Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 38 Dagbjört Eiríks- dóttír — Kveðjuorð Fædd 26. júlí 1918 Dáin 31. desember 1989 Mig langar til að minnast í fáum orðum hennar „Döggu frænku“ eins og ég kallaði hana alltaf. Dagga frænka var móðursystir mín. Hún hét fullu nafni Dagbjört Eiríks- dóttir og fæddist á Hrauni í Reyðar- firði. Foreldrar hennar voru Eiríkur Jóhannesson og Þorbjörg Albína Jónsdóttir. Ung fluttist hún með íjölskyldu sinni til Eskiijarðar og ólst þar upp með eldri bróður og þremur yngri systrum. Bróðir Döggu hét Hermann (f. 11. ágúst 1916 — d. 6. maí 1974). Hann var skólastjóri í Keflavík. Systurnar eru: Jónína (móðir undirr.), lærð ljósmóðir og býr í Kópavogi; Gunn- hildur, hjúkrunarfræðingur, býr í Reykjavík; og yngst er Ólöf sem búsett er í Bandaríkjunum og gat ekki, vegna ijarlægðar og veikinda, verið við útför systur sinnar sem stóð henni þó svo nærri því Dagga og Hermann eiginmaður hennar óiu upp einkason hennar. Dagga frænka mín lést á gjör- gæsludeild Borgarspítalans aðfara- nótt 31. desember síðastliðins. Það hvarflaði ekki að mér á vetrarkvöld- inu fagra rétt fyrir jólin, er hún kom til að óska syni mínum til hamingju með stúdentsprófið, að ég ætti aldr- ei eftir að sjá hana aftur. Hún var svo áhugasöm um allt sem varðaði fjölskylduna og gleði hennar með öðrum á stundum sem þessum var einlæg og sönn. Seinna um kvöldið ók ég henni heim og kvöddumst við innilega með jólakveðjum og er ég þakklát fyrir þá stund. Dagga frænka var lærð fóstra og snerist hugur hennar ávallt mest um börn og þeirra líðan. Hún var lengi forstöðukona á barnaheimil- inu Silungapolli. Þegar ég var ungl- ingur kom ég til starfa hjá henni, í fyrstu eingöngu í sumarvinnu, en seinna allt árið. Þar mótaðist hugur minn fljótt og fann sér þann farveg sem leiddi til þess að fóstrustarfið varð mitt fag. Ég er Döggu frænku minni svo innilega þakklát fyrir allt sem hún miðlaði mér af sinni útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSTU BERGSTEINSDÓTTUR, er lést í Landspítalanum 22. febrúar síðastliðinn, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 10.30. Georg Sigurðsson, Steinunn Auðunsdóttir, Sigurður Georgsson, Vilborg Bjarnadóttir, Steinunn Georgsdóttir, Jón Baldur Lorange, Bergsteinn Georgsson, Unnur Sverrisdóttir og barnabörn. reynslu, og reynst hefur mér svo gott veganesti bæði í lífi mínu al- mennt og þó sérstaklega í starfí, hvort heldur með mín eigin börn eða annarra. Elsku Döggu þakka ég fyrir allt, og megum við ætíð minnast hennar með sömu gleði og sama áhuga og hún sýndi okkur öllum. Asta Jónsdóttir Ástvinur minn og faðir okkar, ÓSKAR JÓNSSON, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, sem lést af slysförum 19. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Sel- tjarnarneskirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 13.30. Ester Sveinbjarnadóttir, Markús Óskarsson, Jón Sveinbjörn Óskarsson. Kveðjuorð: Finnur Richter Fæddur 29. febrúar 1920 Dáinn 2. desember 1989 Þetta er síðbúin minning um góðan vin. Er Finnur Richter lést 2. desem- ber sl. eftir hatramma baráttu við einn ógnvænlegasta sjúkdóm þess- arar aldar var ég að leggjast á spítala og gat því ekki vottað hon- um þá virðingu sem ég vildi og honum bar eftir áratuga vináttu. Hann hafði lengi vitað að hveiju stefndi og gat talað um það á full- komlega eðlilegan hátt, eins og honum var lagið. Finnur fæddist á ísafirði á hlaup- ársdag árið 1920 og hefði því orðið sjötugur í lok þessa mánaðar. Hann fluttist til Reykjavíkur 17 ára gam- all og lærði þar til skipasmíði, en hóf síðan störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur árið 1943. Finnur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ragnhildi Jóhannesdóttur, árið 1946 og eignuðust þau 5 börn. Leiðir okkar Finns lágu fyrst saman fyrir 30 árum er ég hóf störf á slökkvistöðinni. Við áttum það sam- eiginlegt að hafa báðir mikinn áhuga á félagsmálum, en með nokkuð ólíkum áherslum. Við vor- um ávallt sammála um markmið, en sjaldnast um leiðir. Finnur var fastur fyrir í öllu sem hann tók sér fyrir hendur' og hafði ákveðnar skoðanir á öllu er hann hafði áhuga á. Ég hafði aldrei fyrr kynnst manni sem var jafn ákveðinn í skoðunum og jafn fylginn sér við að knýja þær fram. Mismunandi skoðanir okkar komu þó ekki í veg fyrir að við ynnum saman að félagsmálum fyrir félag okkar, heldur þvert á móti. Finnur var formaður Brunavarðafé- lags Reykjavíkur um árabil. Hann stuðlaði mjög að nánum samskipt- um íslenskra brunavarða við starfs- bræður sína á hinum Norðurlöndun- um og var að lokum gerður að heið- ursfélaga í félagi Norrænna bruna- varða, en slíks njóta ekki nema fáir útvaldir. Árið 1980 hætti Finn- ur störfum á slökkvistöðinni og snéri sér alfarið að rammagerð sinni sem hann hafði fram að því rekið sem „aukabúgrein" í yfir 20 ár. Hann átti sér marga fasta við- skiptavini sem kunnu að meta vand- virkni hans og natni við ramma- smíðina. Finnur Richter er einn þeirra manna er ég met hvað mest að hafa kynnst í lífi mínu og tel mér til tekna að hafa getað kallað sann- an vin. Á bak við hijúft yfirborð sló hjarta af gulli. Þegar heilsa mín fór að bila og ég þarfnaðist auka- tekna til að sjá heimili mínu sóma- samlega farborða, bauð Finnur mér vinnu í rammagerðinni hjá sér. Það blésu hressilegir vindar í rammagerðinni í þá daga. Við rammasmíð og glerskurð var mikið spjallað um landsins gagn og nauð- synjar, jafnt sem um andleg efni. Um líf eftir dauðann, um tilvist Guðs, himnaríki og tilgang lífsins. Sem fyrr vorum við sjaldnast á einu máli en það dró ekki úr áhuga umræðnanna, heldur þvert á móti kryddaði tilveruna og gaf umræð- unum gildi. Og aldrei skildum við ósáttir að kvöldi. Finnur Richter skilur eftir sig djúp spor í lífi mínu sem aldrei mun fenna yfir. Við missi vinar er eins og kafla sé iokið í lífi manns, punkt- ur settur við og flett upp á nýrri blaðsíðu. Ég vona sannarlega að Við þökkum hjartanlega öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, MARGRÉTAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Flyðrugranda 8, Reykjavík. Sigurlaug J. Hallgrímsdóttir, Margrét J. Guðjónsdóttir, Ólafur Marteinsson, Auðbjörg Guðjónsdóttir, Guðmundur Arnaldsson, Hallgrímur Guðjónsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Guðný Védís Guðjónsdóttir, Ólafur Marel Kjartansson og barnabörn. hann hafi haft rétt fyrir sér um ódauðleika andans í leit sinni að fullkomnun og að við munum þá hittast aftur undir nýjum formerkj- um. Ragnhildi og börnunum votta ég mína innilegustu samúð. Tryggvi Þökkum innilega fyrir auðsýndan hlýhug og samúð vegna andléts ÖGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Kirkjuvegi 15, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Emilfa Guðjónsdóttir, Kolbrún Ögmundsdóttir, Jón Þór Eyjólfsson, Guðmundur Hafsteinn Ögmundsson, Svanhildur Benediktsdóttir, Auður Elin Ögmundsdóttir, Sigrún Ögmundsdóttir, Ögmundur Máni Ögmundsson, Petrína Jóhannesdóttir og barnabörn. Heimilistækin frá Miele eru sannkallaðir dýrgripir sem endast milli kynslóða JÓHANN ÓLAFSS0N S C0. HF. 43 Siuklaborg 13-104 Reykjavlk - Slmi 688 588

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.