Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 Morgunblaðið/ Kr. Ben. Starfsmenn Þorbjarnar hf. að salta afskurðinn úr fyrstu veiðiferð nýja frystitogarans, Hrafiis Svein- bjarnarsonar GK, sem síðan verður að dýrindis réttum í Frakklandi. Frystitogararnir: Saltfískbollur unnar úr af- skurði af sjófrystum físki Útflutmngsverðmæti allt að 30 milljónir á ári Grindavík. MEÐAL nýmæla sem nú er unnið að hjá tilraunastöð SÍF í Reykjavík er saltaður marningur, sem unninn er úr afskurði frá frystitogurunum. Hann verður síðan seldur til Frakklands þar sem unnar verða úr honum saltfiskbollur og aðrir tilbúnir réttir. Áætlað útfiutningsverðmæti úr 400 tonnum af afskurði, sem til falla á ári, er um 30 milljónir króna. Hjá Þorbirni hf. í Grindavík er Að sögn Gunnars Tómassonar verið að þíða og salta fimm tonn framleiðslustjóra var aflaverð- af slíkum afskurði, sem hinn nýi mæti togarans eftir fyrstu veiði- frystitogari fyrirtækisins, Hrafn ferðina 25 milljónir króna fyrir Sveinbjarnarson GK, Iandaði fyrir blandaðan afla og sagði hann að skömmu eftir fyrstu veiðiferðina. algjör regla væri að engum fiski væri hent. „Við erum að þíða upp og salta þennan afskurð fyrir tilraunastöð SÍF vegna mamingsframleiðslu, en verið er að slægjast eftir salt- fiskbragði í tilbúna rétti, það er það sem gefur þessu gildi. Einnig var landað nokkru magni af tinda- bikkju, gulllaxi og fleiri tegundum í aflakaupabanka Rannsókna- stofu fiskiðnaðarins, þar sem gerðar eru vinnslutilraunir og markaðsrannsóknir fyrir áður ónýttartegundir,“ sagði Gunnar. Kr. Ben. 700% aukning á inn- flutningi sendibíla INNFLUTNINGUR nýrra fólksbíla í janúarmánuði síðastliðnum varð 16,5% minni en sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Bílgreinasam- bandsins. Alls voru fluttir inn 289 nýir fólksbílar nú, en 346 í fyrra. Mikil aukning varð hins vegar á innflutningi vöru- og sendibíla. Flutt- ir voru inn 32 sendibílar á móti 4 í fyrra og er aukningin 700% Ástæð- an er fyrst og fremst talin tilkoma virðisaukaskatts. Fjórar tegundir fólksbíla bera fyrra 5,8%, nú 12,8%. höfuð og herðar yfir markaðinn þennan janúarmánuð, Lada var með 16,6% heildarsölunnar og 48 bíla selda, Toýota með 15,2% og 44 bíla selda, Mitsubishi með 14,9% og 43 bíla selda og Subaru með 12,8% og 37 bíla selda. Aðrar tegundir voru undir 5% í markaðshlutdeild. Mikil aukning varð hins vegar á innflutn- ingi vöru- og sendibíla. Af samantekt Bílgreinasam- bandsins sést, að miklar sveifiur hafa orðið á milli ára í sölu ein- stakra fólksbílategunda. Af átta teg- undum seldist enginn bíll í janúar síðastliðnum. Þær eru AMC, Fiat, GM, Isuzu, Korando, Lancia, Merce- des Benz og Opel. Af þessum teg- undum seldust einn til sex bílar í janúar í fyrra. Markaðshlutdeild mest seldu teg- undanna hefur einnig verið sveiflu- kennd. Lada hafði í fyrra 14,7%, nú 16,6%. Toyota hafði í fyrra 5,8%, nú 15,2%. Mitsubishi hafði í fyrra 13,9%, nú 14,9%. Subaru hafði í Nokkrar tegundir, auk framan- greindra, seldust betur en í fyrra. Þar má nefna að sala Honda jókst úr 4 bílum í 11, eða um 175%. Innflutningur notaðra fólksbíla dróst saman úr 44 í janúar í fyrra í 16 nú, samdráttur um tæp 64%. 46 nýir vörubílar voru fluttir inn nú, samanborið við 19 í fyrra. Aukn- ingin er 142%. í flokki minni pall- bíla voru flestir af gerðinni Toyota, 24 af 36, eða 66,6%. í flokki stærri vörubíla voru fluttir inn 10 bílar, 1 MAN, 1 Mercedes Benz, 3 Scania og 5 Volvo. Nýir sendibílar fluttir inn í janúar síðastliðnum voru 32, sama mánuð í fyrra voru þeir 4. Aukningin er 28 bílar, eða 700%. Flestir voru af gerðinni Renault Express, 6 bílar eða tæp 19%. Alls voru fluttir til landsins 395 bílar í janúar, fólks-, sendi- og vöru- bílar, nýir og notaðir. Sama mánuð í fyrra voru þeir 423. Samdrátturinn er 7,1%. Nætursöluleyfí í Reykjavík: Reglur breytast í einn sólarhring Á FUNDI borgarráðs í gær kom fram tillaga um að reglum um nætursölu í miðbæ Reykjavíkur verði ekki breytt 1. mars næst- komandi eins og tillaga frá lög- reglustjóra gerir ráð fyrir. Þar Gat í húsbréfakerfínu HÚSBRÉFALÁN má ekki veita til nýbygginga fyrsta árið, sem kerf- ið er í gildi. Hins vegar er gat í kerfinu sem opnar leið fyrir nýbygg- ingar inn í þetta lánakerfi, verði reglum ekki breytt. Það varðar skilgreiningu á því hvenær íbúð telst vera nýbygging og hvenær notuð. íbúð telst vera notuð þegar búið hefur verið í henni. „Það er engin skilgreining til á því, hve lengi þarf að búa í íbúðinni til að hún teljist vera notuð,“ segir Sigurður Geirsson forstöðumaður húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar. Samkvæmt þessu er því hægt að fá húsbréfalán vegna kaupa á nýbyggðri íbúð, með því að ein- hver hafi sannanlega búið í henni, jafiivel ekki lengur en einn dag. Samkvæmt lögum um húsbréf má einungis veita þau lán til kaupa á notuðum íbúðum fyrsta árið, eða Bílaborg: Yiðræður en engin niðurstaða EIGENDUR Bílaborgar hf. hafa undanfarið átt í viðræðum við nokkra aðila um samstarf um að rétta við rekstur fyrirtækisins. Greiðslustöðvun Bílaborgar rann út um síðustu mánaðamót og fyr- ir hálfúm mánuði var fyrirtækið innsiglað vegna söluskattsskulda og hefúr það verið lokað síðan. Að sögn Kristins Breiðfjörð, stjórnarformanns Bílaborgar, hafa forráðamenn fyrirtækisins talað við ýmsa aðila en engin niðurstaða lægi fyrir í málinu. Meðal annars hefði verið leitað eftir samstarfi við Ræsi hf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu forráðamenn Ræsis hafa hafnað öllu samstarfi að óbreyttum skilmálum. fram í nóvember næstkomandi. Enn sem komið er fá húsbréfalán þeir einir, sem sótt höfðu um húsnæðis- lán fyrir 15. mars í fyrra og ætla að kaupa notaðar íbúðir. 15. maí næstkomandi opnast þetta lána- kerfi fyrir alla þá sem kaupa notað- ar íbúðir og uppfylla að öðru leyti skilyrði til að fá lán. Lengstum hafa menn ekki verið í vafa um hvað teljast vera nýbygg- ingar og hvað notaðar íbúðir. Lán- veitingar opinberu byggingarsjóð- anna hafa verið þannig, að hærri lán hafa verið veitt til nýbygginga en til kaupa á notuðu húsnæði og á þann hátt hvatt til þess, að hið nýbyggða húsnæði sé ótvírætt ný- bygging þegar lánveiting fer fram. Húsbréfalán veita hins vegar mögu- leika á enn hærra láni í vissum til- vikum, en einungis til kaupa á not- uðu húsnæði. Eftir 15. maí eiga einnig margir möguleika á hús- bréfaláni sem engan möguleika hafa á að fá hefðbundin húsnæðis- lán, hafa ekki í önnur hús að venda eftir jafn háum lánum á sambæri- legum kjörum. Sigurður Geirsson var spurður hvernig bæri að skilgreina notaða íbúð. Hann sagði það vera frekar óljóst hvað væri nýtt og hvað not- að. í fyrsta lagi hefði nýbygging verið skilgreind sú bygging, sem -ekki hefði verið veitt nýbyggingarr lán út á. í öðru lagi væri nýbygging sú bygging, sem ekki hefði verið búið í. „En það er engin skilgrein- ing til á því, hve lengi þarf að búa í íbúðinni til að hún teljist vera notuð,“ segir Sigurður. Hann var inntur eftir því, hvort þarna væri smuga inn í húsbréfa- kerfið fyrir nýbyggingar, með því til dæmis að væntanlegur kaupandi annað hvort gerðist leigjandi bygg- ingaraðilans í einhveija daga, eða einhver annar tæki að sér að vera íbúi. Síðan yrði sótt um Ián út á íbúðina sem notaða. Sigurður kvaðst kannast við þetta vandamál. „Við höfum fengið spumingar um þetta,“ sagði hann. „Hins vegar hefur ekki reynt á þetta. Við yrðum að taka á því, ef það kæmi upp.“ Hann sagði líklegast að reynt yrði að ná sáttum ef einhver sækti um lán í slíku tilviki, ef það tækist ekki yrði að vísa málinu til ráðu- neytis til að skilgreina í reglugerð hvað er ný íbúð og hvað notuð íbúð. sem ágreiningur varð í borgar- ráði var endanlegri afgreiðslu málsins visað til borgarsljómar, sem kemur saman til fúndar 1. mars. Því getur farið svo að regl- ur um nætursölu, samkvæmt til- lögu lögreglustjóra, verði í gildi í einn sólarhring eða þar til borg- arstjórn hefúr fjallað um þær. Að sögn Gunnars Eydal, skrif- stofustjóra borgarstjórnar, var til- lögu lögreglustjóra um að breyta nætursölureglum, frestaðtil 1. mars. Á fundi borgarráðs í gær kom fram tillaga frá Júlíusi Hafstein, Sjálf- stæðisflokki, og Sigrúnu Magnús- dóttur, Framsóknarflokki, um að fallið yrði frá ákvörðun um að breyta reglunum 1. mars. „Þrenging nætursölu gengur því í gildi aðfaranótt fimmtudags, en síðar þann dag er fundur í borgar- stjóm og eins víst að samþykkt verði að reglurnar verði óbreyttar,“. sagði Gunnar. I tillögu lögreglustjóra er gert ráð fyrir að nætursala verði leyfð til kl. 2 í stað kl. 4 um helgar eins og nú er og til kl. 1 í stað kl. 2 aðra daga. Havel hreifst af Vigdísi ÞEGAR Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, kom heim úr ferð til íslands, Kanada og Bandaríkjanna hélt hann frétta- mannafúnd þar sem hann var spurður um ferðalagið. Þar kom fram að honum hefði þótt mest til Vigdísar Finnbogadóttur, for- seta Islands, koma af því fólki sem hann kynntist á ferðalaginu. Helena Kadeckova, norrænu- fræðingur í Prag, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún hefði fylgst með fréttamannafundi Havels í fjölmiðlum. Forsetinn var meðal annars spurður hvaða mann- eskju hann mæti mest af þeim sem hann hitti. „Fyrst færðist hann undan að svara,“ sagði Helena. „En þegar á hann var gengið sagði hann að það væri Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, því þau hefðu bæði unnið í leikhúsi. Hann sagði að sér hefði líkað afskaplega vel á íslandi og ef hann gerðist flóttamaður þá vildi hann helst Vigdís Finnbogadóttir vera á íslandi því landið væri fall- egt og loftið svo hreint. Hann sagði frá leiksýningunni á Endurbygg- ingunni og þrátt fyrir að hann Vaclav Havel skildi ekki málið var hann ánægður og sagði að sér hefði fundist sem íslendingar hefðu skynjað kjarna verksins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.