Morgunblaðið - 30.11.1989, Side 1
64 SIÐUR B
274. tbl. 77. árg.
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Deilan um Nagorno-Karabakh;
Armena oef Azera
Moskvu. Reuter. ^
AÐ MINNSTA kosti tveir menn féliu í átökum sem brutust út í gær
vegna deilu Armena og Azera um héraðið Nagorno-Karabakh. Æðsta
ráðið í Sovétríkjunum hafði daginn áður komið nokkuð til móts við
kröfúr Azera en yfirvöld í Azerbajdzhan fá þó ekki yfirráðarétt yfir
héraðinu fyrr en þau hafa gengið að vissum skilyrðum. Hvorki Armen-
ar né Azerar geta sætt sig við ákvörðun ráðsins.
Þrír af hverjum fjórum íbúum
Nagorno-Karabakhs eru Armenar
og vilja að héraðið verði sameinað
Armeníu. Stjórnin í Moskvu skipaði
sérstaka nefnd í janúar sl. til að
stjórna héraðinu og samkvæmt
ákvörðun Æðsta ráðsins í fyrradag
verður hún leyst upp eftir tvo mán-
uði. Hafi yfirvöld í Azerbajdzhan
gengið að skilyrðunum að þeim tíma
liðnum fá þau yfirráðarétt yfir hér-
aðinu. Azerar fögnuðu þessari
ákvörðun í fyrstu en mótmæltu
síðan skilyrðunum. Stjórnvöld í
Moskvu virðast áskilja sér rétt til
að grípa í taumana telji þau eitt-
hvað fara úrskeiðis í héraðinu.
Alræðisvald kommúnistaflokksins afiiumið á þingi Tékkósióvakíu:
og verið væri að kanna hvort þær
væru réttar.
Fregnir frá Armeníu og Az-
erbajdzhan herma að efnt hafi ver-
ið til fjöldafunda í ýmsum bæjum
lýðveldanna til að mótmæla ákvörð-
un Æðsta ráðsins. Ennfremur var
efnt til verkfalla í Azerbajdzhan.
Að minnsta kosti 120 manns
hafa beðið bana í átökum vegna
deilunnar um Nagorno-Karabakh á
undanförnum tveimur árum.
200.000 manns hafa flúið héraðið.
Reuter
Ung kona veifar tékkneska fánanum í Prag í gær er hún og vinur hennar fognuðu sigri umbótasinna
í Tékkóslóvakíu. Krotað hefur verið á vegginn fyrir aftan þau: „Því er lokið! Tékkar eru fijálsir!“
Hörð átök á milli
Fyrirheit um frjálsar
kosningar innan árs
Prag. Reuter.
VASIL Mohorita, sem á sæti í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins
í Tékkóslóvakíu, lofaði í gær frjálsum kosningum í landinu og sagði
að þær gætu farið fram innan árs. Þing landsins samþykkti skömmu
síðar að afnema alræði kommúnistaflokks landsins. Leikritaskáldið
Vaclav Havel og aðrir leiðtogar Vettvangs borgaranna, helstu stjórn-
arandstöðusamtakanna, fógnuðu sigri er ákvörðun þingsins var kunn-
gerð.
Talsmaður Nagorno-Karabakh-
nefndarinnar sagði að vitað væri
með vissu um tvo sem hefðu fallið
í átökum í Azerbajdzhan, skammt
frá héraðinu. Hann sagði að fregn-
ir hefðu borist af frekara mannfalli
Aþena:
Ævafornri
súlu stolið
úr Akrópólis
Aþenu. Reuter.
SÚLU frá þriðju öld fyrir
Krist hefur verið stolið úr
háborg Aþenu, Akrópólis.
Súlan er metri að hæð, 10
sm breið og með áletrun á latn-
esku. Hún var við innganginn
að tyrkneskri mosku í róm-
verska markaðinum neðst í
háborginni. Lögregluyfirvöld
sögðu í gær að súlunni hefði
verið stolið í fyrri viku og líkleg-
ast yrði reynt að selja söfnurum
hana erlendis. Þjófarnir gætu
fengið sem svarar 20 milljónum
ísl. kr. fyrir súluna.
Noregur:
Vasil Mohorita sagði á blaða-
mannafundi skömmu fyrir þing-
fundinn að ákveðið yrði síðar í þing-
inu hvenær fijálsar og lýðræðisleg-
ar kosningar færu fram í landinu.
Ríkisstjórnin myndi undirbúa breyt-
ingar á kosningalöggjöfinni til að
tryggja að kosningarnar endur-
spegluðu vilja almennings. Að-
spurður sagði hann að kosningarnar
gætu farið fram innan árs.
Sú ákvörðun þingsins að afnema
alræðisvald kommúnistaflokksins
kom ekki á óvart þar sem hinn
nýkjörni flokksleiðtogi, Karel Urb-
anek, tilkynnti í fyrradag að flokk-
urinn ætti einskis annars úrkosti
en að afsala sér alræðisvaldinu og
sýna almenningi fram á að hann
væri lýðræðislegur.
Varnarmálaráðherra landsins
sagði á þingfundinum að herinn
styddi flokksleiðtogann og ekkert
væri hæft í sögusögnum um að
herforingjar hefðu skipulagt valda-
• rán til að koma í veg fyrir að flokk-
urinn afsalaði sér alræðisvaldinu.
„Við höfum brugðist almenningi.
Ekkert af því sem við gerum hér í
dag breytir því,“ sagði sósíalistinn
Blanka Hikova á þessum sögulega
þingfundi, sem var sýndur í beinni
útsendingu. Önnur þingkona, Jana
Pekarova, fór lofsamiegum orðum
um námsmenn, er skipulögðu mót-
mælafundi sem urðu til þess að
harðlínumenn innan flokksforyst-
unnar sögðu af sér. „Það er skamm-
arlegt að kynslóð okkar skyldi ekki
hafa gert það sama,“ sagði hún.
Milos Jakes, sem lét af embætti
flokksleiðtoga á föstudag, greiddi
atkvæði með því að alræði flokksins
yrði afnumið.
Sovétríkin:
Fordæma til-
lögur Kohls
Moskvu. Reuter.
SOVÉTMENN fordæmdu í gær
tillögur Helmuts Kohls, kanslara
Vestur-Þýskalands, um ríkja-
samband þýsku landanna tveggja
og sökuðu hann um að kynda
undir þjóðernisrembingi.
„Við lítum svo á að tilraun hafi
verið gerð til þess að breyta um-
bótaþróuninni, sem hófst nýlega í
Austur-Þýskalandi, og kynda undir
þjóðernisrembingi með því að mæla
fyrir um markmið umbótanna og
hvernig standa beri að þeim,“ sagði
Júrí Gremítskíkh, talsmaður sov-
éska utanríkisráðuneytisins.
Gremítskíkh sagði að Kohl hefði
láðst að taka tillit til skoðana ann-
arra Evrópuþjóða, einkum Austur-
Þjóðveija, og benfi á að leiðtogar
Austur-Þýskalands hefðu sagt að
sameining þýsku ríkjanna væri ekki
á dagskrá. Tillögur kanslai'ans
væru í andstöðu við stefnu fjöl-
margra ríkja, þar á meðal Sovétríkj-
anna, sem væru andvíg því að
landamærunum frá seinni heims-
styijöldinni yrði breytt. Talsmaður-
inn sagði einnig að Kohl hefði gerst
sekur um íhlutun í innanríkismál-
efni Austur-Þjóðveija með því að
setja það skilyrði fyrir efnahags-
stuðningi að komið yrði á stjórn-
málaumbótum í landinu.
Kreflast 21 millj-
arðs kr. í styrki
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaösins.
SAMTÖK sjávarútvegsins í Noregi, Norges Fiskarlag, krefjast þess af
stjórnvöldum að fá 2,5 milljarða norskra króna (21 milljarð ísl. kr.) í
styrki á næsta ári. Aðalástæða kröfúgerðarinnar er hrun þorskveiðanna.
Eitt af því sem farið er fram á er
að vinnutími norskra sjómanna verði
styttur úr 3.000 í 1.875 tíma á ári
og sé þar með jafnlangur og vinnu-
tími iðnverkamanna. Þessi liður einn
tekur til sín um 700 milljónir nor-
skra króna af kröfuupphæðinni.
Þorskkvóti Norðmanna fyrir norð-
an 62. breiddarbaug verður um
113.000 tonn á næsta ári, auk 6000
tonna þar fyrir sunnan. Verð á þess-
um afla upp úr sjó er 800 millj. nkr.,
en var í fyrra 2,3 milljarðar nkr., og
kvótinn 303.000 tonn.
„Þetta tekjutap kemur mjög illa
við útgerðarfyrirtækin," segir Arent
M. Henriksen, aðalritari Norges
Fiskarlag. „Útgerðin lagði út í urn-
talsverðar fjárfestingar í fiskiskipum
á árunum 1985-88 og stendur því
mjög tæpt. Það er aðalástæðan fyrir
þessum háu kröfum okkar nú.“
Reuter
Beðið eftir leiðtogafundinum
Möltubúar veiða fisk á stöng við mynni Marsaxlokk-flóa í gær. Beiti-
skipin Slava frá Sovétríkjunum (t.v.) og Belknap frá Bandaríkjunum
liggja við akkeri á meðan beðið er eftir því að fundur George Bush
Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta hefjist á
Miðjai-ðarhafinu 2. desember.