Morgunblaðið - 30.11.1989, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAQUR 30. NOVEMBER 1989
/rj sl3&.sltz. Sinn... þú á.tt ekJd (X&
slá. ut y-fir netgir&inguna."
Ást er ...
«/*'
... aðlyfta sérá tær.
TM Reg U.S. Pat Off.—atl rights reserved
° 1909 Los Angeles Times Syndícate
Starrar eru svartir og
basta. Skiptir ekki máli
þó einhver komi með
tískulit.
Læknir! Mér finnst það
óeðlilegt að í hvert skipti
sem ég reyni að rífast við
manninn minn fer hann að
sýsla við frímerkjasafhið
sitt...
Við kyssum ekki á vöndinn
Til Velvakanda.
í tilefni þess, að nokkrir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins hafa
lagt fram frumvarp á Alþingi þess
efnis, að hinn illræmdi „ekkna-
skattur" verði afnuminn, langar
mig að senda Morgunblaðinu grein-
arstúf til birtingar.
Sjálf er ég ein þeirra, sem hafa
orðið hart úti vegna þessarar laga-
breytingar sl. vetur. Eignarskattur
minn margfaldaðist, svo að síðari
hluta þessa árs hef ég orðið að
greiða nokkra tugi þúsunda króna
mánaðarlega í þessa eignar-
skattshit. Þetta hefði mér ekki
tekist, ef ég hefði ekki strax um
áramót reiknað út,_hver skattbyrði
mín yrði á árinu. Ég treysti betur
eigin útreikningi heldur en fögrum
orðum þeirra, sem lögðu á okkur
þessa byrði og reyndu síðan, eink-
um á vordögum, að telja okkur
trú um, að nýju eignaskattslögin
breyttu engu fyrir okkur. Þess
vegna tók ég ekkert sumarfrí og
hef reynt allt árið eftir megni að
spara dagleg innkaup. Einnig hafði
ég dregið saman ofurlitla flárapp-
hæð, sem átti að fara til viðhalds
á gamla húsinu mínu á árinu
1989. Þetta viðhald varð að bíða’
til að ég gæti greitt „ekknaskatt-
inn“. í þessu sambandi vil ég geta
þess, að síðan maðurinn minn dó,
hef ég notað þá fjármuni, sem ekki
fara til daglegra þarfa og skatt-
greiðslna,,til viðhalds á húsi mínu.
Peningum hef ég ekki eytt í ferða-
lög. Meira en áratugur er síðan ég
hef farið til útlanda, þrátt fyrir
endurtekin heimboð gamalla vina
frá námsárum mínum erlendis. Og
til sólarstranda hef ég aldrei lagt
leið mína.
Þegar rætt hefur verið eða ritað
um „ekknaskattinn" hafa nokkur
mikilvæg atriði gleymst. Þijú
þeirra langar mig að nefna:
1. Mörg hús í gamla bænum, sem
nú eru orðin 60-70 ára gömul,
eru reist á eignarlóðum, sem
metnar eru á milljónir króna.
Lóðin mín er ekki stór. Samt er
fasteignamat hennar árið 1989
nær 3 milljónir króna. Lóðin
gefur ekkert af sér, en hennar
vegna hækkar eignarskattur
minn mikið.
2. Þessi gömlu hús eru mörg þann-
ig hönnuð, að það er nær óger-
legt að taka leigjendur til að
afla tekna. Nefna má, að víða
eru stigar milli hæða í miðjum
íþúðum og salerni einnig.
3. Ég er svo heppin að hafa at-
vinnu hluta úr degi, þó að mér
eins og mörgum öðrum finnist,
að kaupið mætti vera hærra.
Ef ég vil hafa lengri vinnudag
verð ég að skipta um starf.
Fyrir fólk á mínum aldri liggur
sæmileg vinna ekki á lausu,
jafnvel þó að allgóð ménntun
og starfsreynsla sé fyrir hendi.
Að öllu þessu athuguðu, virðist
mér, að þeir alþingismenn, sem
greiddu þessari auknu og ósann-
gjörnu skattheimt.u atkvæði sitt,
hljóti að ætlast til, að við einstæð-
ingarnir seljum eignir okkar og
flytjum í aðrar minni. Það er alls
óvist, að það takist, einkum þegar
dýr eignarlóð fylgir með. Við, sem
erum ekkjur og ekklar, eram auk
þess oft bundin þessari eign okkar
þeim tilfinningaböndum, sem mjög
sárt er að þurfa að slíta. Margar
dýrmætar minningar, sem við vilj-
um umfram allt varðveita, tengjast
heimili og innbúi. Heimilin eru lika
friðhelg. Með ósanngjörnum
skattaálögum ætti því engum að
leyfast að neyða pkkur til að af-
sala okkur þeim. I lýðfijálsu landi
hlýtur það að vera viljaákvörðun
okkar hvers og eins, hvenær við
flytjum úr gamla húsinu okkar
eða íbúðinni í aðra minni.
Ég vona að þeir, sem við höfum
kosið til þingstarfa, skilji þetta og
telji okkur, sem misst höfum maka
okkar eða erum einstæð af öðrum
Hvað er
Til Velvakanda.
í sambandi við súrefni í hita-
veituvatni í Breiðholtshverfi sem
ollið hefur tjóni á ofnum vil ég
segja eftirfarandi. Hjá mér hafa
bilað tveir ofnar og er ég innti
viðgerðarmanninn um orsakir
spurði hann hvort ég ætti heima í
Breiðholti sem og er. Sem sagt,
það hefur verið stanslaus straumur
í lengri tíma af fólki að koma
með ofna í viðgerð sem hafa bilað
í Breiðholtshverfi. Samkvæmt
þessu mega' íbúar í þessu hverfi
eiga von á bilunum af þessu tagi
um ókomna framtíð, hve lengi er
ekki hægt að segja til um.
orsökum, líka menn, með sömu
réttindi og hjón eða sambúðarfólk.
Mörg okkar, sem höfum lifað
meira en hálfa mannsævi, erum
að vísu ekki leikin í kröfugerð til
annarra. Við ólumst upp við að
gera kröfur til okkar sjálfra.
Námslán voru þá engin. Við urðum
að spjara okkur sjálf, ef við hugð-
umst stunda framhaldsnám. Síðan
höfum við unnið fyrir því, sem við
eigum og borgað skatta og skyldur
af tekjum okkar og eignum, áratug
eftir áratug, án þess að mögla,
því að við höfum talið okkur búa
í þjóðfélagi þar sem sanngirni og
réttlæti væri í hávegum haft.
Ég vona, að eftir allar þær
umræður og blaðaskrif, sem átt
hafa sér stað um „ekknaskattinn",
hafi einhveijir þingmenn, sem
greiddu honum atkvæði áður, skipt
um skoðun. Við, einstæðingarnir,
teljum okkur eiga rétt á slíkri
sanngirni, þar sem reynslan er nú
búin að sýna og sanna, hvílíkt ok
hann er á herðum margra.
Að lokum vil ég minna á, að ýms
okkar, sem nú erum að sligast
undan skattbyrðinni, hafa á liðnum
árum greitt atkvæði þeim stjórn-
málaflokkum, sem nú beita okkur
bolabrögðum. Enn höfum við kosn-
ingarétt. Og það hefur aldi'ei
samrýmst íslenskri skapgerð að
kyssa á vöndinn. Síst af öllu þegar
ráðist er að því, sem okkur er
kærast.
Einstæð ekkja í gamla bænum
til ráða?
Óvissan er verst, að vita ekki
hvænær von er á þessu. í bæði
skiptin sem þetta gerðist hjá mér
var ég heima og lítill skaði varð.
í fyrra skiptið stóð til að fara í
ferð til útlanda í þijár vikur sem
þó ekki varð af. En daginn eftir
að ég hefði farið bilaði fyrri ofn-
inn. Hvað hefði skeð ef enginn
hefði verið heima og ofninn hefði
sprungið? Hversu mikil hefði eyði-
leggingin orðið? Hvað á maður að
gera? Er fólki ráðlagt að skipa um
ofna hjá sér á nokkura ára fresti?
Hvað segir Hitaveita Reykjavíkur
um þetta mál.
Steingrímur
HOGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar
*
rmorgunþætti á Rás 2 á þriðjudag-
inn var rætt við hvunndagshetju,
sem svo var nefnd, 11 bama móður
úr Borgarfirði eystri. Konan var
meðal annars beðin að lýsa venjuleg-
um degi í lífi sínu meðan bömin voru
að alast upp. Ekki fannst konunni
ástæða til að hafa mörg orð um þá
daga, þetta var vinna og ekkert sér-
stakt til að tala um. Hún lagði áherslu
á að hún hefði gefið bömunum tíma,
talað við þau og amman á heimilinu
hefði gjaman raulað fyrir börnin.
Umsjónarmaður þáttarins spurði
konuna hvort hún ætti einhver heil-
ræði fyrir mæður, sem teldu sig hafa
það slæmt og mikið að gera með
eitt eða tvö börn. Konan á Borgar-
firði svaraði eitthvað á þá leið að í
hennar huga væri aðalatriðið að gefa
börnunum tíma og tala við þau.
Henni virtist mikið skorta á að svo
væri og ekki væri nóg að hafa mörg
herbei'gi og fylla þau með leikföng-
um, meira ináli skipti að gefa börnun-
um tíma.
Ekki nein ný visindi, en öragglega
umhugsunarefni fyrir marga.
xxx
Atvinnuleysi og gjaldþrot hafa
mjög verið til umræðu á þessum
haustdögum og hafa nokkrir staðir
verið meira í sviðsljósinu en aðrir.
Þannig hafa atvinnumál verið of-
arlega í huga á Akureyri og þá með-
al annars tengst óvissunni hjá Slipp-
stöðinni, en einnig standa ýmis önnur
fyrirtæki höllum fæti. Fréttamaður á
Akureyri hafði á orði við skrifara að
svo dauft væri yfir öllu að vart gerð-
ist nokkuð fréttnæmt á staðnum
þessar vikur annað en í tengslum við
erfiðleika og atvinnuleysi. Sagði hún
atvinnuleysisdrauginn sem vofði yfir
setja svip sinn á allt bæjarf'élagið.
Atvinnuleysi í einni fjölskyldu hef-
ur áhrif á fjölda fólks í næsta ná-
grenni hennar og sömu sögu er að
segja um gjaldþrot fyrirtækja. í fjöl-
miðlum er yfirleitt aðeins sagt frá
annairi hlið slíkra mála, þ.e. sjálfu
gjaldþrotinu og hversu mikið tap
stærstu lánardrottna hafi verið. I
hvetju einasta gjaldþrotamáli tapar
Ijöldi fólks og fyrirtækja Ijárhæðum,
sem skipta viðkomandi veralegu
máli. Þó ríkið bæti launakröfur
starfsmanna tekur sinn tíma, snún-
inga og stapp að fá slíkar kröfur
greiddar.
Viðmælandi Víkveija frá Suður-
eyri við Súgandaflörð hefur Ijóram
sinnum á síðustu fimm árum unnið
hjá fyrirtækjum sem orðið hafa gjald-
þrota, ýmist á Suðureyri eða annars
staðar. Nú á hann veralegra hags-
muna að gæta gagnvart fyrirtækinu
Freyju á Suðureyri, sem útlit er fyr-
ir að takist að bjarga frá gjaldþroti.
Hann hefur orðið fyrir þungum bú-
siljum vegna fyrrnefndra gjaldþrota-
mála, en heldur baráttunni ótrauður
áfram og trúir á Suðureyri framtíð-
arinnar, sem blómlegan stað í grennd
við gjöful fiskimið.