Morgunblaðið - 30.11.1989, Side 38

Morgunblaðið - 30.11.1989, Side 38
3$ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Sól ogskuggi Það að allri Sól fylgir skuggi er eitt af lögmálum lífs okk- ar. Við getum orðað þetta öðruvísi og sagt að öllum hæfileikum fylgi neikvæðar hliðar. Ef við höfum hæfileika þurfum við sjálfkrafa að var- ast skuggahlið þeirra. Maður sem hefur skipulagshæfiieika lendir óhjákvæmilega í því að vera stundum ofskipulagður. Ef hann temur sér alltaf að skipuleggja fyrirfram getur hann orðið stífur. Þegar óvæntar aðstæður koma upp og þess er krafist að teknar séu ákvarðanir einn, tveir, þrír, lendir hann í vandræð- um. Hann getur tapað hæfí- leikanum til að bregðast sjálf- krafa og fljótt við. Þegar hann hefur ekki kerfí til að styðjast við er hann handalaus. Marg- ir sem eru fordóm ilausir geta hæglega lent í siðferðilegri baráttu. Hvar á að setja mörk- in, hvað á að viðurkenna? Áður en hann veit af er hann farinn að leggja biessun sína yfir vafasamt athæfi. Hin hliðin á frelsis- og sjálfstæðis- þörf er ábyrgðarleysi. Get ég ekki hæglega lent í því að bregðast ábyrgð, í vinnu, gagnvart fjölskyldu eða börn- um, þegar ég krefst þess að vera fijáls og óháður? Skipulagsárálta Við segjum kannski sem svo: „Jú, ég hef þessa hæfíleika og það getur vel verið að ég hafí einhverjar skuggahliðar. Og hvað með það? Eg tek þá áhættu, enda mitt mál. En er það einungis okkar mál? Hugsum okkur fjölskyldufóð- ur, skipulagða Steingeit. Kona hans er eirðarlaus og tilbreytingarþurfí Bogmaður. Steingeitin vill hafa vaðið fyr- ir neðan sig og skipuleggur allt sitt líf og jafnframt líf fjölskyldunnar. I sumarfríi er ákveðið að taka „flug og bíl“. Og Seingeitín liggur yfír Jandakortinu vikum saman og teiknar inn leiðina sem þau ætla að fara. Við höndina hefur hann „Guide to Europe- an Hotels and Hostels — for 30$ a day“. Það er vissara að vera búinn að fínna öll bestu og ódýrustu hótelin áð- ur en lagt er upp. Og hvað er svo sem rangt við það? Ekkert að mati Steingcitar- innar. En hefur þú tekið eftir því að konan ,er orðin ansi þung á brúnina? Annaö sjónarhorn Það sem skiptir máli í framan- sögðu er að þegar við þurfum að starfa með öðrum verðum við að gera okkur grein fyrir því að það sem er okkur eðli- legt getur verið neikvætt fyrir annan aðila. Ef við ætlum að starfa saman verðum við að gera málamiðlanir. í dæminu hér að framan fór konan í heimsókn til vinkonu sinnar. Þar fór eftirfarandi fram: .„Ég bókstaflega þoli hann Guð- mund ekki. Nú er hann búinn að eyðileggja ferðina með þessu skipulagsbijálæði sínu. Ég er alveg að kafna. Skipu- leggja þetta og skipuleggja hitt.“ Þarfir annarra Það er málið. Þegar Tvíburi og Bogmaður dansa á milli blóma í leit að hunangi, gcta þau sært Naut, Krabba og Steingeitur þessa heims. Þeg- ar þau síðartöldu liggja á gleðinni og hreyfast ekki úr sporunum særa þau Bogmenn og Tvíbura. Margar styijaldir þessa heims og ekki síður skilnaði og eyðilögð börn má rckja til hugsunar- og skiln- ingsleysis. Þegar við þvingum orku okkar yfír á konu, böm og samstarfsfélaga, hljótum við að launum hatur fyrir. Við þurfum því að skoða gerðir okkar. Og þar á meðal eðlileg- ar athafnir, með tilliti til þarfa annarra. GARPUR PPjOFESSöR 77l~DeH,/WRAND4 06 J/SNOm NAt-GAST SENOIneiSKA GÖSTAÐINN- TANOHl, HáR. Efit 9U STADUK. þ/AIAI - - VANHAGAE. Þ/6 U/M EITTHVAÐ ? . T 7 /WNNSIC/ E/NHVEKJAR. /HANNKyNSfOdO ] GEWgéSA /HAR6T'OUEZT(//H HEIM yacAP GRETTIR HH. BOTTÖMLINE, STAH.FS- i FÉOA6AK.. ÞlÐGBT/D EEJCf //VryNDAÐ vkjcue hveaa/k/Ð Þess/ VEÞOLAON KCVHA /HÉK 'A óhaet/ AÐ kJKTA / KaRL- /HANNSVESK/ £/? fiLVEG S/VS spennano / OS/B K/kJA i BADHEH- BEEG/SSHApiNN hans HVERN/6 ÞÍKAD/ ÞÉR. pAD EEE/NHVEH KbTADl / HHND. TÖSKUNN/ þ/NN! 7* i ^ ~ {,<r. TALANDI U/H TÖSKU/Z _ F4NN LÖ6&AKN GAUFHNN SEM STAL HANO - w ^/ ] s- \ \ ^ 1 ÞtANN LIKUST FÖÐUK SÍNUAt /VieiR. OG /MEIR MtmT II ul /0-7 rcnuiivMiMU SMAFOLK UJI4V ARE YOU ALUIAYS 50 ANXI0U5 TO CRITICIZE ME ? rzc © 1989 United Feature Syndicate. Inc. I Jl)5T THINK I HAVE A KNACK FOR 5EEIN6 OTHER PEOPLE'5 FAULT5.. UJHAT V I MAVE A A60UT YOUR f KNACK FOR OUUN 10VERL00KIN6 FAULT5? A THEM.. * Af hverju ertu alltaf svona áfjáður Ég held bara að ég hafí lag á að sjá En hvað um þína eigin galla? í að gagnrýna mig! íralla annars fólks . s ...,. galla annars fólks ... Ég hef lag á að leiða þá hjá mér ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Samingurinn er þijú grönd og útspilið hjartakóngur. Þar á sagnhafi lOx í blindum og ÁGx heima. Það þykir ekki sérlega gáfulegt að dúkka með slíka samsetningu, en allt í brids á sér undantekningar: Suður gefur; NS á hættu. Vestur ♦ K6 VKD982 ♦ D52 + 853 Norður ♦ D1073 ¥ 103 ♦ K84 + ÁG92 II Suður ♦ ÁG5 ¥ ÁG6 ♦ ÁG3 + D1076 Austur ♦ 9842 ¥754 ♦ 10976 + K4 Vestur Noröur Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: hjartakóngur. Spilið er fjallsterkt, en gæti þó tapast ef báðir svörtu kóng- amir liggja til andskotans og hjartað 5-3. Segjum að sagnhafi drepi á hjartaás, fari inn á blind- an á tígulkóng og spili spaða á gosann. Vestur drepur og spilar litlu hjarta. Sagnhafi sér aðeins átta slagi og fær aldrei þann níunda í þessari legu. Suður fórnar hugsanlega slag með því að dúkka hjartakónginn. En hann græðir á móti tíma til að bijóta báða svörtu litina. Og ef vestur heldur hjartasókninni áfram rofnar sambandið í litnum þegar hjartanu er spilað í þriðja sinn. Fallegur stílbijótur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Hollenski stórmeistarinn Jan Timman (2.635) býr sig nú af kappi undir úrslitaeinvígi áskor- endakeppninnar gegn Anatoly Karpov fyrmm heimsmeistara sem fram fer í London í marz. Dagana 10. og 11. nóvember tefldi hann tvær skákir við Júgóslavann Ljubomir Ljubojevic (2.625) í Delft í Hollandi. Fyrri skákinni lauk með jafntefli, en í þeirri seinni fórnaði Timman snemma peði og hafði síðan svart. og átti leik í þessari stöðu: 28. — Re6!, 29. dxe6 (Þetta leið- ir beint til taps, en það var heldur ekki glæsilegt að hafna fórninni og hleypa riddaranum til g5 eða d4. Bezti möguleiki hvíts var líklega 29. Dxc3l?) 29. - Hxf3, 30. Rcl - De3+, 31. De2 - c2, 32. Hd2 — Dc3! (Nú getur hvítur ekki varist báðum hótunum svarts, 33. — Db2 og 33. — He3. Hann reyndi:) 33. e7 — He3, 34. Bh3 — He8 og þar sem hvíta drottningin er fallin vann Timman auðveldlega. Hann hefur gott tak á sínum gamla félaga Ljubojevic. Þeir byijuðu um svipað leyti að verða fastagestir á alþjóðlegum mótum, eða upp úr 1970. Timman er tæplega 38 ára gamall, en Ljubojevic 39. Fyrir tæpum tveim- ur árum tefldu þeir sex skáka ein- vígi og sigraði þá Timman 4 — 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.