Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 44
Neskaupstaður: Rafmagn skammtað í kjölfar snjóflóðs Neskaupstað. STÓRT snjóflóð féll um miðjan dag í gær á bæinn Þrastarlund í Norðíjarðarsveit, en bærinn stendur á mörkum sveitarinnar og kaup- staðarins. Flóðið lenti á ibúðarhúsinu og skemmdi það mikið. Þá hreif það með sér vélageymslu sem stóð austan við íbúðarhúsið en í henni voru bæði vélar og bflar. Ekki hefur verið búið í Þrastar- lundi síðan í haust er ábúendur fluttu í bæinn. Snjóflóðið braut nið- ur aðalrafmagnslínuna til bæjarins svo og rafmagnslínuna sem liggur inn í Norðfjarðarsveit og varð þar rafmagnslaust. Rafmagn var skammtað í bænum því varaaflstöð á staðnum annar ekki álaginu. A Fljótlega eftir að fióðið féll var svæðið frá Mána og inn að Þrastar- lundi rýmt en á því svæði féllu snjó- Einnig skemmdi flóðið útihús. flóðin miklu árið 1974. Á þessu svæði eru fá íbúðarhús en þar standa flestir stærstu vinnustaðir bæjarins. Búast má við að vatnslaust verði í kaupstaðnum þar sem dælustöð fyrir vatnsveituna er inni í sveitinni og á meðan rafmagnslaust er þar berst ekki vatn til bæjarins. Ágúst Sjá einnig fréttir á bls. 18-19. K. Jónsson og Co segir sig úr SL Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar og Co hf. á Akureyri hefiir sagt sig úr Sölusamtökum lag- metis. Verksmiðjan hefur um ára- bil verið langstærsti einstaki framleiðandi innan SL, með yfír 50% af þeim vörum sem þau hafa selt. Fyrirtækið ætlar að hefja sjálfstæða sölustarfsemi og leita nýrra markaða. Baldvin Vaidimarsson, aðstoðar- * framkvæmdastjóri K. Jónssonar, segir að fyrirtækið vonist eftir góðu samkomulagi við SL um sölumál í framtíðinni. Garðar Sverrisson, framkvæmdastjóri Sölusamtaka lagmetis, segist vonast til að sam- tökin geti framleitt upp í gerða samninga þrátt fyrir að K. Jónsson hefði sagt sig úr samtökunum. Sjá Akureyrarsíðu bls. 27. Samið við bóka- gerðarmenn NÝIR kj arasamningar Félags bókagerðarmanna og Félags íslenska prentiðnaðarins voru undirritaðir í gærkvöldi. Samningamir eru á sömu nótum og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið upp á síðkastið, og verða þeir bomir upp í félögunum á næst- unni. Morgunblaðið/Sverrir Oskudagurinn Öskudagurinn er í dag. Þessi dagur er alla jafna einn skemmtileg- asti dagur í lífi hvers barns. Bömin á barnaheimilinu Fögrubrekku á Seltjamarnesi vom í gær að undirbúa daginn full tilhlökkunar. Á bls. 19 er sagt frá dagskrá sem verður á Lækjartorgi í dag. 16% verð- lækkun á lambakjötí Sala 1.050 tonna hefst um helgina Á MORGUN mun verð á lamba- kjöti á lágmarkssverði lækka um 16%, og verð á vinnslukjöti úr 5. og 6. verðflokki um 14%. Eftir verðlækkunina mun 6 kg poki með lambakjöti á lág- marksverði úr úrvalsflokki kosta 2.622 kr., eða 437 kr. kílóið, og poki með lambakjöti úr A-flokki mun kosta 2.502 kr., eða 417 kr. kílóið. Verðlækkunin tekur til um 800 tonna af lambakjöti á lágmarks- verði og um 250 tonna af vinnslu- kjöti. Niðurgreiðslur vegna verð- lækkunarinnar, sem stendurtil 31. maí, nema samtals 60,5 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Þór- halls Arasonar, starfsmanns sam- starfshóps um sölu lambakjöts, verður eingöngu boðið nýtt kjöt úr hæsta gæðaflokki, þar sem öllu eldra kjöti hefur þegar verið ráð- stafað. Nýjar rækilega merktar umbúðir munu tryggja að neyt- endur þurfi ekki að vera í vafa um aldur og gæðaflokk kjötsins, auk þess sem sérstakt gæðaátak er í gangi sem tryggja á sam- ræmda niðurhlutun þess. Tveir valkostir varðandi niðurhlutun kjötsins verða í boði fyrir neytend- ur, en í poka með kjöti úr úrvals- flokki verður súpukjöt, kótilettur, grillrif og heilt læri, og í poka með kjöti úr A flokki verður súpu- kjöt, hálfur hryggur heill eftir endilöngu, grillrif og heilt læri. Dreifing á kjötinu í verslanir hefst um næstu helgi, en búist er við að jafnvægi á milli efrirspurnar og framboðs í verslunum náist um miðjan mánuðinn. Forvextir víxla lækka mun minna en skuldabréfavextir Atvinnulífínu sendur reikningurinn fyrir vaxtalækkununum, segir hagfræðingur VSI FORVEXTIR víxla og viðskiptavíxla lækka minna en vextir almennra skuldabréfa nú um mánaðamótin. Þannig eru forvextir víxla annað hvort jafnir eða hærri en algengir skuldabréfavextir, sem greiddir eru eftir á óg verða í flestum bankanna 18,5% frá 1. mars og lækka um 3-4%. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambands íslands, segir að sú staðreynd að vaxtalækkanir nái í minna mæli til viðskiptavíxla og yfírdráttarlána, sem er algengasta form skammtíma- íjármögnunar I iðnaði og verslun, heldur en til almennra skuldabréfa, sýni að í raun sé verið að senda atvinnulífinu reikninginn fyrir vaxta- lækkununum. Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka segir að lögð hafí verið áhersla á að skuldabréfavextir Iækkuðu að fullu nú þótt verðlagsbreytingar gæíu kannski ekki tilefni til þess, en aðrir liðir iækkuðu minna nú. Þetta ætti eftir að jafna sig með næstu vaxtabreyt- ingu. Smáfuglarn- ir flykkjast til byggða SNJÓRINN í vetur hefur eins og svo oft áður gert fæðuleit smáfuglanna erfiða. Hópast þeir því til borga og bæja í von um að fínna þar fæðu. Ævar Petersen, fuglafræð- ingur, sagði ekki vera hægt að segja til um hvort smáfuglun- um hefði farnast vel eða illa í vetur miðað við fyrri vetur. Engar athuganir hefðu verið gerðar á því. Hins vegar hópuð- ust þeir nú til byggða sem af- leiðing af snjóalögunum víða um land. Væru til dæmis um þessar mundir stórir hópar af snjótittlingum í Reykjavík. Sagði hann fólk vera duglegt við að gefa þeim og færu sum- ir með heila sekki af fuglafóðri yfir veturinn. Ævar sagði einnig að ijúpan hefði það nú víða slæmt fyrir norðan og austan. Væri hún einnig farin að sækja til byggða og leitaði fæðis í námunda við mannabyggð. íslandsbanki lækkar víxilvexti um 1,25%, Búnaðarbanki um 3% ogvexti viðskiptavíxla um 2,5%. Landsbanki lækkar viðskiptavíxla um 2,5% og Samvinnubanki lækkar viðskipta- víxla um 0,5%. Vaxtaákvörðun spari- sjóðanna lá ekki fyrir í gær. Yfirleitt er það þannig að forvextir eru lægri en eftir á greiddir vextir. Þannig er ávöxtun 60 daga víxils sem ber 18,5% vexti 20,7%, ávöxtun víxils með 19,75% vexti 22,2% og ávöxtun víxils með 22% vexti 25,1%. Síðustu 10 daga janúarmánaðar var meðaltal víxilvaxta banka og sparisjóða 24,6% og meðaltal algengra vaxta skulda- bréfa 29,3% og munaði því rúmum 4,5%. Nú síðast í febrúar eru sam- svarandi meðaltöl 21,2% og 22,2% og eftir mánaðamótin verða víxil- vextirnir hærri að meðaltali en skuldabréfavextirnir. Hannes sagði að þetta væri mjög alvarlegt mál þar sem í bréfí við- skiptabankanna og sparisjóðanna til aðila vinnumarkaðarins vegna kjara- samninganna væri sagt berum orð- um að aðrir vextir verði lækkaðir með sama hætti og skuldabréfavext- ir. „Ef eitthvað var þá var áhugi hjá okkur fyrir því að þetta rándýra vaxtaform lækkaði meira en annað en ekki minna,“ sagði Hannes. „Ég sé ekki betur en bankarnir séu að ganga á bak orða sinna og séu ekki heilshugar í því að reyna að ná því markmiði að ná verðbólg- unni niður. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það eru þessir vextir sem atvinnulífið er að borga og það var talað um að þeir lækkuðu það mikið að greiðslustaða fyrirtækjanna myndi batna verulega," sagði Hann- es ennfremur, aðspurður hvort þetta stefndi markmiðum kjarasamning- anna í hættu, en í þeim segir að atvinnulífíð noti svigrúmið vegna vaxtalækkana til að mæta upphafs- hækkun launa og velti henni ekki út í verðlagið. Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslensk'ra iðnrekenda, sagði að sér sýndist að með þessu hefði þróunin ekki ennþá orðið sú sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu lagt áherslu á. „Það verður ástæða til að athuga þetta og fylgja því frek- ar eftir, þannig að þessi vaxtalækkun raunverulega nýtist atvinnulífínu eins og til stóð,“ sagði Ólafur. Sjá nánar frétt á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.