Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 7 Sólarlandaferðir: Yeröld-Pólaris skiptir við spænskt flugfélag McDonnell Douglas MD-83, þota sömu tegundar og þotur spænska flugfélagsins Oasis, sem flytur far- þega Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar-Pólaris til sólarlanda í sumar. FERÐAMIÐSTÖÐIN Veröld- Pólaris hefur samið við spænska flugfélagið Oasis um leiguflug til sólarlanda í sumar. Flogið verður vikulega til Mallorka og Ibiza annarsvegar og Benidorm Andri í höfn vegna bilunar ANDRI BA, skip íslenska út- hafsútgerðarfélagsins, þurfti að leita hafiiar á föstudag vegna bilunar í vatnseimingartæki um borð í skipinu en vonast var til að skipið gæti farið á miðin á ný á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Halldórssonar fram- kvæmdastjóra útgerðarinnar. Andri BA hefur fengið eitt 18 tonna hal til vinnsíu. Gulkoli (yellowfin sole) var tæplega 40% af aflanum, ufsi 23%, steinkoli (rock sole) 13,5% og þorskur 7%. „Það er sýnilega erfitt að ná end- um saman með þessum kola, eins og við reyndar óttuðumst, en það fer að styttast í þessari kolavertíð, hvað sem síðan tekur við,“ sagði Ragnar Halldórsson í samtali við Morgunblaðið. „Útkoman er miklu verri en við gerðum ráð fyrir í upphafi vegna þess hve aflinn hefur verið gífurlega blandaður. Það er miklu meiri vinna að að- skilja 6-8 tegundir en tvær eða þijár. Hins vegar vonumst við til að fá heimild til að vinna meiri þorsk í næsta mánuði.“ Skipaskoð- un og skrán- ing hækkaði um 11-15% GJÖLD fyrir skoðun, skráningu og mælingu skipa hækkuðu í flestum tilvikum um 11-15% um áramótin. Skipagjöldin hækk- uðu almennt um 11% og eftirlit með nýsmíði um 15%. Skipagjöldin, sem m.a. eru greidd fyrir skoðun skipanna, hækkuðu um 11%. Þá kom til framkvæmda gjaldskárhækkun sem fyrirhuguð var fyrir ári, en svo langt var komið fram á árið þegar Siglingamálastofnun fékk hana staðfesta að ákveðið var að láta hana koma til framkvæmda nú um áramót. Skipagjaldið er á bilinu 5.500 krónur til 107.000 krónur á skip eftir stærð. Sem dæmi má nefna að skipagjald 251 til 500 brúttórúmlesta skips sem flokkað er hjá Siglingamálastofnu- in ríkisins hækkaði úr 58.500 í 65.200 krónur. Ef skip þetta er flokkað hjá viðurkenndu flokkun- arfélagi er gjaldið lægra, eða 39.100 kr. Gjöld fyrir eftirlit með nýsmíði hækkuðu um 15%. Samþykkt á teikningum báts sem er 8 til 10 metra langur hækkaði úr 20.000 í 23.000 kr. Hleðslu- og stöðug- leikaprófun ásamt reynslusiglingu kostar 14.200. Útgáfa skráningarskírteinis kostar 2.600 kr., hækkaði um 13% o g útgáfa þjóðernisskírteinis hækkaði úr 4.700 í 5.400, um 15%. Þ.ÞORGRfMSSON&CO T-TARma PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 og Costa del sol hins vegar. Flugvélarnar eru nýlegar McDonnelI Douglas MD-83, 163 sæta, en þessar vélar eru nýj- asta afbrigðið af DC-9 þotunum sem þekktar eru. MD-83 þoturnar eru tveggja hreyfla og þurfa ekki að millilenda á leiðinni til þessarra áfangastaða. Flogið er dagflug, farið frá Spáni klukkan 10-11 að morgni að stað- artíma og héðan aftur um klukkan 13.30 til 14. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamiðstöðvar- innar Veraldar-Pólaris, segir að ferðaskrifstofan hafi lengi verið í samningum við Flugleiðir og Úr- val-Útsýn um leiguflugið. Samn- ingar hefðu ekki tekist, ekki síst vegna þess að Flugleiðir hefðu ekki getað sinnt þörfum fyrirtæk- isins. Hann sagði að það verð sem samið hefði verið um við Oasis væri fyllilega samkeppnisfært við það verð sem Flugleiðir hefðu boð- ið. Þá væri það mikill kostur að geta boðið farþegunum upp á dag- flug. Tryggðu þér lægri ferðakostnað með Veröld í sumarleyfinu og pjakkaafslátt að auki Að ferðast í sólina í sumar er orðið mun ódýrara en í fyrra og í mörgum tilfellum munar það tugum þúsunda fyrir fjölskylduna. Bókaðu strax og njóttu lága verðsins og fyrir barnafólkið minnum við á pjakkaferðirnar. Benidorm Fyrir 4 manna Qölskyldu sem gistir á Europa Center þann 5. júlí kostar aðeins kr. 156.600,-12 vikur. Verð p. mann kr. 39.150,- Mallorka Þann 19. júní á Sea Club, glæsilegu nýju hóteli á Alcudiaströndinni, kostar nú aðeins kr. 159.900,- fyrir fjölskylduna í 2 vikur. Verð p. mann kr. 39.975,- Costa del Sol Þann 21. júní á Benal Beach 1 íbúð með einu svefnherbergi fyrir 4 manna fjölskyldu, kostar nú aðeins kr. 171.600,- í 2 vikur. Verð p. mann kr. 42.900,- Páskaferðir Benidorm 10. apríl - uppselt AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK, SÍMI: (91) 622011 & 622200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.