Morgunblaðið - 30.11.1989, Page 23

Morgunblaðið - 30.11.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 -----j--1l j ■—-:-----..... ..i-......... ■ ;-i .• í. j ■ ....---J-- 23 Forsætisráðherra Indlands segir af sér: Minnihlutastjórn Þjóðfylk- ingarinnar talin sennilegust Nýju Delhi. Reuter. Rúmenska fimleikastjarnan Nadia Comaneci leikur sér á slánni í meistarakeppninni á Wembley 1979. Ungverjaland: Nadia Comaneci bið- ur um pólitískt hæli Búdapest. Reuter. RÚMENSKA fimleikastjarnan Nadia Comaneci, sem vann þrenn gull- verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal 1976, þá 15 ára gömul, flúði til Ungverjalands á þriðjudag og hefur beðið þar um pólitískt hæli, að sögn ungverska innanríkisráðuneytisins. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sagði af sér embætti í gær og lét völdin í hendur stjórn- arandstöðunni. Er búist við, að minnihlutastjórn Þjóðfylkingar- innar taki við á næstu dögum og ætla forystumenn hennar að koma saman á morgun til að kjósa forsætisráðherra úr sínum hópi. Kongressflokkur Gandhis, sem hefur verið við völd í Indlandi næst- um óslitið frá árinu 1947, beið mik- inn ósigur í þingkosningunum í síðustu viku og hefur nú enginn einn flokkur styrk til að mynda stjórn. Nokkuð víst er þó talið, að Þjóðfylkingin myndi minnihluta- stjórn með stuðningi Janatabanda- lagsins og ýmissa vinstriflokka. Er Vishwanath Pratap Singh, fyrrum bandamaður Gandhis, líklegur til að hreppa forsætisráðherraembætt- ið en úr því verður skorið á morg- un, föstudag. Rajiv Gandhi gekk í gær á fund forseta Indlands, Ramaswamy Venkataraman, og aflienti honum lausnarbeiðni sína en mun fara áfram með völd þar til ný stjórn hefur verið formlega mynduð. Hann óskaði jafnframt væntanlegri stjórn góðs gengis en lagði áherslu á, að Kongressflokkurinn yrði harður í horn að taka í stjórnarandstöðu. Beindi hann sérstaklega spjótum sínum áð Janatabandalaginu, flokki heittrúaðra hindúa, sem vill meðal annars nema burt úr stjórnar- skránni ákvæði um réttindi minni- hluta, til dæmis múslima. Kvaðst hann óttast, að Þjóðfylkinging yrði að kaupa stuðning Janatabanda- lagsins hættulega dýru verði. Gandhi hélt sæti sínu í þing- kosningunum og í gær var hann einróma endurkjörinn leiðtogi Kon- gressflokksins. Áður hafði verið talið, að hann yrði janfvel settur til hliðar biði flokkur hans mikinn ósig- ur eins og raun varð á. Comaneci, sem nú er 28 ára göm- ui, og sex aðrir Rúmenar fóru yfir landamærin í nágrenni bæjarins Mezogyan í suðausturhluta Ung- verjalands og höfðu engin vegabréf meðferðis. Hún tjáði yfiiwöldum í borginni Szeged að hún óskaði eftir að fá að setjast að í Ungveijalandi, að sögn ríkisfréttastofunnar MTI. Ekki er vitað um verustað Comaneci nú. Ungverska ólympíunefndin, HOC, hefur heitið að veita Nadiu Comneci alla hugsanlega hjálp. „Við erum fús að styðja við bakið á henni og að- stoða hana fjárhagslega við að heija nýtt líf hér í Ungveijalandi,“ sagði formaður HOC og bætti við að nefnd- inni hefði borist íjöldi tilboða frá ein- staklingum og samtökum þar sem Gomaneci væri heitið stuðningi. Nadia Comaneci komst í sviðsljós heimsins í Evrópumeistarakeppninni í fimleikum 1975. Þar vann hún til gullverðlauna í öllum skyldugreinun- um nema gólfæfingum. Á Olympíu- leikunum í Montreal ári seinna varð hún fyrst fimleikamanna til að fá 10 í einkunn fyrir einstakar æfingar. Ungverska útvarpið sagði að Com- aneci hefði tjáð landamæravörðum að hún hefði undirbúið flóttann. Tug- ir þúsunda Rúmena hafa flúið til Ungveijalands undanfarin tvö ár. V. P. Singh, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar og liklegur forsætisráðherra (t.v.), og L. K. Advani, formaður Janatabandalagsins. Búist er við nýrri ríkisstjórn í Indlandi nú um helgina. Færeyjar: Flughaftiardeilan leyst Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MEIRA en mánaðarlöng vinnudeila á flugvellinum í Vogum í Færeyj- um hefur nú verið til lykta leidd. I gærmorgun skrifuðu fulltrúar Verkamannasambands Færeyja og Vinnuveitendasamtaka Færeyja undir þrjá sérkjarasamninga vegna starfsfólks Flugfélags Færeyja. Þar með hefur verkfollunum, sem lamað hafa mestalla uinferð um flugvöllinn í næstuin þrjár vikur, verið aflýst. Flugvöllurinn lokaðist þegar að. gerðir yrðu sérkjarasamningar slökkviliðsmenn þar fóru í samúðar- fyrir það. verkfall 7. nóvember. Venjuleg Það var svo ekki fyrr en vinnu- flugumferð komst á aftur þegar veitencíasamtökin lýstu því yfir á deiluaðilar hófu samningaviðræður mánudag að þau væru fús að gera á ný fyrir síðustu helgi. sérkjarasamninga að skriður komst Flugfélag Færeyja sér um hleðslu og losun flugvéla á flugvellinum, auk þess sem félagið rekur veitinga- húsið þar og Hótel Voga. Nú hafa verið gerðir sérkjarasamningar fyr- ir starfsfólkið á þessum stöðum. Samningaviðræðurnar hófust í júní- mánuði, en þegar þær sigldu í strand hinn 25. október síðastliðinn fór starfsfólk Flugfélags Færeyja í verkfall. Sama dag gekk flugfélagið í Vinnuveitendasamtök Færeyja og gerði það stöðuna enn flóknari. Vinnuveitendur kröfðust þess.að aðalkjarasamningur- þeirra og verkamannasambandsins gilti einn- ig fyrir starfsfólk á flugvellinum, en verkamannásambandið heimtaði ■ LOS ANGELES. Tollverðir á flugvellinum í Los Angeles fundu í gær tímasprengju í tösku sem fara átti með þotu kólumbíska flug- félagsins Avianca Airlines. Var þot- an á leið til Kólumbíu með millilend- ingu í Mexíkóborg. Aðeins tveir dagar eru frá því Boeing 727-þotu Avianca með 107 mönnum innan- borðs var grandað með sprengju. m DZAOUDZI. Lífvörður forseta á Comoro-eyjum, sem eru í Ind- landshafi við Afríku, hefur tekið öll völd í landinu í sínar hendur, að sögn erlendra stjórnarerindreka í höfuðborginni, Moroni. í liðinu eru um 650 manns og er hvítur mála- liði, Bob Denard, yfirmaður þeirra og sagður ráða mestu í landinu í reynd. Síðastliðinn mánudag bárust fréttir af því að forsetinn, Ahrned Abdallah, hefði verið myrtur en óljóst er hver var þar að verki. Þú sparar með = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER 0HITACHI Stereo sjónvarp 25“ 2 x 20 wött með fjarstýringujlatskjá og teletext. Fyrir SUPER-VHS. Verð frá: 116.200* Stereo sjónvarp 21 “ 2 X 20 wött, fjarstýring, flatskjár og stafrcenar upplýsingar á skjá. Verð frá: 93.900* * Miðað við staðgreiðslu. ,K í i:n- v lUKUve Fyrir stórar VHS spólur, í tösku með öllum fylgi- hlutum, m.a. tölvu. Verðfrá: 168.600* Tökuvél í tösku Fyrir stórar 111S spólur. Afar Ijósnœm, einstakt verð. 'erö frá: 128.200* RONNING Myndbandstœki Með 69 stöðva minni og fjarstýringu Verðfrá: 54.600* Viö erurn ekki bara hagsUeðÍr... KRINGLAN ...við ertm betri. S: 68 58 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.