Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 76
FLORIDA m einmitt núna Minkaskinn lækkuðu _enn í verði MINKASKINN lækkuðu í verði um 1-8% eftir tegundum lrá því í september á uppboði sem lauk í Kaupmannahöfn í gær. Var þetta fyrsta uppboðið á nýju sölu- tímabili, þar sem seld er fram- leiðsla ársins 1989, en tímabilið stendur fram í september á næsta ári. Verð á minkaskinnum lækkaði að meðaltali um 4% í dollurum mið- að við septemberuppboðið, og seld- ust um 46% af skinnum á upp- boðinu. Scanbrown-læðuskinn lækkuðu mest í verði, eða um 8%. „Meðalverð var 1.184 kr og seldust aðeins 33% skinnanna. Verð á scan- black-læðuskinnum lækkaði um 7% og var meðalverðið 1.046 kr., en 32% skinnanna seldust. Minnst varð verðiækkunin á pastelskinnum, eða um 1%, og seldust um 45% skinn- anna, en meðalverðið var um 1.110 kr. Að sögn Jóns R. Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands ísienskra loðdýraræktenda, endur- sneglar salan á þessu uppboði stöð- *%na á loðskinnamörkuðunum í dag. „Fyrsta uppboðið á sölutímanum endurspeglar oft mikla óvissu hjá kaupendum þegar markaðurinn er jafn órólegur og hann hefur verið undanfarið, og er þetta því kannski lakari útkoma en þyrfti að vera. Nokkur verðlækkun í dollurum og lágt söluhlutfall mun því væntan- lega flýta fyrir samdrætti í fram- leiðslunni erlendis, þannig að jafn- vægi milli framboðs og eftirspurnar komist fyrr á en ella.“ Rörasprengja "við Flensborg RÖRASPRENGJA var sprengd við Flensborgarskóla í Hafnar- fírði I fyrrakvöld. Hún olli nokkr- um skemmdum en ekki er vitað til að nokkurn hafi sakað. Sprengjan var fest við hurð sem skemmdist mikið við sprenginguna. Einnig brotnuðu rúður. Ekki er vit- að hveijir voru að verki. U)AGAR TIL JÓLA LESLAMPINN kl. 14:00 hringiða 'ónlistarlífsins Qútvarpið RÁS 10 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Morgunblaðið/Bjarni Hildur litla, sem verður tveggja ára á mánudaginn, var örugg í fangi föður síns, Stefáns Andréssonar, í gærkvöldi. Móðirin, Guð laug Valgeirsdóttir og stóri bróðir, Stefán Baldvin, voru að vonum ánægð líka með málalok. Stal bifreið og ók á brott með tveggja ára barn í aftursætinu „ÞETTA var hræðileg reynsla og vonandi öðrum víti til vamaðar. Þegar við sáum að bíllinn var horfínn endurtókum við Stefán hvort við annað að þetta gæti ekki verið satt. Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum,“ sagði Guðlaug Valgeirsdóttir. Þjófur tók bif- reið þeirra hjóna traustataki á meðan þau brugðu sér inn í verslun við Skipholt um klukkan 18.30 í gær, án þess að skeyta um, eða átta sig á, að tveggja ára barn sat í bílstól í aftursætinu. Bifreiðin fannst nokkm síðar við Eiðistorg á Seltjamarnesi. Þjófurinn var á bak og burt, en barnið var heilt á húfi. „Við hjónin höfðum verið að kaupa í matinn og ætluðum að líta inn í verslun við Skipholt í heim- leiðinni," sagði Guðlaug. „Við skildum bílinn eftir í gangi, en Hildur litla, sem er rétt tæplega tveggja ára, sat vakandi í bílstól í aftursætinu. Við vorum aðeins andartak inni, en auðvitað gerist svona lagað alltaf á örskammri stundu. Þegar við komum út aftur var bíllinn horfinn. Við endurtók- um það hvort við annað, en neituð- um að trúa okkar eigin augum. Stefán gekk hringinn í kringum húsið, en svo fórum við aftur inn í verslunina og hringdum til lög- reglunnar. Nokkrum mínútum síðar fannst billinn svo við Eiðis- torg.“ Kona, sem var inni í verslun- inni, taldi sig hafa séð mann við stýrið þegarhún gekk inn í versl- unina skammri stundu áður. Eig- endur og viðskiptavinir verslunar- innar hófu strax leit í næstu göt- um, en sáu bifreiðina hvergi. Lög- reglunni í Reykjavík var tilkynnt um hvarfið klukkan 18.28. Stuttu síðar, eða 18.31, tilkynnti lögregl- an að bifreiðin hefði fundist við verslanamiðstöðina á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og væri barnið heilt á húfi, sofandi í bílstólnum. Maður nokkur hafði haft samband við lögregluna, þar sem þjófurinn hafði ekið bifreiðinni inn á bíla- stæði, stöðvað, stokkið út og hlaupið á brott. Fannst manninum háttalag hans allt hið einkennileg- asta. „Þegar ég kom vestur á Nes og hitti Hildi litlu aftur spurði ég hana hvort hún hefði verið að keyra. Þá svaraði hún: „Já, mann- inn keyra,“ svo hún hefur verið vakandi þegar maðurinn settist inn í bílinn, en sofnað á leiðinni. Lög- reglan sagði mér að það væru mörg vitni að því að maðurinn hefði ekið eins og fantur og það væri einstakt lán að ekkert hefði komið fyrir. Það var líka greinilegt að eitthvað hafði gengið á, þVí inni- hald í þremur innkaupapokum aft- ur í bílnum hafði kastast út um alit. Maðurinn stal hins vegar engu úr bílnum og lét til dæmis seðla- veski mitt ósnert,“ sagði Guðlaug. Þjófurinn hefur ekki fundist. Reglugerð í smíðum um mat á vistunarþörf aldraðra: Dæmi um að aldrað fólk sé vistað fjarri heimahögum STARFSHÓPUR á vegum heilbrigðisráðuneytisins vinnur nú að reglu- gerð um samræmt mat á vistunarþörf aldraðs fólks sem sækir um að komast inn á dvalarheimili landsins. Reglugerðin er unnin í tengsium við fyrirhugaða stjórnlagabreytingu á málefnum aldraðra. Nokkuð hefiir verið um að aldraðir sjúklingar hafi verið sendir á sjúkrahús úti á landi vegna þess að hjúkrunardeildir dvalarheimilanna hafa ekki getað sinnt öllum þeim sjúklingum sem á hjúkrun þurfa að halda. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn sendi frá sér lokaskýrslu í síðasta lagi milli jóla og nýárs. Dögg Páls- dóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, sem sæti á í starfshópnum, segir að í reglugerðinni felist nánari útlistun á því hvemig vistunarmat verði framkvæmt. Taldi hún eðlilegt að ríkið hefði eitthvað um þessi mál að segja þar sem það greiddi dag- gjöld með vistmönnum á elliheimil- um, hvort sem um væri að ræða ríkisreknar stofnanir. eða sjálfseign- arstofnanir. Fram til þessa hafa dvalarheimilin sjálf metið vistunarþörf hvers ein- staklings en í reglugerðardrögunum er gert ráð fyrir að komið verði á laggimar samræmingamefnd sem skipuð verði fulltrúum úr heilbrigðis- og félagsmálageiranum auk fulltrúa frá viðkomandi sveitarfélögum. Árni Tómas Ragnarsson, yfir- læknir á Elliheimilinu Gmnd, óttast að með reglugerðinni verði sjálfs- eignarstofnanir sviptar því sjálfræði sem þær hafa haft við mat á vistun- arþörf. Auk þess að meta líkamlegt ástand og félagslegar kringumstæð- ur umsækjenda hafi á Elliheimilinu Grund verið tekið tillit til ýmissa mannlegra þátta sem hætta væri á að færi forgörðum með hinu nýja skipulagi. Ekki hefur verið haft sam- ráð við forsvarsmenn einkarekinna dvalarheimila varðandi reglugerð- ina. Rafn Sigurðsson, forstjóri Hrafn- istu í Reykjavík, sagðist fagna þeim hugmyndum sem koma fram í reglu- gerðardrögunum. „Þetta verður að fara fram í fullri samvinnu þessara aðila. Það er ljóst að þeir geta ekki tekið af okkur ráðstöfunarrétt yfir lausum plássum hér en það er tíma- bært að koma nýju skipulagi á vist- unarmat," sagði Rafn. Árni Tómas segir að í neyðartil- vikum hefði orðið að senda aldraða langlegusjúklinga af spítölum í Reykjavík á sjúkrahús úti á landi, til að mynda til Vestmannaeyja og Stykkishólms. Hann sagði að hjúkr- unardeildin á Grund væri aðeins í mönnum sem fyrir væru á elliheimil- inu. Rafni var kunnugt um að aldrað fólk frá Reykjavík hefði verið flutt á sjúkrahús í Stykkishólmi og Pat- reksfirði og sagði hann að hér væru á ferðinni nútíma hreppaflutningar. Árni Tómas sagði að kostnaðar- þátttaka ríkisins við byggingar sjúkrahúsa á landsbyggðinni hefði í mörgum tilfellum leitt til þess að of stórar sjúkrastofnanir hefðu risið víðs vegar um landið. Rekstrarkostn- aður þeirra væri hár þar sem sjúkra- deildirnar væru ekki nýttar til fulls. Það hefði því verið þrautalending hjá sjúkrahúsyfirvöldum í Reykjavík, þar sem þannig hagar til að starfsemi hefur dregist saman vegna aðhaldsaðgerða, að senda aldraða sjúklinga til vistunar á stakk búin til að sinna-þeim vist- sjúkrahúsum á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.