnandi veður í bili.
Slydduél sunnanlands og vestan en bjart veöur á Norðausturlandi
og Austurlandi.
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir yind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■JQ° HHastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
h'rti veftur
Akureyri +4 skýjað
Reykjavik 3 skýjaö
Bergen +1 léttskýjað
Helsinki +14 snjókoma
Kaupmannah. 6 rigning
Narssarssuaq skýjað
Nuuk vantar
Osló 5 léttskýjað
Stokkhólmur +1 snjóél
Þórshöfn 5 alskýjað
Aigarve 18 hálfskýjað
Amsterdam 9 skúr
Barcelona 15 þokumófta
Berlín 4 rigníng
Chicago 6 alskýjað
Feneyjar 5 þokumóða
Frankfurt 3 skýjað
Glasgow +2 þokuruðningur
Hamborg 8 rigning
Las Palmas vantar
London 5 mistur
Los Angeles 12 skýjað
Lúxemborg 5 léttskýjað
Madrid 12 skýjað
Malaga 20 skýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal +13 léttskýjað
New York vantar
Orlando vantar
París vantar
Róm 11 heiðskírt
Vín 2 alskýjað
Washington 3 þokumóða
Winnipeg +19 skýjað
Hermálanefnd NATO:
Varnir Islands voru
kynntar herforingjum
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttaritara Morgunblaösins.
FULLTRÚAR variiarmálaskrifstofú utanríkisráðuneytisins og
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli gerðu í gær hermálanefiid Atl-
antshafsbandalagsins grein fyrir vörnum Islands og öðrum við-
búnaði sem varðar öryggi landsins.
Arnór Siguijónsson varnar-'
málaráðunautur sagði að þetta
væri í fyrsta skipti sem íslending-
ar gerðu grein fyrir stöðu og fyrir-
komulagi varna sinna á þessum
vettvangi. Fund hermálanefndar-
innar sátu að þessu sinni formenn
herráða aðildarríkja NATO. Arnór
sagði að á fundinum hefðu verið
kynntar varna- og liðsaukaáætlan-
ir sem varða ísland jafnframt því
sem gerð hefði verið grein fyrir
nauðsyn samræmingar þeirra við
aðrar áætlanir, s.s. almannavarn-
ir. Herráðsforingjunum hefðu og
verið kynntar loftvamir íslands,
landvarnir og hlutverk landsins í
eftirliti með ferðum kafbáta.
Gerð var grein fyrir endurnýjun
varnarmannvirkja og nýbygging-
um ratsjárstöðva á Islandi. Arnór
sagði að kynningin væri liður í
virkari þátttöku Islendinga í her-
málasamstarfi innan NATO. Hann
sagði að af undirtektum fundar-
manna væri ljóst að þetta hefði
verið tímabært. „Það er mikilvægt
að bandamenn okkar fylgist með
aðstæðum og viðbúnaði á Islandi,"
sagði Amór. Þorsteinn Ingólfsson,
skrifstofustjóri varnarmálaskrif-
stofu, sótti fundinn ásamt Thomas
Hall, yfirmanni vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, sem tók þátt
í kynningunni.
Tillögur um vanda loðdýraræktar:
Samkomulag við ráð
herra Alþýðuflokks
-segir landbúnaðarráðherra
STEINGRÍMUR J. Sigfússon land-
búnáðarráðherra segir að sam-
komulag hafi tekist milli hans og
ráðherra Alþýðuflokksins um til-
lögur varðandi aðstoð við loð-
dýrabændur. Ráðherramir iúnd-
uðu um málið um helgina, en á
ríkisstjórnarfúndi á fimmtudag-
inn deiidu þeir um með hvaða
hætti ætti að koma loðdýrabænd-
um til aðstoðar. Aðspurður sagð-
ist Steingrimur ætla að Ieggja
samkomulagsgrundvöllinn fram á
ríkisstjórnarfúndi í dag, og sagð-
ist hann vonast til að hann yrði
samþykktur þar.
„Við ræddum þessi mál og reynd-
um að finna einhveija sameiginlega
lendingu í þessu, því annaðhvort
kemst málið fram hér sem stjómar-
frumvarp eða ekki. Ég mun leggja
það fram á ríkisstjórnarfundinum,
sem ég tel vera mögulegan sam-
komulagsgrundvöll eftir þessar við-
ræður. Eg tel þennan samkomulags-
grundvöll vera skárri en engan, þó
hann sé reyndar ekki að mínu skapi,
en ég mun að sjálfsögðu bera ábyrgð
á honum ef ég legg hann fram. Það
er orðið löngu tímabært að fá botn
í þetta mál, og af tvennu illu er
betra að fá botn í það heldur en að
halda því áfram svona,“ sagði
Steingrímur.
Steingrímur neitaði að gefa upp
í hveiju samkomulagsgrundvöllurinn
væri fólginn, en sagði þó að búið
væri að skera niður upphaflegu til-
lögurnar, sem hann lagði fyrir ríkis-
stjórnina, en þær fólu meðal annars
í sér ríkisábyrgð á um 60% af lausa-
skuldum bænda og allt að 100 millj-
óna króna ríkisframlag til niður-
greiðslu á loðdýrafóðri á næsta ári.
„Ég tel engu að síður að þetta
ætti að geta komið að miklu gagni
og í öllu falli á það að geta hjálpað
fólkinu að endurskipuleggja fjárhag
sinn og gefa því einhveija möguleika
til að komast frá þessu án þess að
verða unnvörpum gjaldrota, eins og
annars blasir við. Hins vegar er það
Ijóst að það verður kannski síður
fýsilegt fyrir jafnmarga að halda
áfram eins og ég hafði þó vonast
til,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Olíulekinn á
Bolafjalli:
Olíunni
eytt í Bol-
ungarvík
Bolungarvík.
OLÍUMENGAÐUR snjór var
fluttur af Bolaíjalli til Bol-
ungarvíkur fyrir og um helg-
ina. Snjórinn verður hreins-
aður einhvern næstu daga
og oliunni eytt.
Um helgina var lokið við að
flytja snjóinn niður af fjallinu.
Allur snjór í tíu metra radíus
frá enda rörsins á fjallsbrún-
inni þar sem olían lak, var tek-
inn og fluttur á vörabílum nið-
ur í Bolungarvík. Þar er hann
geymdur í olíuporti Olíufélags-
ins Skeljungs. I dag eða á
morgun verður hafist handa
við að eyða olíunni.
Gunnar
Gamli miöbærinn:
Samræmdur afgreiðslu-
tími verslana fyrir jólin
MIÐBÆJARSAMTÖKIN Gamli miðbærinn hafa sent frá sér erindi
til félaga sinna þar sem mælt er með samræmdum afgreiðslutíma
verslana í miðbæ Reykjavíkur fyrir jólin.
Þar er mælt með að laugardaginn
2. desember verði verslanir opnar
klukkan 10.00 til 16.00, laugardag-
inn 9. desember verði opið klukkan
10.00 til 18.00, laugardaginn 16.
desember verði opið klukkan 10.00
til 22.00, föstudaginn 22. desember
verði opið klukkan 9.00 til 22.00
og laugardaginn 23. desember, á
Þorláksmessu, verði opið klukkan
10.00 til 23.00.