Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 35

Morgunblaðið - 16.12.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 ■rt-r- á(-»i i (T?rTA M Ný skiptistöð SVR í Mjóddinni NÝ skiptistöð Strætisvagna Reykjavíkur verður opnuð að Þöngla- bakka 4 i Mjódd næstkomandi mánudag. Samhliða opnun á skipti- stöðinni verða gerðar breytingar á leiðakerfl SVR, en þær miða meðal annars að því að auðvelda ferðir milli austurhverfa borgar- innar. Á sama stað hefur þegar verið hafín starfsemi póstútibús- ins R-9, sem áður var til húsa að Arnarbakka 2, en húsið að Þönglabakka 4 er byggt í samvinnu SVR og Pósts og síma. Skiptistöð SVR verður opin alla daga kl. 7.3D-23.30. í biðsal far- þega er farmiðasala og smávöru- verslun þar sem veittar eru upp- lýsingar um ferðir vagnanna. Læstir geymsluskápar eru í bið- salnum, sem farþegar geta leigt tímabundið. Síðar í vetur tekur nýr skyndibitastaður til starfa í húsinu. í skiptistöðinni munu leið- ir 11 og 12, Breiðholt - Hlemmur og 13 og 14 Breiðholt - Lækjart- org , hafa viðkomu bæði á leið frá miðborginni í Breiðholtshverf- in og á bakaleið. Leiðir 4, Hagar - Mjódd, og 15C, Gráfarvogur - Breiðholt, hafa endastöð í skipti- stöðinni mánudaga til föstudaga kl. 7-19, og á sama tíma hefur Kópavogsvagn viðkomu við stöð- ina. Húsið að Þönglabakka 4 er tvílyft, alls 1.673 .fennetrar, og er lóð hússins 1.640 fermetrar, en þar er um 400 fermetra torg sem tengist göngugötu í Mjódd- inni. Eignarhluti SVR í húsinu er 975 fermetrar og eignarhluti Pósts og síma 698 fermetrar. Á 1. hæð í eignarhluta SVR eru bið- salir fýrir farþega, salemi, að- staða til farmiðasöiu og gæslu, töskugeymsla og veitingasala. Á 2. hæð er aðstaða fyrir vagnstjóra með yfirsýn yfir stæði strætis- vagna. Þar er einnig salerni fyrir starfslið, geymslur o.fl. Á vestur- hluta hæðarinnar er um 280 fer- metra húsnæði sem er óráðstafað. Á 1. hæð í hluta Pósts og síma er afgreiðslusalur, skrifstofa úti- bússtjóra og aðstaða fyrir 420 pósthólf. Á 2. hæð er salur til að flokka póst fyrir bréfbera, sturt- ur, fatahengi,* eldhúskrókur og matsalur fyrir starfsfólk. Sameiginlegur gangur liggur í gegnum húsið með útidymm ann- ars vegar að vagnstæði við Álfa- bakka, og hins vegar að torginu sem er suðvestanverðu við húsið. Gönguleiðir eru greiðar að húsinu, en framan við það er skjól fyrir farþega og er gert ráð fyrir yfir- byggðum gangbrautum við vagn- stæði. Húsið er hannað af Arkitekta- stofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Bjömssonar. Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar hf. annaðist verkefnastjórn og hönn- un burðarvirkja og lagna, en Verkfræðistofan Rafhönnun hannaði raforkuvirki. Fram- kvæmdir við húsið hófust haustið 1987, og er heildarkostnaður við byggingu þess 156,3 milljónir króna á verðlagi í október síðast- liðnum, og kostnaður við lóð, torg og vagnastæði er um 26,4 milljón- ir króna á sama verðlagi. Gerður hefur verið samanburður við upp- haflega kostnaðaráætlun, og reyndist raunkostnaður vera um 3% hærri. Þær breytingar verða gerðar á Morgunblaðið/Sverrir Forsvarsmenn Strætisvagna Reykjavíkur og Pósts og síma ásamt liönnuðum hússns að Þönglabakka 4. leiðakerfi SVR samhliða opnun á skiptistöðinni á mánudaginn að leið 1 og 16 sameinast undir heit- inu Leið 1 Hlíðar-Eiðisgrandi, og aka vagnarnir sömu leið og leiðir 1 og 16 óku áður. Leið 02 Grandi-Vogar fer um Vesturgötu, Framnesveg, Hring- braut, Ánanaust og Grandagarð að endastöð í Örfirisey og sömu leið til baka. Á kvöldin og um helgar fer vagninn ekki lengra en að Grandagarði 2 á leið sinni að Öldugranda, en fer ekki að Grandagarði 2 á leið frá Öldu- granda. Leið 03 Nes-Háaleiti mun fara af Öldugötu-Framnesvegi yfir á Hofsvallagötu-Túngötu. Leið 04 Hagar-Mjódd mun aka úr vesturbænum að skiptistöð í Mjódd. Akstur milli Ægisíðu og Holtavegar verður óbreyttur, en mánudaga til föstudaga kl. 7-19 ekur vagninn áfram frá Holtavegi um Skútuvog og Reykjanesbraut að skiptistöðinni í Mjódd, en um Súðarvog og Skútuvog í bakaleið. Endastöð leiðar 15A Hlemm- ur-KeldnahoIt verður á Hlemmi mánudaga til föstudaga kl. 7-19, en flyst^ á Lækjartorg kvöld og helgar. Á sama hátt verður enda- stöð í Grafarvogi í Húsahverfi við Keldnaholt mánudaga til föstu- daga kl. 7-19, en þess utan við mót Fjallkonuvegar og Gagn- vegar. Vagninn ekur á klukku- stundar fresti mánudaga til föstu- daga kl. 7-19 og ekur þá um Lokinhamra á leið að og frá Hlemmi, en á 30 mfnútna fresti kvöld og helgar og um Lokin- hamra á leið að Lækjartorgi. Leið 15B Hlemmur-Keldnaholt ekur óbreytta leið að öðru leyti en því að árdegis eftir að hann hefur ekið um Borgarmýri ekur vagninn Vesturlandsveg inn í Grafarvogsbyggð austan frá um Gagnveg á leið að Hlemmi eða rangsælis, en síðdegis er sama leið ekin réttsælis. Endastöð leiðar 15C Grafar- vogur Breiðholt flyst frá Álftahól- um í Mjódd. Síðdegis breytist áætlun vagnsins þannig að hann nýtist betur fólki í lok vinnudags. í fyrstu ferð að morgni ekur vagn- inn eins og leið 18 fram að breyt- ingunni, en eftir kl. 7 hefst reglu- bundinn akstur og er þá í fyrstu ferð ekið um Austurberg vegna Fjölbrautarskólans. Á leið frá Mjódd áleiðis að Grafarvogi er ekið að Álftahólum. Sú breyting verður á leið 17 að mánudaga til föstudaga kl., 7-19 ekur vagninn skemmstu leið frá Lækjartorgi að Hlemmtorgi um Hverfisgötu, en á kvöldin og um helgar um Barónsstíg-Egils- götu og Snorrabraut á sama hátt og fyrir breytinguna. Leiðir 18 og 19 hætta akstri við breytinguna. Ný hraðleið, leið 115 Lækjart- org-Keldnaholt, hefur akstur á klukkustundar fresti og verður ekið um Miklubraut, með viðkomu á sörhu stöðum og t.d. leið 100, en í Ártúnshöfða- og Grafarvogs- hverfum er viðkoma á hverri bið- stöð. Ekið er um Lokinhamra á leið frá Keldnaholti. Ný leiðabók er komin út og er til sölu í skiptistöðinni í Mjódd, á Hlemmi, Lækjartorgi og í skipti- stöðinni við Grensásveg. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sýning í Kirkjumunum SÝNING á munum úr handofnu klæði eftir Sigrúnu Jónsdóttur stendur yfír í dag í Kirkjumunum í Kirlyustræti. Auk þess eru þar sýndir ýmsir aðrir munir. Sigrún sýnir m.a. fána sem hún gerði fyrir björgunarsveitina Stakk í Keflavík og hökul, altarisklæði, stólu og dúk á kaleik sem hún gerði fyrir Hafnarfjarðarkirkju sem gjöf til Víðistaðakirkju. Þá sýnir Sigrún batik-myndir, skreytingar og fleira. Sýningarsalur Kirkjumuna er opinn alla daga á verslunartíma. Vitni vantar SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar í Reykjavík leitar vitna að árekstri sem varð á mótum Reylyanesbrautar og Smiðjuvegar um klukkan 7.30 að morgni mánudagsins 11. þessa mánaðar. GMC-sendibifreið og Toyota fólksbifreið rákust þar saman á ljósastýrðum gatnamótum. Öku- menn greinir á um stöðu ljósanna og biður lögreglan vitni að gefa sig fram. iðe Jólasveinarnir verða á ferö 09 flugi um allan miðbæinn með ýmisskonar uppákomur, glens og gaman. Þeir munu gefo jólapakka ðestu börnunum í bænum - miðbænum - Sérstakir sönggladir EURO jólasveinar verda ó Laugaveg- inum milli kl. 15-17 og gefa fullt af konfekti og öóru góm- sætu sælgæti. Hóskólakórinn mun ganga um bæinn og syngja falleg jólalög. Eldhressir harmonikufélagar veróa einnig ó feró og skemmta ykkur. Allar verslanir opnar f rá kl. 10-22 e.h. Þaö er alltaf sannkallaó jólastuö í miöbænum - þaÖ er ekki spurning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.