Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 40
b v Stóru síldina vantar fyrir Japansmarkað Þrjú frystiskip með 300 til 650 tonn hvert SÍLDARFRYSTING hefur ekki gengið eins vel nú og á siðasta ári, einkum hvað varðar frystingn stórsíldar á Japansmarkað. Stóra síldin hefiir lítið sézt inni á fjörð- unum eins og á síðustu vertíð og er frysting fyrir Japan lítil. í fyrra keyptu Japanir héðan um 5.600 tonn, en í ár eru horfur á að fram- leiðslan fyrir þá verði meira en helmingi minni. Frysting miilisíld- ar hefur hins vegar gengið vel. Þrjú skip frysta um borð og hefúr þeim gengið vel miðað við aðstæð- ur. Teitur Gylfason hjá Sjávarafurða- deild Sambandsins segir að vertíðin hafi fari illa af stað. Stóru síldina hafi vantað og mest verið um millisíld. Flökun og frysting á þeirri síld hafi hins vegar gengið vel. Hann sagði fiystingu hjá aðilum tengdum deildinni nú nema um 2.900 tonnum, en eitthvað af því væri frá því í jan- úar. Á sama tíma í fyrra hefði fryst- ing þessara aðila numið 3.000 tonn- um. Nú væri meiri framleiðsla af flökum, en mun minna af stóru síldinni. Þó hefðu verið unnin ein 800 tonn fyrir Japani og yrðu það líklega um 1.000 í allt. Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hafa alls verið fryst um 6.009 tonn, mjög lítið fyrir Japani. í fyrra GENGISSKRÁNING Nr. 241 15. daumbsr 1089 Kr. Kr. Ton- Eln. Kl. 08.15 Kaup Sala Gangl Dollari 61.79000 61.95000 62,82000 Sterlp. 98.99100 99.28300 98,12800 Kan. dollari 53.14600 53.28300 53.84200 Dönsk kr. 9.16430 9.18800 9.00970 Norsk kr. 9.23070 9.25460 9.17080 Sænsk kr. 9.84390 9.86940 9.80180 Fi. mark 15,05240 15.09140 14.86860 Fr. Iranki 10.40720 10.43410 10.24630 Belg. franki 1.69100 1.69540 1.66590 Sv. franki 39.71080 39.81360 39.05380 Holl. gyllim 31.50860 31.59020 31.00610 V-þ. mark 35.56570 35,65780 34.97190 ít. líra 0,04777 0.04790 0.04740 Austurr. sch. 5,05670 5.06980 4.96700 Port. escudo 0.40580 0,40690 0.40110 Sp. peseti 0,54910 0,55050 0.54450 Jap. yen 0.42935 0,43046 0.43696 (rskt pund 93.93000 94,17300 92.29200 SDR (Sérst.) 80,46790 80.67620 80.63320 ECU, evr.m. 72,25100 72.43810 71.16560 Tollgengi (ynr desember er sölugengi 28. nóvember. Sjáltvirkur slmsvari gengisskránmgar er 62 32 70. voru fryst á vegum SH 9.200 tonn, þar af 3.600 fyrir Japani. Sveinn Guðmundsson, sölustjóri síldardeild- ar, segir að sé Japansmarkaðurinn skilinn fra, sé um ágætis meðal- vertíð að ræða. Stóru síldina hafi vantað, en hugsanlega kaupi Japan- ir í staðinn eitthvað af smærri síld. Frystiskipunum, sem eru á síldinni, hefur vegnað vel. Togarinn Siglfirðingur hefur fryst yfir 300 tonn á vegum Sambandsins, en hann hefur bát til að veiða fyrir sig. Oddur Sæmundsson, skipstjóri á Stafnesi KE, og áhöfn hans, hafa lónað yfir stóru síldinni fyrir austan og fryst tæplega 600 tonn. Samið hefur verið beint við Japani um sölu á því, sem hæfir markaði þeirra. Annars fást 30 til 50 krónur fyrir hvert kíló. Oddur segir að þeir eigi nægan kvóta eftir og muni að loknu jólafrí halda áfram veiðum og fryst- ingu. Þeir frysti um 20 tonn á sólar- hring og fái þeir meira en það í kasti, sé einfalt að geyma síldina lifandi í nótinni og dæla um borð eftir þörfum. Með því móti náist mjög góð nýting á aflanum. „Þetta er þokkalegt, en fjarri því að stand- ast samanburð við vertíðina í fyrra, þá var stórsíld um allt," segir Oddur. Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Jóni Finnssyni, segir að þeir hafi þegar landað 520 til 530 tonnum og um borð séu um 130 tonn. Jón Finnsson er eina loðnuskipið, sem hefur leyfi til síldveiða nú. Á síðasta ári gafst loðnuskipunum kostur á þessum veiðum og var útgerð Jóns Finnssonar sú eina, sem nýtti sér það tækifæri. Á þeim grunni hefur skipið fengið leyfi áfram. Guðlaugur segir að það sé nánast ekkert af stóru síldinni inni á fjörðum, en þrátt fyrir það hafi stór hluti framleiðsl- unnar náðst inn á Japansmarkaðinn. Hins vegar fari langur tími í veiðarn- ar, þegar áherzlan sé lögð á stærstu síldina. Afkastagetan um borð er um 25 tonn á sólarhring, en Seifur hf. annast sölu síldarinnar. Ný vallar- vegabréf FLJÓTLEGA verða ný vegabréf tekin í notkun á Keflavíkurflug- velli. Hér er um að ræða vegar- bréf fyrir íslendinga, sem starfa á flugvellinum. Mörg lokuð svæði eru á vellinum. Eftir að nýju vegabréfin verða tek- in í notkun fá starfsmennimir vega- bréf í ýmsum litum, sem sýna inn á hvaða svæði þeir starfa. Þeir fá ekki aðgang að öðrum starfsvett- vangi. Þetta fyrirkomuleg hefur lengi verið í vinnslu, eða síðan að Flug- stöð Leifs Eiríkssonar var tekin í notkun. Jólasveinar í miðbænum SAMTÖKIN Gamli miðbærinn gangast fyrir ýmsum uppákomum í dag, laugardag, til að auka á jólastemmninguna í miðbænum. Jólasveinar verða á ferð í mið- bænum, kl. 13 fara nokkrir sveinar frá Hlemmi og niður Laugaveg. Kl. 14 fer jólasveinn á fjórhjóli niður Laugaveginn og dreif ir hann pökk- um til barnanna en hann verður með fulla kerru af pökkum í eftir- dragi. Kl. 16 fará svo nokkrir jóla- sveinar frá Hlemmi og niður í mið- bæ. Þeir verða einnig á ferðinni með miðbæjarstrætó. Tveir strætisvagnar ganga um miðbæinn í dag og verður fh'tt í þá. Þeir aka frá Hlemmi, niður Laugaveg, Lækjartorg, upp Skúla- götu og aftur inn á Hlemm. Mið- bæjarstrætisvagninn stoppar við stóru bílastæðin við Skúlagötu. SAMSTÆÐAN VERÐ: 58.380 stgr. ÁN GEISLASPILARA VERÐ: 41.080 stgr. • 16 aögerða þráðlaus fjar- stýring • Magnari: 2x60W með 5 banda tónjafnara • Útvarp: FM/AM/LW, 24 stöðva minni og sjálfvirkur stöðvaleitari • Segulband: tvöfalt með hraðupptöku, Dolby B og samtengdri spilun • Plötuspilari: reimdrifinn, hálfsjálfvirkur • Geislaspilari: með tvö- faldri „digital/analog“ yfir- færslu, 16 minni, lagaleit ofl. • Hátalarar: 70W þrískiptir Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780 Aðalhurðir Noratlas-vélarinnar eru aftast á búknum og opnast út til beggja hliða og auðvelda þannig hleðslu og afhleðslu. Með í ferðinni var einshreyfils flugvél af gerðinni Dornier Do.27, en sú tegund hentar afar vel í flugbrautaleysi frumskóga Amazon- svæðisins. Gömul flugvél í nyju hlutverki GÖMUL frönsk herflutningaflugvél af gerðinni Nord 2501 Noratl- as, sem átti leið um Reylgavíkurflugvöll nýlega, vakti athygli manna, sökum sérstaks byggingarlags, en ferðalag hennar er ekki síður forvitnilegt. Flugvél þessi var á leiðinni frá Frakklandi til nýrra heimkynna i Ekvador í Suður-Ameríku. Að sögn Bernds Wiesners flugstjóra vélarinnar verður vélin notuð til að flytja rör og annað byggingar- efni fýrir gasleiðslu sem verið er að leggja frá auðlindum i frum- skógum Amazon-svæðisins í Ekvador. Alls voru smíðaðar yfir 400 flugvélar af gerðinni Noratlas í Frakklandi og í Vestur-Þýskalandi á árunum 1949-1964. Þessi flug- vélategund var lengi vel helsta herflutningavél franska flughers- ins og kom mikið við sögu í frels- isstríðinu í Alsír og í fleiri ný- lenduátökum Frakka. Á styttri leiðum gátu Noratlas-vélar flutt um 45 farþega eða hermenn eða um átta tonn af varningi. - PPJ Morgunblaðið/PPJ Noratlas-flugvélin heftir sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli áleið- is til Narassarssuaq á Grænlandi, næsti áfanginn í löngu ferða- lagi til Ekvador í Suður-Ameríku. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 15. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verðfkr.) Þorskur 77,00 59,00 72,51 19,196 1.391.818 Þorskur(ósf) 83,00 39,00 67,70 8,825 597.446 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,415 8.297 Ýsa 111,00 75,00 97,72 9,022 881.679 Ýsafósl.) 97,00 50,00 72,65 5,306 385.475 Ýsa(smá) 7,00 7,00 7,00 0,031 214 Karfi 36,50 30,00 35,89 62,616 2.247.294 Ufsi 34,00 15,00 29,26 0,477 13.957 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 1,664 49.905 Langa 39,00 30,00 33,86 4,266 144.452 Lúða 355,00 140,00 231,27 0,737 170.444 Keila(ósL) 12,00 9,00 10,01 3,957 39.594 Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,209 31.352 Samtals 50,51 118,304 5.975.974 Á mánudag verður ■ selt úr Lómi SH, Stakkavík ÁR og fleiri skipum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 89,00 51,00 58,69 22,279 1.307.628 Ýsa 97,00 46,00 75,79 20,464 1.550.894 Karfi 33,00 31,00 31,31 4,118 128.963 Ufsi 46,00 46,00 46,00 0,691 31.814 Steinbítur 65,00 35,00 41,34 2,139 88.429 Langa 37,00 20,00 28,16 4,609 129.812 Lúða 320,00 220,00 238,74 0,500 119.370 Keila 9,00 9,00 9,00 0,892 8.028 Undirmál 6,00 \ 6,00 6,00 2,319 13.914 Samtals 58,18 58,514 3.404.588 Selt var úr Gissuri ÁR og I línubátum. Á mánudag verður meöal annars | selt óákveðið magn af þorski, ýsu, karfs i og ufsa úr Viðey RE, Ásgeiri RE I og Jóni Vídalín AR FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf Þorskur 92,50 53,00 69,19 26,728 1.849.303 Undirmál 20,00 20,00 20,00 0,144 2.880 Ýsa 112,00 15,00 104,92 3,781 396.711 Ýsa(smá) 62,00 50,00 53,00 4,000 212.000 Karfi 30,00 20,00 28,41 0,441 12.530 Ufsi 30,00 15,00 21,22 0,906 19.226 Steinbítur 39,00 12,00 36,85 1,884 69.423 Langa 40,00 35,00 37,16 2,364 87.840 Lúða 300,00 130,00 243,33 0,009 2.190 Keila 19,50 10,00 15,57 4,800 74.712 Skata 106,00 106,00 106,00 0,335 35.510 Lýsa 5,00 5,00 5,00 0,050 250 Samtals 60,79 45,457 2.763.175 í dag, laugardag, verða meðal annars seld 15 tonn af þorski , 8 tonn af ýsu | og óákveðið magn af öðrum tegundum úr dagróðrabátum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.