Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 4

Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 Ráðsteftia um umhverfismál: Umhverfísvemd á vettvangi — ekki fleiri lög o g reglur HOLLUSTUVERND ríkisins athugar nú hvernig haga skuli móttöku hættulegra efna á landsbyggðinni, en móttökustöð fyrir höfuðborgar- svæðið verður í Kópavogi að sögn Birgis Þórðarsonar, umhverfis- skipulagsfræðings. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefhu samgönguráðuneytisins í gær um umhverfísmál. Þá kom fram að fyrirhugað væri að kanna hvort unnt sé að gera afréttir að ein- hverskonar hlutafélögum, vafi á eignarrétti geti valdið erfiðleikum. Sagt var að kostnaðarsamt yrði fyrir sveitarfélög að framfylgja ströngum reglum um varnir gegn vatnsmengun, sem taka gildi um áramót. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Áhrif mannvirkjagerðar á um- hverfið" og fimmtán erindi voru flutt í tengslum við efnið. Ráð- stefnugestir voru margir þeirrar skoðunar að fleiri lög og reglur væru ekki lykillinn að umhverfis- vernd. Þeir sem ynnu að skipulagi og mannvirkjagerð þyrftu miklu frekar að hafa náttúruverndarsjón- armið í huga og reyna að samein- ast um að starfa samkvæmt þeim. Auður Sveinsdóttir, landslags- arkitekt og formaður Landvemdar, ræddi um hvort tvþfált siðgæði ríkti í umhverfismálum. Hún taldi um- ræðuna um þessi mál hafa verið á lágu plani að undanfömu og ekki snúist um hvað fólk vildi gera til að bæta umhverfið. Hún væri farin að efast um áhuga ríkisstjómarinn- ar á þessum málum. Nokkmm ráð- stefnugestum sem til máls tóku þótti boðskapur Auðar þarfur en allharkalegur og vildu benda á sitt- hvað sem vel hefur farið hvað um- hverfisvemd varðar. Samþykki heilbrigðisnefnda á hverjum stað verður framvegis áskilið við byggingu flugvalla og brauta. Þetta er að sögn Helga Jóhannessonar, deildarstjóra í sam- gönguráðuneytinu, eitt þeirra ný- mæla sem fram koma í reglugerð um mengunarvarnir, er gengur í gildi 1. janúar. Páll Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri ístaks, talaði um að samstarf verktaka við Náttúruvemdarráð væri æskilegt. Undir það tók Þór- oddur Þóroddsson framkvæmda- stjóri ráðsins og sagði gott samband þar á milli vitaskuld betra en að starfsmenn ráðsins kæmu á vett- vang í nokkurskonar lögregluhlut- verki. Hvað ,er verðmæt náttúra spurði Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Háskólann, í erindi sínu. Hún sagði svarið ekki lengur fjalla um búsældarlega sveit, heldur nátt- úmfegurð, gróið land og ekki síst víðáttumikil svæði ósnortin af mannvirkjum. Þetta síðastnefnda væri sérstakt hérlendis. Svæðaskipulag er mikilvægt í umhverfisvemd, en á ráðstefhu sam- gönguráðuneytisins kom fram að afla þyrfti ýmissa grunngagna og safha saman miklum upplýsingum. Myndin sýnir hvernig vinna við svæðaskipulag stendur nú, en Stefán Thors, skipufagsstjóri rikisins, segir drauminn að skipulagið nái yfír landið allt. Bráðabirgðaálit neftidar um LIN: Námslánin hækki svo skjótt sem auðið er VEÐURHORFUR ÍDAG, 16. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Norðan- og norðaustanátt á landinu, víðast kaldi eða stinningskaldi. Stöku él við norður- og austurströndina en annars yfirleitt léttskýjað. Frost um allt land, mest 20 stig á Grímsstöðum en minnst 3 stig á Stórhöfða og Vatnsskarðshólum. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, sums staðar allhvasst um tima austanlands, en annars kaldi eða stinningskaldi. Él við norður- og austurströndina, en úrkomulítið annars staðar. Oftast léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðanátt og talsvert frost um land allt. Víða éljagangur norðanlands, en yfirleitt léttskýj- áð um landið sunnanvert. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus • .. \J Skúrir f- * V El = Þoka = Þokumóða 5 , ’ Súld OO Mistur --Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma híti veður Akureyri +7 úrkoma Reykjavík +7 léttskýjað Bergen ■í-2 snjókoma Helsinki -r16 léttskýjað Kaupmannah. +2 skýjað Narssarssuaq +2 úrkoma Nuuk t3 léttskýjað Osló 4-14 snjókoma Stokkhóimur +18 léttskýjað Þórshöfn +2 snjóél Algarve 21 skýjað Amsterdam vantar Barcelona 18 skýjað Berlín 11 alskýjað Chicago +22 léttskýjað Feneyjar 7 þoka Frankfurt 10 rigning Glasgow 2 snjókoma Hamborg 2 rigning Las Palmas 22 léttskýjað London 8 skýjað Los Angeles 11 alskýjað Lúxemborg 9 skúr Madrid 14 súld Malaga 20 léttskýjað Mallorca 20 skýjað Montreal +21 skýjað New York +3 léttskýjað Orlando 9 skýjað París 11 rigning Róm 17 skýjað Vin 13 skýjað Washington ,+3 alskýjað Winnipeg +22 alskýjað NEFND sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra skipaði í liaust til að fjaila um fjárhag Lánasjóðs íslenskra námsmanna og framtíðarverk- efni hans hefur komist að sameiginlegri niðurstöðu um fjármál næsta árs. Þar segir um 6,4% hækkun námslána í janúar, sem menntamálaráð- herra hefur gefið fyrirheit um, að hún sé réttmæt og skuli koma til framkvæmda svo skjótt sem auðið er. Sjóðinn vanti um það bil 700 miHjónir á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp fyrir árið 1990 og skuli þeirra aflað með hækkun beina framlagsius úr ríkissjóði og með firestun afborgana af skuldum sjóðsins á næsta ári. í bráðabirgðaáliti nefndarinnar um fjárhagsvanda LIN segir að námsmenn haf i búið við skerta fram- færslu í þijú ár. Rifjuð er upp niður- staða vinnuhóps sem menritamála- ráðherra skipaði fyrír rúmu ári þar sem lagt var til að skerðingin yrði afnumin í áföngum gegn því að tekj- ur yllu meiri frádrætti. Samkvæmt tillögum vinnuhópsins, sem settar voru fram í febrúar sl. og mennta- málaráðherra féllst á, átti síðasti áfangi leiðréttingarinnar að koma til framkvæmda 1. janúar 1990. „Miðað við áætlanir LÍN vantar um 700 milljónir á næsta ári til þess að sjóðurinn geti fullnægt lánsþörf miðað við núverandi lánareglur og að síðasti áfangi leiðréttingar á fram- færslugrunni nái fram að ganga. Mikill hluti þessarar fjárþarfar er til kominn vegna aukningar náms- manna umfram það sem gert var ráð fyrir,“ segir í áliti nefndarinnar. Nið- urlag álitsins hljóðar svo: „Varðandi fyrirsjáanlegan fjárhagsvanda á næsta ári er hér lagt til að beint framlag til LÍN verði hækkað um 300 milljónir til að mæta fjárþörf vegna fjölgunar námsmanna. Til að mæta fjárþörf umfram 300 milljónir á næsta ári verði farin sú leið að fresta afborgunum af lánum. Nefnd- in telur 6,4% hækkun á framfærslu- grunni einstaklings í Ieiguhýsn;eði réttmætá og komi hún tif fram- kvæmda eins skjótt og auðið ér. I heildarendurskoðun á námslánakerf- inu verði leitað leiða til að finna lausn á fjárhagsvanda sjóðsins.“ I nefndinni eiga sæti Jón Bragi Bjamason frá Alþýðuflokknum, Svenir Þ. Sverrisson Borgaraflokki, Elsa Þorkelsdóttir Alþýðubándalági, Gissur Pétursson Framsóknarflokki, Tómas Gunnarsson Sámtökum úm jafnrétti og félagshyggju, Gylfi Birg- isson Prjálslyndum hægri mönnum, Arnar Már Ólafsson Bandalagi íslenskra sérskólanema, Páll Þór- hallsson Sambandi íslenskra náms- manna erlendis og Viktor B. Kjart- ansson Stúdentaráði Háskóla Is- lands. Kvennalisti og Sjálfstæðis- flokkur skipuðu ekki í nefndina. For- maður nefndarinnar er Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur. VSI um hækkun fasteignaskatta: Tilræði við afkomu á landsbyggðinni Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands íslands telur að miðað við núverandi aðstæður væri það hreint tilræði við búsetu og afkomu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni, ef sveitarstjómir falla í þá freistni að hækka fasteignaskatta langt umfram almenna verðlagsþróun. Þetta kemur fram í ályktun, sem samþykkt var á fundi fram- kvæmdastjórnarinnar í gær. Á fundinum var fjallað um áhrif þess, ef sveitastjórnir á landsbyggðinni nýta nýfengna lagaheimild „til stór- kostlegrar hækkunar fasteigna- skatta á grundvelli þess ímyndaða eignamats, að allar fasteignir væru staðsettar í Reykjavík“ eins og seg- ir í ályktuninni. Þá segir: „Alkunna er, að atvinnurekstur á landsbyggð- inni hefur átt í vök að veijast og fjöldi fyrirtækja verið í sérstakri gjörgæslu, svo forðað væri algerum atvinnubresti í byggðalögum víðsvegar um land. Á sama tíma hefur fjöldi fólks flust af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins og í sumum tilvikum án þeSs að geta selt fasteignir sínar. Við þess- ar aðstæður væri því hreint tilræði við búsetu og afkomu fólks og fyrir- tækja á landsbyggðinni, ef sveita- stjórnir falla í þá freistni að hækka fasteignaskatta langt umfram al- menna verðlagsþróun." í lok ályktunarinnar segir, að framkvæmdastjórn VSÍ vari sveita- stjórnir jafnframt við því, að hækka álagningarhlutfall aðstöðugjalda á einstakar atvinnugreinar. Áform um aukna skattheimtu sveitarfé- laga án tillits til afkomu lýsi sorg- legu skilningsleysi á stöðu fyrir- tækja, atvinnuástandi og kjörum fólks á tímum samdráttar í þjóð- félaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.