Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 ■rt-r- á(-»i i (T?rTA M Ný skiptistöð SVR í Mjóddinni NÝ skiptistöð Strætisvagna Reykjavíkur verður opnuð að Þöngla- bakka 4 i Mjódd næstkomandi mánudag. Samhliða opnun á skipti- stöðinni verða gerðar breytingar á leiðakerfl SVR, en þær miða meðal annars að því að auðvelda ferðir milli austurhverfa borgar- innar. Á sama stað hefur þegar verið hafín starfsemi póstútibús- ins R-9, sem áður var til húsa að Arnarbakka 2, en húsið að Þönglabakka 4 er byggt í samvinnu SVR og Pósts og síma. Skiptistöð SVR verður opin alla daga kl. 7.3D-23.30. í biðsal far- þega er farmiðasala og smávöru- verslun þar sem veittar eru upp- lýsingar um ferðir vagnanna. Læstir geymsluskápar eru í bið- salnum, sem farþegar geta leigt tímabundið. Síðar í vetur tekur nýr skyndibitastaður til starfa í húsinu. í skiptistöðinni munu leið- ir 11 og 12, Breiðholt - Hlemmur og 13 og 14 Breiðholt - Lækjart- org , hafa viðkomu bæði á leið frá miðborginni í Breiðholtshverf- in og á bakaleið. Leiðir 4, Hagar - Mjódd, og 15C, Gráfarvogur - Breiðholt, hafa endastöð í skipti- stöðinni mánudaga til föstudaga kl. 7-19, og á sama tíma hefur Kópavogsvagn viðkomu við stöð- ina. Húsið að Þönglabakka 4 er tvílyft, alls 1.673 .fennetrar, og er lóð hússins 1.640 fermetrar, en þar er um 400 fermetra torg sem tengist göngugötu í Mjódd- inni. Eignarhluti SVR í húsinu er 975 fermetrar og eignarhluti Pósts og síma 698 fermetrar. Á 1. hæð í eignarhluta SVR eru bið- salir fýrir farþega, salemi, að- staða til farmiðasöiu og gæslu, töskugeymsla og veitingasala. Á 2. hæð er aðstaða fyrir vagnstjóra með yfirsýn yfir stæði strætis- vagna. Þar er einnig salerni fyrir starfslið, geymslur o.fl. Á vestur- hluta hæðarinnar er um 280 fer- metra húsnæði sem er óráðstafað. Á 1. hæð í hluta Pósts og síma er afgreiðslusalur, skrifstofa úti- bússtjóra og aðstaða fyrir 420 pósthólf. Á 2. hæð er salur til að flokka póst fyrir bréfbera, sturt- ur, fatahengi,* eldhúskrókur og matsalur fyrir starfsfólk. Sameiginlegur gangur liggur í gegnum húsið með útidymm ann- ars vegar að vagnstæði við Álfa- bakka, og hins vegar að torginu sem er suðvestanverðu við húsið. Gönguleiðir eru greiðar að húsinu, en framan við það er skjól fyrir farþega og er gert ráð fyrir yfir- byggðum gangbrautum við vagn- stæði. Húsið er hannað af Arkitekta- stofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Bjömssonar. Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar hf. annaðist verkefnastjórn og hönn- un burðarvirkja og lagna, en Verkfræðistofan Rafhönnun hannaði raforkuvirki. Fram- kvæmdir við húsið hófust haustið 1987, og er heildarkostnaður við byggingu þess 156,3 milljónir króna á verðlagi í október síðast- liðnum, og kostnaður við lóð, torg og vagnastæði er um 26,4 milljón- ir króna á sama verðlagi. Gerður hefur verið samanburður við upp- haflega kostnaðaráætlun, og reyndist raunkostnaður vera um 3% hærri. Þær breytingar verða gerðar á Morgunblaðið/Sverrir Forsvarsmenn Strætisvagna Reykjavíkur og Pósts og síma ásamt liönnuðum hússns að Þönglabakka 4. leiðakerfi SVR samhliða opnun á skiptistöðinni á mánudaginn að leið 1 og 16 sameinast undir heit- inu Leið 1 Hlíðar-Eiðisgrandi, og aka vagnarnir sömu leið og leiðir 1 og 16 óku áður. Leið 02 Grandi-Vogar fer um Vesturgötu, Framnesveg, Hring- braut, Ánanaust og Grandagarð að endastöð í Örfirisey og sömu leið til baka. Á kvöldin og um helgar fer vagninn ekki lengra en að Grandagarði 2 á leið sinni að Öldugranda, en fer ekki að Grandagarði 2 á leið frá Öldu- granda. Leið 03 Nes-Háaleiti mun fara af Öldugötu-Framnesvegi yfir á Hofsvallagötu-Túngötu. Leið 04 Hagar-Mjódd mun aka úr vesturbænum að skiptistöð í Mjódd. Akstur milli Ægisíðu og Holtavegar verður óbreyttur, en mánudaga til föstudaga kl. 7-19 ekur vagninn áfram frá Holtavegi um Skútuvog og Reykjanesbraut að skiptistöðinni í Mjódd, en um Súðarvog og Skútuvog í bakaleið. Endastöð leiðar 15A Hlemm- ur-KeldnahoIt verður á Hlemmi mánudaga til föstudaga kl. 7-19, en flyst^ á Lækjartorg kvöld og helgar. Á sama hátt verður enda- stöð í Grafarvogi í Húsahverfi við Keldnaholt mánudaga til föstu- daga kl. 7-19, en þess utan við mót Fjallkonuvegar og Gagn- vegar. Vagninn ekur á klukku- stundar fresti mánudaga til föstu- daga kl. 7-19 og ekur þá um Lokinhamra á leið að og frá Hlemmi, en á 30 mfnútna fresti kvöld og helgar og um Lokin- hamra á leið að Lækjartorgi. Leið 15B Hlemmur-Keldnaholt ekur óbreytta leið að öðru leyti en því að árdegis eftir að hann hefur ekið um Borgarmýri ekur vagninn Vesturlandsveg inn í Grafarvogsbyggð austan frá um Gagnveg á leið að Hlemmi eða rangsælis, en síðdegis er sama leið ekin réttsælis. Endastöð leiðar 15C Grafar- vogur Breiðholt flyst frá Álftahól- um í Mjódd. Síðdegis breytist áætlun vagnsins þannig að hann nýtist betur fólki í lok vinnudags. í fyrstu ferð að morgni ekur vagn- inn eins og leið 18 fram að breyt- ingunni, en eftir kl. 7 hefst reglu- bundinn akstur og er þá í fyrstu ferð ekið um Austurberg vegna Fjölbrautarskólans. Á leið frá Mjódd áleiðis að Grafarvogi er ekið að Álftahólum. Sú breyting verður á leið 17 að mánudaga til föstudaga kl., 7-19 ekur vagninn skemmstu leið frá Lækjartorgi að Hlemmtorgi um Hverfisgötu, en á kvöldin og um helgar um Barónsstíg-Egils- götu og Snorrabraut á sama hátt og fyrir breytinguna. Leiðir 18 og 19 hætta akstri við breytinguna. Ný hraðleið, leið 115 Lækjart- org-Keldnaholt, hefur akstur á klukkustundar fresti og verður ekið um Miklubraut, með viðkomu á sörhu stöðum og t.d. leið 100, en í Ártúnshöfða- og Grafarvogs- hverfum er viðkoma á hverri bið- stöð. Ekið er um Lokinhamra á leið frá Keldnaholti. Ný leiðabók er komin út og er til sölu í skiptistöðinni í Mjódd, á Hlemmi, Lækjartorgi og í skipti- stöðinni við Grensásveg. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sýning í Kirkjumunum SÝNING á munum úr handofnu klæði eftir Sigrúnu Jónsdóttur stendur yfír í dag í Kirkjumunum í Kirlyustræti. Auk þess eru þar sýndir ýmsir aðrir munir. Sigrún sýnir m.a. fána sem hún gerði fyrir björgunarsveitina Stakk í Keflavík og hökul, altarisklæði, stólu og dúk á kaleik sem hún gerði fyrir Hafnarfjarðarkirkju sem gjöf til Víðistaðakirkju. Þá sýnir Sigrún batik-myndir, skreytingar og fleira. Sýningarsalur Kirkjumuna er opinn alla daga á verslunartíma. Vitni vantar SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar í Reykjavík leitar vitna að árekstri sem varð á mótum Reylyanesbrautar og Smiðjuvegar um klukkan 7.30 að morgni mánudagsins 11. þessa mánaðar. GMC-sendibifreið og Toyota fólksbifreið rákust þar saman á ljósastýrðum gatnamótum. Öku- menn greinir á um stöðu ljósanna og biður lögreglan vitni að gefa sig fram. iðe Jólasveinarnir verða á ferö 09 flugi um allan miðbæinn með ýmisskonar uppákomur, glens og gaman. Þeir munu gefo jólapakka ðestu börnunum í bænum - miðbænum - Sérstakir sönggladir EURO jólasveinar verda ó Laugaveg- inum milli kl. 15-17 og gefa fullt af konfekti og öóru góm- sætu sælgæti. Hóskólakórinn mun ganga um bæinn og syngja falleg jólalög. Eldhressir harmonikufélagar veróa einnig ó feró og skemmta ykkur. Allar verslanir opnar f rá kl. 10-22 e.h. Þaö er alltaf sannkallaó jólastuö í miöbænum - þaÖ er ekki spurning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.