Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 75
<6961 9 í MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR j mi •araAjamjoaoM LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 LT 75 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ Tveir landsleikir og æfinga- búðir í Bandaríkjunum ívetur Viðræðurvið Hollendinga, Frakka, Englendinga og íra um landsleiki fyrir HM BANDARÍKJAMENN hafa boðið ísienska landsliðinu íknatt- spyrnu í viku til 10 daga æfingabúðir snemma á næsta ári og er gert ráð fyrir tveimur landsleikjum í ferðinni. Ekki hefur verið gengið frá málinu í smáatriðum, tímasetning er óákveð- in, en sennilegt er að æfingabúðirnar og leikirnir verði annað- hvort á Flórida eða í Kaliforníu. Að sögn Eggerts Magnússon- ar, formanns 'Knattspyrnu- sambands. íslands, hafði hann samband við Bandaríkjamenn daginn eftir að hann var kjörinn formaður KSÍ — í byijun mánað- arins — og óskaði eftir samstarfí með ofangreint í .huga. Banda- ríkjamenn vildu bíða með allar ákvarðanir þar til eftir dráttinn í Heimsmeistarakeppninni og í byijun vikunnar sendi KSI þeim skeyti þess efnis að sambandið væri tilbúið að senda hóp í viku til 10 daga æfingabúðir og leika tvo leiki, ef heimamenn borguðu allan kostnað. Þeir svöruðu að bragði og sögðust vera til. „Stórkostlegt boð“ „Þetta er stórkostlegt boð, sem kemur báðum aðilum til góða. Bandaríkjamenn þurfa upphitun- arieiki fyrir HM og vilja leika gegn þjóðum eins og okkur. Hvað okkur varðar, þá er þetta kærkomið tækifæri fyrir nýjan landsliðsþjálfara til að kynnast strákunum. Eins er mikilvægt að ná fjölmennum hópi saman í æf- ingabúðir með Evrópukeppnina og undankeppni Ölympíuleikanna í huga, en fyrstu leikimir verða næsta haust Þá er þetta'okkur að kostnaðarlausu, sem skiptir auðvitað miklu máli,“ sagði Egg- ert og bætti við að KSÍ vildi helst fara í ferðina í lok mars eða byij- un apríl, en enginn tími væri úti- lokaður. „Boltinn er hjá þeim, en við höfiim rætt um að leika annan iandsleikinn á miðvikudegi, þégar Evrópuþjóðimar eru almennt að leika æfingaleiki, því þá ættum við að geta fengið atvinnumenn- ina lausa." Bandaríkjamenn höfðu samið við ítali um æfmgaleik 28. mars, * en hættu við, þegar liðin drógust ’saman í riðil í HM — vildu ekki leika við lið í sama riðli, en Tékk- ar og Austurríkismenn eru einnig í A-riðli. Fleiri landsteikiri athugun Eggert sagði að að unnið væri á Ðeiri vígstöðvum varðandi æf- ingaleikL „Við höfum rætt við Frakka, Hollendinga, íra og Eng- lendinga, en þær viðræður eru á byijunarstigi," sagði Eggert. SJÓNVARP || HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Dagskrá íþróttaþátta sjónvarpsstöðvanna tveggja í dag: RUV 14.00 Svipmyndir í vikulokin, aðallega handknattleikur. 14.55 Bein útsending úr ensku 1. deildinni í knattspymu; Chelsea-Liverpool. 16.45 Getraunaúrslit 16.47 Bein útsending frá 1. deild karla í handknattleik. Stöð 2 17.00 Ómar Ragnarsson og Hermann Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamenn, mæta í spjall um íslenskar íþróttir. 17.20 Landsliðsmenn framtíðarinnar, Páll Kolbeinsson körfuknattleiksmaður heims- óttur. 17.30 Sýnt úr leik HK og FH í 1. deildinni í handknattleik, sem fram fór á miðvikudag- inn. 17.40 Bein útsending frá 1. deild karla i handknattleik. 18.10 Gillette-pakkinn. 18.30 Rúna Einarsdóttir, íslandsmeistari i brokki og tölti í sumar, kemur í viðtal í sjónvarpssal með hest sinn. 18.45 Fjölmiðlakeppni í keilu, sem lýkur í dag. íþróttir helgarinnar Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla Laugardalshöll, KR-Víkingur..kl. 16:30 Vestm.eyjar, ÍBV-Valur.....kl. 16:30 Seyaskóli, IR-Grótta..........kl. 17 2. deild karla Keflavík, ÍBK-Fh b.........kl. 15:30 3. deild karla Laugardalshöll, KR b-ÍR b...kl. 13:30 Seljaskóli, Fram b;Völsungur..kl. 13:30 Seljaskóli, Fylkir-ÍH.........kl. 15 1. deild kvenna Laugardalshöll, KR-Valur.......kl. 15 Seltj.nes, Grótta-Víkingur....kl. 14 Sunnudagur: HafnarQörður, Haukar-Fram.....kl. 14 Kiwanismót yngstu flokka Kiwanismótið fyrir 5. flokk kvenna og 6. flokk karla, sem hófst í gærkvöldi, heldur áfram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfírði í dag. 6. fl. karla leikur frá kl. 9 til 13, en 5. fl. kv. frá kl. 13:30 til 17:30. Blak Laugardagur: Bikarkeppni karla Hagaskóli, ÞrótturR.-HK....kl. 16:30 Neskaupst., Þróttur N. a-b.kl. 15:15 Húsavík, Völsungur-KA.....~...kl. 15 Bikarkeppni kvenna Hagaskóli, ÍS-UBK............kl. 14 Hagaskóli, Víkingur-Þróttur...kl. 15:15 Neskaupst., Þróttur N. a-b...kl. 14 Húsavík, Völsungur-KA........kl. 14 Körfuknattleikur Sunnudagur: Úrvalsdeild Grindavik, UMFG-Reynir........kl. 20 Hafnarfjörður, Haukar-Þór.....kl. 16 Njarðvík, UMFN-UMFT...........kl. 16 Seljaskóli, ÍR-Vaiur..........ki. 16 Laugardagur: 1. deild karla Hagaskóli, Víkveiji-Snæfeil...kl. 12 Badminton Jólamót unglinga Jólamót unglinga í badminton fer fram í TBR-húsum um helgina. Keppni hefst kl. 13:30 í dag og verður fram haldið kl. 10 á morgun. Háspenna Erlingur Kristjánsson var besti maður vallarins. Stjaman komst aðeins tvívegis yfir í síðari hálfleik gegn KA á Akureyri í gærkvöldi, fyrst 21:20, og svo 23:22 á síðustu mínútunni, mHHBi og urðu það lokatöl- Reynir ur leiksins. Síðustu Eiríksson mínúturnar voru skrífar æsispennandi og gekk þá mikið á. Þegar um mínúta var til leiksloka var staðan 22:22 og KA í sókn. Erlingur þjálfari Kristjánsson reyndi að bijótast í gegnum vörn Stjörnunnar, en einn. vamarmann- anna rak nokkuð augljóslega fingur í auga hans. Erlingur hætti, enda hálf blindaður. Allir virtust á því að um aukakast væri að ræða, nema Egill Már dómari sem dæmdi á Erling. Stjarnan fékk því boltann, bmnaði fram og er um 30 sekúndur skoraði besti maður liðsins, Sigurð- ur Bjamason, sigurmarkið með þmmuskoti utan af veili. Dómur Egils var því algjör vendi- punktur í leiknum; segja má að þar hafi hann gefið Stjörnunni tækifæri til að stela sigrinum, sem hún og gerði. KA fékk tækifæri á að jafna í lokin, en skot Péturs Bjamasonar beint úr aukakasti, eftir að leiktím- inn var runninn út, fór rétt framhjá. KA-Stjarnan 22:23 íþróttahöllin á Akureyri, fslandsmótið i handknattleik 1. deild — VÍS-keppnin; föstudaginn 15. desember 1989. Gangur leiksins: 1:0, 5:3, 8:8, 11:11, 15:13, 18:15, 20:18, 21:21, 22:22, 22:23. KA: Erlingur Kristjánsson 11/4, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 5/2, Guðmundur B. Guðmundsson 3, Karl Karlsson 2, Jóhannes Bjamason 1, Pétur Bjamason, Erlendur Hermannsson, Jens Gunnarsson, Bragi Sig- urðsson, Þorvaldur Þorvaldsson. Varin skot: Axel Stefánsson 10/1 (þar af 2 er knötturinn fór aftur til mótherja), Bjöm Björnsson. TJtan vallar: 4 mínútur og Pétur Bjamason fékk rautt spjald fyrir mótmæli eftir lcikinn. Stjarnan: Sigurður Bjamason 9/4, Einar Einarsson 3, Gylfi Birgisson 3, Skúli Gunn- steinsson 2, Hafsteinn Bragason 2, Hilmar Hjaltason 2, Axel Björnsson 1, Sigurjón Guðmundsson 1, Patrekur Jóhannesson, Siguijón Bjarnason. Varin skot: Brynjar Kvaran 12/1 (þar af 3 er knötturinn fór aftur til mótheija), Ing- var Ragnarsson. Utan vallar: 10 mínútur og Gunnar Einars- son þjálfari fékk rautt spjald undir iok leiks- ins. Áhorfendur: Um 250. Dómarar: Egill Már Markússon og Kristján Sveinsson og hafa þeir vonandi dæmt betur áður. Sigurður Bjamasson og Brynjar Kvaran, Stjörnunni. KNATTSPYRNA / ENGLAND Þorvaldur með Forest á morgun? Ensku blöðin leiddu að því get- Brian Clough, framkvæmdastjóra um í gær að Þorvaldur Orl- Forest, í blöðunum. ygsson yrði með aðalliði Notting- Því er spáð að Þorvaldur taki ham Forest í fyrsta sinn, er Sout- stöðu Brians Rice á vinstri vængn- hampton kemur í um, ef hann verður með. Þorvald- FráBob heimsókn á City ur sagðist, í samtali við Morgun- Hennessy Ground á morgun. blaðið í gærkvöldi, ekki vita hvort i Engiandi Lið Forest hefur. hann yrði í liðinu. Hann hefur enn tapað tveimur ekki leikið síðan hann kom út síðustu leikjum, og er nú í ellefta aftur; varaliðsleik gegn Sheffield sæti. „Það væri gott að hressa United var frestað á miðvikudag upp á liðið. Það eru ekki margir vegna bleytu í Sheffield. Forest sprækari leikmenn hér en Þor- æfir fyrir hádegi í dag, og eftir valdur þessa stundina, þannig að þá æfingu ætti að verða ljóst hvort ég útiloka alls ekki að hann verði Þorvaldur verður með gegn Sout- með í leiknum," var haft eftir hampton á morgun. KÖRFUBOLTI / KVENNALANDSLIÐIÐ „Við ofurefli að etja“ - sagði Torfi Magnússon eftir stórt tap gegn Austurríki Islenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik átti aldrei möguleika gegn stöllum sínum frá Austuríki í gær og tapaði 91:52 í átta þjóða mótinu, sem fram fer þessa dagana í Lúxemborg. Að sögn Torfa Magnússonar, þjálfara, var við ofurefli að etja. Móthetjarnir komust í 18:2 og voru yfir í hálfleik, 45:24. „Okkar stúlk- ur tóku sig saman í andlitinu og spiluðu ágætlega í seinni hálfleik," sagði Torfi. Vigdís Þórisdóttir var best að þessu sinni og skoraði 15 stig. Anna María Sveinsdóttir skoraði 9, Björg Hafsteinsdóttir 8, Herdís Gunnarsdóttir 6, Linda Stefáns- dóttir 6, María Jóhannesdóttir 4, Lilja Björnsdóttir 2 og Vanda Sigur- | eirsdóttir 2 stig. Austurríki vann Kýpur í fyrra- :völd 85:39. Þá vann Irland Möltu .29:39 og Lúxemborg vann Gíbralt- ir 103:35. í gær vann Malta Síbraltar 47:45 og Wales vánn Kýpur 76:50. Islenska liðið leikur í undanúrslit- um í dag. mm FOLK H MAL Donaghy, sem Man- chester United keypti frá Luton fyrir 400.000 pund í mars s.L, verð- ur næsta mánuðinn í láni hjá sínu gamla félagi, þar FráBob sem hann lék í Hennessy ár. Miklar líkur eru / Englandi á að Luton reyni að kaupa varnarmann- inn, sem er 32 ára, en írski lands- liðsmaðurinn verður með liðínu f dag gegn Arsenal. ■ LES Sealey, varamarkvörður Luton, fór í staðinn til Manchester United og verður þar í mánuð. ■ GORDON Durie og Ken Monkou verða báðir með Chelsea í dag, er liðið fær Liverpool í heim- sókn, en þeir hafa verið frá vegna meiðsla. ■ ALLIR þeir leikmenn Liver- pool sem verið hafa á sjúkralistan- um uhdanfarið, Barry Venison, Alan Hansen, Steve Nicol, David Burrows og John Bames fara með til Lundúna í leikinn gegn Chelsea, en ekki er öruggt að þeir spili allir með. ■ NEIL Ruddock er í tveggja leikja banni og verður ekki með Southampton í Nottingham á moigun. ■ MANCHESTER United hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum gegn Tottenham. ■ MARK Hughes verður í byijun- arliði United, en hann var á bekkn- um í síðasta leik. H ERIK Thorstvedt, markvörð- urinn norski, verður ekki með Tott- enham gegn United í dag. Hann meiddist á hné í sigurleiknum gegn — Everton um síðustu helgi; gat þar af leiðandi ekki tekið útspörkin stór- an hluta leiksins. Bobby Mimms verður á milli stanganna hjá liðinu í dag. H ROY Wegerle sagði í gær að tilboð enska landsliðsþjálfarans hefði komið of seint. „Ef hann hefði talað við mig á undan Bandaríkja- mönnum, hefði ég hugsað alvar- lega um að leika fyrir hönd Eng- lands. Hins vegar á England besta miðheija í heimi; John Barnes kæmist í hvaða iandslið, sem er og því er óskiljanleg þessi stöðuga gagmýni á hann,“ sagði Wegerie. H BARRY Lloyd, stjóri Bright- on, hefur verið í viðræðum við Sov- étmenn, sem hafa boðið honum tvo landsliðsmenn; Sergej Gotsmanov frá Dynamo Minsk og Sergej Rodianov frá Spartak í Moskvu. Lloyd hefur hvomgan leikmannúm^ séð, en þeir hafa hin bestu vtxeaF mæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.