Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 58

Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 58
1 ^bftGÍMftÉÍÐIÐ1' iJttÍG'Aáb'AéUR ]16. !DEdálíltíEfe( i&9 Saga Skagastrand- ar og Höfða- hrepps komin út Skagaströnd. BÓKIN Byggðin undir Borginni — saga Skagastrandar og Höfða- hrepps kom út, nú i byrjun desem- ber. Höfundur bókarinnar er Bjarni Guðmarsson sagnfræðing- ur. í kaffisamsæti sem haidið var í tilefni af útkomu bókarinnar kom fram að hún hefur verið í vinnslu í tvö og hálft ár en kemur nú út í tilefni 50 ára afmælis Höfðahrepps. í ritnefnd verksins sátu Elínborg Jónsdóttir sem var formaður nefnd- arinnar, Lárus Ægir Guðmundsson og Ingibergur Guðmundsson. í ávarpi Elínborgar við þetta tækifæri kom fram að það er Höfða- hreppur sem gefur bókina út en Skagstrendingui1 hf., Rækjuvinnsl- an hf. og Kaupfélag Húnvetninga hafa styrkt útgáfuna með fjárfram- lögum. Kostnaður við útgáfu bókar- innar er 4,5-5 milljónir króna en upplagið sem nú kemur út er 1.000 eintök. Fýrirfram hafa 350 manns gerst áskrifendur að bókinni, sem sýnir að töluverður áhugi er fyrir henni. „Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kauptún af þessari stærð ræður til sín sérfræðing til að skrifa sögu byggðarlagsins," sagði Bjami Guðmarsson höfundur bókarinnar. „Það má líkja starfinu við samsetn- ingu þessarar bókar við að raða saman púsluspili. í upphafi stendur maður uppi með fjölda sundur- lausra hluta — fullviss að á endan- um falli þeir saman í eina mynd. Nú þegar myndin er fullgerð í bók- arfonni vonast ég til að sem flestir lesi hana sér til gagns og gamans.“ Byggðin undir Borginni — saga Skagastrandar og Höfðahrepps fjallar um sögu byggðarlagsins frá landnámstíð og fram til síðustu áramóta. Hún er 327 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda myrida og línu- rita. Bókin skiptist í 31 kafla auk heimilda-, mynda- og nafnaskráa og er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. _ Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Ritnefnd og höfundur með bókina. Talið frá vinstri: Lárus Ægir Guðmundsson, Bjarni Guðmarsson, Elínborg Jónsdóttir og Ingiberg- ur Guðmundsson. Fjöldi manns var við vígsluat- höfnina í nýja íþróttahúsinu. A innfelldu myndinni er nýja íþróttahúsið í Bessastaðahrepp. Bessastaðahreppur: NÝTT íþróttahús var tekið í notkun í Bessastaðahreppi og fór vígsluhátíðin fram 10. des- ember síðastliðinn. íþróttahúsið er 2.100 fermetrar að stærð og hófúst frarnkvæmdir við það árið 1986. Unnið var að framkvæmdum fram á útmánuði 1988 er sundlaug skólans var tekin í notkun jtii sund- kennslu. Sundlaugin, sem er 16 sinnum átta metrar að stærð, var skömmu síðar opnuð fyrir almenn- ing. Kostnaður við húsið sjálft er um 80 milljónir króna en fram- kvæmdin öll ásamt sundlaug. verð- ur um það bil 120 milljónir. Byggðaverk hf. sá um þessar framkvæmdir. Sigurður Valur Ásbjarnarson (t.v.), sveitarstjóri Bessastaða- hrepps, tekur við lykli úr hendi Valdimars Oskarssonar, fram- kvæmdastjóra Byggðaverks hf. Nýtt íþróttahús vígt Vel heppnuð nýsmíði á Siglufirði: 1 Löndunar- kranar fyiir minni báta Si^iufirði. Á vélaverkstæði Jóns og Erl- ings hér á Siglufirði er jafnhliða alhliða viðgerðarþjónustu unnið að ýmiss konar framleiðslu og sérsmíði. Fyrir u.þ.b. 4 árum þróaði fyrirtækið upp sérstaka löndunarkrana fyrir minni báta. Jón Dýrfjörð framkvæmda- stjóri fyrirtækisins sagði, að við- tökur við smíði þessari hafi verið mjög góðar og að yfir tuttugu kranar hefðu selst nú þegar. Hjá verkstæðinu starfa nú um 15 manns og meðal þeirra verk- efna sem fyrirtækið vinnur nú að er smíði stálgrindarhúss fyrir fisk- verkun o.fl. starfsemi hér á Siglu- firði. Jón sagði ennfremur að þó_ Burðarþol krananna profað á smíðastað. fyrirtækið fyndi vissulega fyrir þeim samdrætti sem nú væri í veiðum og vinnslu hefði það ekki teljandi áhrif á stöðu þess þar sem þeir hefðu þegar á síðasta ári haf- ið aðlögun að breyttum aðstæðum og rekstur fyrirtækisins væri í jafnvægi nú. Annað hefti íslenskra dægurlaga komið út FÉLAG tónskálda og textahöf- unda hefúr sent frá sér nýtt hefti af íslenskum dægurlögum. Útgáfan í ár er all frábrugðin fyrri útgáfu. Nú eru lögin útsett fyrir hljómborð, auk þess sem laglínan er skrifuð og bókstafa- hljómar. Magnús Kjartansson út- setti lögin, sem flest áttu vinsæld- um að fagna á síðasta ári. Meðal þeirra sem efni eiga í bókinni eru Bubbi Morthens, Valgeir Guðjóns- son, Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson, Geirmundur Val- týsson, Sverrir Stormsker, Síðan skeinsól og Magnús Kjartansson. I bókinni eru alls 25 lög og textar og er hún 90 blaðsíður. ' Skífan hf. sér um dreifingu á 25 íslenskum dægurlögum. Heildsöluútscala, Sundaborg 1 Gler og gjcafcavörur. Opió laugardag 1-6, mánudag, þriójudag og mióvikudag 12-6. Akta. i -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.