Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 52

Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 KaffivéKm Verð/m2.2oU Nuddtceki. Verð frá 2.775 Brauörist. Verð frá 2.997* Hárblásari, 1200 w. Verð frá 1.159* J ' 'Ci / s / RÖNNING Vöfflujám. Verð frá 4.390* ' Miðað við staðgreiðslu. Við erum ekki bara hagstœðir... KRINGLAN ...við erum betri S: 68 58 68 Fjöldi brenna og flugeldasala enn ekki ljós ENN ER ekki ljóst hve margar brennur verða í Reykjavík um áramótin en frestur fyrir ábyrgðamenn til að sækja um leyfi fyrir brennum rennur út næstkomandi miðvikudag, 20 desember, að sögn Ómars Smára Armannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns. Ómar Smári sagði að lögreglan, í samráði við eídvarnareftirlit og Reykjavíkurborg, veitti leyfi fyrir brennu ef ráðvandur maður undir- gengist það skilyrði að vera við- staddur meðan logaði í brennunni og þar til öll hætta væri liðin hjá. Hann sagði að nokkrar umsóknir hefðu borist til lögreglustöðva en þar liggja eyðublöð frammi. Lögreglan hefur ekki orðið vör við að íarið sé að safna í brennur og kvaðst Ómar ekki telja eðlilegt að slík söfnun hæfist fyrr en leyfi væri fengið. Þá mun ekki enn ljóst á hve mörgum stöðum flugeldar seldir fyrir áramótin. Þá er aðeins löglegt að selja dagana 27. desember til 6. janúar, á stöðum sem fengið hafa samþykki yfirvalda. Ómar Smári Ármannsson sagði að öll sala í húsum væri bönnuð og vildi hvetja fólk til að láta lögreglu vita yrði það vart við að menn gengju hús úr húsi og byðu flugelda til sölu. Lofta- plötur og lím Nýkomin sending | Nýkomin sending Þ.ÞORGRlMSSON &C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Morgunblaðið/Ámi Helgason Kristín Björnsdóttir tekur fyrstu skóflustungu að íbúðum aldr- aðra. Sturla Böðvarsson bæjar- sljóri fylgist með. Stykkishólmur: Bygging á í- búðum aldr- aðra hafin Stykkishólmi. FYRSTA skóflustungan að íbúð- um aldraðra. sem verða sam- tengdar dvalarheimilinu, var tekin 1. dsember sl. Eining hf. í Stykkishólmi hefir verkið með liöndum. Kristín Björnsdóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, tók fyrstu skóflustunguna eftir að bæj- arstjórinn, Sturla Böðvarsson, hafði talað til mannfjöldans og lýst því yfir hvað stæði til. Síðan tók jarð- ýta til starfa undir stjórn Jónatans Sigtryggssonar. Öllum viðstöddum var boðið í Dvalarheimiiið upp á kaffisopa. Þar ávarpaði Róbert Jörgensen, forstjóri St. Fransisk- usspítalans, viðstadda og afhenti blómvönd frá systrunum og bað heimilinu og nýjum áfanga allrar blessunar. - Arni G VAKAÖ5 ___í uðrún Ásmundsdóttir leikkona er íslending- um að góðu kunn. í bókinni Ég og lífið gefur hún lesendum innsýn í margbrolið líf sitt þar sem skipst hafa á gleði og sorg, sigrar og ósigrar, trú og efi. Hún ræðir á opinskáan hátt um bernsku sína, ást, hjónabönd, störf og list. Líf Guðrúnar er hlaðið andstæðum og miðlar hún reynslu sinni af mikilli einlægni og næmni. Inga Huld Hákonardóttir hefur skrásett áhrifaríka og heillandi sögu Guðrúnar Ásmundsdóttur af miklu listfengi. Eg og lífið er einhver óvenjulegasta æviminningabók sem komið hefur út á íslandi. HELCAFEL ISlÐUMÚLA 29 SlMI 6-88-300 iiiláiiiliiiiiiíiiiflliiífiiiiliiliitliiíilil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.