Morgunblaðið - 16.12.1989, Síða 61

Morgunblaðið - 16.12.1989, Síða 61
Hann var aðeins 8 ára, þegar Einir lést árið 1950, rétt fertugur. Stína byijaði ung að leggja sig eftir kunnáttu í hannyrðum og saumaskap. Hún var aðalsauma- konan í plássinu um langt árabil, og snemma var hún fengin til að kenna hannyrðir í barnaskólanum. Þann starfa hafði hún á hendi hátt á þriðja áratug. Þess á milli saum- aði hún út og heklaði, fór á fleiri námskeið og föndraði við leir, gler- málun og flest það sem hönd á festi á þeim vettvangi. Og trúlega hefur hún gefið flestar afurðirnar. Margir voru gripimir gerðir gagngert í þeim tilgangi. Stína tók virkan þátt í starfi kvenfélagsins á staðnum. Kvenfé- lagskemmtanirnar voru fastur liður í bæjarlífinu. Og auðvitað þurfti að baka einhver ósköp, þeyta ijóma og setja í kramarhús. Hræra súkku- laðikrem, smyija og sprauta á allt bakkelsið. Og að sjálfsögðu var Stína yfirskreytimeistari á svona hátíðum. Þá kom sér vel fyrir unga áhugamenn að vera í náðinni og fá að sleikja tóm smjörpappírskram- hús. Stína stjórnaði mötuneyti á staðnum, bæði fyrir starfsmenn Vita- og hafnarmála, meðan hafn- arframkvæmdir stóðu yfir, svo og mötuneyti Fiskiðjunnar Freyju um árabil. En bónusinn í fiskvinnslunni freistaði duglegrar konu, og Stína stóð við færibandið árum saman, uns bakið hafði fengið nóg af vos- búð og stöðum. Á síðari árum átti Stína þess kost að gera sjálfri sér svolítið gam- an, ferðast innanlands og utan og kynnast fjarlægum ströndum og suðrænni sól. Fyrir rúmu ári ákvað hún að selja litla húsið sitt á möl- inni og una sér glöð á Hrafnistu, þar sem hægara er um vik við hann- yrðirnar og hjálpin nær, ef heils- unni hrakar. Við sem voru svo lánssöm að eiga athvarf hjá Stínu Jespers í æsku og njóta umhyggju hennar og óeigingjarnrar elsku alla tíð, óskum henni allrar blessunar á þessum tímamótum á langri leið. Guðbjartur Gunnarsson Kristín tekur á móti gestum í veitingasal Domus Medica á af- mælisdaginn frá kl. 15 til 18. ■ HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík og á Akureyri stendur fyrir aðventusamkomum sunnudag- inn 17 desember. Kveikt verður á jólatrénu og yngri kynslóðin sér að mest leyti um fjölbreytta dagskrá. I Reykjavík hefst samkoman kl. 16 en á Akureyri kl. 17. ■ JÓLASÝNING FÍM-félaga stendur yfir í sýningarsal FIM að Garðastræti 6. Alla laugardaga á meðan sýningin stendur yf ir er boð- ið upp á bókmennta- og tónlistar- dagskrá, og hefst dagskráin í dag kl 15.30. Jóhanna Kristjónsdóttir les úr bók sinni Dulmál Dódófugls- ins, Pétur Gunnarsson les úr nýj- ustu bók sinni Vasabók—dagbók- arglefsur, Eyvindur Eiríksson les úr ljóðabók sinni Viltu, Þór Stef- ánsson Ies úr eigin ljóðabók Haus- tregnið magnast og- Jónas Þor- björnsson les úr sinni fyrstu ljóða- bók í jaðri bæjarins. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur á píanó og Bryndís Pálsdóttir leikur á fiðlu. Jólasýningin eropin frá kl. 14 til 20. ■ BÓKINNý lyf 88-89 sem er viðauki við Nýju íslensku lyfja- bókina er komin út. I bókinni eru upplýsingar um notkun, áhrif og aukaverkanir 87 lyfja sem skráð hafa verið til notkunar á Islandi frá því Nýja íslenska lyfjabókin kom út um mitt ár 1988 til ársloka 1989. Einnig er í bókinni greint frá nýrri reglugerð um afgreiðslu lyfja og sölu lyfja án lyfseðils, og listi er yfir þa_u lyf sem selja má í lausa- sölu á íslandi. Bókin er seld í lyfja- búðum, en Nýja íslenska lyfjabókin verður framvegis^seld með viðauk- anum, og er hún til sölu í bókabúð- um og lyfjabúðum. Höfundar bók- arinnar eru læknarnir Helgi Krist- bjarnarson, Magnús Jóhannsson og Bessi Gíslason lyfjafræðingur. Útgefandi er Lyfjabókaútgáfan. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUIÍ 16. DESEMBER 1989 )M ÞRJÁR STÓRGÓÐAR HLJÓMPLÖTUR k n c 'ö> ** W O) c ■H 0) k O «o :0 </> ftocvtiv jítoviuotfct EIMH atl ÍSLiNSElj MÓDSÖIISUS ■> Sverrir fer á kostum eins og vanalega Ný barnaplata með sönghópnum Ekkert Rúnar Þór í stöðugri framför og greini- og er íslenskt mál í hávegum haft eins mál. Sérlega vönduð plata. legur stíll farinn að festa rætur. og hans er von og vísa. TOPPMERKIN í skíðavörum 1 28 REYKJAVÍK 109 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.