Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 63

Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 63
við ferðinni flugleiðis áfram til Kairó, þrátt fyrir hættu á báli og brandi. Þar sigldum við m.a. um ána Níl og sat Sigrún ferðaglöð á milli okkar sr. Franks í bátnum og hallaði sér ívíð meira að prestinum. Því sagði ég við hann, nú á þessum tímamótum, þá bæri honum að rita minningargrein um Sigrúnu fyrir hópinn okkar. Hann taldi mig mis- minna og kæmi í minn hlut að skrifa kveðjuorðin fyrir hópinn okkar. Og hh'ða ber fararstjóranum og prestinum góða. Skömmu eftir Nílar-siglinguna vorum við komin út í eyðimörkina að píramídunum við Gisa. Ógleymanlegt var þar logagyllt sólarlagið og síðan för lengra út í eyðimörkina að veitinga- tjaldi, þar sem kvöldverður beið okkar og sýning er minnti á sögurn- ar í Þúsund og einni nótt. Eyði- merkurbúarnir veittu þar fjallkon- unni okkar, Sigrúnu, mikla og verð- skuldaða athygli. í afturelding næsta dags lögðum við fljúgandi yfir Níl langt inn í landið til eyði- merkurbæjarins Luxor og upplifð- um þar stórkostlegar sýningar í gröfum Faróanna og í hinum tröll- auknu musterisrústum Karnak. Við karlmennirnir vorum bókstaflega að bráðna í ofsahitanum þarna. En á konunni í hinum efnismikla íslenska búningi virtist ekki sjá. Hún naut ríkulega alls þess er hún sá og heyrði þarna, og það var ekki lítið. Og enn héldum við ævin- týraförinni áfram fljúgandi frá Kairó til Amman í Jórdaníu og þaðan áfram akandi yfir Jórdandal- inn og Vesturbakkann inn í gamla hluta Jerúsalem, sem þá var enn á valdi Jórdana. I safninu er mynd af Sigrúnu á gangi við gömlu borgarmúrana, leidd af tveim háv- Ófeigur varð oft veikur á ævi sinni og annaðist Þóra systir hans hann á erfiðum stundum. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist hann á Rey- kjalundi við góða hjúkrun og umönnum. Eftir að Ófeigur flutti til Reykjavíkur stundaði hann bygg- ingavinnu en fljótlega^ hóf hann akstur bifreiða, fyrst hja Guðmundi Jónassyni, þá oft í óbyggðaferðum. Árið 1953 gerðist hann leigubifreið- astjóri á Hreyfli á eigin bíl; það vai1 hans starf meðan heilsa og kraftar leyfðu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. QESEMBER 1989 63 öxnum ferðafélögum sínum. Við gönguna um gamla borgarhlutann sáum við glöggt hvernig kraumaði í stríðstilburðunum. Götustrákar báru spjöld með myndum Nassers og Husseins konungs og hrópuðu ögrandi til okkar, líklega í þeirri trú að við værum Kanar. Okkur var ráðlagt að mynda ekki og láta lítið fyrir okkur fara. Svo rann upp hinn sögulegi 5. júní 1967. Hanarn- ir í Jerúsalem vöktu okkur eld- snemma með hinu margbreytileg- asta gali, sem í svefnrofum leiddi hugann að hanagali því er Pétur postuli heyrði forðum nóttina örlag- aríku í hallargarðinum. Og „eins og álmur gjalli“, 6 daga stríðið skall á þennan morgun og við vorum allt í einu komin í brennidepil heim- sviðburðar. í langferðabíl lögðum við á flótta frá Jerúsalem með við- komu í Betaníu til að fá þar á bensínstöð síðustu fáanlegu drop- ana á bíl okkar. í loftköstum var ekið áleiðis til flugvallarins í Amman, en með stuttu stánsi við Dauðahafið. Sundsprettur í því var á dagskrá okkar og af því máttum við ekki missa, hvað sem raulaði og tautaði, og fljóta eins og kork- tappar á hinu brimsalta vatni. Og úti í þessu salta vatni var Sigrún okkar sérstaklega mynduð milli okkar sr. Franks, hin hressasta og óttalaus á flóttanum frá borginni helgu. Eftir þennan salta sundsprett var áfram ekið í loftinu áleiðis til Amman-flugvallar, en er við nál- guðumst hann sáum við að herþotur Israels voru að leggja þar allt í rúst. Bíll okkar var stöðvaður rétt við völlinn og við stukkum út í skjól við steinvegg þar meðan ósköpin gengu yfir, líklega í einar 30 mín. Nokkur titringur var víst í flestum og það skynjaði presturinn og tók að lesa fyrir okkur 23. Davíðssálm, þar sem segir m.a.: „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú Drottinn ert hjá mér . ..“ Óg meðan á loftárás og lestri stóð tók Sigrún í Höfða fram pijóna sína og pijón- aði, rétt eins og á kvöldvöku stæði í baðstofu heima í sveitinni á ís- landi. Óttaleysi Davíðs og hugarró Sigrúnar höfðu sín góðu áhrif á hnípinn hóp, sem tók til við að syngja sönginn áðurnefnda: „Eng- inn þarf að óttast síður, en Guðs barna skarinn fríður ...“ Liðsfqr- ingi er framhjá gekk kallaði til okkar: Allha er guð. Og óvissu- biðdagana sex í Amman hélt Sigrún áfram að hafa róandi og góð áhrif á okkur landa sína. Hún var með Passíusálma Hallgríms í pilsvasan- um og þeir voru teknir fram á Ófeigur var mjög kappsfullur í starfi, afar vinsæll hjá vinnufélög- um sínum, mjög hjálpsamur, skap- góður og glettinn. Margir söknuðu hans þegar hann hvarf úr starfi. Ófeigur ólst upp í Vatnagarði í Landsveit. Æskustöðvarnar og Landsveitin áttu hug hans allan og óbyggðir Landmannaafréttar, þangað lá leiðin þegar hann tók sér frí frá vinnu. Þá var gaman að eiga hann sem ferðafélaga; þar upplifði hann æsku sína, þar sem hann hljóp á fjöll, hoppað var yfir ár og læki og hvergi hikað svo fáum hefði þýtt að etja kappi við hann. Ófeigur verður jarðsettur frá Skarðskirkju í dag þar sem bróðir og foreldrar hans hvíla. Við Guðbjörg sendum dóttur, systkinum og frændfólki samúðar- kveðjur. — Þórður Elíasson í dag verður til moldar borinn barnsfaðir minn og fyrrverandi sambýlismaður en ævarandi vinur Ófeigur Jónsson. Leiðir okkar lágu fyrst saman 1951, þá bundumst við heitum. Og tíminn leið í unaði og kærleika við hlið drenglynds dánumanns.^ Síðar bjó hann okkur heimili í Álfheimum 44 hér í Reykjavík og við hófum sambúð. En vegna heilsubrests lauk henni fyrr en við hefðum óskað, en sam- bandið hélst óbreylt. í byrjun sam- býlis fæddist okkur dóttirin Laufey og við vorum alsæl', sannkölluð kvöldstundum og úr þeim lesið okkur til hugarhægðar. Sigrún ávarpaði eitt kvöldið konurnar í hópnum sérstaklega og sagði: „Gleymið ekki íslenska búningnum, því ef hann týnist, þá týnist fleira." Hún tók þátt í morgunleikfimiæf- ingum okkar við laugina í hótel- garðinum og glettin kunni hún að segja mér gamlar sögur úr Eyja- firði, m.a. af föður mínum ungum í læri hjá trésmíðameistara og kirkj- usmið. Nemanum var fengin þjón- usta ein ung og fríð, sem sjá átti um fatnað hans, og honum leist allvel á. Eitt sinn varð henni það á að stoppa í sokkaplögg hans með ullarbandi af öðrum lit. Það varð sveinnirin ungi og vandvirki óhress með og varð þjónustunni afhuga, svo ekki varð meira þeirra á milli, sagði Sigrún. Það var líka eins gott, kvað ég við, því annars hefði ég ekki orðið ég og það hefði orðið þó nokkuð tjón fyrir land mitt og þjóð. Ja hérna, sagði Sigrún, og þótti víst nóg um yfirlæti smiðsson- arins. Með þessum hætti liðu þessir sex leifturstríðsdagar furðu fljótt og heil komumst við öll heim með 1—2ja daga viðkomu í Teheran í íran, þar sem keisari ríkti þá. Við Sigrún leiddumst út úr flugvélinni hér á Reykjavíkurflugvelli, en þar steyptust yfir okkur fréttamenn íjölmiðlanna. Minnisstætt er hvern- ig Sigrún bægði þeim með myndug- leik frá og bað þá bíða næsta dags með að spyrja frétta af ferðum okkar. Við sem vorum týnd værum nú fundin og það væri væntanlega meginmálið hér í heimahögum. Þessi sameiginlega lífsreynsla okk ar „stríðsfélaganna“ hefur leitt til ótal margra, góðra samverustunda okkar á ýmsum heimilum á liðnum rúmum 22 árum. Sigrún í Höfða hefur verið segullinn, þegar hún hefur verið nærri, hrókurinn alls fagnaðar. Og ekki hefur liðið sá afmælisdagur, að hún ekki léti heyra frá sér í símanum til að blessa yfir okkur og óska heilla og hamingju. Og við höfum hringt í hana á hennar degi, síðast 18. júlí sl. Er ég þá skynjaði að lífsfjör hennar var minna en áður, þá spurði ég: „Hvernig líður þér, Sigr- ún mín?“ Og hún svaraði: „Æ-i, þú veist að mér líður alltaf vel, Her- mann minn.“ Megi svo áfram verða um tíma og eilífð. Blessuð sé henn- ar góða minning. Það auðgaði og setti nýjan lit á lífið að hitta og kynnast Sigrúnu í Höfða og að fá að blanda geði við hana, bæði í stríði og friði. Hópurinn okkar/ hennar sendir ástvinahópnum henn- ar stóra innilegar samúðarkveðjur. Hermann Þorsteinsson hamingjubörn. Laufey lauk hér bæði mennta- og háskólanámi og hefur stundað nám við erlenda há- skóla bæði í Svíþjóð og Noregi og hefur ekki lokið því og er þess vegna búsett úti. Hún á eina dóttur sem hefur verið okkur, afa hennar og ömmu, mikill gleðigjafi. Ætlaði Laufey að senda hana hingað heim núna, þann ellefta þessa mánaðar, svo að hún gæti heimsótt afa sinn fyrir jólin þar sem hann gat ekki komið út til þeirra sökum veikinda og ætlaði ég svo að fara með henni til baka til að halda hátíðina úti með þeim. Ég fór til hans upp á Reykjalund og færði honum þessi gleðitíðindi en það má með sanni segja að mennirnir álykta en Guð ræður. Ófeigur var að vísu mikið veikur en að þetta yrði síðasta kveðjustund okkar óraði mig ekki fyrir. En sjöunda þessa mánaðar var hann kallaður heim til Guðs föður ljóss og lífs sem einn ræður okkar tíma hér á jörð. Ég er sjálf bundin við sjúkrarúm á Landspítal- anum og get ekki fylgt mínum kæra vini til grafar, en ég trúi því að síðar bak við hel sjáumst við aftur. Hugur minn er fullur af þakklæti til míns látna vinar fyrir öll liðnu árin og af bæn til Drottins um að hann launi honum alla umhyggjuna og tryggðina við mig og veiti honum náð og blessun í ljóssins landi. Blessuð sé minning hans. Bjarnveig Andrésdóttir Skárltjripoverzlun LAUGAVEGI 5 • SÍMI 13363 HUSGAGNASYNING sunnudagfrá kl. 14-16 Borðstofuhúsgögn Nýjar sendingar Mikið úrvai Teg. Scala. Svart og hvítt Teg. Garda. Dökk bæsuð eik Teg. Saphir. Beyki - svart Mjög hagstætt verð Hagstæðir greiðsluskilmálar. HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 54100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.