Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 Rúmenía: Vildi hleraalla síma í landinu Búkarest. Reuter. RÚMENSKI herinn skýrði á mánudag frá þeim umfangsmiklu hlerunum, sem stundaðar voru í tíð fyrri stjórnar, og sýndi frétta- mönnum hlerunarstöðvar og ógrynnin öll af snældum með sam- tölum fólks. Var lögð áhersla á, að njósnum af þessu tagi hefði verið hætt en stjórnvöldum og hernum er í mun að fullvissa al- mennning um, að stjórnarfarið sé allt annað en áður var. „Segið öllum heimi frá því, að persónunjósnum hafí verið hætt í Rúmeníu," sagði Nicolae Cerbu, hershöfðingi í merkjasveitum hersins, þegar hann sýndi frétta- mönnum lítið herbergi í pósthúsi í Búkarest. Var það yfirfullt af búnaði, sem hleraði símtöl, magn- aði þau og beindi til hlerunarmið- stöðvarinnar í hjarta borgarinnar. Sagði Cerbu, að sams konar her- bergi væru í öllum 30 pósthúsun- um í Búkarest. í hlerunarmiðstöðinni, tveimur stórum byggingum, voru símtölin tekin upp á hljóðsnældu og þættu þau „áhugaverð" voru þau skrifuð niður á blað. Voru meira en 2.000 upptökutæki í miðstöðinni en auk hennar hafa fundist fjórar aðrar hlerunarmiðstöðvar í verksmiðj- um í borginni. Ion Pacepa, yfír- maður rúmensku leyniþjón- ustunnar, sem flýði til Vestur- landa 1977, segir í bók, sem hann skrifaði, að Ceausescu hafí stefnt að því að geta hlerað alla síma í landinu árið 1984 en talsmenn hersins segja, að svo langt hafi þó ekki verið komið. í litla herberginu á pósthúsinu var fylgst með 18.000 símtækjum en búnaðurinn réð þó ekki við að hlera nema 36 símtöl samtímis. „Það var ekki fylgst með öllum. Aðallega þeim, sem höfðu á hendi einhver embætti eða öryggislög- reglan, Securitate, hafði áhuga á,“ sagði Cerbu en undir það síðamefnda féllu allir útlendingar; Rúmenar, sem höfðu ekki nema talað við útlending; stjórnmála- menn; kunnir einstaklingar; menntamenn og íþróttamenn svo ekki sé talað um andófsmenn. Reuter Síðastliðinn sunnudag safnaðist nokkur hópur manna saman við bronsstyttu af Lenín í miðborg Búkarests og krafðist þess, að hún yrði brædd upp og máimurinn notaður í kirkjuklukkur. A spjöldum, sem fest voru á fótstallinn, stóð meðal annars: „Er kommúnisminn á burt í raun og veru?“, „Niður með kommúnism- ann“ og „Lærum, lærum, lærum af 45 árum undir kommúnisma". Bretland: Hættir Owen afskipt- um af stjórnmálum? St Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. DAVID Owen, leiðtogi Jafhaðarmannaflokksins í Bretlandi, játti því í fyrsta sinn um helgina, að hann kynni að hætta afskiptum sínum af brezkum sljórnmálum í næstu kosningum. í sunnudagsblaðinu The Ohserver sl. sunnudag birtist frétt um að Owen kynni að hætta afskiptum sínum af brezkum stjórnmálum, sem var höfð eftir ónafngreindum heim- ildarmönnum. i The Times sl. mánu- dag staðfestir Owen, að hann hug- leiði það í fyrsta sinn í alvöru að hverfa úr stjórnmálum eftir næstu kosningar. Owen tekur fram að hann hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um þetta og ætlar að sjá til næstu 18 mánuði. Hann segist vilja gera samning við Verkamannaflokkinn fyrir næstu kosningar. Verka- mannaflokkurinn þurfí á því að halda að sannfæra kjósendur um, að hann hafi breytzt. Frá því að Owen stofnaði Jafnað- armannaflokkinn, hefur fylgi miðju- flokkanna brezku hrapað og er nú í 4-5%. 21 AUGLÝSING Hressir seljendur með gæðavöru á „Kolaportsverði" Kolaportið í stöðugri sókn: Nýtt hitakerfi gj ör- breytir aðstöðunni Allir geta verið með Seljendumir í Kolaportinu eru af öllu tagi og úrvalið af söluvarningi ótrúlegt. Mikið af sölubásunum eru með notaða muni og jafr.vel heilu búslóðirnar, en fleiri þó með nýjar vörur og sumar á ótrúlegu verði. Það hefur reyndar borið á því að verslan- ir auglýsi vörur á „Kolaportsverði" líkt og „Glasgowverð" var áður gott slagorð, en'það þýðir ekki að hlutirn- ir verði að vera á hundraðkall eða minna. Leðurjakkar, pelsar, sófasett og annaö selst vel þó verðmiðarnir hljóði upp á tugþúsundir. Tveir ungir bræður, átta og tíu ára, voru í Kolaportinu í fyrsta skipti að seija margskonar dót úr kompunni sem foreldrarnir höfðu gefið þeim. Eftir daginn höfðu þeir selt fyrir 20 þúsund, sem áttu að fara í ferðasjóð- inn þeirra fyrir næsta sumar og nóg var eftir af dóti til að selja næstu laugardaga. Hópar úr tveimur framhaidsskól- um voru einnig að safna í ferðasjóði og ungmennafélag af Suðurnesjum seldi úrvals fiskmeti af öHu tagi til ágóða fyrir sitt málefni. Nokkrir saumaklúbbar voru greiniiega sam- ankomnir í sama tilgangi og svo mætti endaiaust telja. Pantanasími Kolaportsins Tekið er á móti pöntunum á sölu- básum í síma 687063 kl. 16-18 á virkum dögum og hægt er að panta sölubása allt að þijá mánuði fram í tímann. í þeim síma eru einnig allar nánari upplýsingar veittar um starf- semi Kolaportsins. Það er alltaf góð stemmning á Kolaportsmarkaðnum á laugardög- um, en aðstandendur hans voru þó í sérstaklega miklu hátíðar- skapi síðasta laugardag. Þann dag var einmitt tekið í notkun stórt og mikið hitakerfi sem gjörbreyta mun aðstöðunni, að sögn Helgu Mogensen, frumkvöðuls markaðstorgsins. „Með þessu erum við nú reyndar ekki að reyna að breyta Kolaportinu í neinn aldingarð með pálmum og suðrænum ávöxtum, en það er mikill munur að koma nú að Kolaportinu 15 gráðu heitu á laugardagsmorgni, þegar frost er kannski búið að vera alla vikuna," segir Helga, en hingað til hefur Kolaportið verið algjörlega óupphitað. Hálf miljón gesta Kolaportsmarkaðurinn hóf göngu sína 8. apríl í fyrra og á þessu tæpa ári er talið að samtals hafi nálægt hálf milljón gesta komið þar við á laugardögum. „Ég vissi ekki hveiju við mátttum eiga von á og í byijun voru eflaust einhveijir sem töldu hug- myndina hreinlega fáránlega og að þetta gæti aldrei gengið, en reynslan hefur svo sannarlega sýnt annað og mér virðist ljóst, að Kolaportsmark- aðnum verði haldið áfram um ókomna framtíð. Seljendur eru að meðaltali um eitt hundrað talsins og við leggjum mikla áherslu á, að sífellt séu nýir söluaðil- ar að koma inn með sem fjöibreytt- ast vöruúrval. Ég held reyndar að það sé lykilatriði varðandi þessar vin- sældir Kolaportsins að fólk geti kom- ið laugardag eftir laugardag og alltaf fundið tugi nýrra söluaðila með nán- ast allt milli himins og jarðar." Þverskurður þjóðfélagsins „Hér sjáum við fólk úr öllum stétt- um þjóðfélagsins skemmta sér kon- unglega, bæði við að selja og koma í heimsókn. Ég held reyndar að það sé ekki til annar eins vettvangur að hitta gamla vini og rifja upp gömul kynni; það sýnir sig vel í kaffisölunni okkar, þar sem fólk dvelst tímunum saman.“ við okkur og ef þeir komast ekki sjálf- ir í Kolaportið, værum við fús að taka við ábrestinum og annast söluna fyrir þá.“ Meira af búslóðum „Þá fáum við einnig aldrei nóg af búslóðum í Kolaportið og á það sér- staklega við um húsgögn og heimilis- tæki. Fólk, sem kemur hér með stóra sendibíla fulla af búslóðum, er iðulega að kveðja okkur um hádegið, búið að selja allt sem það kom með. Ég held að þetta hljóti að vera þægilegri leið en að auglýsa í blöðum og gera svo ekki annað en svara í símann næstu vikuna." Stöðug þróun „Við höfum lært mikið síðan við byij: uðum í Kolaportinu," segir Helga. „í byijun leyfðum við seljendum t.d. að koma hér inn með vörurnar í bílum á morgnana, en nú aðstoða starfs- menn okkar við að setja þær á vöru- bretti í anddyrinu og rafmagnslyftar- ar sjá síðan um að koma þeim í rétta sölubása. Þannig höfum við losnað við mengun, óhreinindi og slysa- hættu, sem margir kvörtuðu yfir í byijun. Það hefur verið lán okkar að hér hafa aldrei orðið teljandi óhöpp, en við leggjum áherslu á það að kaup- endur komi ekki fyrr en undirbúningi er að fullu lokið klukkan tíu.“ Broddurinn vinsæll „Ég get varla ímyndað mér nokkra vörutegund eða þjónustu sem ekki er hægt að selja eða kynna með góð- um árangri í Kolaportinu, en ef ég ætti að nefna einhveija eina vöru sem þá vinsælustu, hlýtur það að vera broddurinn," segir Helga. „Við fáum oft í heimsókn kvenfélög af lands- byggðinni með brodd, en það er sama þó komið sé með mörg hundruð lítra, það fá aldrei allir sem viija. Ég vil því skora á alla, sem hafa yfir þessu góðgæti að ráða, að hafa samband

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.