Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 19 Morgunblaðið/Jón Hafsteinn OK A BRUARSTOLPA Fólksbíl var ekið á brúarstólpa á gömlu Elliðaár- brúnni klukkan 20.30 á mánudagskvöld, og við árekst- urinn kastaðist bíllinn yfir á annan brúarstólpa. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum vegna hálku. Farþegi í bílnum slasaðist lítilsháttar en öku- maðurinn slapp ómeiddur. Bíllinn gjöreyðilagðist. Óveðrið á Austurlandi: Dagskrá íþrótta- og tómstundaráðs á öskudag: Skemmtun á Lækj- artorgi og skíða- mót í Bláfjöllum ÍÞRÖTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur gengst fyrir skemmt- un á Lækjartorgi í dag, öskudag. Skemmtunin hefst klukkan 12 en þá skemmtir Tóti trúður. Kl. 12.15 sjá nemendur Foldaskóla um söng og dans og Mútubræður frá Austur- bæjarskóla. Kl. 12.25 séríþróttaklúb- bur Frostaskjóls um leiksýningu. Tóti trúður kemur svo aftur um kl. 12.30. Kl. 12.55 leikur hljómsveit úr Breiðholtsskóla, N.D.F. (Nína Dögg Filigpusdóttir). Kl. 13.10 skemmta Úllen dúllen doff, þeir Björgvin Frans Gíslason og Þorleifur Arnarsson úr Austurbæjarskóla. Kl. 13.20 söngur, Bryndís Ásmunds- dóttir úr Hagaskóla. Kl. 13.25 hljómsveitin Tifað í mýrinni. Kl. 13.35 Ölduselsskóli með dansatriði, Ég og þú, Money og Best. Kl. 13.45 Mjólkurskortur vegna ófeerð- ar á Reyðarfirði og Eskifirði MIKIÐ vonskuveður var víða um land í gær, einkum á norðan- og austanverðu landinu. Á Reyðarfirði þurftu íbúar að moka sig út úr húsum í gærmorgun og þar var farið að bera á skorti á nauðsynja- vörum. Á Eskifirði var orðið mjólkulaust en báðir þessir staðir sækja öll sín helstu aðföng til Egilsstaða. að opna vegina. Nokkur snjóflóð féllu í Grænafelli og í Vattarnes- skriðum. Margir skólakrakkar á Eskifirði og Reyðarfirði voru innlyksa og biðu þess að veðrinu slotaði svo þau kæmust til náms á Eiðum og Egils- stöðum. verður Jón Páll með kraftasýningu. Kl. 14. er kötturinn sleginn úr tunn- unni með aðstoð Jóns Páls. Bláfjallanefnd ásamt íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur gengst fyrir skíðamóti á öskudag, 28. febrú- ar, fyrir grunnskólanemendur frá eftirtöldum sveitarfélögum: Reykja- vík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnar- firði, Seltjarnarnesi, Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Miðneshreppi, Gerðahreppi, Bessastaðahreppi og- Ölfushreppi. Svigbrautir með ýmsum þrautum verða lagðar á skíðasvæðum. Ein- staklingskeppni 1-2 umferðir eftir þátttöku. Skráning keppninnar er á skrifstofum skólanna eða hjá íþrótta- kennurum. Þátttökugjald er kr. 200 fyrir hvern einstakling, afhent á mótsstað. Þátttökuflokkar: 1. flokkur 13-15 ára piltar, 2. flokkur 13-15 ára stúlk- ur, 3. fiokkur 10-12 ára piltar, 4. flokkur 10-12 ára stúlkur. Mæting keppenda við Bláfjallaskála er kl. 11.30. Hver skóli hefur leyfi til að senda 10 þátttakendur í hvern ald- ursflokk. Á öskudegi hafa börn og unglingar í Reykjavík og öðrum syeitarfélögum klæðst furðufötum og málað sig á hinn fjölbreytilegasta hátt. I tilefni dagsins verður ösku- dagsstemmning flutt að hluta upp í Bláfjöll. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni af skíðamönnum og kemur þá margvíslegt í ljós. Ef útlit er fyrir slæmt veður á keppnisdag, verða sendar tilkynn- ingar um hugsanlega frestun móts- ins í morgunútvarpi kl. 9.00. Fjarðarheiðin var ófær og verður ekki opnuð fyrr en í dag. Nokkur snjóflóð féllu í Fagradal, á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, og þurftu nokkrir vegfarendur að skilja bíla sína eftir. Færð var orðin góð 30 flöskum af áfengi stolið BROTIST var inn í veitingahúsið Sælkerann við Austurstræti í fyrrinótt, stolið þaðan 10 þúsund krónum og 30 flöskum af áfengi. Málið er í rannsókn. Þá var brotist inn í hús á Seltjarn- arnesi og stolið þaðan fatnaði og vélsög. á Holtavörðuheiði snemma í gær- morgun. Óveðrinu tók að slota þegar leið á daginn, flugsamgöngur að færast í eðlilegt horf og um miðjan dag höfðu verið farnar sjö ferðir á veg- um Flugleiða. Mikill sjógangur var á Neskaups- stað í fyrrinótt og urðu talsverðar skemmdir á stálbitahúsi vélaverk- stæði Dráttarbrautarinnar. Gat kom á suðurhlið hússins og sjór og gijót áttu greiða leið inn í það. Engar samgöngur hafa verið til eða frá Neskaupsstað frá því á mánu- dag. Mesti snjór það sem af er vetrar féll á Reyðarfirði á mánudag og í gær var þar kafaldsbylur. Starfs- menn Vegagerðarinnar sögðust hafa frestað öllum mokstri í gær og væri feiknavinna framundan við Töldum þennan mögn- leika ekki til staðar - segir Páll Magnússon um misskiln- ing vegna myndbirtingar af sakamanni „ÞAÐ ER auðvitað leiðinlegt ef maðurinn hefíir orðið fyrir óþæg- indum af þessu en þetta var möguleiki sem við töldum alls ekki vera til staðar og ég verð að segja eins og er að ég á ákaflega bágt með að skiþ'a að fólk hafi villst á mönnum á þessum mynd- um sem við birtum,“ sagði Páll Magnússon ft-éttastjóri Stöðvar 2 þegar undir hann var borin frétt Morgunblaðsins í gær um áð myndbirting í tengslum við fréttir af meintu kynferðisafbroti Steingríms Njálssonar gegn sjö ára dreng hefðu orðið þess vald- andi að veist hefði verið að lögreglumanni og hann talinn vera sakamaðurinn. Páll sagðist telja að af myndum þeim sem birst hefðu í fréttum stöðvarinnar væri alveg ljóst hver leiddi og hvern væri verið að leiða. Steingrímur héldi hönd fyrir andliti sínu og beygði sig undan myndavélunum en lögregl- umennirnir stæðu við hliðina á honum. Hann sagðist því ekki telja myndbirtinguna aðfinnslu- verða af þeim sökum að verið væri að bjóða heim misskilningi. „Én ef lögreglan almennt er hrædd við myndbirtingar af þess- um ástæðum þá er náttúrulega hægur vandi fyrir þá að láta einkennisklædda lögreglumenn leiða sakamenn af þessu tagi fyrir dómara," sagði hann. „Ef við notum þessar myndir aftur, sem er ómögulegt að segja til um á þessu stigi, finnst mér sjálfsagt að hafa í huga að til- greina í texta hver er hver en ítreka að ég leit aldrei á það sem fræðilegan möguleika að nokkur gæti ruglast á þessu,“ sagði Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2. Veðráttan í V-Evrópu mjög óvenjuleg PÁLL Bergþórsson veðurstofu- sljóri sagði veðráttan hér á landi í vetur hefði að engu leyti verið óvenjuleg. „Veturinn hefur ekki verið kaldur nema þá helst upp á síðkastið. Öðru máli gegnir um Vestur-Evrópu. Það er ekki hægt að segja annað en að veðráttan þar sé mjög óvenjuleg," sagði Páll. „Það hefur verið óvenjulega mikil og útbreidd lægð yfir öllu Atlants- hafínu. Mikið hefur blásið á okkur úr austri eða norðaustri í kringum þennan mikla sveip. Stundum hefur loftþrýstingur af þessum sökum ver- ið óvenju lágur.“ Páll sagði að þetta væru sérkenni sem hefðu verið mjög áberandi í vet- ur en allt tal um gróðurhúsaáhrif væri út í hött. „Það er ekki hægt að skýra veður- far einstakra ára út frá gróður- húsaáhiifum því þær breytingar eru svo hægfara miðað við aðrar veður- farssveiflur," sagði Páll. Hann sagði að búast mætti við norðlægri átt næstu daga og kulda en upp úr þvi gæti farið að hlýna, líklega á föstudag eða laugardag. LEDftHR ZRVHH OG SALSASVEITIN LOSHDVEL g FRÁ IU B U DAGANA28. FEBRÚAR-4. MARS 1990 F Miðvikudagskvöldið 28.2. og fimmtudagskvöldið 1.3: Tónleikar á Hótel Borg og kúbanskur kvöldverður: Kúbönsk baunasúpa. Mareneruö nautasteik Föstudagskvöldið 2.3: Skuggasalurinn, Hótel Borg. Laugardagur 3.3. kl. 15.00: Tónleikar í FÍH-salnum, Rauðagerði 27. Laugardagskvöldið 3.3: Skuggasalurinn, Hótel Borg. I Sunnudagskvöldið 4.3: Árshátíð Vináttufélags íslands og \ Kúbu, Vélstjórasalnum, Borgartúni 18. Borðapantanir í síma 11440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.