Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 27 Látlaus umferð um flugvöllinn Á tveimur og hálfum tíma lentu sex Fokker-flugvél- ar, sem komu frá Reykjavík á Akureyrarvelli, en alls var von á sjö vélum frá Reykjavík í gær. Um völlin fóru um 550 farþegar auk farþega sem flugu á vegum Flugfélags Norðurlands. Frá því kl. 9 á sunnudagsmorgun og fram til hádegis í gær var ekki hægt að lenda á Akureyrarvelli vegna illviðris. Morgunblaðið/Rúnar Þór Langan tíma tók í gærmorgun að ryðja flugvöllinn, en snjóþykktin var rúmlega 20 sentímetrar. Sigurð- ur Kristinsson vaktstjóri hjá Flugleiðum sagði að mjög mikið hefði verið að gera á flugvellinum. „Það hefur verið látlaus umferð hér og um 460 farþegar fóru um völlin á tímabilinu frá kl. 14 til 16.30,“ sagði Sigurður. K. Jónsson gengur úr Sölusamtökum lagmetis Ætlum okkur út í sjálfstæða sölustarfsemi í framtíðinni, segir Baldvin Valdimarsson aðstoðarframkvæmdastjóri Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- son og Co hf. á Akureyri hefur sagt sig úr Sölusamtökum lagmet- is, en verksmiðjan hefúr um ára- bil verið langstærsti einstaki framleiðandi innan SL með yfir 50% af öllum vörum sem seldar eru í gegnum samtökin. Stefiit er að því að fara út í sjálfstæða sölu- starfsemi í framtíðinni og leita nýrra markaða. Verkefiiastaða verksmiðjunnar er þokkaleg sem stendur. stærsti einstaki framleiðandi innan SL á síðustu árum með á bilinu 44-60% af allri seldri vöru í gegnum samtökin. Garðar Sverrisson fram- kvæmdastjóri Sölusamtaka lagmetis sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til að samtökin gætu fram- leitt upp í gerða sölusamninga þrátt fyrir að K. Jónsson hefði sagt sig úr samtökunum, en það tekur eitt ár að ganga úr samtökunum frá því um úrsögn er tilkynnt. „Við væntum þess að áfram verði um einhvers konar samstarf að ræða á milli samtakanna og niðursuðuverk- smiðjunnar, en framtíðin verður að skera úr um með hvaða hætti það verður,“ sagði Garðar. Verkefnastaða niðursuðunnar er þokkaleg sem stendur, en Baldvin sagði ekki vitað hvað yrði er liði fram á árið, það væri hins vegar alveg ljóst að fyrirtækið myndi standa við alla gerða sölusamninga og menn þyrftu ekki að óttast að fyrirtækið stæði ekki við sína samn- inga. Baldvin Valdimarsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Niðursuðuverk- smiðju K. Jónsson og Co. sagði að varðandi skipulag sölumála í fram- tíðinni vonaðist hann til að um þau yrði gott samkomulag á milli verk- smiðjunnar annars vegar og Sölu- samtaka lagmetis hins vegar. „Það er ljóst að við ætlum okkur út í sjálf- stæða sölustarfsemi í framtíðinni og það er ástæða þess að við segjum okkur úr SL. Við vonumst til að um skipulag sölumála í framtíðinni verði gott samkomulag," sagði Baldvin. I kjölfar úrsagnar úr SL er ljóst að K. Jónsson og Co þarf að leita nýrra markaða fyrir framleiðslu fyrirtækisins og sagði Baldvin að fyrirtækið kæmi til með að leita þeirra í náinni framtíð. „Á síðasta ári duttu stórir viðskiptaaðilar út og það gefur því augaleið að við þurfum að finna aðra í þeirra stað,“ sagði Baldvin. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson og Co á Akureyri hefur verið lang- Fyrirlestur um sorg og sorg- arviðbrögð SÉRA Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur á Borgarspítal- anutn heldur fynrlestur á vegum samtaka um sorg og sorgarvið- brögð I Akureyrarkirkju annað kvöld. í fyrirlestri sínum mun Sr. Sig- finnur fjalla um sorgina og trúna. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 í Akureyrarkirkju, en að honum lokn- um verður boðið upp á kaffi og umræður í safnaðarheimilinu. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og í umræðurnar á eftir. Fyrstu viðskiptavinir fengn kíló af saltkjöti FJÓRIR fyrstu viðskiptavinir Höepftiers, útibús KEA í Innbænum, fengu hver um sig að gjöf eitt kíló af saltkjöti í tilefni sprengidags- ins, sem var i gær. Akvörðun hefiir verið tekin um að halda rekstri verslunarinnar áfram þrátt fyrir hallarekstur siðustu ára og hafa verið gerðar ýmsar breytingar á rekstrinum. Vöruverð í versluninni verður lækkað og er vonast til að við það muni viðskiptin aukast. Framtíð verslunarinnar Hö- epfners hefur verið til umræðu um nokkurt skeið, en undanfarin misseri hefur verslunin verið rekin með halla. Starfsfólki var sagt upp störfum, ef til þess kæmi að versluninni yrði lokað, en nú hefur verið tekin ákvörðun um að halda rekstri hennar áfram og búið er að endurráða starfsfólkið. Ágústína Söebech deildarstjóri og Jóna Sveinsdóttir starfsmaður í Höepfiier, verslun KEA í Innbænum, með sprengidagssaltkjötið. Kjennsla Véiritunarkennsla Vélritunarskólinn, s. 28040. ¥ ÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7 = 1712288% = 9.O. I.O.O.F. 9 = 1712288'* = □ HELGAFELL 59902287 IVA/ 2 □ GLITNIR 599028027 = 1 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Stúkan Einingin nr. 14. Fundur ÍTemplarahöllinni í kvöld kl. 20.30. Öskupokauppboð sjúkrasjóðsins. Mætum öll. Æt. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Kjj Útivist Rökkurganga íViðey miðvikud. 28. feb. Gengið um Vestureyna. Brottför kl. 20.00 frá Viðeyjarbryggju Sundahöfn. Verð kr. 500,- Sjáumst. Útivist. Myndakvöld fimmtud. 1. mars i Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109, hefst kl. 20.30. Myndir: Leynd- ardómar Surtseyjar - Karl Sæmundsson sýnir, Fimm- vörðuháis - Básar - Ragnar Axelsson sýnir frábærar myndir frá þessari vinsælu gönguleið, á skútu á slóðir Ódysseifs - Árni Sævar sýnir. I tilefni af 15 ára afmæli félagsins sjá karlmenn- irnir í Útivist um veitingarnar, sem ekki verða af verra taginu. Fjölmennum. Útivist. ....SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Margrét Hróbjartsdóttir. Allir velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.30 vakningasam- koma með majorshjónunum Björgu og Conrað Örsnes frá Noregi. Hersöngsveitin syngur. Kaffiveitingar í lok samkomu. Fimmtudag kl. 20.30 vakninga- samkoma með Björgu og Con- rað ásamt lofsöngshópi frá Veg- inum. Allir velkomnir. Emmess skíðamót skiðadeildar Fram verður haldið laugardaginn 3. mars nk. Keppt verður í stórsvigi í flokki 11-12 ára og 9-10 ára. Þátttaka tilkynnist í sima 20052 fyrir kl. 22.00 i kvöld, miðviku- dag. Fararstjórafundur föstudag kl. 20.00 í Framheimilinu. SjfcmnA félag um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum Fundur verður í Bjarma miðviku- daginn 28. febrúar kl. 20.30 í Kirkjulundi, Keflavík. Sr. Sigfinn- ur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur á Borgarspítala, heldur fræðslu- fund með læknum og hjúkrunar- fólki Sjúkrahúss Kelfavíkurlækn- ishéraðs, ásamt prestum á svæðinu og stuðningsaðilum. Fjallað verður um hjúkrun, sál- gæslu og umönnun dauðvona sjúklinga. Fundurinn er ekki öll- um opinn, en í framhaldi af hon- um munum við sinna aöstand- endum slíkra sjúklinga á Suður- nesjum í stuðningshóp, ef þörf krefur. Hafið samband við Esth- er í sima 11992, Margréti í síma 13436 eða Ólaf i síma 11080. Stjórnin. FELAGSSTARF Bíldudalur Sjálfstæðisfélag Arnarfjarðar heldur félags- fund fimmtudaginn 1. mars kl. 21.00 í fé- lagsheimilinu Baldurshaga. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviðhorfið - Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, alþingismaður. 2. Sveitarstjórnakosningar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Blönduós - aðalfundur Aðalfundur sjálfstæðisfélags Blönduóss verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Sjálfstæðisfélagið Óðinn, Selfossi Almennur félagsf undur verður haldinn 1. mars nk. kl. 20.30 í Hótel Selfossi, norðursal. Dagskré fundarins verður: 1. Tillaga kjörnefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Selfossi. 2. Kosningaundirbúningurinn. 3. Húsnæðismál. 4. Önnur mál. Aliir, sem þátt tóku í prófkjörinu, eru hvattir til að mæta og taka þátt í flokksstarfinu. Stjórn sjálfstæðisfélagsins Úðins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.