Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 43

Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 43
M'ORGLÍrtókAÐIÐ ijÚjGAliÖAGtlR 16. ÓÉIíEMBÉR'W89 43 Morgunblaðið/Rúnar Þór Sunnubólskrakkarnir völdu sérjólatré Krakkarnir á dagheimilinu Sunnubóli fóru með fóstr- um sínum og nokkrum mömmum að velja sér jóla- tré hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í Kjarnaskógi í gærdag. Farið var með rútu frá dagheimilinu og inn í Kjarnaskóg, þar sem jólatrén voru skoðuð í krók og kring. Eftir vandlega leit fannst myndar- legt jólatré sem allir voru sammála um að myndi sóma sér vel á litlujólunum sem haldin verða í næstu viku. Þegar búið var að koma trénu fyrir í farangursrými rútunnar héldu krakkarnir í leiðang- ur um skóginn og léku sér um stund í leiktækjunum sem þar eru. Bæjarstjórn Dalvíkur: * Utsvarsprósentan verði sú sama og á þessu ári eða 7,5% F asteigiiaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar BÆJARSTJÓRN Dalvíkur samþykkti á fúndi sínum í fyrradag að útsvaF-v sáiagning skyldi vera sú sama fyrir næsta ár og gildi á þessu ári, eða 7,5%. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar nokkuð frá því sem var á þessu ári, en aftur á móti hækkar fasteignaskattur á atvinnuhús- næði, þannig að tekjur bæjarsjóðs vegna fasteignaskatta verða svipað- ar á næsta ári og á því scm nú er að líða. Þá var ákveðið að fasteignaskatt- ur á íbúðarhúsnæði skyldi verða 0,4% á næsta ári, en til að halda sama álagningarhlutfalli og á þessu ári hefði skatturinn þurft að vera 0,417%. Fasteignaskattur á íbúðar- húsnæði lækkar því nokkuð að raun- tölu á milli ára. „Okkur fannst við ekki geta gengið nær fólki en þetta,“ sagði Trausti Þorsteinsson forseti bæjarstjómar Dalvíkur. Fasteigna- skattur á atvinnuhúsnæði er ívíð hærri fyrir næsta ár en fyrir það sem nú er að líða, en bæjarstjóm sam- þykkti að hann skyldi verða 1,0% á næsta ári. „Tekjur bæjarsjóðs af fast- eignagjöldum munu verða þær sömu á árinu 1990 og vom á þessu ári,“ sagði Trausti. Bæjarstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um álagningu aðstöðu- gjalda, en Trausti sagði að það yrði gert fljótlega. Þá hefur heldur ekki verið tekin ákvörðun um vatns- og fráveitugjald, en Dalvíkurbær hefur nýtt sér heimild til aukavatnsskatts vegna mikilia framkvæmda við vatnsveituna í bænum. Trausti sagði að rætt hefði verið um að sú heimild yrði ekki nýtt á næsta ári, eða þá að þessi skattur yrði lækkaður, en endanleg ákvörðun þar um lægi ekki fyrir. „í heildina þýðir þetta að útgjöldin verða heldur minni hjá bæjarbúum á næsta ári, en hvað varðar telqur bæjarsjóðs þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um aðstöðugjöld og þau kunna að verða hækkuð nokkuð,“ sagði Trausti. Hugmyndir um gervigrasvöll: Kjarnalundur: Fyrsti áfangi tekinn í notkun FYRSTI áfangi á efstu hæð Kjarnalundar er nú fullfrágenginn og hef- ur verið tekin í notkun, en þar er um að ræða 50 fermetra sal. Fram- reiknað stcndur þarna 70 milljón króna mannvirki tilbúið undir tré- verk, skuldlaust með öllu. Þar hafa margir lagt hönd á plóg og stöð- ugt styttist að lokatakmarkinu að Heilsulindin í Kjarnalundi standi fullbúin í fögru umhverfi Kjarnaskógar. í samvinnu við NFLÍ, sem á þessu ári leggur fram 5 milljónir króna til byggingarinnar, verður kapp lagt á að þoka verkinu sem hraðast fram og er ætlunin að Heilsulindin í Kjamaskógi starfi í náinni samvinnu við Heilsuhælið í Hveragerði. Heilsulindin í Kjarnaskógi verður þarfur hlekkur í uppbyggingarkeðju Akureyrarbæjar, bæði sem vinnu- veitandi og greiðandi skatta til bæj- arfélagsins og með auknum viðskipt- um við marga aðila í bænum. í frétta- tilkynningu frá NFLA segir starf- semin muni rejmast sem segull, draga fólk og fjármuni til bæjarins og auka hróður hans. Því sé mikil- vægt að menn standi saman um uppbygginguna þar sem NFLA hafi engan bakhjarl að leita til. Úr fréttatilkynningu frá NFLA NÝJAR BÆKUR ALLT STAKAR SÖGUR asutgafan FAANLEGAR4IPAKKAAKR. 1.750. Aðstaðan óviðunandi - segir Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA FORMENN knattspyrnudeilda íþróttafélaganna KA og Þórs segjast vonast til þess að hugmyndir um gerð gervigrasvallar á Akureyri verði að veruleika. Málið sé aðkallandi, þar sem norðlenskir knatt- spyrnumenn sitji ekki við sama borð og þeir sem aðgang hafí af slíkum völlum. Skýrsla samstarfsnefndar félaganna um gervigra- svöll er nýkomin út og þar kemur m.a. fram að kostnaður við upphit- un slíks vallar er mun minni en menn álitu. Sigurður Arnórsson formaður knattspyrnudeildar Þórs sagði eðli- legt að gerður yrði slíkur völlur á Akureyri. Akureyrskir knatt- spyrnumenn kæmu verr undan vetri en sunnlenskir þar sem þeir gætu ekki í sama mæli og þeir stundað æfingar. „Við höfum skroppið suð- ur til æfinga einu sinni til tvisvar á vetri, því það er leiðigjarnt til lengdar að hlaupa upp og niður kirkjutröppumar," sagði Sigurður. Hann sagði íþróttamönnum á Akur- eyri ekki gert jafnhátt undir höfði og til að mynda íþróttamönnum á Reykjavíkursvæðinu, þar væru bæj- arfélög að afhenda félögunum hús- næði og aðstöðu til íþróttaiðkana. „Ég tel að við verðum að knýja á um stefnumörkun bæjarins í íþróttamálum,“ sagði Sigurður. Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA sagðist vera hlynntur því að gerður yrði gervi- grasvöllur á Akureyri, en hins veg- ar ef langt um liði að ákvörðun þar um .yrði tekin vildi hann sjá ein- hveija aðra lausn. „Þetta er aðkall- andi mál og ef einungis er um að ræða eitthvað sem á að verða í framtíðinni þá verður annað að koma til. Það verður að skapa knattspyrnumönnum viðunandi að- stæður til æfinga,“ sagði Stefán. AUKAÚTGÁFA í GÓÐU BANDI Q* ásútgáfan ATH! VERÐA EKKI GEFNAR ÚT í VASABROTI! AÐEINS KR. 1.850,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.