Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 9 GLUGGINN auglýsir: Opnum á morgun eftir breytingar. Full búð af okkar viðurkennda þýska og svissneska kvenfatnaði. GLUGGINN, Laugavegi40. Fyrir viðskiptavin auglýsum við Mercedes Benz 280 GE (jeppa), árgerð 1986. Bíllinn er ríkulega búinn aukahlutum og mjög lítið ekinn. Nánari upplýsingar gefur Stefán Jónsson f sfma 619550. frákl. 18öll kvöld. Þríréttadur málsverdur áaóeinskr. 1.895,- Borðapantanir í símum 33272eða 30400. HALLARGARÐIIRIHN Húsi verslunarinnar (MWéshs? Ríkisforsjáin er hemill á framfarir og Iffskjör Staksteinar glugga í ávarp Jóhanns J. Ólafssonar, formanns Verzlunarráðs íslands, í nýútkominni ársskýrslu ráðsins. Hann segir m.a.: „Við höfum treyst meira á ríkisforsjá og opinber af- skipti af atvinnulífi en nokkur önnur þjóð Vesturlanda. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum að auka viðskiptafrelsi og leggja niður ríkisrekstur í viðskiptum"! Þetta er rétt. Og haftakerfið hefur reynzt hemill á framfarir og lífskjör, hér sem hvarvetna annars staðar. Þá verður staldrað við forystugrein fréttabréfs Félags íslenzkra iðnrekenda. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS ÁRSSKÝRSLA 1988-1989 ^ ISLENSKUR IÐNADUR fn A DÖFIIMIMI Framleiðsla í iðnaði virðist hafa dregist saman um 3,5% milli áranna 1988 og 1989 Tilraun sem endaði í ijúk- andirústum Jóhaiui J. Ólafsson segir í Ársskýrslu Verzl- unarráðsins: „Hvenær eru timamót? Eru þau þegar flóðið hefet, eða þegar stíflan brestur? Hvaða flóð var það sem ruddi Berlín- armúmum burt 9. nóv- ember sl.? Var flóðið ekki árangur hins f'rjálsji at- ■ vinnulífe á Vesturlöndum og í Austur-Asíu sem hefur skapað áður óþekkta velmegun? At- burðimir í Austur-Evr- ópu sýna að ríkisforsjá og ríkisrekstur í atvinnu- lífi er ein dýrasta tilraun í þjóðfélagsmálum sem mannkynið hefur lagt í. Þessi tilraun skilur við atvinnulif Austur-Evrópu sem ijúkandi rústir. Frjálshuga menn um heim alian vona að þessir atburðir ásamt samein- ingu Evrópu skapi betri irið og enn betri lífekjör í heiminum.“ Veikasti gjald- miðill V-Evr- ópu! Formaðurinn heldur áfram: „En hvaða áhrif liafa þessir atburðir á okkur? Við höfum treyst meira á rikisforsjá og opinber afskipti af atvinnulifinu en nokkur þjóð Vestur- landa. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum að auka viðskiptafrelsi og leggja niður rikisrekstur í viðskiptum. Við gerum jafnvel frekari tilraunir í þessum efiium löngu eftir að fengizt hefiir staðfest að þær geta ekki skilað árangri. Skattar eru hækkaðir árvisst hér á landi meðan ríkisstjómir hvarvetna í kringum okkur reyna að ná fram samdrætti í ríkisumsvifiim og helzt lækkun skatta. Ríkið er að leita eftir auknum eignarhluta i Islenzkum aðalverktökum, ríkið kaupir sig inn í útflutn- ingsfyrirtæki sem hafa verið látin veslast upp, og háværar raddir heyr- ast um þjóðnýtingu fiski- miðanna. Höft á gjald- eyrisviðskiptum em enn við lýði og fylgifiskur þeirra er veikasti gjald- miðill Vestur-Evrópu. Skilyrði þess að við getum fylgt efiiahags- þróun nágranna okkar og opnað hagkerfi okkar eins og Austur-Evr- ópubúa langar svo til að gera, er að eiga sejjan- lega mynt sem ber raun- vexti. Einnig þarf að sigr- ast á verðbólgunni. Til þess að gera þetta mögu- legt þurfum við heilbrigt efhahagslíf þar sem fyrir- tækin skila raunveruleg- um hagnaði." Hagvöxtur og iðnaður í forystugrein „Á döf- inni“ segir að iðnaðar- framleiðsla hér á landi hafi dregizt saman um 3-4% árið 1989 eða nokkm meira en 1988. Samkvæmt því hefur iðn- aðarframleiðslan aðeins aukizt um 16% á síðustu 10 ámm (enghi stóriðja hefur bætzt við í áratug). Blaðið segir: „Það er mikið áliyggjuefni hve hagvöxt- ur á Islandi hefur verið lítill síðustu tíu árin og ekki síður, hve iðnaðar- fhunleiðsla hefur vaxið lítið... Það er alveg óvtírætt að hagvöxtur á næsta áratug verður þvi aðeins að iðnaðaiframleiðslan vaxi mun meira en verið hefur. Framleiðsla fyrir heimamarkað þarf að aukast, framleiðsla til útflutnings þarf að auk- ast, ný stóriðja þarf að koma til og framleiðsla fiskiðnaðar þarf að auk- ast með því að ná má meira verðmæti úr hverju tonni af afla, þar sem ólíklegt er að afli geti aukizt að marki". Meginatríðin þijú Höfundur leiðarans nefiiir þijú meginmark- mið, sem nást verði, til að tryggja grósku í iðn- aði hér á landi. í fyrsta lagi að ná niður verð- bólgu og tryggja stöðug; leika í efiiahagslífinu. I annan stað þurfi að breyta hagkerfi okkar: auka frelsi í gjaldeyris- málum, breyta skatta- legu umhverfi atvhmu- rekstrar og treysta eftia- hags- og viðskiptasam- vinnu áalþjóðlegum vett- vangi. í þriðja lagi þurfi að nýta innlendar orku- lindir tíl iðnaðarupp- byggingar með aukinni stóriðju. Orðrétt segir: „Aðeins ef allt þetta gerist, er von til þess að hagvöxtur á íslandi i. framtíðinni verði það mikill að við getum liald- ið í við lífekjör hjá þeim þjóðum sem við verðum að bera okkur saman við.“ Undir þetta skal tekið. Við verðum að búa islenzku atvhmulífi hlið- stæða samkeppnisstöðu og hagkerfi V-Evrópu- rikja gerir. Haftasjónar- mið rikissfjómar Stein- gríms Hermannssonar em Þrándur í Götu á vegferð okkai- til aukins fijálsræðis. LAN GTÍMAÁVÖXTUN VÍB Hálf milljón getur orðið að 1.380 þúsundum Hjón á 55. aldursári leggja íyrir hálfa milljón króna og ávaxta til sjötugsaldurs í verðtryggðum skulda- bréfum sem bera 7% vexti. Fjárhæðin ásamt vöxtum og vaxtavöxtum nemur joá 1.380 þúsund krónum. Og þá á eftir að bæta verðbótunum við. Upphaflega fjárhæðin hefur meö öðrum orðum 2,7-faldast að raunvirði á 15 árum. Verið velkomin í VÍB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.