Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 31 Benedikt Tómasson læknir — Kveðjuorð Fæddur 6. desember 1909 Dáinn 10. janúar 1990 Benedikt Tómasson fæddist í Hólum í Eyjafirði 6. desember 1909. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlína ljósmóðir Einarsdóttir og Tómas Benediktsson, bóndi. Föðurbróðir Benedikts var Sigtryggur, hótel- haldari á Akureyri, faðir Jóns próf- essors í tannlækningum og móður- afi Hannesar Péturssonar skálds. Benedikt var heilsulítill í uppvexti og því ekki vel fallinn til líkamlegrar vinnu eða starfa við búskap. Aftur á móti var hann bókhneigður og næmur, og þegar í æsku stóð hugur hans til langskólanáms. Gekk sú óskk hans eftir, og settist hann 1929 í 3. bekk Gagnfræðaskólans, síðar Menntaskólans á Akureyri. Þar lauk hann 4 vetra námi á 3 árum og varð stúdent þaðan 1932. í 6. bekk var hann umsjónarmaður skóla. Hann var jafnvígur á flestar náms- greinar. Var honum sýnt um stærð- fræði, sem virtist liggja opin fyrir honum, og hann hafði einnig orðg- áfu og næma málkennd. Hann var smekkvís og hagur á laust mál og var hagmæltur en fór dult með. Við próf sín hlaut hann ágætan vitriis- burð. Snemma kom í ljós, að Bénedikt hafði hlotið í vöggugjöf- ríka tónlist- argáfu og næmt tóneyra, og lærði hann það, sem fátítt var í sveitum í þá daga, að lesa nótur og leika á orgel og síðar á píanó. Mun þar að mestu leyti hafa verið um sjálfsnám að ræða hjá honum, en engu að síður náði hann furðu mikilli leikni í píanó- leik á leikmanna vísu. Á fullorðinsár- um naut hann þess mjög að leika á píanó lög eftir Bach, Chopin og önn- ur sígild tónskáld. Hann lék yfirleitt ekki á hljóðfæri fyrir aðra heldur nær einvörðungu fyrir sjálfan sig sér til ánægju og yndisauka. Eftir stúdentspróf lagði Benedikt stund á læknisfræði við Háskólann og vann fyrir sér með kennslu jafn- hliða náminu. Hann var kennari við Menntaskólann á Akureyri veturinn 1933-1934 og við Samvinnuskólann í Reykjavík 1934-1937. Læknisprófi lauk hann 1938. Að lokum tilskildum héraðslækn- is- og námskandidatsstörfum stund- aði Benedikt framhaldsnám í geð- sjúkdómum á Kleppsspítala hátt á annað ár. Þá skipti hann um starfs- grein og gerðist skólastjóri Flens- borgarskólans í Hafnarfirði 1941 og gegndi þeirri stöðu í 15 ár. Eftir það breytti hann enn á ný um starf og snéri sér þá aftur að læknisfræði. Áriin 1955-1956 kynnti hann sér skola- og íþróttaheilsufræði á Norð- urlöndum og í Bretlandi og var síðan skólayfirlæknir 1956-1972 og jafn- framt fulltrúi landlæknis 1960- 1972. Upp frá því var hann lausráð- inn til sérstakra starfa við land- læknisembættið 1973-1985. Um ævina fékkst Benedikt allmik- ið við ritstörf, samdi kennslubækur í heilsufræði handa unglina- og framhaldsskólum og Reikningsbók handa framhaldsskólum I ásamt Láruis Bjarnasyni og II ásamt Guð- mundi Arnlaugssyni. Nokkrar þýð- ingar á bókum lét hann frá sér fara. Skýrslur samdi hann um heilbrigði manna á íslandi 1880-1895. Heil- brigðisskýrslur landsins 1958-1982 samdi hann. Hann þýddi og annaðist útgáfu á Hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá, VIII. endur- skoðun ásamt Julíusi Siguijónssyni 1971 og sömu bók IX. endurskoðun 1982. Auk þessa skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit. Ævisaga Vilmundar Jónssonar birtist eftir hann í Andvara 1984. Haustið 1986 var hann gerður að heiðursdoktor í læknisfræði á 75 ára afmæli Háskólans fyrir störf sín að Heilbrigðisskýrslum og rit sín um heilbirgðismál. Benedikt giftist 1939 Sigríði dótt- ur Guðbrands prófasts Björnssonar í Viðvík í Skagafirði. Þau skildu. Dætur þeirra eru Ragnhildur, lög- fræðingur, gift Asgeiri Jónssyni, lækni, og eiga þau þtjár dætur upp- komnar og Þorgerður, lögfræðingur. Árið 1957 giftist Benedikt Maj-lis Ajlfors, ættaðri frá Finnlandi, og lif- ir hún mann sinn. Benedikt vann störf sín af alúð og kostgæfni. í öllu smáu jafnt sem stóru, sem hann tók sér um ævina, kom vel fram samviskusemi hans, vandvirkni og óbrigðul nákvæmni. Hann var rökvís, glöggskygg á aðal- atriði í því, sem hann beindi hugan- um að hveiju sinni og hafði góða dómgreind. Hæfíleikar hans voru miklir og fjölþættir, hann var skarp- ur og skýr í hugsun og brá oft birtu á það, sem á góma bar í samtali. Námskeið sem hefjast á næstunni. SÖLUTÆKNI FYRIR AFGREIÐSLUFÓLK. Þú lærir að gera þér grein fyrir sterku og veiku hliðum fyrirtækisins, markaðnum og samkeppninni. Einnig um vöruþekkingu, þjónustu og persónulega sölumennsku. Leiðbeinandi: Hulda Kristinsdóttir. AÐ GERA VIÐ BÍLINN SINN. Þú lærir að fylgjast með bílnum og halda honum við. Skipta um platínur, kerti, viftureim og bremsuklossa og annast minni viðgerðir. Leiðbeinandi: Elías Arnlaugsson. FUGLASKOÐUN. Þú lærir að þekkja íslenska varpfugla, far- og vetrargesti og hvar og hvernig best er að fylgjast með þeim. Fuglaskoðunarferð um Suðurnes í lokin. Leiðbeinandi: Jóhann Öli Hilmarsson. FLUGUHNÝTINGAR. Föndur laxveiðimannsins. Þú lærir að hnýta sjálf/ur flugurnar sem þú veiðir á. Leiðbeinandi: Sigurður Pálsson. HLÍFÐARGASSUÐA. MIG/MAG og TIG suða. Kennd aðferðin, undirbúningur, val og hreinsun efnis, stilling og meðferð véla og um suðugalla og orsakir þeirra. Leiðbeinandi: Alfreð Harðarson. Nánari upplýsingar um stað, tíma og verð: TÓMSTUNDA SKOUNN Skólavöróustig 28 Sími 621488 Þó að hann væri hneigður fyrir stærðfræði og tónlist, voru höfuðá- hugamál hans og hugðarefni, þegar út fyrir starfið kom, tengd við iðju humanista og mannhyggju. hann var síleandi í frístundum sínum, las blöð og tímarit, og fylgdist vel með því, sem gerðist í samfélaginu á hveijum tíma. Læknisfræði las hann, sálar- fræði og einnig heimspeki, en mest las hann bókmenntir, sígild skáldrit, skáldskap og ljóð. Ýmist las hann ritverk stærri og smætti í samfellu, eða hann hafði þann háttinn á að hafa margar bækur í takinu og greip þá niður í þær hér og þar, eftir því sem honum lék hugur á hveiju sinni. Bókasafn hans var ekki ýkja stórt, en í því voru mestmegnis úrvals bækur i þeim greinum bókmennta, sem hann hafði áhuga á. Ástríðufull- ur bókasafnari var hann aldrei. Af útlendum höfundum, sem hann las mikið má nefna forngrísku harm- leikjahöfunda, Shakespeare, Ibsen og Jaroslav Hasek, svo að fáir einir séu tilgreindir. Af innlendum bók- menntum voru -honum kærust forn- ritin, ritverk Halldórs Laxness, sem hann las mjög mikið, og framar öðru ljóð íslenskra höfuðskálda á síðustu og þessarri' öld auk ljóðaþýðinga Magnúsar Ásgeirssonar og Helga Hálfdánarsonar. Dáði hann Helga mikið bæði fyrir þýðingar hans á erlendum ljóðum og leikritum Shakespeares og einnig fyrir skrif hans um bókmenntir. Hann var mjög svo hrifínn af grein Helga um Jónas Hallgrímsson og Heine í Tímariti Máls og menningar 1978. Á síðustu árum tók Benedikt til við að læra utanbókar kvæði sum þeirra löng eftir Jónas Hallgrímsson og Grím Thomsen ekki til að styrkja minnið í ellinni, heldur til þess að hann nyti kvæðanna betur með þeim hætti en ella. Óhætt má segja, að Benedikt hafí haft mjög þroskaðan bókmenntasmekk, þó að smekkur í þeim efnum sem öðrum sé að sjálf- sögðu oftlega einstaklingsbundinn og breytilegur frá einum til annars. Hvað sem því líður var Benedikt fagurkeri út í fíngurgómana. Hermt hefur verið og haft fyrir satt, að sannleikur sé ekki það, sem hægt sé að höndla heldur sé hann hlífískjöldur yfír því, sem alltaf verð- ur að vera í áframhaldandi þróun. Því hefur verið haldið fram, að það að vera menntaður sé ekki að kom- ast í ákvörðunarstað heldur að ferð- ast með n ýju útsýni, væntanlega því, sem fær áfram dýpkað og víkkað sjónina. Benedikt hélt áfram með 1 estri sínum að dýpka skilning sinn á tilverunni, auka á víðsýni sitt, glæða með sér réttsýni, hlutlægni, dómgreind og skyn á lífsverðmæt- um. Ekki var hann óskeikull í álykt- unum sínum, ekki komst hann í ákvörðunarstað. Hann var framar öðru menntamaður, um leið human- isti og vitmaður og hafði áhrif á suma þá, sem höfðu af honum kynni. Af honum mátti margt læra. Benedikt var ekki metnaðargjam í venjulegum skilningi þess orðs. Hann var í eðli sínu hlédrægur, sótt- ist ekki eftir mannvirðingum og háum stöðum og hlaut því ekki frama í hlutfalli við hæfileika sína. Langa ævi var hann hijáður af van- heilsu, sem hefur líklega dregið úr baráttuhug hans í lífínu. Hann kom ekki til fjallsins og fjallið kom þá heldur ekki til hans. En hann átti sér annan metnað, sem í mörgum tilvikum skiptir meira máli en stöðu- metnaður. Það var starfsmetnaður, sem kom fram í því, að hann vand- aði öll sín verk stór og smá svo sem best hann mátti. Hann var sæll af verkum sínum. Ekki var Benedikt mannblendinn eða félagslyndur maður, uppgekkst aldrei marga en átti sér allt um það nokkra vini, sem hann ræktaði vin- áttu við. Hann naut samvista við þá, ekki síst á þeim stundum, þegar „funi kveikist af funa“, orð af orði, hugsun af hugsun. Á síðari árum týndu vinimir tölunni, heltust úr lestinni, eins og gerist í ellinni og átti hann þá fáa til að blanda geði við úr hópi þeirra, sem höfðu svipuð áhugamál og áþekkan bakgmnn og hann. Bót í máli var honum þá, að hann átti að félögum andans menn frá öllum tímum og „hugur hans hljóðlega hafði klífað stigann frá stafrófí til stjörnukerfa", eins og Stephan G. kvað um Ólaf frá Espi- hóli (1835-1919). Á síðustu árum ágerðist vanheilsa Benedikts og vanlíðan, og einum vom 2-3 undanfarin ár honum erfíð. Seinasta árið var hann öðru hvom við rúmið, var þó um kyrrt lengstum á heimili sínu, sem var honum mjög kært. Annaðist kona hans hann þar af frábærri umhyggjusemi og nær- fæmi. Hinn'9. janúar lagðist hann inn á Landspítalann, þar sem hann Jést næstu nótt. Skýrleika hugarins hélt hann til hinsta dags. Að leiðar- lokum er honum þökkuð áratuga vinátta og trygglyndi svo og við for- eldra þess, sem þetta skrifar. Eftir- lifandi eiginkonu hans, dætrum og öðmm vandamönnum er vottuð hlut- tekning við fráfall hans. Ólafur Sigurðsson, læknir. ISLANDSBANKI Veðdeild íslandsbanka kt. 421289-9569 Suðurlandsbraut 30, Reykjavík Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1990 Heildarfjárhæð kr. 1.000.000.000. Útgáfudagur 4. janúar 1990 Flokkur Gjalddagi Upphæð 1.H.A1990 04.04.1992 75.000.000 1.11. B1990 04.10.1992 75.000.000 1.I1.C1990 04.04.1993 75.000.000 1.11.D1990 04.10.1993 75.000.000 l.fl.E 1990 04.04.1995 200.000.000 1.11. F 1990 04.10.1995 200.000.000 1.H.G1990 04.04.1996 100.000.000 1.I1.H1990 04.10.1996 100.000.000 l.fl.l 1990 04.04.1997 50.000.000 l.fl.J 1990 04.10.1997 50.000.000 Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu. Grunnvísitala er 2771. Ávöxtun yfir hækkun lánskjaravísitölu er nú 7,0%. Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Slmi 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.