Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 32
UtifcKÁÍ>lÐ' IMUGÁRÐÁWR 'Í6J DffiSEMBER' I-90& Helgi lækiiir Ingvarsson - BARÁTTUMAÐUR FYRIR BETRA LÍFI Kaflabrot úrbók GuðrúnarP. Helgadóttur Lundi reyttur á Spítalastígnum. Neðri röð: Önnur frá vinstri: Pálína Lárusdóttir, Helgi Ingvarsson, Lárus Pálsson, síðar leikari, og móð- ir hans, Jóhanna Þorgrímsdóttir. SETBERG hefur gefið út bók Guðrúnar P. Helgadóttur, sem hún heíúr ritað um föður sinn, Helga lækni Ingvarsson, sem kenndur var við Vífilsstaði. Bókina ritaði Guðrún í minn- ingu hans og móður sinnar, Guðrúnar Lárusdóttur. Hér á eftir eiu birt brot úr fjórum köflum bókarinnar: * Arið 1919-1920 var byggt íbúð- arhús fyrir yfirlækni. Við það jókst húsnæði á hælinu og bama- deild tók til starfa. Barnadeildin var fljót að fyllast. Böm og ungt fólk urðu oft fórnarlömb hins hvíta dauða. Bömin komu eðlilega víða að af landinu og höfðu mörg aldrei farið að heiman fyrr. Einn drengur var afar dapur og sneri sér oft til' veggjar. Helgi gaf sér tíma á hveiju kvöldi til að ræða við hann. Drengurinn var úr sveit og rifjuðu þeir upp margar sögur, hvor frá sínum heimahögum og höfðu báðir gaman af. Eitt kvöldið var dreng- urinn óvenjustúrinn og sneri sér upp í horn. Helgi settist hjá honum og spurði, hvað væri að. Drengur- inn sneri sér við og sagði. „Þú gleymdir mér í gærkvöldi." „Hvaða vitleysa,“ sagði Helgi, „ég sagði þér langa sögu af forustusauðnum Flekk.“ Drengurinn lyfti sér upp í rúminu og sagði í ásökunartón: „Þú gleymdir að taka í höndina á mér.“ Helgi lét sér afar annt um sjúkl- inga sína og tók þátt í sigmm þeirra og sorgum. Þegar heim kom, ræddi hann aldrei um starf sitt. Kæmi það fyrir, að kona hans spyrði um sjúkling, horfði Helgi undrandi á hana, hún vissi manna best um þagnareiðinn. Guðrún gætti þess vel, að Helgi hefði frið, þegar hann kom þreyttur heim. Helgi var stundum lagstur út af, þegar síminn hringdi. Þá kom ein- stöku sinnum fyrir, að Guðrún segði: „Læknirinn er því miður ekki heima.“ Rómur hennar breytt- ist þá örlítið, varð svolítið fjarlæg- ur, líkt og hún væri aftur orðin talsímastúlka. Guðrún var félagslynd og naut þess að vera innan um fólk. Hún hvatti frændur og vini til að koma í heimsókn. Helgi var mjög bund- inn sínu starfi, Ias mikið í fræðirit- um og eftir að löngum vinnudegi virtist lokið, þurfti hann oft að bregða sér út á hæli. „Ég þarf að líta eftir sjúklingi,“ var oft við- kvæðið. Þær heimsóknir drógust oft á langinn. Þegar gestir komu, var hann allra manna kátastur, en átti sjaldnast frumkvæðið að komu þeirra. Helgi var mjög barngóður og hafði gaman af börnum. Hann hafði þann sið að kíkja inn um dyragættina, þegar hann vissi af dóttur sinni fyrir innan, gera sig langleitan í andliti og setja totu á munninn. Var þá ekki að sökum að spyija, að telpan hló og skríkti og kom vappandi á móti honum með opinn faðminn. Bað hún hann oft að „gólfa með sig lappalaus" og var strítt á þessu orðalagi síðar, en það merkti að fara á háhest og þeysa um litlu stofurnar og gang- inn eða úti á hlaði, syngjandi og trallandi. Feðginin voru bæði hress og kát, allar áhyggjur voru á bak og burt og heimurinn varð sem kálfskinn eitt. Þessi fullkomni að- skilnaður milli starfs og heimilis, sem kona hans átti mikinn þátt í að skapa, var Helga mjög mikil- vægur. Helgi var viðkvæmt þrek- menni. Glaðværðin og hlátrasköllin á heimilinu voru nauðsynlegt mót- vægi þeirra hörmunga, sem blöstu við^á hælinu. Á Spítalastígnum var oftast fjöl- mennt. Þar voru margir leigjendur og stöðugur straumur gesta, líkt og verið hafði áður. Heimilið hafði lítið breyst frá því að Guðrún fór að heiman, Pálína hélt öllu í horf- inu. Timburstiginn bakdyramegin og eldhúsgólfið voru hvítskúruð með sandi sem fyrr, svo að blán- aði út frá hveijum kvisti. Yfir svörtu eldavélinni var sama hillan með koparboxunum undir kaffi og export,_ sem alltaf var verið að fægja. I svefnherberginu var svarti rimlabekkurinn og fyrir ofan hann héngu tvær myndir af „manns- ævinni“. Onnur þeirra var af litlum dreng, en hin af stúlkubami. Sýnd- ar vom svipmyndir úr lífi þeirra frá vöggu til grafar. Mynd af Hallgrími Péturssyni var ofan við rúm Pálínu og Passíusálmarnir lágu á náttborðinu. í stofunni vom sparistólamir, mggustóllinn, með- alakista Lárusar úr mahóní með ótal litlum glösum og gamla græn- málaða rósótta klukkan tifaði á veggnum. Milli glugganna stóð gamli konsúlsspegillinn. Þar hafði Guðrún oft speglað sig ung stúlka. Faðir hennar kom eitt sinn að henni, bað dóttur sína að hætta þessu, ungum stúlkum væri ekki hollt að standa of lengi fyrir fram- an spegil. Úr stofunni var gengið fram á stigapall, en þar lá stigi að aðaldyrunum götumegin. Allt var þar blámálað sem áður. Yfir heimilinu var notalegur blær, sem minnti á liðna tíð. Pálína var systur sinni mjög góð og hafði vakandi auga með nöfnu sinni. Nú var telpan í hennar um- sjá og faðirinn víðs fjarri. í kuldum setti hún á hana ullarsjal, kross- lagði það þéttingsfast yfir bijóstið og hnýtti að aftan. Rauð pijóna- húfa, sem hún hafði gefið henni, var dregin langt niður fyrir eyru. Umhyggja hennar kom ekki fram í kjassi, klappi og blíðyrðum, heldur skyldi stúlkubamið alið upp í guðsótta og góðum siðum. Pálína talaði mikið við telpuna og endaði ræðu sína oftast með heilræðum og talsháttum. Telpunni skildist fljótt, að hófsemi væri best í öllu, en hún skildi hvorki upp né niður í brunni, sem ætti að byrgja, gulli, sem ekki glóði, og biskupi, sem ættithelst að beija. Pálínu var lítt gefið um fávísar spurningar, svo að best var að þegja. Hún gekk ríkt eftir, að nafna sín færi með bænir kvölds og morgna. Telpan hafði varla steypt yfir sig pijóna- klukkunni, þegar hún byijaði að þylja: Nú er ég klædd og komin á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag, svo líki þér. Pálína fór fyrst ofan á morgn- ana. Hún var fljót að klæðast, þvoði sér úr skálinni á „servantin- um“, og bleytti greiðuna öðru hveiju. Hún fléttaði hárið, batt ullarspotta við endana og setti á sig skotthúfu. Hún fór í aðskorna treyju, hneppti silfurhnöppunum og batt á sig silkiklút, sem hún breiddi út sem slifsi. Pilsinu steypti hún yfir sig og krækti því á hlið. Hún setti á sig tvær svuntur. Hina ytri notaði hún við eldhússtörfin, en var fljót að smeygja henni af sér. Innri svuntan var ætíð hrein og fín, þegar hún fór til dyra. Pálína talaði ekki mikið við störf sín, hvort sem hún kraup niður á strigapokann og skúraði gólfin eða sýslaði við matinn. Skyldustörfin varð að vinna, og þau voru hluti hins daglega lífs. , Margir litu inn og þágu góðgerð- ir. Pálína hafði alltaf nóg á milli handa, og þess fengu aðrir að njóta. Stundum þegar gest bar að garði bakdyramegin, flýtti Pálína sér í hornskápinn í eldhúsinu, tók út böggul og færði honum. Einn þeirra sagði um leið og hann kvaddi: „Guð launar fyrir hrafn- inn.“ Litla telpan flýtti sér út að glugga til að skoða hrafninn. Pálína hélt í höfuðið á Páli Jóns- syni í Arnardrangi, afa sínum, en Páll var sonur Guðnýjar, dóttur séra Jóns Steingrímssonar. Pálína var mjög frændrækin og hugðist fræða nöfnu sína um ætt og upp- runa. Hún settist með hana á rúm- stokkinn og rakti söguna um eld- Helgi Ingvarsson, læknir. klerkinn. Telpan leit upp og spurði: „Brenndi hann sigekki?" „Skelfing er að heyra til þín, barn,“ svarði Pálína: „Hann bjargaði öllu fólk- inu.“ Hún ýtti nöfnunni niður á gólf og greip í pijónana sína. Pálína stundi þungan yfir þessum barnaskap, en telpan hafði fæðst í sigurkufli og það væri þó góðs viti. Skömmu eftir að þær mæðgur fluttust aftir að Vífilsstöðum, samdi Pálína erfðaskrá. í henni segir, að það, sem hún láti eftir sig af peningum, þegar greiddur hafi verið kostnaður, „við sóma- samlega útför“, skuli „til falla“ nöfnu hennar. Pálína lést 22. jan- úar 1929, tæplega 52 ára að aldri. Skömmu áður var Fríða dóttir Páls látin fara inn til föðursystur sinnar til að kveðja hana. Pálína sagði þá við móður hennar: „Er ekki hægt að gefa baminu eitt- hvað?“ Hún var jörðuð frá Fríkirkj- unni eins og faðir hennar. Skap- festa hennar og dugnaður áttu m.a. rætur sínar að rekja til trúar- og bænaiðkana. Hallgrímur Pét- ursson og Jón Steingrímsson voru henni eins konar tengiliðir milli Guðs og manna. Við lestur ævisögu eldklerksins og með Passíusál- mana í höndum hvarf henni allur efi. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir kom á hælið haustið 1949 og var hún sett á streptómýsínkúr og þoldi hann sæmilega vel. Haustið eftir vann hún hluta úr degi undir eftirliti lækna. Hún var a'sérstakri vakt frá klukkan 1 til 3, klædd bláröndóttum kjól og hvítri svuntu og vann sem „platnemi" undir stjórn hjúkrunarkonu. Aðalheiður veiktist aftur 1953 og var þá stutt á hælinu. Ári seinna fékk hún sár á hægra lungað og var þar níu mánuði. Henni var gefið ísóníasíð. „Þetta nýja lyf gerði kraftaverk," sagði hún. „Hann Helgi var á undan sinni samtíð,“ segir Aðalheiður. Sjúkl- ingar voru stundum með erlend læknarit um berkla, en yfirleitt voru þau lyf, sem þar vom nefnd, komin í gagnið á Vífilsstöðum. Sjúklingar voru eðlilega mjög þakklátir fyrir,“ segir hún, „hve læknarnir fylgdust vel með, og samvinnan milli þeirra var mjög góð.“ Aðalheiður reyndi eitt sinn eins og sumir aðrir að fara í gegnlýs- ingu, þegar hún átti ekki að mæta, en það gekk aldrei. í myrkrinu stóð hún í hópi annarra, en strax og Aðalheiður stóð á bak við skerminn, ávarpaði Helgi hana með nafni og spurði, hvort hún hefði ekki ruglast á dögum. „Hann Helgi réð því, sem hann vildi. Aldrei var sparað í mat né lyfjum né neinu, sem sjúklingarnír voru taldir þurfa. Þrengslin vom að vísu gífurleg, en allir vissu, að það var af brýnni nauðsyn," segir Aðalheiður. Hún telur, að fæðið hafi verið sérstaklega gott. Sem dæmi um það nefndi hún, að frammi í litlu borðstofu og á hæðunum vom skildir eftir bakkar með brauði og alls konar áleggi og nýmjólk eins og hver vildi. Við hliðina á bökkun- um stóð lýsisflaska, og var mönn- um ráðlagt að taka lýsi á morgn- ana, og notfærðu sér það flestir. Ef mönnum gekk illa að braggast, vom þeir skrifaðir á ijóma. Sjúklingarnir höfðu áhyggjur af því, hvað Helgi skeytti lítið um eigin hag. Margir leituðu til Helga, eftir að þeir fóm af hælinu, og komu oft með rútunni um hálfeitt- leytið og var þá lítið hirt um mat. Eftir síðari stofugang hafði við- komandi læknir viðtalstíma niðri á læknignastofunni, nr. 1, eins og hún var oft nefnd, og þangað gat fólkið farið með áhyggjur sínar og erfiðleika. Viðtöl stóðu oft fram eftir kvöldi, og síðan tók nætur- vaktin við. „Helgi hafði þetta einstaka sam- band við sjúklinga,“ segir Aðal- heiður, „sem líkja má við sálgæslu, og var langt á undan sínum tíma. Hann var mikill mannþekkjari og gat sagt umbúðalaust, að aðrir hefðu það miklu erfiðara, ef honum fannst fólkið of kvartsárt. Hann var jafnan hress í bragði og gam- ansamur og átti til að vera svolítið stríðinn. Þegar fólk var ástfangið og fór að halda sér betur til, sagði hann, að gaman væri að sjá fólk „blómstra". Hann fór aldrei í manngreinarálit," segir Aðalheið- ur. „Eitt sinn var hann sagður vera á gangi niðri í bæ með vini sínum, og þeir mættu stúlku, sem hafði miður gott orð á sér. Helgi tók ofan og heilsaði henni. Vinur- inn hneykslaðist og spurði, hvers vegna hann gerði þetta. „Hún er einn af mínum sjúklingum, og ég er ekki vanur að gera upp á milli þeirra.“ Drykkfelldur sjúklingur tók upp á því að senda læknunum blóm. Þeir vom síður en svo hrifnir af því og fannst það óviðeigandi. Yfir- læknirinn heyrðist segja inni í skoðun: „Það er góður ilmur af þessum blómum, finnst ykkur það ekki?“ Aldrei heyrði Aðalheiður, að yfirlæknirinn segði eitt styggðar- yrði, en allir vildu gera honum til geðs. „Hann hafði hljótt fótatak, ekkert heyrðist í honum á kvöld- stofugangi. Þegar fólk átti að vera komið í ró, skaut honum allt í einu upp mitt á meðal þess og benti á, að nú væri kominn háttatími. Hann Helgi hafði stjórn á hlutunum, þó að hann væri góðgjam.“ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.