Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Lýðræðið sigrar í Nicaragna og Litháen Fæstir áttu von á því, að kjós- endur í Nicaragua myndu hafna stjóm sandinista undir for- ystu Daniels Ortega með jafn miklum glæsibrag og gert var í kosningunum á sunnudag. Skoð- anakannanir fyrir kjördag gáfu einkum óljósa mynd af því, sem kynni að gerast en sýndu þó flest- ar, að Ortega og þrautþjálfað og skipulagt vinstra lið hans, sem notið hefur stuðnings Sovét- manna og Fidels Castros á Kúbu, myndi bera sigur úr býtum. Voru þetta fyrstu lýðræðislegu kosn- ingarnar sem efnt hefur verið til í landinu síðan sandinistar kom- ust þar til valda fyrir rúmum áratug. Gleðilegustu stjórnmálaat- burðir samtímans snúast um það, að alræði marxista er að víkja fyrir lýðræði og fjölflokkakerfi. Skipulags- og forsjárhyggjan sem hefur getið af sér oftrú á sterkt ríkisvald er á undanhaldi. Síst dregur það úr fögnuði yfir þessum breytingum, að þær verða á friðsamlegan hátt. Um síðustu helgi fylktu íbúar Lithá- ens í fyrstu fijálsu kosningunum sem efnt hefur verið til í Sovét- ríkjunum liði um þá frambjóðend- ur sem vilja lýðræði og sjálf- stæði. Krafan er að í verki verði viðurkennt, að Litháar voru neyddir til að ganga í Sovétríkin með leynimakki þeirra Hitlers og Stalíns og nú verði þessari nauð- ung létt af þjóðinni. Fyrir aðeins fáeinum mánuð- um átti sú fullyrðing við rök að styðjast, að marxistar hefðu ekki afsalað sér völdum í fijálsum kosningum. Nú er allt annað á döfínni. Marxistar fjúka úr valda- og áhrifastöðum fyrir tilverknað fólksins, annaðhvort í fijálsum kosningum eða vegna mótmæla á götum úti eins og gerst hefur í Austur-Evrópu. Fögnuðurinn yfir þessu er blandinn ótta um, að ekki verði farið að vilja fólksins, þegar á reynir. Þótt sandinistum hafi ver- ið hafnað með eftirminnilegum hætti og Daniel Ortega viður- kenni ósigur þeirra ráða þeir enn yfir gífurlega öflugum her og öryggislögreglu landsins, sem starfar í anda starfsbræðra sinna í öðrum löndum kommúnista og sósíalista. Hið fyrsta sem þjóðim- ar í Austur-Evrópu hafa gert er að leysa þessa lögreglu upp, Stasi í A-Þýskalandi og Securitate í Rúmeníu. Verður það ekki gert núna strax í Nicaragua, þegar þeir sem stjómuðu í krafti henn- ar eru á föram úr stjórnarráðinu? Christopher N. Donnelly, sér- fræðingur Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í málefnum Sovét- ríkjanna, sem flutti hér fyrirlest- ur á vegum Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs á laugardag, er þeirrar skoðunar, að Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleið- togi hafi þegar gert upp hug sinii varðandi framtíð Eystrasaltsríkj- anna; hann sjái að þeim verði ekki haldið nauðugum innan Sov- étríkjanna. Gorbatsjov sá einnig, að Sovétmenn hefðu ekki efni á að dæla peningum í eyðsluhít sandinista í Nicaragua, þar sem verðbólga nam tugum þúsunda prósentna á tímabili og er nú talin um 2.000%. Þegar sú stað- reynd er skoðuð, er ástæða til að spyija: Hvenær fá íbúar Kúbu eða Eþíópíu að láta skoðun sína í ljós í fijálsum kosningum? Hver verður útreið marxista, kommún- ista eða sósíalista þar? Ortega og félagar hans hafa verið friðarspillar í Mið-Ameríku og valdið Bandaríkjastjórn veru- legum vandræðum. Ósigur þeirra í kosningunum vekur vonir um að skæruhernaði og blóðsúthell- ingum Iinni á þessum slóðum. Því aðeins fá þjóðirnar tækifæri til að bijótast út úr fátæktinni og eymdinni að þær njóti friðar. Lýðræðislegir stjórnarhættir eru öruggasta forsenda friðar. A sama tíma sem nágrannaríki Sovétríkjanna eru að losa um tengslin við þau eða réttara sagt bijótast undan valdi þeirra kjósa íbúar Nicaragua yfir sig valdhafa sem vilja treysta og efla tengslin við hið öfluga stórveldi í ná- grenni smáríkisins, Bandaríkin. Kosningamar í Nicaragua og Lit- háen hafa þannig áhrif langt út fyrir landamæri þessara ríkja og era enn eitt mikilvægt skref til nýrrar heimsmyndar. Að skjóta skildi fyrir sjómenn Iforystugrein Morgunblaðsins í gær átti að standa að Krist- inn Pétursson, alþingismaður, hafi skjaldað sjómenn í málflutn- ingi sínum, þ.e. skotið skildi fyrir þá, tekið málstað þeirra. Orðið skjalda breyttist hins vegar í skjalla — vegna prentvillu — og gjörbreytir merkingu textans. Þessi leiða villa leiðréttist hér með. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 23 Herra Olafur Skúlason biskup með brasilískri fjölskyldu. Frá einu af safhaðarheimilum kaþólskra í Recife. Nýr erkibiskup, arftaki Helders Camara, vill nú meina kvennahóp að halda áfram fræðslustarfi á heimilinu. A veggnum er mynd eftir einn af eiginmönnunum af önnum kafinni húsmóður. Félagsskapur kvennanna neftiist Mulher maravilha eða Undrakonur. Ferð biskupshjónanna á þing Lúterska heimssambandsins í Curitiba: Mannleg reisn heldur velli þrátt fyrir ægilega eymd segir herra Ólafiir Skúlason biskup um fátækt og misskiptingu lífsgæða í Brasilíu UM EITT þúsund manns sóttu heimsþing Iúterskra kirkjudeilda sem haldið var í Brasilíu um mánaðamótin janúar-febrúar. Slík þing eru haldin á sjö ára fresti og var þetta í fyrsta sinn sem land í Rómönsku Ameríku var gestgjafi. 1970 var hætt við að halda þingið í Brasilíu í mótmælaskyni við ítrekuð mannréttindabrot þáverandi sfjórnvalda. Lúterska sambandið var stofnað 1947 og eiga nú um 55 milljónir manna aðild að því. Samþykktar voru allmiklar skipuiagsbreytingar að þessu sinni og verður m.a. fækkað um þriðjung í starfsliði sam- bandsins, sem hefur aðalstöðvar í Genf, til þess að hafa meira fé til starfa í þriðja heiminum. Hlutur kvenna var aukinn og skipa þær nú 43% sæta í sljórn sambandsins en ungt fólk 20%. Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, var kjörinn í stjórnina en aðrir íslenskir full- trúar voru sr. Dalla Þórðardóttir og sr. Bernharður Guðmundsson. Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú og sr. Þorbjörn Hlynur Arnason voru gestir á þinginu og Gunnbjörg Óladóttir háskólanemi var í hópi starfs- manna þess. Morgunblaðið bað biskupshjónin að segja frá því sem fyrir augun bar í Brasilíu. Á myndinni sést þingfulltrúi frá Eþíópíu (lengst t.v.) ásamt konu frá Suður-Afríku og Ebbu Sigurðardóttur biskupsfrú. Er Eþíópíukonan heyrði fulltrúa frá norðurhéruðum Brasiliu tala um að eina lausnin á ægilegum vandamálum þeirra væri marxisminn stóð hún upp. „Þið vitið ekki hvað þið eruð að tala um,“ sagði hún. „Marxisminn hefur verið við lýði í mínu landi í mörg ár. Má ég þá heldur biðja um aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku en marxismann eins og við höfum kynnst honum.“ „Curitiba er um 600 km_ frá Atlantshafsströndinni,“ segir Ólaf- ur. „Borgin hefur um milljón íbúa og gæti verið hvar sem er í Evr- ópu, venjuleg nútímaborg. En vik- una áður en þingið hófst vorum við í borginni Recife, í norðausturhluta landsins, ásamt röskum tug ann- arra þingfulltrúa frá öllum heims- hornum. Þetta er rétt sunnan við miðbaug, hitinn yfir 30 - 40 stig allt árið um kring og fátæktin alveg ofboðsleg. Þetta voru tveir heimar; annars vegar þetta þing, að vísu í nokkrum tengslum við íyálft gest- gjafalandið, og hins vegar þessi mynd af fátæktinni í norðaustur- Brasilíu sem líður okkur alls ekki úr minni. Þegar við höfðum verið þarna í tvo daga höfðum við ekkert séð nema hverfi sem voru eiginlega ömurlegri en svo að hægt sé að kalla þau fátækrahverfi, þessar svonefndu favelur. Fátækrahverfi sáum við í Rio de Janeiro og Cu- ritiba en í favelum Recife eru slík örbirgðarhreysi að engu öðru líkist. Á loftinu á einum kofanum, sem ég fór inn í, voru breiðar rifur svo að regnvatnið átti greiða leið inn. Ég spurði Ieiðsögumanninn okkar hvort ekki væru nein hverfi í borg- inni þar sem fólk byggi við svona sæmilega afkomu. Þá sýndu þeir okkur hús og sögðu: „Hérna býr ríka fólkið.“ Þetta þættu nú ekki ríkmannleg heimili hér á íslandi en þegar við fórum niður að ströndinni þá sáum við háhýsi og þar voru vopnaðir verðir við dyrnar. Þar var raunverulega ríka fólkið og dýru hótelin. Sjö af hundraði landsmanna eiga um 93% af öllu jarðnæði og öðrum eignum í Brasilíu; misskipt- ingin er alveg ótrúleg. Ungbarna- dauði hér á Islandi og víðast á Vesturlöndum fram að árs aldri er sex af hveiju þúsundi. í Brasilíu allri er hann 64 af þúsundi en í norð-austurhlutanum 248 af hveiju þúsundi fæddra barna. Nær fjórða hvert barn sem fæðist þarna deyr innan eins árs! 42% deyja innan við fermingaraldur. Óréttmæt tortryggni Þarna er mikið um rán og þjófn- aði og þegar við vildum fara í gönguferð var okkur sagt að skilja eftir öll verðmæti á hótelinu, konan mín varð meira að segja að taka af sér giftingarhringinn! Þeir sögðu okkur að fólk eins og við, hvítt á hörund, væri svo greinilega auð- unnin bráð, þarna væri enginn óhultur. Reyndar urðum við aldrei vör við neitt af þessu tagi, þrátt fyrir margar viðvaranir. I Recife var ég að taka mynd af strákahóp og fjölskyldu. Ég kemst að því að þau vilja fá mig til að vera með á myndinni. Þá fer ég að velta fyrir mér hvort þetta sé ekki bara bragð til að ná af mér myndavélinni og hlaupa svo með hana á brott. Þetta var líka svolítið óvenjulegt heimili; eins og dálítið uppstillt. Þarna voru nefnilega bóndinn og annar fullvax- inn karlmaður heima og tiltölulega fá börn. Annars staðar sá maður yfirleitt bara konuna og aragrúa af börnum, fyrst hélt ég að þarna væri barnaheimili í hveiju húsi! En ég hugsa með mér: „Ég vil heldur tapa myndavélinni en sýna þessu fólki að ég beri ekki traust til þess svo að ég fæ einum stráknum vél- ina. Og svipurinn á honum! Hann var svo himinlifandi og yfir sig montinn þegar ég var að segja honum til. Síðan tók hann myndina — og skilaði mér myndavélinni." Kaþólska kirkjan er sem kunnugd- er andvíg hvers konar getnaðar- vörnum en Ólafur varð var við að hjá liðsmönnum kirkjunnar eru mjög skiptar skoðanir í þessum málum. Kirkjan er enn einn af stærstu landeigendum Brasiliíu. Þeir sem vinna meðal almennings í fátæktinni, basla með fólkinu, þeir gagnrýna sumir yfirstjórn kaþólsku kirkjunnar mjög harka- lega, að sögn Ólafs. Fyrir nokkru tók nýr maður við embætti erkibis- kups í Recife af hinum heimsþekkta Helder Camara sem upprunalega var íhaldssamur og vildi að kirkjan skipti sér ekki beinlínis af félagsleg- um vandamálum. Camara varð síðar einn þekktasti baráttumaður fyrir bættum kjörum og réttindum fátæklinga sem kaþólikkar hafa átt í Rómönsku Ameríku. Ólafur segir arftaka hans hins vegar vera aftur- haldssaman, hann hafi m.a. bannað konum að halda uppi atvinnustarf- semi og fræðslu í safnaðarheimili nokkru í Recife. Flestir karlar á staðnum hafi verið andvígir starfi kvennanna og telji þær eiga að halda sig heima við. Þeir líti á það sem hræðilega móðgun við karl- mennsku sína að konur vinni úti, sætti sig ekki við það, karlremban sé ríkjandi. „Undrakonur" beija frá sér „Ég ræddi við nokkrar þessara kvenna, þær kalla félagsskapinn Undrakonur," segir Ebba. „Þær sögðust einfaldlega hafa farið að beija frá sér! Þær tóku sig saman og fóru að sauma, komust yfir saumavélar og brátt fóru þær að selja framleiðsluna. Þær fóru að kenna öðrum konum, m.a. að baka og skreyta kökur til að selja. Konum var kennt að nýta betur ávexti og grænmeti, einnig að lesa og útve- guð voru dagblöð, konur hvattar til að kynna sér hvað væri að ger- ast í heiminum, hverjir væru í fram- boði í kosningum og hvað þeir stæðu fyrir. Eiginmennirnir urðu í fyrstu alveg trylltir en konurnar gáfust ekki upp. Smátt og smátt sáu sumir karlarnir hvað þetta gerði konunum gott. Ég skoðaði húsnæðið þeirra, sem erkibiskupinn vill reka þær úr, og þær höfðu komið sér vel fyrir þótt allt væri fátæklegt og þakið læki.“ Ólafur sagðist halda að starf þessara kvenna gæfi vonir um úr- bætur í norðaustur-héruðunum og ekki mætti gleyma að enn héldu margir sjálfsvirðingu sinni innan um alla eymdina. „Við sáum að þetta fólk hefur ekki látið svipta sig allri von, allri lífsbjargarvið- leitni. Og þar kemur trúin óhemju sterkt við sögu. Ekki þessi opinbera kirkjutrú heldur sú einlæga trú að Guð hafi, þrátt fyrir allt, ekki yfir- gefið það. Þegar það les eða lætur lesa fyrir sig biblíuna, 38% manna eru ólæsir, þá er lesinn texti og fólk lifir sig inn í atburðina sem búið er að segja því frá. Það túlkar þá og heimfærir upp á eigin aðstæð- ur; þetta_ er því ekki framandlegt orð frá ísrael, 2.000 ára gamalt, heldur er þetta sá veruleiki sem fólkið upplifir hveiju sinni og lætur biblíuna varpa sínu ljósi á. Þegar verið er að segja frá angistarveini ísraelsþjóðarinnar í herleiðingunni þá er þetta bara þeirra hróp til Guðs.“ Reyna að halda reisn sinni Alls staðar eru opin göturæsi sem að vísu hreinsast alltaf öðru hveiju þegar rigningardemburnar, allt að hálftími í senn, fylla þau og skola úr þeim, rétt eftir skúr er alls ekki nein ólykt þarna. Ebba sagði að hins vegar væri víða megn reykjarstybba því að alls staðar væri verið að brenna rusli. Ólafur sagði að tvennt hefði sýnt sér allra best að þetta fólk væri ekki að gefast upp. „Ég sá konurnar vera að sópa moldarstígana upp að leku kofunum sínum, líka moldargólfin í hreysunum. Og ég sá að þegar fór að líðá á daginn _þá var alltaf þvottur á snúrum. Ég hugsa að hver drengur eigi ekki nema einar stuttbuxur, stúlkurnar einn kjól, yfirieitt hvítan, en það var alltaf verið aðJjvo, reynt að halda reisn- inni. Konurnar gefast ekki upp, þrátt fyrir barnadauðann, karlarnir eiga það frekar til að flýja vand- ann. Það er reyndar sjaldgæft að þessar konur eigi öll börnin með sama manninum og mér var sagt að algengt væri, þarna í þessari örbirgð, að stúlkur um tvítugt ættu 3 — 4 börn, með jafnmörgum mönnum. Oft eru stúlkur, niður í 11 ára aldur, seldar í vændishús.“ Hjónin sögðu að átakanlegast hefði verið að sjá fólkið sem bjó á ruslahaugunum við Recife, þar búa heilar íj'ölskyldur. Flugnamergðin var slík að bíllinn, sem þingfulltrú- arnir voru í, fylltist um leið og farið var út. Álls staðar loguðu eldar í sorpinu. „Þarna var bókstaf- lega ekki hægt að draga andann,“ segir Ebba, „og við vorum þarna aðeins augnablik en fólkið býr þarna, sumir jafnvel allt sitt líf.“ Tvær telpur, sjö — átta ára gaml- ar, voru að rogast með stóran poka, sem fullorðnir höfðu fyllt af einhveiju nýtilegu, heim í hreysið sem þær áttu heima í. Kofarnir voru ömurlegri en nokkuð sem þau hjón höfðu áður séð. Andstæðurnar eru hróplegar. Er Ólafur ákvað að kaupa sér sandala fóru þau hjón í einhveija glæsileg- asta verslunarmiðstöð sem þau höfðu séð, þar sem vöruúrvalið var framúrskarandi. Sitt hvorum megin við verslunina voru ömurleg fátækt- arhreysi. Mánaðarlaun afgreiðslu- manns hefðu rétt dugað fyrir einum venjulegum sandölum, enda var enginn skortur á afgreiðslufólki, það kostar verslunareigandann svo til ekkert. Óðaverðbólga er í landinu og nefndi Ebba sem dæmi að leigubíll af flugvellinum í Rio til hótelsins hefði kostað um 400 cruz- eiros; þrem vikum seinna kostaði 600 cruzeiros að fara frá hótelinu á flugvöllinn! Stéttskipt kirkja Ólafur sagðist halda að ríki minnihlutinn, sem hefði þessa eymd óhjákvæmilega fyrir augunum alla daga, hagaði sér eins og Nelson flotaforingi forðum við Kaup- mannahöfn; setti bara kíkinn fyrir blinda augað og þættist ekkert sjá. Sterkasta vígi mótmælenda er í Curitiba þar sem mikið er um fólk af þýskum uppruna er lltt hefur reynt að samlagast þorra Brasilíu- manna sem flestir mæla á portúg- ölsku og eru margir af afrískum uppruna. Prestur eins lúterska safnaðarins í borginni vildi nýlega opna kirkjuna fyrir íbúum fátækra- hverfanna í nánd við kirkjuna en því var andmælt af sóknarnefnd- inni. „Gömlu Þjóðveijarnir eru vanir þessari stéttaskiptingu og kirkjan er í þeirra augum fyrir ofan fátæklingana, þeir eru á lægra plani. Kirkjudeildirnar þarna eru í rauninni allar tvískiptar, annars vegar þessar opinberu stofnanir en hins vegar grasræturnar,“ sagði Ólafur. (Viðtal: Kristján Jónsson). Stón bróðir enn a eftir Birgi ísleif Gunnarsson Það er einkenni flestra mála sem ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi að þau fela í sér aukin umsvif ríkisins og meifi miðstýringu. Forsjárhyggj- an skín alls staðar í gegn og Stóri bróðir, eins og George Orwell, lýsir honum í bókinni 1984, gengur ljós- um logum í frumvörpum ríkisstjóm- arinnar. Frumvarp um skipulagsmál Eitt slíkt frumvarp var til 1. umræðu í neðri deild Álþingis fyrir stuttu, þ.e. frumvarp til nýrra skip- ulags- og byggingarlaga, sem fé- lagsmálaráðherra mælti fyrir. Ég mun nú I þremur greinum hér í blaðinu fjalla nokkuð um þessi mál. Fyrst er rétt að huga að því hvernig þróun hefur verið í meðferð skipulagsmála á Norðurlöndum. Dr. Bjarni Reynarsson, skipu- lagsfræðingur, hefur ritað ýmislegt um skipulagsmál, og m.a. í tímarit- ið Arkitektúr og skipulag, 3. tölubl., 10. árg. 1989, grein sem hann nefnir: „Einfalt og skilvirkt: Nýjar áherslur í skipulagslöggjöf á Norðurlöndum." Þar rekur hann m.a. þær breytingar sem orðið hafa á meðferð skipulagsmála hjá ná- grönnum okkar en þar miðar allt í sömu átt: Minni afskipti ríkisvalds- ins af skipulagsmálum sveitarfé- laga. Aðalskipulag Um aðalskipulag segir dr. Bjarni m.a.: „Með endurbótum á skipu- lagslögum á Norðurlöndum hefur verið dregið mjög úr eftirliti ríkis- valdsins á aðalskipulagi sveitarfé- laga. Ríkið þarf þá hvorki að stað- festa né samþykkja aðalskipulag. Það gegnir hins vegar því hlutverki að skera úr um ágreiningsmál sem upp koma.“ I einstökum löndum eru nokkuð mismunandi reglur. í Danmörku og Noregi er meginreglan sú að aðal- skipulag öðlast gildi án þess að vera samþykkt af ríkisvaldinu, en þó eru á því mikilvægar undantekn- ingar sem einkum lúta að rétti ná- grannasveitarfélaga. í Svíþjóð er ekki lengur eftirlit með framfylgd aðalskipulags sveitarfélaga, en hins vegar fagleg umsögn lénsstjórnar meðan á afgreiðslu skipulagsins stendur. í Finnlandi eru sveitarfélög sjálfráð hvað varðar staðfestingu aðalskipulags. ísland er því eina landið þar sem ákveðið er í lögum að ráðherra skuli staðfesta aðal- skipulag. Um það eru ákvæði í núgildandi skipulagslögum frá 1964 og er enn hert á því í hinu nýja frumvarpi félagsmálaráðherra. Deiliskipulag á Norðurlöndum Dr. Bjarni rekur einnig í um- ræddri grein hvernig meðferð déili- skipulags hefur þróast á Norður- löndum. Deiliskipulag er að öllu jöfnu samþykkt af sveitarstjórn. í Danmörku er það samþykkt án skilyrða. I Noregi, Svíþjóð og Finn- landi geta jafnvel veigaminni breyt- Njarðvík: ferð Birgir ísleifur Gunnarsson „Það vekur því fiirðu þegar lagt er fram á Alþingi frumvarp sem í nær öllum atriðum herðir að sveitarfélög- unum í meðferð skipu- lagsmála og fiytur auk- ið vald til ríkisins.“ ingar á skipulagi verið fengnar undirnefndum sveitarstjórna (skip- ulags- og byggingarnefndum). Minnkandi stjórn ríkisins á deili- skipulagi er einkennandi fyrir Norð- urlönd. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þarf ríkisvaldið að öllu jöfnu ekki að staðfesta deiliskipulag. í Finnlandi skal leggja deiliskipulag til staðfestingar fyrir ríkið. Hert að hér á landi Samkvæmt skipulagslögum frá 1964 þarf ekki að leggja deiliskipu- lag til staðfestingar ríkisvaldsins nema um sé að ræða deiliskipulag í þegar byggðu hverfi. Að vísu er ekki minnst á hugtakið deiliskipu- lag í skipulagslögum frá 1964, en þessa niðurstöðu má ráða af lögun- um, enda hefur sú regla gilt hér í reynd. Samkvæmt frumvarpi fé- lagsmálaráðherra á að herða að sveitarfélögunum í þessu efni og allt deiliskipulag þarf að samþykkj- ast af ríkinu, eins og nánar verður greint frá síðar. Hér hefur í stórum dráttum verið rakin þróun í meðferð skipulags- mála á Norðurlöndum samkvæmt heimildum Bjarna Reynarssonar. Það vekur því furðu þegar lagt er fram á Alþingi frumvarp sem í nær öllum atriðum herðir að sveit- arfélögunum í meðferð skipulags- mála og flytur aukið vald til ríkis- ins. Frumvarpi ráðherrans verður nánar lýst í síðari greinum. Höfiindur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Framboðslisti Sjálfstæð- isflokksins ákveðinn Keflavík. FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Njarðvík fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor hefur verið ákveðinn af kjörnefnd. Listinn verður þannig skipaður: 1. Ingólfur Bárðarson, rafverktaki. 2. Kristbjörn Albertsson, kennari. 3. Valþór Söring Jónsson, yfirverk- stjóri. 4. Árni Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri. 5. Hafdís Garð- arsdóttir, ritari. 6. Rebekka E. Guð- finnsdóttir, bókavörður. 7. Jón Jó- hannsson, læknir. 8. Guðrún Greipsdóttir, húsmóðir. 9. Haraldur Helgason, matreiðslumaður. 10. Sigfríður Sigurgeirsdóttir, kennari. 11. Jóhann G. Jóhannsson, flugum- ferðarstjóri. 12. Vignir Haraldsson, nemi. 13. Sigríður Aðalsteinsdóttir, verslunarmaður. 14. Ingi F. Gunn- arsson, stöðvarstjóri. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.