Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 58
1 ^bftGÍMftÉÍÐIÐ1' iJttÍG'Aáb'AéUR ]16. !DEdálíltíEfe( i&9 Saga Skagastrand- ar og Höfða- hrepps komin út Skagaströnd. BÓKIN Byggðin undir Borginni — saga Skagastrandar og Höfða- hrepps kom út, nú i byrjun desem- ber. Höfundur bókarinnar er Bjarni Guðmarsson sagnfræðing- ur. í kaffisamsæti sem haidið var í tilefni af útkomu bókarinnar kom fram að hún hefur verið í vinnslu í tvö og hálft ár en kemur nú út í tilefni 50 ára afmælis Höfðahrepps. í ritnefnd verksins sátu Elínborg Jónsdóttir sem var formaður nefnd- arinnar, Lárus Ægir Guðmundsson og Ingibergur Guðmundsson. í ávarpi Elínborgar við þetta tækifæri kom fram að það er Höfða- hreppur sem gefur bókina út en Skagstrendingui1 hf., Rækjuvinnsl- an hf. og Kaupfélag Húnvetninga hafa styrkt útgáfuna með fjárfram- lögum. Kostnaður við útgáfu bókar- innar er 4,5-5 milljónir króna en upplagið sem nú kemur út er 1.000 eintök. Fýrirfram hafa 350 manns gerst áskrifendur að bókinni, sem sýnir að töluverður áhugi er fyrir henni. „Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kauptún af þessari stærð ræður til sín sérfræðing til að skrifa sögu byggðarlagsins," sagði Bjami Guðmarsson höfundur bókarinnar. „Það má líkja starfinu við samsetn- ingu þessarar bókar við að raða saman púsluspili. í upphafi stendur maður uppi með fjölda sundur- lausra hluta — fullviss að á endan- um falli þeir saman í eina mynd. Nú þegar myndin er fullgerð í bók- arfonni vonast ég til að sem flestir lesi hana sér til gagns og gamans.“ Byggðin undir Borginni — saga Skagastrandar og Höfðahrepps fjallar um sögu byggðarlagsins frá landnámstíð og fram til síðustu áramóta. Hún er 327 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda myrida og línu- rita. Bókin skiptist í 31 kafla auk heimilda-, mynda- og nafnaskráa og er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. _ Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Ritnefnd og höfundur með bókina. Talið frá vinstri: Lárus Ægir Guðmundsson, Bjarni Guðmarsson, Elínborg Jónsdóttir og Ingiberg- ur Guðmundsson. Fjöldi manns var við vígsluat- höfnina í nýja íþróttahúsinu. A innfelldu myndinni er nýja íþróttahúsið í Bessastaðahrepp. Bessastaðahreppur: NÝTT íþróttahús var tekið í notkun í Bessastaðahreppi og fór vígsluhátíðin fram 10. des- ember síðastliðinn. íþróttahúsið er 2.100 fermetrar að stærð og hófúst frarnkvæmdir við það árið 1986. Unnið var að framkvæmdum fram á útmánuði 1988 er sundlaug skólans var tekin í notkun jtii sund- kennslu. Sundlaugin, sem er 16 sinnum átta metrar að stærð, var skömmu síðar opnuð fyrir almenn- ing. Kostnaður við húsið sjálft er um 80 milljónir króna en fram- kvæmdin öll ásamt sundlaug. verð- ur um það bil 120 milljónir. Byggðaverk hf. sá um þessar framkvæmdir. Sigurður Valur Ásbjarnarson (t.v.), sveitarstjóri Bessastaða- hrepps, tekur við lykli úr hendi Valdimars Oskarssonar, fram- kvæmdastjóra Byggðaverks hf. Nýtt íþróttahús vígt Vel heppnuð nýsmíði á Siglufirði: 1 Löndunar- kranar fyiir minni báta Si^iufirði. Á vélaverkstæði Jóns og Erl- ings hér á Siglufirði er jafnhliða alhliða viðgerðarþjónustu unnið að ýmiss konar framleiðslu og sérsmíði. Fyrir u.þ.b. 4 árum þróaði fyrirtækið upp sérstaka löndunarkrana fyrir minni báta. Jón Dýrfjörð framkvæmda- stjóri fyrirtækisins sagði, að við- tökur við smíði þessari hafi verið mjög góðar og að yfir tuttugu kranar hefðu selst nú þegar. Hjá verkstæðinu starfa nú um 15 manns og meðal þeirra verk- efna sem fyrirtækið vinnur nú að er smíði stálgrindarhúss fyrir fisk- verkun o.fl. starfsemi hér á Siglu- firði. Jón sagði ennfremur að þó_ Burðarþol krananna profað á smíðastað. fyrirtækið fyndi vissulega fyrir þeim samdrætti sem nú væri í veiðum og vinnslu hefði það ekki teljandi áhrif á stöðu þess þar sem þeir hefðu þegar á síðasta ári haf- ið aðlögun að breyttum aðstæðum og rekstur fyrirtækisins væri í jafnvægi nú. Annað hefti íslenskra dægurlaga komið út FÉLAG tónskálda og textahöf- unda hefúr sent frá sér nýtt hefti af íslenskum dægurlögum. Útgáfan í ár er all frábrugðin fyrri útgáfu. Nú eru lögin útsett fyrir hljómborð, auk þess sem laglínan er skrifuð og bókstafa- hljómar. Magnús Kjartansson út- setti lögin, sem flest áttu vinsæld- um að fagna á síðasta ári. Meðal þeirra sem efni eiga í bókinni eru Bubbi Morthens, Valgeir Guðjóns- son, Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson, Geirmundur Val- týsson, Sverrir Stormsker, Síðan skeinsól og Magnús Kjartansson. I bókinni eru alls 25 lög og textar og er hún 90 blaðsíður. ' Skífan hf. sér um dreifingu á 25 íslenskum dægurlögum. Heildsöluútscala, Sundaborg 1 Gler og gjcafcavörur. Opió laugardag 1-6, mánudag, þriójudag og mióvikudag 12-6. Akta. i -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.