Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 22

Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 Bók um íslensku stórmeistarana Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Meistarar skák- borðsins — Frásagnir af sex íslenskum stórmeisturum eftir Illuga Jökulsson. í kynningu AB segir m.a.: „Flest- um landsmönnum er kunnugt um árangur stórmeistaranna okkar í skáklistinni. En hvernig bar þetta nú allt saman að? Sú saga er rakin í þessari bók. Skákin hefur af mörgum verið talin eins og lífið sjálft. Það 'er því forvitnilegt að bera saman lífsferil og skákferil stórmeistaranna okkar eins og Illugi gerir að nokkru leyti í Meisturum skákborðsins." Prentsmiðjuvinnu annaðist Skák- prent og bókin var bundin í Félags- bókbandinu Bókfelli hf. Bókin er 372 blaðsíður að stærð og með sér- stökum myndakafla frá glæstum ferli stórmeistaranna. Illugi Jökulsson Gæði og ending Miele heimilistækjanna eru í rauninni stórbostleg verðlækkun [1] JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 I ____________________________________ a £ Morgunblaðið/Bjami Eiriksson Meðferð jólatrjáa Bióm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 152.þáttur Nú stendur sala jólatrjáa sem hæst og í hlýjum húsakynnum eins og víðast hvar eru hérlendis er hreint ekki sama hvemig farið er með trén. Öll þekkjum við hversu mjög er hætt við að þau ofþorni, felli nálamar og verði heldur „óbarrleg" ásýndum löngu áður en jól eru liðin. Kristinn Skæringsson framkvæmdastjóri Landgræðslusjóðs tók því mjög vel að gefa nokkur góð ráð í þessu sambandi til birtingar í þættinum. Meðferð j ólatijáa Innfluttu jólatrén sem eru á markaðnum hér á landi í desem- ber em flest höggvin í byijun nóvember,- Þar sem svo langur tími líður uns að notkun trésins kemur er geymsla þess ekki vandalaus því vökvastreymið í trénu daprast með hverri vikunni sem líður. Tré sem höggvin em hér á landi em höggvin á síðustu stundu eða rétt til þess að þau komist á markað í tæka tíð. Eftir- farandi reglur um meðferð jóla- tijáa eiga einkum við greni (rauð- greni, blágreni, sitkagreni). Frumskilyrði er að geyma trén úti eins lengi og mögulegt er. Innflytjendur sem vandir eru að virðingu sinni sem seljendur slíkrar vöm til neytenda, geyma trén úti og gæta þess umfram allt að sölupláss sé óupphitað með öllu. Nauðsynlegt er að trén séu geymd í skjóli við heimahús, í bakgarðinum eða á svölum og þá helst vafin í striga svo vel lofti um þau og trén geti blotnað ef rignir. Notið ekki plast utan um trén nema það sé gatað. Einum degi fyrir jól skal taka tréð inn og ef aðstæður leyfa skal það rennbleytt, setjið það síðan í fót með fersku vatni, en áður skal saga þunna sneið neðan af stofninum því tréð á auðveldara með að nýta vatnið í fætinum þegar nýjar ferskar sellur í viðn- um taka til við vatnsflutninginn. Fylgjast skal vel með því að alltaf sé nægilegt vatn í fætinum, eink- um fyrstu tvo sólarhringana. Nýtt húsráð er vert að reyna þar sem unnt er að koma því við, en raunar kemur það varla tii greina nema um lítið tré sé að ræða. Ráðið er þannig: Fjarlægið börkinn á neðstu 10 sm trésins sem síðan er stungið í pott með sjóðandi vatni og látið sjóða í 15 mín., 12-13 sm af stúfnum skulu vera ofan í vatninu meðan á suðu stendur. Fyllið síðan fótinn með volgu vatni. Tréð kemur til með að taka mikið vatn til sín fyrstu klukkustundirnar. Forðist að láta jólatréð standa nærri miðstöðvarofni og í stofunni sem jólatréð er í skal ekki hafa hita á ofnum um nætur. Þurrt loft í húsinu hefur slæm áhrif á jólatréð. Normannsþin og furu skal fara með á sama hátt og nú var skýrt frá, en þær tegundir halda barrinu mjög lengi og eru því auðveldari í meðförum. Rauðgreni er mjög eldfimt þeg- ar það fer að þorna og varast skal að börn séu með eldspýtur eða logandi ljós sem orðið gæti til þess að kviknaði í þeim. Einnig skal athuga vel að þræðir í raf- magnslýsingu séu í fullkomnu lagi svo ekki hljótist óhöpp af. Blóm vikunnar óskar lesendum sínum — sem og öðrum lands- mönnum — gleðilegra jóla og „góðrar og fijósamrar tíðar“ á komandi ári. Hittumst heil með hækkandi sól. K.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.