Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 1

Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 1
88 SIÐUR B 288. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Greint frá fjölda hermanna erlendis Verða allir kvaddir heim fyrir aldamót? Washington. Reuter. SOVÉTMENN upplýstu í fyrsta skipti í gær hver væri fjöldi her- manna þeirra erlendis. Þeir eru 627.500 að sögn Vladímirs Petrovskíjs aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. A fréttamannafundi sem ráðherr- ann hélt lýsti hann þeirri stefiiu Fara spar- lega með gjaldeyrinn Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunbladsins. NÝ könnun sem gerð var í Leipz- ig bendir til að Austur-Þjóðverj- ar, sem streyma enn til vestur- hluta Berlínar og Sambandslýð- veldisins til að skoða sig um og kaupa smávegis inn, fari spar- lega með gjaldeyrinn sinn. Þeir fá 100 v-þýsk mörk (3.600 ísl. kr.) gefins í V-Þýskalandi á ári og geta skipt jafiivirði 15 marka heima fyrir. Aðeins fjórðungur þeirra 800 sem spurðir voru hafði eytt meira en helmingi gjaldeyrisins og þriðj- ungur sama og engu. Flestir ætluðu að geyma hann til ferðalaga eða nota hann í sérstökum gjaldeyris- verslunum í Alþýðulýðveldinu. Gestunum að austan hefur verið höfðinglega tekið síðan múrinn féll. Þeir hafa fengið að fara ókeypis í sund og inn á söfn, sloppið við sekt- ir fyrir að svindla sér í strætó eða leggja ólöglega og jafnvel komist upp með að hnupla í verslunum. En nú er nýjabrumið farið af heim- sóknum þeirra svo þeir verða vænt- anlega látnir borga eins og aðrir uppúr áramótum. Sovétríkjanna, sem Edúard She- vardnaze utanríkisráðherra hef- ur áður boðað, að allir hermenn á erlendri grund verði kallaðir heim fyrir aldamótin. Sovétmenn upplýstu einnig í gær að þeir hygðust draga útgjöld til hermála saman um 8,2% á næsta ári. Áætlað er að þá verði 70,98 milljörðum rúblna varið til hermála að sögn Nikolajs Thjervovs, hátt- setts embættismanns hjá sovéska hernum. Framlög til hermála eru 77,3 milljarðar rúblna á þessu ári samkvæmt tölum sem birtar voru í júní síðastliðnum þegar gert var opinbert í fyrsta skipti hver her- málaútgjöld í landinu væru. Tsjervov segir þennan niðurskurð vera hluta af áætlun um að breyta hlutverki sovéska hersins og draga úr árásargetu hans. Einnig kom frám að í sovéska hernum verða 3.993.000 menn frá næstu áramót- um. Sakharov syrgður í Moskvu Reuter Þegar andlát friðarverðlaunahafans Andrejs Sakh- arovs spurðist út í Moskvu í gær söfnuðust nokkur hundruð borgarbúar saman fyrir framan heimili hins látna og ekkju hans, Jelenu Bonner. Syrgjendur báru logandi kerti og blóm og konur tárfelldu fyrir framan Tsjkalova-stræti 48 B þar sem þau hjónin bjuggu í rúma tvo áratugi. Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins: Umbætur í A-Evrópu kalla á aukið stjórnmálasamstarf UTANRÍKISRAÐHERRAR aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu á fúndi sínum sem lauk í Brussel í gær ályktun þar sem segir að bandalagsríkin muni í framtíðinni auka samstarf sitt á stjórnmálasviðinu á tímum sögulegra umbreytinga í ríkjum Austur-Evrópu. Ráðherrarnir lögðu einnig fram drög að samn- ingi um opnun Iofthelgi sem m.a. kveður á um gagnkvæmt eftir- litsflug flugvéla NATO og Var- sjárbandalagsins yfir landsvæði allra aðildarríkja bandalaganna tveggja, þ. á m. Islands, í því skyni að auka traust og skapa öryggi. George Bush Bandaríkja- Andrej Sakharov látinn, 68 ára gamall: Vottuð virðing um allan heim Moskvu, Wasliinjrton, London. Kcuter. Mannréttindafrömuðarins og vísindamannsins Andrejs Sakh- arovs var minnst af virðingu um allan heim í gær en hann lést af hjartaslagi á heimili sínu í Moskvu á fimmtudagskvöld, 68 ára að aldri. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði fráfallið mikinn missi fyrir samfélagið og Samstöðuleiðtoginn Lech Walesa í Póll- andi sagði umbótasinna í Austur-Evrópu og Sovétríkin hafa orðið fyrir þungu áfalli. „Menn gátu verið á öndverðum meiði við hann eða sammála en eitt var víst að hann var afar ein- lægur maður,“ sagði Gorbatsjov. Forsetinn og Sakharov deildu hart á fulltrúaþingi Sovétríkjanna á þriðjudag vegna tiilögu um að rædd yrðu stjórnarskrárákvæði um forræði kommúnistaflokksins. George Bush Bandaríkjaforseti minntist Sakharovs í orðsendingu til ekkjunnar og sagði að Sakh- arov hefði sýnt „allt hið besta og heiðarlegasta sem mannlegur andi hefur til að bera“ þegar mest var að honum kreppt af harðlínu- mönnum Kremlarvaldsins. Óljóst er hvar Sakharov verður Andrej Sakharov. Reuter jarðsettur en talið að útförin verði á mánudag og sovéskur embættis- maður sagði vísindaakademíuna myndu sjá um að líkið yrði haft á viðhafnarbörum svo að almenn- ingur gæti vottað hinum látna virðingu sína. Sjá ennfremur leiðara og greinar á miðopnu. forseti kynnti áætlun þessa í maímánuði og nefhist hún á énsku „Open Skies“. í lokaályktun fundarmanna sem er í 24 liðum segir að þróunin á alþjóðavettvangi krefjist þess að NATO-ríkin noti þau tækifæri sem gefast’ á vettvangi bandalagsins til að auka pólitískt samráð. NATO- ríkin styðji umbætur þær sem átt hafi sér stað í ríkjum Mið- og Aust- ur-Evrópu og vilji tryggja framgang lýðræðisins í löndum þessum. Bandalagið hafi löngum haft það á stefnuskrá sinni að gera skiptingu Evrópu að engu og muni leggja aukna áherslu á það í framtíðinni. í ályktuninni er vikið að hugsan- legri sameiningu þýsku ríkjanna tveggja og segir þar að virða beri sjálfsákvörðunarrétt þýsku þjóðar- innar. Skilyrði sameiningar sé það að skyldur þær sem aðildarríki Helsinki-sáttmálans hafi tekið á herðar sér verði virtar og taka beri mið af samruna ríkja Vestur-Evr- ópu á vettvangi Evrópubandalags- ins. Ráðherrarnir ítreka vilja banda- lagsins um að viðræðum um niður- skurð á sviði hins hefðbundna her- afla í Evrópu verði lokið á næsta ári. Þeim ásetningi leiðtoga risa- veldanna að undirrita samning um helmingsfækkun langdrægra gjör- eyðingarvopna um mitt næsta ár er einnig fagnað. í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í Brussel sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að nú þegar ljóst væri að hugmynda- fræði kommúnismans væri gjald- þrota yrðu menn að gera sér ljóst að þeir stæðu á þröskuldi breytinga sem ekki gerðust eins og hendi væri veifað. Hlutverki NATO væri því engan veginn lokið. Það hefði breyst yfir í það að samræma og stýra afvopnunarsamningum og að stilla saman sjónarmið aðildarríkj- anna á vettvangi utanríkismála. Sjá einnig fréttir á bls. 36-37. Filippseyjar: Mesti skjálfti í þrettán ár Manílu. Reuter. MIKILL jarðskjálfti varð kl. 18.44 að íslenskum tíma í gær austur af Mindanao-eyju sem er syðst Filippseyja. SÞJálft- inn mældist 7,3 á Richter og er sá öflugasti á þessu svæði í 13 ár. Seint í gærkvöldi voru engar fregnir komnar aftjóni af völdum skjálftans. Áð sögn opinberra embættis- manna á Mindanao-eyju urðu almennir borgarar skjálftans varir í allt að 400 km fjarlægð frá_ upptökum hans. í ágúst 1976 kom skjálfti suðvestan við Mindanao-eyju af styrkleikanum 7,9 af stað flóðbylgju sem drekkti átta þúsund manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.