Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 54

Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 Hrásalat með jólamatnum Líklega hefði mörgum þótt þetta und- arleg fyrirsögn fyrir nokkrum árum, en nú er öldin önnur. Við borðum hrásalat jafnt um jól sem aðra daga. Það fæst alltaf nóg af fersku grænmeti, og gæti jafnvel verið eitthvað af því í görðum okkar síðan í sumar, ef vel er að gáð. Tíðin hefur verið svo blíð. í gær sótti ég mér bæði blaðsalat, steinselju og grænkál út í garð. Salatið var komið með nokkur ný blöð, en það verður rammt af að frjósa. Bragðið af þessu salati var mjög gott. Hvað er á seyði — heitara í desember en í júlí hér sunnan- lands. Það vantar ekkert nema sólina og svo auðvitað dagsbirtuna, en þokutíð undanfarið hefur valdið því að ekki birti einu sinni um hádaginn. Margir þægju efalaust örlitla snjó- föl svona til að finna jólastemmninguna. En hvað eigum við að hafa í jólasalötin? Af mörgu er að taka. Gott er að búa til lög (dreSsing) og geyma í litlum flöskum í kæliskápnum. Þessum legi er síðan hægt að hella yfir salatið, sem við sneið- um niður rétt fyrir notkun. Við skulum ekki kaupa tilbúið salat til að geyma til jóla, það verður bæði vítamínlaust og bragðvont af að geymast. Sýrðan ijóma er gott að eiga, og þeir sem ekki vilja eða ekki mega borða tjóma, geta síað súrmjólk í kaffi- pappírspoka, hrært hana síðan örlítið út með mjólk og notað í salatið. Salatsósaí 1\ dl matarolía safi úr stórri sítrónu skvetta úr tabaskósósuflöskunni salt milli fingurgómanna ögn af mörðum hvítlauk »1. Kreistið safann úr sítrón- unni, setjið í hristiglas ásamt matarolíu, tabaskósósu og salti. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 2. Meijið ögn af hvítlauk og setjið saman við. 3. Hristið saman. Setjið í smáflösku og geymið í kæliskáp. Salatsósa II 2 dl tómatsafi (juice) safi úr 'h sítrónu 1 shallottlaukur eða annar lítill laukur 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. Worchesterhiresósa skvetta úr tabaskósósuflöskunni nýmalaður pipar 1. Afhýðið laukinn og hvítlaukinn og skerið smátt. 2. Setjið tómatsafa og sítrónusafa í hristiglas ásamt Worchesterhiresósu, tabaskós- ósu og pipar. Hristið vel saman. 3. Setjið hvítlauk og shallott- lauk saman við. Látið standa í 2-3 klst. eða lengur fyrir notkun. Athugið: Þetta geymist í 5-7 daga í kæliskáp. Hrásalat með giirku og kínakáli meðalstór kínakálshaus lítil gúrka væn grein fersk steinselja safi úr sítrónu 2 tsk. hunang 2-3 msk. matarolía - 2 skvettur úr tabaskósósu- flöskunni salt milli fingurgómanna 1. Kreistið safann úr sítrón- unni, setjið í hristiglas ásamt hunangi, matarolíu, tabaskósósu og salti. Hristið saman. 2. Þvoið kálið, skerið þvert í þunnar ræmur, notið ekki það neðsta af hausnum. (Það er hægt að sjóða með í annað.) Setjið kál í skál, 3. Afhýðið gúrkuna, skerið síðan í örþunnar sneiðar með ostaskera. Setjið með kálinu í skálina. 4. Klippið steinseljuna og setj- ið með grænmetinu. Notið ekki leggina af steinseljunni. 5. Hellið leginum yfir og blandið saman með tveimur göfflum. Hvítkálssalat með ananas '/t meðalstór hvítkálshaus hálfdós kurlaður ananas lítil dós sýrður ijómi 1. Takið stilk úr kálinu, saxið fínt og setjið í skál. 2. Hellið ananasinum á sigti. Setjið hann saman við kálið. 3. Setjið sýrðan ijóma út í og blandið vel saman. PHILIPS VR-6448 MYNDBANDSTÆKIÐ Við höfum fengið nýja sendingu af hágæðamyndbandstækjunum frá PHILIPS sem slógu svo eftirminnilega í gegn í vetur. • HQ kerfi tryggir fullkotnin myndgasði • Sextánstöðv • Mjög góð kyrrmynd • 20mínútnac • Hægurhraði • Ótalfleirimö • Leitarhnappur Philipskann • Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, • Verðiðkemu endurspólun og útkasti snældu • Sjálfvirk endurstilling á teljara • Fjarstýring á upptökuminni • 365dagaupptökuminni tí'é'áf. ■■ • Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskrárliði - Enn bjóðum við þessi einstaklega góðu tæki á frábæru verði vegna hagstæðra samninga. Heimilistæki • Sætúni8 • Kringlunni • SÍMI: 69 15 00 SÍMI:69 15 20 satKtuttguM, standsy íitíSíntín reconöer VR6i*£ hf ■ / Verið örugg með tvær iii m stöðvar SB - TREYSTIÐ PHILIPS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.