Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 12
81
12
ggtif 5iaaM;>iayci .ar íjuDAaíiAOtiAj oi«a iíívtkihom
:' MÖRGUNBLAÐIÐ ' LAUGSRDAGUR JBt DESEMBER' 1989'
Vond vinnubrögð
Ég get alveg sagt það strax:
NEI! LANGBEST
AÐ SEGJA EKKI ORÐ!
Einhver gæti verið í felum
bakvið norðurljósin
Einhver gæti legið á hleri
í glóandi kyndiklefanum
Einhver gæti hlustað
gæti skrifað alit niður...
Til dæmis ég
Þetta ljóð kallast á við ljóði sem
heitir „Talað upp úr svefni“ (bls.
34) og þá kemur í ljós að það er
einmitt af umhyggju fyrir lesand-
anum sem ísak Harðarson festir
þetta á blað.
Þegar mig dreymdi þetta ljóð
var ég ekki bara með sjálfum mér
Lík'a þér
Það sem eftir er af þessum „rit-
dómi“ Inga Boga Bogasonar (að
niðurlaginu undanskildu) er sam-
ansafn órökstuddra fullyrðinga og
eru sumar þeirra æði vafasamar!
Til að mynda sú fyrsta í þessum
hluta „ritdómsins":
„í þessari bók er ekki lagt mik-
ið upp úr ljóðforminu, sefjunar-
mátturinn felst fyrst og fremst í
hugmyndunum. Það gerir svo aft-
ur kröfu til vandaðrar úrvinnslu,
góðrar skilvísi sem því miður er
ekki nógu áberandi.“
Þessu fylgja engin dæmi frekar
en öðrum staðhæfingum af sama
toga. En hvað gæti maðurinn átt
við í þessu tilviki?
Síðasta smölun fyrir jól verður sunnudaginn 17.
desember. Bílar verða í;
Dalsminni frá kl. 10.30-11.30, Arnarholti frá kl.
12.00-13.30 og í Saltvík frá kl. 14.00-15.00.
Þeir félagsmenn sem vilja fá hrossin flutt frá Ragn-
heiðarstöðum vinsamlegast hafið samband við
skrifstofuna við fyrsta tækifæri.
Hestamannafélagið Fákur.
Nokkrar athugasemdir við „ritdóm“
Sófasett - tiomsófar
Hornsófa er hægt aó fó í
þeim stærðum sem best hentar.
Einnig mikið úrval sófasetta
í leðri, leðurlux og óklæði.
Greiðslukjör við allra hæfi.
G.B. húsgögn,
Bíldshöfða 8, símar 686675 og 674080.
eftir Kristján
Kristjánsson
Þann sjöunda desember síðast-
liðinn birtust í Morgunblaðinu
skrif Inga Boga Bogasonar um
nýjustu ljóðabók ísaks Harðarson-
ar, „Síðustu hugmyndir fiska um
líf á þurru“. Ekki væri ástæða til
að rifja upp svo hversdagslegan
atburð, sem vafasamur ritdómur
um ljóðabók er öllu jafnan, ef í
þetta sinn hefði ekki verið kastað
svo til höndunum að seint verður
viðj'afnað.
í umræddum „ritdómi" gerist
Ingi Bogi Bogason sekur um flest
þau mistök sem gagnrýnanda með
einhvern snefil af sjálfsvirðingu
tekst oftast að forðast. Það er
engu líkara en Ingi Bogi Bogason
ani blindandi út í næstum alla þá
forrarpytti sem geta orðið á vegi
þeiiTa sem fjalla um bækur á
síðum dagblaða.
Það má ljóst vera að Inga Boga
Bogasyni fannst bók ísaks Harð-
arsonar ekki góð — og ekki ætlun-
in að fetta fingur út í skoðanir sem
hvetjum manni er frjálst að hafa
— heldur ætlar undirritaður að
gera nokkrar athugasemdir við þá
aðferð sem Ingi Bogi Bogason
beitir við að koma skoðun sinni á
framfæri. Hvort bók ísaks Harðar-
sonar er vond eða góð breytir engu
um þá staðreynd að þetta er vond-
ur „ritdómur“. Og til að ég geri
mig ekki sekan um sams konar
vinnubrögð og Ingi Bogi Bogason
þá ætla ég styðja þá skoðun mína
með nokkrum rökum:
Ég tel það vera samdóma álit
þeirra sem fást við vandaða bók-
menntagagnrýni að það sé lág-
markskrafa að stunda hlutlæg
vinnubrögð, og skiptir þá engu
hvort um er að ræða jákvæða eða
neikvæða niðurstöðu. En það sem
Ingi Bogi Bogason gerir er að
hrúga saman staðhæfingum án
þess að reyna á nokkurn hátt að
styðja mál sitt með dæmum. Þó
er Inga Boga Bogasyni ekki alls
varnað því í upphafi „ritdómsins“
skrifar hann að „Hún (ljóðabókin)
er tilraun til að búa til heillegt
verk þar sem flest ljóðin eiga sam-
eiginlegan kjarna í myndmálinu.
Nánast er um einn risastóran
myndlið að ræða sem gengur
gegnum flest ljóðin í mismunandi
tilbrigðum: haf, fiskar og net.
Mannlífi er líkt við líf í hafinu.“
Þessu til staðfestingar kemur
hann með lýsandi dæmi úr ljóði
sem heitir „Grunnfiskastef" (bls.
33).
Og þar með lýkur fræðilegum
vinnubrögðum.
Því næst nefnir Ingi Bogi Boga-
son til eitthvað sem hann vill kalla
stílbragð hjá ísaki: „ ... að koma
aftan að lesandanum í ljóðum
sínum.. .“ (Tilgreinir ljóðið „tap-
ast hefur svartur páfagaukur“ úr
Útganga um augað læst (1987).
Ég átta mig ekki á hvað Ingi
Bogi Bogason er að fara en mér
þykir ólíklegt að hann sé að væna
Isak um kjarkleysi eða óheiðar-
leika gagnvart lesendum ljóða
sinna. Síðan segir: „í þessu verki
er sama stílbragði beitt en slapp-
leiki yfir aðferðinni." Birtir Ingi
Bogi Bogason þijár síðustu línur
ljóðsins „Þagað upp úr svefni“
(bls. 12), og á það að vera þessu
til staðfestingar. En þar með slítur
hann þær úr samhengi við ljóðið
í heild. Síðasta lína ljóðsins virðist
mér alls ekki eiga að vera eins
„óvænt“ og Ingi Bogi Bogason á
líklega við þegar hann talar um
að „koma aftan að lesandanum".
Það sést þegar ljóðið er skoðað í
heilu lagi:
í Hugtök og heiti í bók-
menntafræði (1983) má finna
eftirfarandi hugleiðingu undir
yfirskriftinni „Fonn/inntak“:
„Um þessi hugtök og skilgrein-
ingu þeirra hefur lengi verið deilt
í bókmenntafræðum án þess að
nein endanleg niðurstaða hafi
fengist. Reynst hefur ókleift að
draga skörp skil milli forms og
inntaks í bókmenntaverkum, enda
þótt margar tilraunir hafi verið
gerðar.“ (bls. 92)
Ingi Bogi virðist hafa eitthvað
ákveðið í huga þegar hann talar
um að í ljóðabókinni sé „ekki lagt
mikið upp úr ljóðforminu“, en því
miður láist honum að nefna hvað,
og hvar, það er. Að tala um „góða
skilvísi“ (sem ég átta mig ekki á
hvað merkir í þessu samhengi?)
er auk þess bjagað mál.
Of langt mál yrði að rekja hér
það sem talið er einkenna ljóð-
formið öðru fremur en til gamans
langar mig að minnast á eitt at-
riði sem snýr að myndmáli: Það
sem Snorri Sturluson kallar ný-
gerfingar (í Háttatali) og átti við
það þegar heilsteypt og ónykrað
myndmál ber uppi kvæði: „Þá
þykja nýgerfingar vel kveðnar, ef
þat mál er upp er tekið haldi of
alla vísulengd.“ Það er freistandi
að máta þessa kenningu eins
fyrsta bókmenntafræðings íslend-
inga við eftirfarandi ljóð úr bók
ísaks Harðarsonar:
Þriðja eldisstöð frá sólu
Hér ræktar hann menn,
fóðrar þá kvölds og morgna
hlátri eða gráti
- allt eftir þörfum
hvers og eins
Fylgist með þeim busla
dafna eða djöflast; þarna
syndir einn lífinu lof
- þarna bölvar því annar
að hafa klakist út...
Þegar þeir verða ekki eldri
háfar hann þá á þurrt
og sleppir þeim lausum
á hnöttinn þar sem hann elur
englana
Umræddur „ritdómur" Inga
Boga Bogasonar hlýtur að dæmast
dauður og ómerkur — og bera
einungis höfundi sínum vitni. Þar
fyrir utan er svona fúsk beinlínis
móðgun við lesendur
Morgunblaðsins.
Höfundur er rhhöfundur.
Leiðrétting
Mistök urðu í grein Huldu
Bjarnadóttur í blaðinu í gær að staf-
ir féllu niður í setningu, sem gjör-
breyttu merkingu hennar.
Setningin átti að vera svohljóð-
andi:
„Það á ekki að eiga sér stað, að
dómsmálaráðhera geti í krafti em-
bættis síns látið afgreiða örlög fólks
á færibandi eftir eigin geðþótta,
eins og nú hefir átt sér stað, en
það er önnur saga.
Einnig víxluðust tvær síðustu
málsgreinarnar. Réttar eru þær
svona:
Verði ríkisstjórnin ekki við þess-
um tilmælum hefir hún gerst sam-
sek um gróft mannréttindabrot á
einum smæsta þegni þjóðfélagsins,
litlu saklausu barni, og hefir þar
með dæmt sig úr leik og getur
haldið jólin með Halldóri.
Að lokum skora ég á alla sem
láta sig mannréttindi einhverju
varða að skera upp herör til bjargar
litlu stúlkunni og krefjast þess að
hún fái að alast upp í föðurlandi
sínu, sem er heilagur réttur hennar.
Biðst Morgunblaðið velvirðingar
á þessum mistökum.