Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR,28. hjÓy,EMJBgR, 1,989 f KRAKKAR! AAUNÍÐ AÐ BURSTA .TENNURNAR Reuter Lsiug austur-þýskra kommúnistaleiðtoga Vestrænir fréttamenn fengu í fyrsta sinn að koma inn í afgirta húsaþyrpingu fyrir leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins fyrir utan Austur-Berlín í gær. Á myndinni sést sundlaugarvörður fyrir framan laug leiðtoganna. Möltu-fundur leiðtoga risaveldanna: Aukin efiiahagssamvinna helsta krafa Gorbatsjovs Sovétríkin: Gorbatsjov ver marxismann og alræði eins flokks Moskvu. Reuter. ÞOTT sovéska heimsveldið virðist vera að hrynja til grunna er Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, jafh viss og áður um yfirburði sósíalismans. Kemur það fram í langri grein, sem hann skrifaði í Prövdu, málgagn konnnúnistaflokksins, á sunnudag en þar vísar hann á bug öllum vangaveltum um aðrar leiðir og seg- ir þær vera tilgangslausa draumóra. I greininni víkur Gorbatsjov að þeirri gagnrýni, að í hinni nýju stefnu, „perestrojkunni“, sé ekki að finna neina leiðarvísa fyrir framtíðina og segir, að það sé ógjömingur að neyða upp á þjóð- félagið heimasmíðuðum hugmynd- um, að það sé ekki hægt að laga lífið sjálft að dagdraumum ein- stakra manna. Hann segir hins vegar, að nú sé komið að því að hefja aftur til vegs og virðingar hugsjónir marxismans og þær lausnir, sem hann býður upp á. Gorbatsjov nefndi ekki þróunina í Austur-Evrópu þar sem kommúni- staflokkarnir eru að leggja upp laupana hver um annan þveran Moskvu, Washington. Reuter. MIKHAÍL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, hyggst einkum leggja áherslu á að ríki Vesturlanda slaki á reglum sínum um viðskipti við Sovétríkin er hann heldur til fúndar við George Bush Bandaríkjaforseta um næstu helgi. Bush forseti hefiir hins vegar boðað að hann vilji einkum ræða frelsi og lýðréttindi manna í Austur-Evrópu þannig að unnt verði að binda enda á kalda stríðið. Heimildarmenn Reuters- frétta- stofunnar í Moskvu sögðu að þrátt fyrir ólguna í ríkjum Austur-Evrópu teldu ráðamenn í Kreml að aukin efnahágssamvinna austurs og vest- urs ætti að verða eitt helsta umræðu- efnið er leiðtogarnir koma saman til óformlegs fundar um borð í tveimur herskipum undan strönd Möltu á laugardag og sunnudag. Vísuðu þeir til þess að Bandaríkjamenn hefðu brugðist með jákvæðum hætti við breytingunum í aðildarríkjum Var- sjárbandalagsins þannig að eðlilegt væri að láta nú reyna á þessa þíðu í samskiptum risaveldanna. Tíma- bært væri að aflétta öllum hindrun- um á viðskiptum ríkjanna en sérstak- ar reglur gilda víðast hvar á Vesturl- öndum um viðskipti við Sovétmenn og einkum og sér í lagi um sölu á hátæknibúnaði þangað. Sovéskir embættismenn hafa hins vegar lagt á það áherslu að þeir leiti ekki eftir beinni efnahagsaðstoð og vísaði Edú- ard Shevardnadze utanríkisráðherra nýlega til þjóðarstolts Sovétmanna í þessu samhengi. Sömu heimildarmenn töldu eðli- legt að gera ráð fyrir því að leið- togarnir myndu ræða umrótið í Aust- ur-Evrópu en bentu á að ágreiningur væri ekki ríkjandi á þessu sviði. „Bandaríkjaforseti og leiðtogar Vest- urlanda hafa sýnt hófstillingu og mikinn skilning á atburðum þess- um,“ sagði einn þeirra. Bush Bandaríkjaforseti mun hugs- anlega leggja til að 220.000 banda- rískir hermenn verði kallaðir heim frá Vestur-Evrópu á fundinum með Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Kemur þetta fram í nýjasta hefti tímaritsins Newsweek. Segja heimildarmenn tímaritsins að Bush sé tregur til að leggja þessa tillögu fram en fari svo að Gorbatsjov kynni nýjar hugmynd- ir um róttækan niðurskurð á sviði Iiðsafla og vopnabúnaðar í Evrópu verði svar Bandaríkjaforseta þetta. Richard Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að engin ákvörðun yrði tekin á Möltu- fundinum um framtíð herliðs Banda- ríkjamanna í Vestur-Evrópu sem tel- ur um 320.000 menn. Hermt er að ráðamenn í ríkjum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) óttist að fund- urinn geti tekið óvænta stefnu líkt og gerðist í Reykjavík árið 1986 er Ronald Reagan Bandaríkjaforseti þótti sýna gáleysi í viðræðum sínum við Gorbatsjov um fækkun kjarn- orkuvopna. Cheney hafði áður sagt að sökum breytinganna í Austur- Evrópu og efnahagsörðugleika í Bandaríkjunum yrðu bandarísk stjórnvöld að draga úr útgjöldum til varnarmála. Lét hann að því liggja að hermönnum í Vestur-Evrópu yrði fækkað. Frá því Cheney lét þessi ummæli falla hafa hann og Bush forseti lagt áherslu á að engin slík ákvörðun verði tekin án samráðs við önnur aðildarríki NATO. ERLENT en litið er svo á með tilliti til vænt- anlegs fundar hans og George Bush Bandaríkjaforseta, að með greininni hafi hann viljað eyða öll- um efa um framtíð sósíalismans í Sovétríkjunum. Gorbatsjov vísar á bug kapital- ismanum og segir, að sósíalisminn og marxisminn séu skilgetin af- kvæmi siðmenningarinnar. Þá segir hann, að kommúnistaflokk- urinn verði áfram í „fararbroddi í sovésku samfélagi“ og leggur áherslu á, að til að sameina alla jákvæða krafta í þjóðfélaginu verði að viðhalda einsflokkskerfinu. „Samtímis verður flokkurinn þó að leyfa ólíkum skoðunum að tak- ast á til hagsbóta fyrir lýðræðið og fólkið,“ segir Gorbatsjov. • • eru komin á alla útsölustaði RYMINGARSALfl ALLT Á Afl SELJAST Fataskápar, bað- og eldhúsinnréttingar á niðursettu verði. Allt á að seljast - verslunin flytur. Opið mánud.-föstud. frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 11-15. Oll Lionsdagatöl eru merkt. Innréttingar hl., Síðumúfa 32, sími 678118 Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.