Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 288. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Greint frá fjölda hermanna erlendis Verða allir kvaddir heim fyrir aldamót? Washington. Reuter. SOVÉTMENN upplýstu í fyrsta skipti í gær hver væri fjöldi her- manna þeirra erlendis. Þeir eru 627.500 að sögn Vladímirs Petrovskíjs aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. A fréttamannafundi sem ráðherr- ann hélt lýsti hann þeirri stefiiu Fara spar- lega með gjaldeyrinn Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunbladsins. NÝ könnun sem gerð var í Leipz- ig bendir til að Austur-Þjóðverj- ar, sem streyma enn til vestur- hluta Berlínar og Sambandslýð- veldisins til að skoða sig um og kaupa smávegis inn, fari spar- lega með gjaldeyrinn sinn. Þeir fá 100 v-þýsk mörk (3.600 ísl. kr.) gefins í V-Þýskalandi á ári og geta skipt jafiivirði 15 marka heima fyrir. Aðeins fjórðungur þeirra 800 sem spurðir voru hafði eytt meira en helmingi gjaldeyrisins og þriðj- ungur sama og engu. Flestir ætluðu að geyma hann til ferðalaga eða nota hann í sérstökum gjaldeyris- verslunum í Alþýðulýðveldinu. Gestunum að austan hefur verið höfðinglega tekið síðan múrinn féll. Þeir hafa fengið að fara ókeypis í sund og inn á söfn, sloppið við sekt- ir fyrir að svindla sér í strætó eða leggja ólöglega og jafnvel komist upp með að hnupla í verslunum. En nú er nýjabrumið farið af heim- sóknum þeirra svo þeir verða vænt- anlega látnir borga eins og aðrir uppúr áramótum. Sovétríkjanna, sem Edúard She- vardnaze utanríkisráðherra hef- ur áður boðað, að allir hermenn á erlendri grund verði kallaðir heim fyrir aldamótin. Sovétmenn upplýstu einnig í gær að þeir hygðust draga útgjöld til hermála saman um 8,2% á næsta ári. Áætlað er að þá verði 70,98 milljörðum rúblna varið til hermála að sögn Nikolajs Thjervovs, hátt- setts embættismanns hjá sovéska hernum. Framlög til hermála eru 77,3 milljarðar rúblna á þessu ári samkvæmt tölum sem birtar voru í júní síðastliðnum þegar gert var opinbert í fyrsta skipti hver her- málaútgjöld í landinu væru. Tsjervov segir þennan niðurskurð vera hluta af áætlun um að breyta hlutverki sovéska hersins og draga úr árásargetu hans. Einnig kom frám að í sovéska hernum verða 3.993.000 menn frá næstu áramót- um. Sakharov syrgður í Moskvu Reuter Þegar andlát friðarverðlaunahafans Andrejs Sakh- arovs spurðist út í Moskvu í gær söfnuðust nokkur hundruð borgarbúar saman fyrir framan heimili hins látna og ekkju hans, Jelenu Bonner. Syrgjendur báru logandi kerti og blóm og konur tárfelldu fyrir framan Tsjkalova-stræti 48 B þar sem þau hjónin bjuggu í rúma tvo áratugi. Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins: Umbætur í A-Evrópu kalla á aukið stjórnmálasamstarf UTANRÍKISRAÐHERRAR aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu á fúndi sínum sem lauk í Brussel í gær ályktun þar sem segir að bandalagsríkin muni í framtíðinni auka samstarf sitt á stjórnmálasviðinu á tímum sögulegra umbreytinga í ríkjum Austur-Evrópu. Ráðherrarnir lögðu einnig fram drög að samn- ingi um opnun Iofthelgi sem m.a. kveður á um gagnkvæmt eftir- litsflug flugvéla NATO og Var- sjárbandalagsins yfir landsvæði allra aðildarríkja bandalaganna tveggja, þ. á m. Islands, í því skyni að auka traust og skapa öryggi. George Bush Bandaríkja- Andrej Sakharov látinn, 68 ára gamall: Vottuð virðing um allan heim Moskvu, Wasliinjrton, London. Kcuter. Mannréttindafrömuðarins og vísindamannsins Andrejs Sakh- arovs var minnst af virðingu um allan heim í gær en hann lést af hjartaslagi á heimili sínu í Moskvu á fimmtudagskvöld, 68 ára að aldri. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði fráfallið mikinn missi fyrir samfélagið og Samstöðuleiðtoginn Lech Walesa í Póll- andi sagði umbótasinna í Austur-Evrópu og Sovétríkin hafa orðið fyrir þungu áfalli. „Menn gátu verið á öndverðum meiði við hann eða sammála en eitt var víst að hann var afar ein- lægur maður,“ sagði Gorbatsjov. Forsetinn og Sakharov deildu hart á fulltrúaþingi Sovétríkjanna á þriðjudag vegna tiilögu um að rædd yrðu stjórnarskrárákvæði um forræði kommúnistaflokksins. George Bush Bandaríkjaforseti minntist Sakharovs í orðsendingu til ekkjunnar og sagði að Sakh- arov hefði sýnt „allt hið besta og heiðarlegasta sem mannlegur andi hefur til að bera“ þegar mest var að honum kreppt af harðlínu- mönnum Kremlarvaldsins. Óljóst er hvar Sakharov verður Andrej Sakharov. Reuter jarðsettur en talið að útförin verði á mánudag og sovéskur embættis- maður sagði vísindaakademíuna myndu sjá um að líkið yrði haft á viðhafnarbörum svo að almenn- ingur gæti vottað hinum látna virðingu sína. Sjá ennfremur leiðara og greinar á miðopnu. forseti kynnti áætlun þessa í maímánuði og nefhist hún á énsku „Open Skies“. í lokaályktun fundarmanna sem er í 24 liðum segir að þróunin á alþjóðavettvangi krefjist þess að NATO-ríkin noti þau tækifæri sem gefast’ á vettvangi bandalagsins til að auka pólitískt samráð. NATO- ríkin styðji umbætur þær sem átt hafi sér stað í ríkjum Mið- og Aust- ur-Evrópu og vilji tryggja framgang lýðræðisins í löndum þessum. Bandalagið hafi löngum haft það á stefnuskrá sinni að gera skiptingu Evrópu að engu og muni leggja aukna áherslu á það í framtíðinni. í ályktuninni er vikið að hugsan- legri sameiningu þýsku ríkjanna tveggja og segir þar að virða beri sjálfsákvörðunarrétt þýsku þjóðar- innar. Skilyrði sameiningar sé það að skyldur þær sem aðildarríki Helsinki-sáttmálans hafi tekið á herðar sér verði virtar og taka beri mið af samruna ríkja Vestur-Evr- ópu á vettvangi Evrópubandalags- ins. Ráðherrarnir ítreka vilja banda- lagsins um að viðræðum um niður- skurð á sviði hins hefðbundna her- afla í Evrópu verði lokið á næsta ári. Þeim ásetningi leiðtoga risa- veldanna að undirrita samning um helmingsfækkun langdrægra gjör- eyðingarvopna um mitt næsta ár er einnig fagnað. í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í Brussel sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að nú þegar ljóst væri að hugmynda- fræði kommúnismans væri gjald- þrota yrðu menn að gera sér ljóst að þeir stæðu á þröskuldi breytinga sem ekki gerðust eins og hendi væri veifað. Hlutverki NATO væri því engan veginn lokið. Það hefði breyst yfir í það að samræma og stýra afvopnunarsamningum og að stilla saman sjónarmið aðildarríkj- anna á vettvangi utanríkismála. Sjá einnig fréttir á bls. 36-37. Filippseyjar: Mesti skjálfti í þrettán ár Manílu. Reuter. MIKILL jarðskjálfti varð kl. 18.44 að íslenskum tíma í gær austur af Mindanao-eyju sem er syðst Filippseyja. SÞJálft- inn mældist 7,3 á Richter og er sá öflugasti á þessu svæði í 13 ár. Seint í gærkvöldi voru engar fregnir komnar aftjóni af völdum skjálftans. Áð sögn opinberra embættis- manna á Mindanao-eyju urðu almennir borgarar skjálftans varir í allt að 400 km fjarlægð frá_ upptökum hans. í ágúst 1976 kom skjálfti suðvestan við Mindanao-eyju af styrkleikanum 7,9 af stað flóðbylgju sem drekkti átta þúsund manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.