Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 ILLA REKIN AUÐLIND eftir Garðar Pálsson Samkvæmt hlutlausri könnun, sem Skáís gerði meðal íslenskra fískimanna, er 53.000 tonnum af bolfíski fleygt fyrir borð frá físki- skipaflotanum á eirm ári. Þetta er um 8,2% af heildarananum á síðast- liðnu ári, en heildaraflinn á bolfiski það ár var 642.192 tonn skv. skýrsl- um Fiskifélags íslands. Þess skal getið að umrædd könnun var gerð fyrir Kristinn Pétursson, alþingis- mann, en Kristinn er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Slíkum mönnum ber að þakka, því það þarf kjark til að opinbera slík feimnismál, sem allir vita um, en fáir hafa kjark til að ræða. Ég er ekki talsmaður kvótakerf- is, en bendi á að allar róttækar breytingar á núverandi leikreglum, þarf að hugleiða vandlega í svo veigamiklu máli. Ég vil í ljósi þess sem að ofan greinir, benda á leið til að koma í veg fyrri slíka sóun á síminnkandi afla. Með þeirri leið mætti spara kostnaðarsamt eftirlit og ábyrgðin yrði að öllu leyti færð um borð í skipin og til útgerðar- mannanna í landi. Eftir að veiðiheimildum hefír ver- ið úthlutað, skal draga 8,2% skila- gjald fyrir ónýttan afla frá hverri veiðiheimild. Öllum skipum yrði gert skylt að skila öllum ónýttum afla á land til vistunar. Fyrst þegar slík skij lægju fýrir, fengju menn sínar veiðiheimildir að fullu. Hvort skil yrðu gerð einu sinni á veiðiár- inu eða oftar er mál sem þarf að ræða. Skilaprósentan, sem hér er sett fram, er sú sama og kom fram úr könnun Skáís. Á síðastliðnu ári skrifaði undirrit- aður grein í Morgunblaðið, 8. nóv- ember, og vakti athygli manna á illri meðferð á sjávarafla og þeirri sóun, sem á sér stað úti á fískimið- unum. í framhaldi af þeirri grein, ætla ég að nefna nokkur atriði, sem skipta verulegu máli í þessari um- ræðu. Áður en ég skrifaði úmrædda grein, hafði ég samband við fjölda manna til að afla mér upplýsinga um málið. Ég verð að segja það, að ég var ekki beinlínis hvattur til þessara skrifa. Menn sögðu einfald- lega, þú veist ekki hvað þú kallar yfír þig með þessum skrifum. Eftir að greinin birtist, hafði fjöldi fiski- manna samband við mig og töldu allir greinina orð í tíma töluð. Þeir gáfu mér einnig margvíslegar ábendingar, sem ég ræði hér að neðan. Undirmálsfiskur Fiskiskipstjóri, sem hefír minnsta grun um að veiddur fiskur sé undir „Scotch-Brite“ Clean’n Strip ÁRVÍK ARMULI 1 -REVKJAVlK - SÍMI MÍ222 -TELEFAX 687295 viðmiðunarmörkum, hvað stærð varðar, ætti sjálfviljugur að hætta veiðum samstundis. Hann ætti einn- ig að aðvara aðra skipstjóra á sama svæði. Með því sýnir hann ábyrgð- artilfínningu í verki og stuðlar að betri nýtingu. Þegar fiskifræðingar ákvarða hámarkssókn í hina ýmsu fiski- stofna og stjómmálamenn auka svo sóknarþungann umfram öll skyn- samleg mörk, þá ættu fiskimenn ekki að stunda veiðar í undirmáls- físki, því slík vinnubrögð, bæta að- eins gráu ofan á svart og þjóna ekki þjóðarhagsmunum nema síður sé. Veiðieftirlitsmenn Ef undirmálsfiskur er mikill á einhveiju veiðisvæði og því svæði hefír ekki verið lokað, þá ættu veiði- eftirlitsmenn að beina öllum skipum af svæðinu samstundis. Rétt er að geta þess að ekki eru veiðieftirlits- menn um borð í öllum togurum. Ef undirmálsfiskur veiðist á ein- hveiju veiðisvæði, draga allir togar- ar með veiðieftirlitsmenn um borð sig samstundis út af veiðisvæðinu, en hinir halda áfram að veiða. Eru þetta satnantekin ráð til að snið- ganga reglurnar? Sala á aflakvóta Útgerðarmaður, sem á ónýttan aflakvóta er líða fer að áramótum, selur kvótann hæstbjóðanda. Þann- ig hlunnfer' hann sjómennina og hirðir afraksturinn sjálfur. Þetta getur ekki verið heilbrigt. Einnig hlunnfer hann sína heimabyggð ef kvótinn er seldur úr byggðinni. Meðferð sjávarafla Stundum eru sýndar myndir í dagblöðum og sjónvarpi af togurum „Kristinn Pétursson er ekki að ná sér niður á kvótakerfinu, heldur er hann að gera tilraun með vísindalegum vinnubrögðum að upp- lýsa þjóðina um vanda- mál í íslenskum sjávar- útvegi, sem alla þjóðina varðar um. Dólgsháttur í garð Kristins Péturs- sonar þjónar engum til- gangi og er ekkert inn- legg í þetta mál.“ með trollið kjaftfullt af bolfíski, þar sem verið er að hífa trollið upp skutrennuna. Báðir pokar fullir og stór hluti af belgnum líka. Þyngslin eru svo mikil, sennilega 25 til 30 tonn, að þó nokkur hluti aflans merst og blóðspringur við þessi átök. í kjölfari togarans má sjá blóðslóðina langan veg. Oft eru slíkar myndir sýndar á tyllidögum sjómanna. Ég spyr til hvers? Þetta er sú mynd sem allur almenningur í þessu landi á kost á að sjá. Frystitogarar Frystitogarar eru að veiðum 20 til 30 daga. Skömmu áður en slík skip koma til hafnar eru flökunar- vélarnar og allt vinnslusvæðið um borð þvegið hátt og lágt með sótt- hreinsandi efnum. Þessi vinna getur tekið allt upp í 24 klst. Þetta er gert til þess að eftirlitsmaður fisk- kaupandans felli ekki framleiðsluna Garðar Pálssön í verði fyrir léleg þrif. Athugið að slík hreingeming er aðeins gerð í lok veiðiferðar. Þess á milli vinnst lítill tími til alsheijarhreingerning- ar. Miða slík vinnubrögð ekki að því að sniðganga gæðaeftirlitið? Sjómenn og útgerðarmenn verða að vera meðvitaðir um gæði og að öll störf þurfa að vera byggð á gagnkvæmu trausti, annars skaðar það þjóðarbúið. Vigtun aflans í landi Háværar raddir halda því fram að ekki sé allur afli, sem á land kemur, veginn með lögformlegum hætti. Dæmi: Vörubifreiðarstjóri kemur með fuilan bíl af fiski á hafn- arvigt. Vigtarmaðurinn kallar, hvaða fiskur er þetta? Keila, svarar bílstjórinn. Vigtarmaðurinn situr inni í hlýjum skúr og gáir ekkert að aflasamsetningunni. Þetta er ein leið framhjá kerfinu. í næsta skipti fer bíllinn ekkert á vigtina heldur ekur framhjá henni. Önnur leið framhjá kerfínu. Hugleiðið svindlið í Noregi. Því skyldi slíkt ekki geta gerst hér? Föstudaginn 23. febrúar birtist í Morgunblaðinu skoðanakönnun, sem Skáís gerði fyrir Kristinn Pét- ursson alþingismann og fjallar um illa meðferð á sjávarafla hér við land. Ekki stóð á viðbrögðum tals- manna Landssambands íslenskra útvegsmanna. Daginn eftir birtist samtal í Morgunblaðinu við Svein H. Hjartarson, hagfræðing LÍÚ. Þar lýsir Sveinn vanþekkingu sinni og væntanlega allra þeirra, sem hann er talsmaður fyrir á svo dæmi- gerðan hátt að engu tali tekur. Yfírlýsing Sveins er byggð á því, að hans eigin sögn, að hann hefír ekki kynnt sér málið eða forsendur þess en fellir þó dóm. Ég efast stór- lega um að-allir íslenskir útgerðar- menn séu _ sammála slíkum mál- flutningi. Ég held jafnvel að þeim sé lítill greiði gerður með slíku gönuhlaupi. Kristinn Pétursson er ekki að ná sér niður á kvótakerfinu, heldur er hann að gera tilraun með vísinda- legum vinnubrögðum að upplýsa þjóðina um vandamál í íslenskum sjávarútvegi, sem alla þjóðina varð- ar um. Dólgsháttur í garð Kristins Péturssonar þjónar engum tilgangi og er ekkert innlegg í þetta mál. Hollt er fyrir íslenska útvegsmenn að hugleiða lausn á þessu máli sem er fyrst og fremst mál allrar þjóðar- innar en ekki kvótaeigenda einna. Ef til vill voru orð Guðmundar Guðmundssonar formanns Dags- brúnar sem hann viðhafði um Landssamband íslenskra útvegs- manna varðandi aflamiðlun ekki úr lausu lofti gripin. llöfunduv er deildarstjórí skipadeildar Landhelgisgæslunnar. MEÐAL ANNARRA ORÐA Islensk menningarvika í Finnlandi eftir Njörð P. Njarðvík Austur í Tampere (Tammer- fors) er að rísa veglegt stórhýsi sem á að hafa það verkefni að efla menningarlíf þessarar næst stærstu borgar Finnlands (um 400.000 íbúar) og alþjóðleg tengsl. Hlutverk hússins er að standa fyrir ráðstefnuhaldi hvers konar, sýningum, tónleikum, óperuflutningi, í stuttu máli: hvers kyns menningarstarfsemi. Og þetta er ekkert smáræðis hús, um 32 þúsund fermetrar ef allt er talið, og fimm hæðir þar sem hæst er. Stærsti salurinn rúmar 1.870 manns í sæti, og sviðið 600 fm með fullkomnum útbúnaði. Minni konsertsalur rúmar 518 gesti, og sýningarsalir eru sam- tals um 1.300 fermetrar. Auk þess er í húsinu veitingasalur fyr- ir 200 gesti, sem hægt er með auðveldu móti að tengja forsal á annarri hæð og rúmast þá um 1.200 matargestir. Þar fyrir utan er kaffistofa, nokkur fundaher- bergi, æfingasalir og margt fleira. Vígsla þessa stórhýsis verður 29. september í haust. Finnar eru hógværari í nafngiftum en íslend- ingar, og þeir eru ekki að tönnl- ast á höllum í tíma og ótíma. Þvi heitir þetta mikla hús einfaldlega Tampere-talo (Tammerforshúsið). Forstjóri þess er dr. Carl Öhman, sem var áður forstjóri Finlandia talo í Helsinki, og hann er mikill íslandsvinur, eins og mörgum er kunnugt. Fjölbreytt dagskrá Ef til vill er það þess vegna sem ísland kemur snemma við sögu þessa húss. Eitt fyrsta stórverk- efni þess verður nefnilega að standa fyrir íslenskri menningar- viku, sem hefst laugardaginn 20. október. Hugmyndin um slíka kynningu á íslenskri menningu í Finnlandi mun hafa fæðst hjá vin- áttufélaginu Islandia fyrir rúm- lega tveimur árum og ekki reynst auðvelt að hrinda henni í fram- kvæmd, fyrr en nú, þegar tæki- færi gefst með tilkomu Tampere- talo undir stjórn Carls Öhmans. Dagskrá þessarar menningar- viku er þegar til í drögum og verður einkar fjölbreytt. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, verður í fararbroddi fjölmennrar sendisveitar og opnar vikuna. Sin- fóníuhljómsveit íslands heldur tónleika undir stjórn Petri Sakari. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, predikar í hátíðamessu í dómkirkjunni í Tampere ásamt Paavo Kortekangas biskupi. Þar syngur kór Langholtskirkju, sem auk þess heldur sjálfstæða tón- leika og kemur fram með sinfóníu- hljómsveitinni. Umræðufundir verða um íslenskar bókmenntir og bókmenntatengsl Finna og ís- lendinga og um verslunarviðskipti þjóðanna. Popptónleikar verða haldnir, eigendur íslenskra hesta fá tækifæri til að sýna getu þeirra og hæfni. Sýningar verða á íslenskri myndlist og íslenskum bókum. íslenskar kvikmyndir verða sýndar, íslenskar vörur verða í búðargluggum víðs vegar um borgina og íslenskur matur á boðstólum á veitingahúsum. Hér eru einungis talin helstu atriði bráðabirgðadagskrár, en það ætti að nægja til að sýna að Island mun heldur betur setja svip sinn á Tampere næsta haust. Mér er til efs að nokkurn tíma hafí verið efnt til svo umfangs- mikillar íslandskynningar áður. Þarna fer saman stórhugur Finna og einlægur vinarhugur þeirra til íslendinga. Auglýst eftir metnaði Við getum margt lært af menn- ingarviðleitni íbúanna í Tampere. Þeir hafa tvo háskóla, mörg Ieik- hús, sinfóníuhljómsveit og óperu. Með byggingu Tampere-talo vilja þeir styrkja menningartengsl sín við önnur lönd, einkum önnur Norðurlönd, enda hafa þeir metn- að til þess að borg þeirra verði eins konar miðstöð fyrir norræn menningarsamskipti í Finnlandi. Þeir hafa lagt mikið upp úr glæsi- leika í byggingarlist menningar- mannvirkja og hvergi til sparað. Kemur þá fyrst í hug borgarbóka- safn þeirra, teiknað af hinum fræga arkitekt Pietilá, sem er óviðjafnanlegt listaverk. íslend- ingur sem þar er staddur, hlýtur að roðna þegar hann minnist hörmungarsögu þjóéarbókhlöð- unnar í Reykjavík. Og þegar hann gengur inn í Tampere-talo næsta haust, mun hann trúlega einnig fyllast beiskju, þegar honum verð- ur hugsað til lóðarinnar sem bíður eftir tónlistarhúsi. Og ef til vill ekki síður vegna þeirrar einkenni- legu áráttu Islendinga að þurfa einlægt að dreifa þessum fáu kröftum sínum. Samstöðu kunn- um við illa, og kannski verðum við að sætta okkur við þá dapur- legu staðreynd að sambýli ólíkra listgreina, eins og fyrirhugað er í Tampere-talo, væri líklega óhugsandi vegna sundurþykkju og persónupots. Og þýðir nokkuð að auglýsa eftir metnaði íslenskra stjórnmálamanna í menningar- málum? Hafa þeir nokkurn annan metnað en að koma sjálfum sér áfram og hafa sem mestan per- sónulegan hagnað af þeim störf- um sem ættu að vera í þjónustu þjóðarinnar? Við gætum einnig reynt að nota okkur þann meðbyr sem við fáum í Finnlandi næsta haust, t.d. með því að skipuleggja skrif um íslenskt þjóðlíf í fínnsk blöð og reyna að koma íslensku efni að í fínnsku útvarpi og sjónvarpi. Má búast við að einhver nenni því? Má búast við því að einhver muni þau orð forseta íslands að góð þýðing á góðri íslenskri bók selji einnig fisk? Höfiindur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.