Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTW MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 43 HANDKIMATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Kunnir dómarar viðstörf íZlin í GÆRKVÖLDI var ákveðið í Prag hvaða dómarapör yrðu í hverjum riðli. íslendingar geta verið ánægðir með sitt hlutskipti, fengu tékkneskt, vest- ur-þýskt og franskt par. Dómararnir eru: Rudinsky og Koza frá Tékkóslóvakíu, en þeir dæmdu einmitt nokkra landsleiki íslands í Reykjavík fyrr í mánuðinum, Hofmann og Brause frá Vest- ur-Þýskalandi, sem hafa Steinþór dæmt marga leiki með Guðbjartsson íslenska liðinu og eru af skrifar mörgum taldir með betri fráZhn handboltadómurum heims, og loks Frakkamir, Lelong og Panares. „Við gátum ekki verið heppnari," sagði Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri íslenska liðsins, um dómarapörin. Morgunblaðiö/Júlíus íslensku leikmennirnir kunnu greinilega vel við sig í snjónum í Zlin í gær, öfugt við leikmenn Kúbu sem höfðu ekki séð snjó lengi. Hér æfir Alfreð Gíslason langskot með snjóbolta. Leifur Dagfinnsson og Sigurður Gunnarsson fylgjast með. Lið Kúbu Sjónvarpsáhorfendum til glöggvunar er hér listi yfir leikmenn Kúbu, sem íslend- ingar etja kappi við í kvöld: Nr. 1. Andreas Hurtco' Nr. 2. Reinaldo Cruz Nr. 3. Jesus Agramonte Nr. 4. Juan Cruz Nr. 5. Jose Neninger Nr. 6. Rolando Urio Nr. 7. Juan Pureol Nr. 8. Osvaldo Pova Nr. 9. Emodesto Tuindana Nr. 10. Luis Delisse Nr. 11. Daniel Robertsuarz Nr. 12. Andreas Robler Nr. 13. Julian Duranona Nr. 16. Vladifir Rivero Nr. 17. Emilio Sanchez Þeir leika gegn Kúbu Bogdan, landsliðsþjálfari, vildi ekki gefa upp hvaða leikmenn komi til með að hvíla gegn Kúbu í dag. En ljóst er að það verða fjórir leikmenn því aðeins má nota 12 leikmenn í hvem leik. Líklegt má telja að Einar Þorvarðar- son og Guðmundur Hrafnkelsson verða í markinu og Leifur Dagfinnsson hvílir. Eins er Ifklegt að Bogdan tefli fram þremur homamönnum; Guðmundi Guðmundssyni, Bjarka Sigurðssyni og Valdimari Grímssyni og Jakob verði þá fyrir utan. Þá má búast við að Bogdan velji aðeins einn leikstjórnanda; Sigurð Gunnarss, sem þýðir að Óskar Ár- mannsson hvílir. Ljóst er að ein skytta verður að hvíla og búast má við því að það verði Júlíus Jónasson. Kristján Arason og Sigurður Sveinsson verði hægra meginn og Alfreð Gíslason og Héðinn Gilsson vinstra meginn. ísland byrjar kl. 19.00 Ymsar tímasetningar vegna leikjanna hafa verið í gangi, en í gær fékk Morgunblaðið það staðfest að leikur íslands og Kúbu hefst kl. 19.00 að íslensk- ym tíma. Viðureign Spánverja og Júgóslava hefst kl. 16.00 að íslenskum tíma. Á morgun leika Kúba og Júgóslavía kl. 16.00 og Spánn og ísland kl. 19.00. Júgóslavía og ísland leika síðan kl. 16.00 á laugardag og Kúba og Spánn kl. 19-00. Takmarkið að tryggja far- seðilinn til Svíþjóðar - segir Bogdan Kowalczyk, lands- liðsþjálfari um HM keppnina „MIKILVÆGAST fyrir okkur er að halda sæti okkar í hópi A- þjóða. Takmarkið er að tryggja farseðilinn á HM í Svíþjóð og með smá heppni er sæti á Ólympíuleikunum möguleiki, en þetta er svo opið að allt getur gerst. Liðin eru svo jöf n að dagsformið ræður úrslit- um,“ sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari, við Morgun- blaðið hér í Zlin í gær. Landsliðshópurinn hefur verið afslappaður hér í Zlin og sagði Bogdan að þannig ætti það að vera. „Menn mega ekki tapa taugastríð- inu.“ Hugurinn í Tékkóslóvakíu Bogdan var ánægður með fjölda landsleikja fyrir keppnina, en erfitt væri að segja nú um gagnsemi leikj- anna gegn Hollendingum. „Seinni leikurinn var fjórum dögum fyrir HM. Menn voru með hugann í Tékkóslóvakíu." Hann sagði að margt gott hefði komið fram í þessum tveimur leikj- um, en þeir hefðu verið köflóttir. „Landsleikirnir að undanfömu hafa verið mjög gagnlegir að öðru leyti. Við höfum getað leiðrétt og lagfært og það er fyrst og fremst tilgangur- inn.“ Bogdan varaði samt við bjart- sýni. Allt gæti gerst í heimsmeist- arakeppni og öll gætu lent í nánast hvaða sæti sem er. Reynslan sýndi að ísland næði árangri, þegar vænt- ingarnar væru litlar og þannig væri besta að hafa það. Jafn riðill Bogdan sagði að liðið hefði kom- ið á hárréttum tíma til Zlin, að- búnaður væri góður og ekki yfir neinu að kvarta. „Helstu vandamál- in eru hve Sigurður Sveinsson kom seint til liðs við hópinn og svo eru þáð væntingar manna sem eru stöð- ugt vandamál. Ef búist er við miklu og dæmið gengur ekki upp, getur það gert strákana taugaóstyrka, og það verðum við að varast." _ Bogdan sagði að riðill íslands væri erfiður, liðin væru jöfn og ekkert lið gæti bókað sigur gegn öðru. „Kúba er með sama lið og á HM í Sviss en við getum sigrað það. Júgóslavar urðu meistarar fyr- ir fjórum árum og eru með nær sama lið. Þeir hafa verið í öldudal en eru alltaf erfiðir á stórmótum. Spánveijar hafa alltaf reynst okkur erfíðir, svo við getum engu lofað en vonum það besta.“ Spánverjar búast við sigri gegn íslendingum Spánveijar sigruðu Austurríkismenn í fyrrakvöld, 25:17, í síðasta leik sínum fyrir HM í handknattleik sem hefst í dag. Spánveijar eru með ungt lið en stefna að því ná einu af átta efstu sætunum og þjálfari liðs- ins, Garcia Cuesta, segist búast við sigri á íslendingum og Kúbu í undan- riðlinum. FráAtla „Við gerum engar breytingar á liðinu og leggjum allt Hilmarssyni kapp á að halda okkur í einu af átta efstu sætunum," áSpáni segir Cuesta. Hann segir ekki raunhæft að gera sér vonir um sigur gegn Júgóslövum og Austur-Þjóðveijum og Pól- veijar verði erfiðir en gegn hinum þjóðunum eigi Spánveijar góða mögu- leika. r _ Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI og George Zeman, sendifull- trúi Tékka á íslandi fylgdust með æfingu íslenska landsliðsins í gær. Símakerfið á heimaáþjóð- minjasafni - sagði George Zeman, sendifulltrúi Tékkóslóvakíu á (slandi Það er rétt, fjarskiptin við út- lönd eru vandamál. Síma- kerfíð er löngu úr sér gengið og á frekar heima á þjóðmipjasafni," sagði George Zeman, sendifulltrúi Tékkóslóvakíu á íslandi, við Morgunblaðið í gær en hann kom með landsliðinu til Zlin og verður því innanhandar meðan á keppn- inni stendur. Zeman sagðist hafa óskað sér- staklega eftir lagfæringu vegna sambandsins til íslands. Sagt var að allt yrði komið í lag fyrir HM, en ástandið ekki gott í Zlin. „Á síðustu 40 árum hefur pen- ingum verið eytt í allt annað en endurbætur, en nú, eftir bylting- una, má gera ráð fyrir batnandi tíð. Vandamál Tékka er að pen- inga vantar," sagði Zeirtan. Hann var síðast í Zlin fyrir tíu árum, og sagðist vera ánægður með aðstöðuna að öðru leyti. Zeman, sem hefur verið sendi- fulltrúi í rúm þrjú ár, var tækni- þjálfari hjá tékkneska landsliðinu í knattspyrnu frá 1955 til 1972. „Við náðum öðru sæti á HM 1962 og það var toppurinn. Nú er knatt- spyman á niðurleið í Tékkósló- vakíu og sama má segja um aðrar íþróttagreinar," sagði Zeman. Sendifulltrúinn hefur fylgst náið með íslenska landsliðinu í handknattleik og telur möguleika liðsins á að ná árangri góðar. „Sovétmenn em bestir en lið núm- er tvö til átta em jöfn og ísland er þar á meðal.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.