Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 46
46 n MORGUNBIAÐI0 LAtIGARI?AGUR 16. DESEMBER 1989 Dulmál dódófuglsins Kafli úr bókJóhönnu Kristjónsdóttur Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina „Dulmál dódófuglsins", sem hefúr að geyma minningar- þætti Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanns, afframandi slóðum. ■ilér á efitir verður birt brot úr kaflanum frá Máritíus. Nefhist kaflinn Segadans á Sykurey og harmsaga dódófúglsins: Eg lá í sandinum, sleikti sól og sötraði kókoshnetudrykk; mig vantaði ekkert nema strápilsið. I grænu lóninu voru karlar að leita perluskelja og utan rifsins grillti í fólk á fleygiferð á sjóskíðum. Pál- matrén sungu í blænupi og öldur- gjálfur við tærnar. Ég hugsaði: Svona hefur lífið verið í Paradís. Ég heyrði einhvern nálgast og mild karlmannsrödd sagði: „Eg vona þér líði mjög vel í dag, frú ísland." Ég reis upp við dogg. Toto hafði sest í sandinn og horfði glaður á mig. „Ætlarðu að kaupa af mér í dag? Manstu þú sagðir í gær þér fyndist faliegt það sem ég er að selja.“ Toto var einn margra sölustráka á ströndinni. Hann átti meira undir sér en ýmsir hinna sem gengu um og buðu festar, ananas og smá- glingur. Á hveijum degi kom hann siglandi inn á lónið. Báturinn var drekkhlaðinn fínofnum máritískum klæðum, skræpóttum strandfötum sem voru vinsæl meðal ferðamann- anna, skyrtum, flöggum og dódó- styttum. Á Máritíus hafði hver sölustrákur sitt svæði og inn á það fóru engir aðrir en þeir sem höfðu leyfi. Þetta hefur þann kost að ferðamenn verða ekki fyrir endalausum truflunum. að Norðurlandabúar tylli niður tá. Ríkisferðaskrifstofumenn vissu ekki til að íslendingur hefði komið þar fyrr. Fyrir þremur árum var ég um tíma í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Persaflóa. Á hveijum morgni bar mér morgun- verð óvenju falleg og brosmild stúlka. Hún sagðist heita Shirley og vera frá Máritíus og ég upp- götvaði að ég hafði óljósa hugmynd um hvar það land væri en vissi ekki nokkum skapaðan hlut um hvers konar þjóð byggi þar. Shirley var ásamt eiginmanni sínum á tveggja ára samningi í furstadæmunum. Þau vonuðust til að leggja nægilega mikið fyrir til að kaupa sér hús á Máritíus þegar heim kæmi. Eitt kvöldið buðu þau mér heim. Við skoðuðum myndir frá eyjunni þeirra og þau voru svo indæi í framan þegar þau töluðu um hana. Síðan hafði blundað í mér löngun að heim- sækja þennan stað. Höfúndur og Coco í veiðiferð út af strönd Máritíus. J Dódófúglinn svífiir nú á bleiku skýi til eilífðarnóns. Þessir sölustrákar voru afar kurteis- ir og höfðu komið sér upp nokkrum orðaforða í helstu tungumálum sem ferðamenn töluðu. Þeir kölluðu sig nöfnum frægra poppara, knatt- spyrnuhetja eða stjórnmálamanna. Toto hét þó Toto, hann sagði að móðir sín yrði sár ef hann notaði ekki sitt rétta nafn. „Ekki í dag, Toto,“ sagði ég, ^kannski á morgun." „Allt í lagi. Ekkert mál. Og þú manst hvað ég heiti. Ég skal láta þig fá afslátt, góðan afslátt af því þú manst nafnið mitt. Þú kaupir af mér á morgun i staðinn. Eða hinn daginn." Hann bandaði George Harrison, Paul McCartney, Maradonna og John Vorster valdsmannlega frá. „Frú ísland ætlar ekki að kaupa neitt núna,“ sagði hann, „ekki ónáða hana. Hún ætlar að kaupa af mér, kannski á morgun.“ Það gætu verið einkunnarorðin á Sykureyju — kannski á morgun. Eða seinna. Lífið gekk rólegan gang, mýktin i landslaginu og loftinu færðist yfir á viðmót fólksins. Máritíus er örlítil eyja, innan við tvö þúsund ferkílómetrar að stærð og liggur í Indlandshafi um sex hundruð kílómetra austur af Mad- agaskar. Helmingur eyjarinnar er vaxinn sykurreyr. Þegar sykurr- eyrinn blómstrar er hann tilbúinn til skurðar. Á fimm til sjö ára fresti verður að hvíla jörðina í eitt eða tvö ár. Síðan er plantað á ný. Ég var oft spurð hvernig mér hefði dottið í hug að koma til Márit- íus. Ferðamenn frá ýmsum Evrópu- löndum sækja þangað en sjaldgæft , Á Máritíus býr fólk af ólíkum trúflokkum og kynþáttum í sátt og samlyndi. Rúmlega helmingur íbúa er af indversku bergi brotinn en enginn er þó öðrum fremri. Kínveij- ar fluttust til Máritíus í talsverðum mæli eftir síðari heimsstyijöldina og þar búa einnig margir kynblend- ingar af afrískum og evrópskum stofni. Máritíus hlýtur að vera eitt fárra landa í veröldinni þar sem engar trúmáladeilur eru þó að sam- an komi menn af mörgum ólíkum trúflokkum. Ég lýsti hrifningu minni á þessu í samtali við herra Vijaye frá Ríkis- ferðaskrifstofunni. Hann leit á mig örlítið spyijandi. „Við erum öll Má- ritíusar," sagði hann. „Okkur finnst eðlilegt að virða trú, litarhátt og skoðanir. Það er ekki í frásögur færandi." Vijaye Houlder reyndist hin mesta hjálparhella. Ég hafði skrifað Ríkisferðaskrifstofunni í Port Louis. Miðað við afleitar móttökur á sams- konar stofnun í Rúanda í þessari ferð nokkrum vikum áður gerði ég mér engar gyllivonir. En á Máritíus var annað uppi á teningnum. Ríkis- ferðaskrifstofumenn voru einlægt að bjóða aðstoð; ég hafði pantað gistingu á Beachcomber Club fyrstu tvær næturnar því að það var rétt hjá flugvellinum og við fagra strönd. Ég sá fljótlega að þar mundi ég ekki una mér allan tímann. Herra Vijaye bauðst til að útvega mér hótelherbergi á norðurhluta Márit- íus þar sem hann gæti jafnvel feng- ið afslátt. Starfsfólkið sendi mér bók með myndum frá eynni og mér var boðinn bíll og bílstjóri þegar ég vildi skoða mig um. Að því ógleymdu að ég þáði ófaár veislur hjá þessu höfð- inglega fólki. Sagnir herma að arabískir sæfar- ar hafi vitað ,um Máritíus löngu áður en menn settust þar að. Þeir kölluðu eyna Dinarobin — Silfurey. Portúgalar, á ieið til strandhéraða LAUGARNESBUAR oo aðiir velunnarar Laugarneskirkju fyrr og síðar HÁTÍDARMESSUR í tilefni 40 ára afmælis Laugarneskirkju verða sunnudaginn 17. desember sem hér segir: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00: Barnakór Laugarnesskólans syngur nokkur lög undir stjórn Sigrúnar Ásgeirsdóttur. Hátíðarmessa kl. 14.00: Próf. Jónas Gíslason, vígslubiskup, prédikar. Óli Þ. Guð- bjartsson, kirkjumálaráðherra, flytur ávarp. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur ein- söng. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Ann Toril Lindstad. Við altarisþjón- ustuna aðstoða auk sóknarprestsins: Dómprófasturinn í Reykjavík, sr. Guðmundur Þorsteinsson, og dómkirkjupresturinn, sr. Hjalti Guðmundsson. Ritningarorð lesa: Carl P. Stefánsson, formaður sóknarnefndar, og Ástráður Sigursteindórsson, safnað- arfulltrúi. Eftir messu verður öllum kirkjugestum boðið að þiggja kaffiveitingar í safnaðar- heimili kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sóknarnefnd Laugarneskirkju. Indlands, voru fyrstir til að gera sér ból á Máritíus. Þetta var snemma á sextándu öld og sagt er að þeir hafi sleppt nokki-um öpum og kvik- fénaði á landi. Portúgalar gáfu Máritíus nýtt nafn, Ilha do Verne — Eyja svansins. Þeir komu með þræla frá Austur-Afríku og voru þeir ásamt Portúgölum fyrstu íbúarnir. Það var ekki fyrr en Hollendingar komu á sautjándu öld að eyjan var numin. Kryddveldi þeirra í Áustur- Indíum stóð þá með mestum blóma. Það voru Hollendingar sem gáfu eyjunni Máritíusarnafnið í höfuðið á hollenskri prinsessu. Síðar fékk eyjan enn önnur nöfn en það var Máritíus sem festist við hana. Hollendingum er illa borin sagan. Þegar þeir settust að var eyjan skógi vaxin, dýr og fuglar og þessir fáu íbúar bjuggu í þeirri sátt og sam- lyndi sem einkennir mannlífið þar nú. Hollendingum er að vísu þakkað að þeir fluttu sykurreyrinn frá Jövu og plöntuðu honum því sykurrækt hefur verið undirstaða í atvinnulífi eyjarinnar síðustu tvær aldirnar. Máritíusar segja að Hollendingar hafi verið að hugsa um sjálfa sig og plantað sykurreyrnum svo þeir gætu búið til nóg romm og haft er fyrir satt að þeir hafi kneyfað það ósleitilega. Hollendingar tóku fjölda þræla frá Indlandi og lendum sínum í Austur-Indíum og settu þá í vinnu á sykurekrunum. Beiskjan sem enn gerir vart við sig í garð Hollendinga stafar þó ekki af því að þeir hjuggu skóginn og misþyrmdu þrælunum. Það voru Hollendingar sem útrýmd dódófugl- inum... Þeir slátruðu honum sér til matar eða til skemmtunar og þar kom að síðasti dódófuglinn hvarf upp á sitt bleika ský. Á Máritíus þylja menn söguna um dódófuglinn eins og þeir séu að fara með ástarljóð. Enginn veit með vissu hvernig dódófuglinn leit út. Fyrir allmörgum árum fundust fuglsbein þegar verið var að stækka flugvöllinn sem er kenndur við Sir Seewosagur Ramgoolam en hann stjórnaði Már- itíus fyrstu þrettán árin eftir að sjálfstæði varfengið, 1968,Vísinda- menn og fuglafræðingar rannsök- uðu beinin og komust að þeirri nið- urstöðu að þau væru úr dódó-fuglin- um. Samkvæmt þeim vísbendingum sem beinin gáfu bjuggu sérfræðing- ar til eins nákvæma eftirlíkingu af dódófuglinum og hægt var. Af henni að dæma hefur dódófuglinn verið stór og hlussulegur með breitt kubbslegt nef og stuttar digrar lapp- ir en yfir honum er einhver spaugi- legur þokki sem hrífur mann, ekki ósvipaður þeim sem górillur bera með sér. Þennan fugl getur maður skoðað á Þjóðminjasafninu í Port Louis. En á Máritíus er dódófuglinn alls staðar nálægur. Litlar eftirlíkingar af honum skornar í tré, mótaðar í málm eða höggnar í stein, eru mik- il söluvara á eynni. Búðir eru nefnd- ar eftir honum og stærsta íþróttafé- lagið heitir auðvitað Dódó. „Viltu að ég segi þér söguna af síðasta dódófuglinum," sagði John Vorster við mig. Við vorum bæði í sólskinsskapi, hann af því að hafa selt mér perluskel og ég að hafa keypt þessa perluskel. „Dódófuglinn var stór og gat ekki flogið. Hann var þungur og klunnalegur, en hann var góðviljað- ur og gerði engum mein. Dódó var vinur allra og dýrunum og hinum fuglunum þótti vænt um hann. Svona höfðu þau lifað frá því guð skapaði himinn og jörð. En allt í einu var friðurinn rofinn. Hollend- ingar gengu á land og þeir létu eins og villimenn. Þeir hjuggu skóginn, drukku sig fulla og voru grimmir og gráðugir. Þeim fannst kjötið af dódófuglinum gott og urðu sólgnir í það. Dódófuglinn átti sér naumast undankomu auðið því hann gat ekki flogið. Þó að hann reyndi að hlaupa á stuttu fótunum sínum náðu veiði- mennirnir honum fljótlega." John Vorster lækkaði róminn. „Þar kom,“ sagði hann dapur í bragði, „að ein fjölskylda var eftir. Karlfuglinn vissi að þau voru í mik- illi hættu. Allir ættingjar þeirra og vinir höfðu verið myrtir af svívirði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.