Morgunblaðið - 28.02.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990
15
Nú þegar kólnar og dimmir
eftir Arnór
Hannibalsson
Nú næðir um þá, sem borið hafa
blak af alræðisstjórnum í Austur-
Evrópu. Hver af annarri hafa þær
fallið við lítinn orðstír. Þetta gleður
aila sem unna mannréttindum. Um
langt árabil hefur fólk í þessum
löndum orðið að þola líf, sem engu
mannlegu líkist. yfirvöldin hafa
mokað yfir fólk lygum og blekking-
um. Hver sá, sem vogaði sér að
bera fram frjálst orð, var umsvifa-
laust handtekinn og látinn sæta
hörðum kárínum. Yfirvöld beittu
ofbeldi og grimmd til að halda sér
við völd. Þetta átti við um öll lönd
þessa heimshluta. Menntamenn, rit-
höfundar og listamenn, sem ekki
voru auðsveipir, voru ofsóttir. Þeir
gistu fangelsi, voru reknir úr landi
eða þá að þeir flýðu, ef tækifæri
gafst. Solzhenítsyn var skutlað yfir
járntjaldið með valdi. Allir helztu
skapandi listamenn Sovétríkjanna
sáu sér þann kost vænstan að hasla
sér völl á Vesturlöndum. Árið 1968
vísaði flokksvaldið í Póllandi öllum
helstu menntamönnum landsins í
útlegð. Andrúmsloftið var kæfandi
í Rúmeníu og Ungverjalandi. Hress
andblær barst út um þennan hluta
Norðurálfunnar með Samstöðu í
Póllandi. Þótt hún væri barin niður
með valdaráni hersins og Jarúz-
elskís, varð þrá manna eftir eðlilegu
mannlífi ekki slitin úr bijósti þeirra.
1968
I Tékkóslóvakíu þurfti hugaða
menn til að útbreiða orð um frelsi.
En þeir voru samt til. Eftir innrásina
1968 settust þar að völdum í skjóli
skriðdreka vesöl sovétþý, rúin öllu
siðferði og trausti. Þau víluðu ekki
fyrir sér að þagga niður í þeim (jafn-
vel endanlega) sem voguðu sér að
mæla satt orð af vörum. Víða um
heim reyndist einnig vera til fólk,
sem lýsti yfir stuðningi við þá Tékka
og Slóvaka sem börðust staðfastir
fyrir heiðri föðurlandsins.
Þekking og viðbrögð
Á íslandi var flokkur, sem barðist
ötullega fyrir því, að við Islendingar
yrðum að lúbörðum örbjargalýð að
hætti Austur-Evrópu. Forystumenn
þessa flokks segja nú, að þeir hafi
lítt skipt við bræðraflokkinn í Tékkó-
slóvakíu eftir 1968. Innan þessa
flokks var hópur fólks sem þekkti
vel til mála í því landi (og var einn
sá er vann fyrir IUS í Prag — Alþjóð-
asamband stúdenta, en það er gert
út af Alþjóðadeild sovézka kommún-
istaflokksins í Moskvu). Nú skyldi
mega ætla, að þetta fólk tæki upp
einarða baráttu fyrir málstað rétt-
lætisins. En það hefur farið ósköp
eitthvað lítið fyrir henni. Rithöf-
undurinn Ludvik Vaculik gaf út
yfirlýsingu er hann kallaði 2000 orð.
Síðan kom Charta 77 til skjalanna.
Þeir sem störfuðu fyrir hana fengu
hina venjulegu meðferð: þeir voru
reknir úr vinnu, handteknir, fangels-
aðir eða reknir úr landi. Var þá
ekki þessi Alþýðubandalagshópur,
sem þekkti til í Tékkóslóvakíu, fyrst-
ur á vettvang með stuðningsyfirlýs-
ingar? Þær voru ósköp eitthvað lág-
værar og fór lítið fyrir þeim. Reynd-
in var nefnilega sú, að þetta fólk
þagði og bað um gott veður hjá
Gústavi Húsak. Það lagði sig í líma
að segja ekkert sem hinum heittelsk-
aða þjóðarleiðtoga gæti mislíkað,
eða sendimönnum hans hér á landi.
Mótmælti það, þegar Vaclav Havel
var fyrst fangelsaður? Eða þá þegar
honum var slengt inn fyrir múrana
síðastliðið sumar? Fáar voru fréttir
af því.
Arnór Hannibalsson
„Sama fólkið og horfði á
mannhatrið eitra allt
þjóðlíf í Tékkóslóvakíu án
þess að hreyfa legg né lið
og hjálpaði ekki einu orði
því fólki sem barðist gegn
ofureflinu — fékk nú allt
í einu málið og gat lýst
því fjálglega hvílík hetja
Havel var í þeirra aug-
um.“
Blaðinu snúið við
En nú brá nýrra við, er forseti
Tékkóslóvakíu, Vaelav Havel, kom
til íslands. Þetta sama fólk safnað-
ist við hótel Sögu til að hylla forset-
ann, er hann bar þar að garði, og
það stormaði í útvarp og sjónvarp
til að tala um Havel, rétt eins og
hann hefði verið einkavinur þeirra
og uppáhaldshetja um árabil. Því
var lýst yfir, að koma Havels hingað
til lands væri stór dagur fyrir sósía-
lista! Sama fólkið og horfði á mann-
hatrið eitra allt þjóðlíf í Tékkósló-
vakíu án þess að hreyfa legg né lið
og hjálpaði ekki einu orði því fólki
sem barðist gegn ofureflinu — fékk
nú allt í einu málið og gat lýst því
Ijálglega hvílík hetja Havel var í
þeirra augum.
Þá var smekkvísin slík, að haft
var uppi spjald, til að sýna Havel,
og með áletrun: „Við viljum ekki
heldur erlendan her.“
Atlantshafsbandalagið var stofn-
að í kjölfar valdaráns kommúnista
í Tékkóslóvakíu. Það hefur haft
áhrif á gang mála í Austur-Evrópu
með því að sýna órofa samstöðu um
þá stjórnskipan, sem leyfir lýðræði
og mannréttindi, og með því að sýna
vilja til að veija hana. Það er
ósvífni að bera saman stöðu Tékkó-
slóvakíu í Varsjárbandalaginu eftir
blóðuga innrás heimsvaldasinnaðs
stórveldis og þátttöku íslands í varn-
arsamstarfi Átlantshafsríkjanna.
Afstaða manna til þjóðmála er
ætíð öðrum þræði afstaða til sið-
gæðisgilda. Menn taka siðgæðislega
afstöðu með því að láta sér í léttu
rúmi liggja, er meðbræður okkar
voru hundeltir, barðir og svívirtir
austantjalds fyrir það eitt að hafa
sína trú eða fijálslegar skoðanir.
Þeir sem þá afstöðu tóku eiga að
kannast við hana. Það er ekki hátt
siðgæðisrisið á þeim sem allt í einu
verða meðmæltir lýðfrelsi og mann-
réttindum, þegar það er ekki lengur
óþægilegt eða hættulegt.
Höfundur er prófessor í heimspeki
við Háskóla íslands.
KYOLIC
Eini alveg Iyk1;grlausi hvítlaukurinn.
2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán.
+ 4 mán.) sem á engan sinn líka í
veröldinni.
Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur.
Er gæðaprófaöur 250 sinnum á
framleiðslutímanum.
Á að baki 35 ára stöðugar rann-
sóknir japanskra vísindamanna.
Lífrænt ræktaður í ómenguðum
jarðvegi án tilbúins áburðar eða
skordýraeiturs.
Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar
hitameðferð.
Hiti eyðileggur hvata og virk efna-
sambönd í hvítlauk og ónýtir
heilsubætandi áhrif hans.
- KYOLIC DAGLEGA -
Það gerir gæfumuninn
KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja-
verslunum og víðar.
Heildsölubirgðir
LOGALAND
heildverslun, Símar 1-28-04.
SKIPA PLÖTUR - INNRETTINGAR
SKIPAPLÖTUR i LESTAR
, V BORÐ-SERVANT PLÖTUR
IWC HÓLF MED HURÐ
y BAÐHERBERGISÞIUUR
LAMETT Á GÓLF - B0RDPLÖTUR
N0RSK VIÐURKENND HÁGÆÐA VARA
Þ.ÞORGBlMSSON&CO
Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640
N fœrð ekki
dsind ó þig
Diörg skref ef þú
hringir ú kvöldin
og nm helgor
ad er mun ódýrara aö hringja eftir
kl. 18 virka daga og um helgar.
Á þeim tíma getur þú talað í allt
að 12 mín. áður en nœsta skref
er talið.
Dagtaxti innanbœjar erfrá kl. 08
til 18 mánudaga til föstudaga og
kvöld- og helgartaxti frá kl. 18 til
08 virka daga ogfrá kl. 18 á föstu-
degi til 08 ncesta mánudag.
Kvöldið er tilvalið til að hringja
í cettingja og vini og spjalla um
daginn og veginn.
Síminn er ódýr, skemmtilegur og
þœgilegur samskiþtamáti.
Því ekki að nofann meira!
PÓSTUR OG SIMI
Við spörum þér sporin.
Dcemi um verð á símtölum innanbœjar
eftir pví hvencer sólarhringsins er:
Lengd símtals 6 mín. lOmín. 30 min.
Dagtaxti kr. 5,23 kr. 10,47 kr. 25,42
Kvöldtaxti kr. 4,11 kr. 6,73 kr. 14,20
Nætur- og hclgartaxti kr. 4,xi kr. 6,73 kr. 14,20
VIS/XIQJILOD