Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ I.AUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 L-200 er minnsta og fullkomnasta segulbandstækið frá OLYMPUS, og kemst það fyrir í brjóstvasa. Tækið hefur raddrofa, þriggja tíma upptöku, tvo hraða og margt fl. Notað t.d. af lögreglu, ráðherrum, læknum, blaðamönnum og skólafólki. Heiidsala - smásala Einnig fáanlegar ífríhöfninni Sendum ipóstkröfu Týsgata 1 • Pósthólf 1071 • 121 Reykjavík Símar 10450 & 20610- Kökusett fyrir sex manns 15 stykkfcr. 2.350.- 24KARATGULLHÚÐ 1 jf"111 - HambPPQ BÚSÁHÖLD & QJÁFAVÖRUR LAUGAVEGl 22 • » 12527 & 19301 Hafnarstræti 1 ■ S 12527 Kammersveit Seltjarnarness _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Kammersveit Seltjamarness og sönghópurinn Hljómeyki stóðu fyrir tónleikum í Seltjarnarnes- kirkju á miðvikudaginn og fluttu verk ^ftir J.S. Bach, Corelli, Handel og Mozart. Konsertmeist- ari var Hlíf Siguijónsdóttir en stjórnandi í verkum Handels og Mozarts var Sigursveinn K. Magnússon. Einsöngvarar voru Elísabet Eiríksdóttir, Sigríður Gröndal, Sigrún Gestsdóttir, Jó- hanna Þórhallsdóttir og Halldór Vilhelmsson. Tónleikarnir hófust á g-moll Jólakonsertinum eftir Corelli, sem er sá áttundi af tólf Conserti grossi, sem gefnir voru út í Amst- erdaní 1714, ári eftir dauða Co- rellis. Konsertar þessir nutu mik- illar hylli í Englandi allt fram á 19. öldina og voru þar í landi tekn- ir fram yfir sams konar verk eft- ir Handel. Tónmál Corellis er mjög einfalt og hljómbundið, þar sem mikið er leikið með stuttar hend- ingar sekvensa og afmörkuð nið- urlög en sjaldan þar að heyra við- amikla samskipan radda. Þetta er elskuleg og fallega hljómandi tónlist en af jólakonsertinum er síðasti kaflinn „hjarðljóðið" fræg- ast. Kammersveit Seltjarnarness iék verkið ágætlega. Seinna verk- ið sem kammersveitin flutti undir leiðsögn Hlífar Siguijónsdóttur konsertmeistara var þriðji Brand- enborgarkonsertinn eftir Bach. Margt var þar fallega gert og var þetta listaverk skýrlega flutt framan af, en í heild leikið beint af augum, án þess að nokkur stað- ar væri staldrað við tónhendingar, hvorki upphaf þeirra né endi og auk þess ekki gert mikið úr styrk- leikabreytingum eða öðru er varð- ar tónmótun. Líklegt er að ekki hafi gefist nægur tími til að æfa og vinna rækilega að mótun verksins. Eftir hlé var fluttur kórþáttur- inn Barn er oss fætt, úr Messias eftir Handel og tvö atriði úr Töfra- flautinni eftir Mozart, undir stjórn Sigursveins Magnússonar. Auk kammersveitarinnar tók söng- hópurinn Hljómeyki þátt í flutn- ingi verkanna. Fyrra atriðið úr Töfraflautunnni var þátturinn með drengjunum þremur og Pamínu. Hlutverk Pamínu söng Eiisabet Eiríksdóttir en drengina Sigríður Gröndal, Sigrún Gests- dóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir. Síðasta verkið var tónles og kór Heil sei euch, en tónlesið söng Halldór Vilhelmsson. Kórinn flutti sitt ágætlega og sömuleiðis ein- söngvararnir og hefði efnisskráin mátt vera meira í þeim anda, bæði úr Messías og Töfraflau- tunni. í lok tónleikanna sungu tónleikagestir sálminn Sjá himins opnast hlið og enduðu þessir ánægjulegu tónleikar á að allir tóku vel undir. Megrunarbók eftir Ás- geir Hannes Eiríksson Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Það er alit hægt vinur! Lögð á ráð um raunhæfa megrun. Höfundur er Asgeir Hannes Eiríksson. A bakhlið bókarinnar er bréf frá Ásgeiri Hannesi, þar sem segir m.a.: „Þú ert væntanlega með þessa bók á milli handanna vegna þess að þú vilt halda þyngdinni í skefjum eða þú þekkir einhvern sem á við þann sama vanda að stríða og vilt hjálpa honum. Þá ertu í réttum fé- lagsskap. I bókinni er lögð á ráð um hvernig koma má reglu á mata- ræðið. Takst á við sjúkdóminm hömlulaust ofát. Öðlast þannig eðli- lega líkamsþyngd og halda henni ævilangt. Lifa samt heilbrigðu lífi og ieyfa sér sama munað í mat og drykk og aðrir. Sjálfur tók ég mig til 1983 og sagði skilið við allar mínar gömlu hugmyndir um mat og mataræði. Tók upp nýjan sið og ég hef haldið honum síðan þrátt fyrir hrösun öðru hveiju. Þessi bók er byggð á þeirri reynslu og bætt við hana efni úr ýmsum áttúm.“ Bókin Það er allt hægt vinur er 196 blaðsíður að stærð. Prent- smiðjuvinnu annaðist Steinholt hf. og bókin var bundin í Félagsbók- bandinu-Bókfelli hf. Ásgeir Hannes Eiríksson VERKAMANNABÚSTAÐIR SUÐURLANDS8RAUT 30, REYKJAVÍK SÍMI 681240 í REYKJAVÍK Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 90 tveggja til fjögurra herbergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 50 eldri íbúðir, sem koma til endursölu fyrri hluta árs 1991. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 81/1988. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.b., Suðurlandsbraut 30, frá mánudeginum 18. des. 1989, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 15. jan. 1990. STJÓRN VERKAMANNABÚSTADA í REYKJAVÍK ITOLSK LEÐURSOFASETT Ekta nautshúð í nokkrum gerðum á frábœru kynningarverði. Einnig nokkrar gerðir afsófaborðum. Itölsk borðstofusett Leðurklœddir stólar Frábært verð Opið laugardag frá kl. 10-22 og sunnudag frá kl. 10-18 HÚSGÖGN Helluhrauni 10, Hafnarfirði, sími 65-1234. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.