Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 ---Rás 1 —Rás 2 * Bylgjan Stjarnan -Eft Emm ° AöalslöBin Borgarráð: Laun borgarstjóra þau sömu og forsætisráðherra Unnið að löndun úr Kap VE. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hrognafrysting að heflast í Eyjum Vestmannaeyjum. 57.000 tonnum af loðnu hefur verið landað í Eyjum á þessari vertíð. Ekki hefur verið tekið á móti afla síðustu daga þar sem þrær hafa verið fiillar og bræðslurnar reyna að hafa eitthvert þróarrými þegar hrognafrysting hefst en búist er við að hún hefjist í dag. Guðmundur VE og Kap VE komu til Eyja í nótt með loðnu sem skipin fengu út af Malarrifi á Snæfellsnesi og átti að reyna að kreista hrogn úr förmum beggja skipanna. í gær hafði verið landað 25.000 tonnum í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar en Fiski- mjölsverksmiðjan í Vestmanna- eyjum hafði tekið á móti 32.000 tonnum. Grímur hlustað á Rás 2,. 62% á Rás 1, 43% á Bylgjuna, 29% á Aðalstöðina 19% á Stjörnuna og 16% á Effemm. Flest- ir sögðust hlusta á Rás 2 frá kl. 7-12, 13.30-15 og kl. 16-19. Mest var hlustað á Rás 1 frá kl. 12.45-13. Ekki reyndist marktækur munur á hlustun á Bylgjuna og Rás 2 á öðrum tímum. Otvarpshlustun 21 febrúar 1990 SVÆDI ALLRA STÖÐVA. HÖFUÐBS, REYKJANES % 25 --------------------------------------- Á FUNDI borgarráðs í gær, var lagt fram svar borgarstjóra vegna fyrirspurnar frá Alfreð Þorsteinssyni varaborgarfúlltrúa Framsóknarflokksins um laun og önnur hlunnindi borgarstjóra. í svari Davíðs Oddssonar borgar- stjóra segir: „Föst laun borgarstjóra eru hin sömu og forsætisráðherra á hveijum tíma eins og margoft hefur komið fram opinberlega. Hann fær ekki greidda yfirvinnu. Samkvæmt áralangri venju fær borgarstjóri greidd nefndarlaun hafnarstjórnarmanns. Borgarstjóri situr í stjóm Landsvirkjunar og fær greidd stjórnarlaun sem slíkur. Borg- arstjóri situr ekki í öðrum launuðum stjórnum eða ráðum. Borgarstjóri fær ekki greidd laun sem kjörinn fulltrúi í borgarstjórn, borgarráði né sem formaður borgarráðs. Slíkt mun hins vegar tíðkast í mörgum hinna minni kaupstaða og mun vera skýr- ingin á því, hvers vegna bæjarstjórar þeirra hafa margir hveijir mun hærri heildarlaun en borgarstjóri höfuð- borgarinnar. Borgarstjóri hefur embættisbifreið til afnota. Vélamiðstöð leggur skrif- stofu embættisins til þijár bifreiðar, sem eru allar í almennri notkun á skrifstofunni. Fólksbifreið þeirri, R-612, sem borgarstjóri hefur eink- um til afnota, er lagt um hríð að vetrarlagi til að hlífa henni. Hefur hún þannig til að mynda ekki verið í notkun frá því í október s.l. Engar sérstakar hömlur hafa verið lagðar á not borgarstjóra af embættisbif- reið, þar sem borgarstjóri á og rekur á eigin kostnað tvo fólksbíla. Er ljóst að not embættisbifreiðar í einkaþágu eru mjög óveruleg. Því ber ekki að greiða skatt af þeim notum að mati borgarendurskoðanda. Reglur um dagpeninga ráðherra gilda um borgarstjóra samkvæmt svari við fyrstu spurningu. Heildar- dagpeningagreiðslur á s.l. ári voru 649.692. Ekki var gerður reikningur vegna hótelkostnaðar. Borgarstjóri hefur ekki sérstakt risnufé, en ef samkvæmi á vegum embættisins eru haldin á heimili borgarstjóra, eru þau greidd. Slíkt er afar fátítt (innan við eitt á ári), þar sem borgarstjórahjónin hafa leit- ast við að halda heimili sínu utan við þann samkvæmiseril, sem emb- ættinu óhjákvæmilega fylgir." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær- kvöldi eru mánaðarlaun forsætisráð- herra nú u.þ.b. 290.000 krónur, laun fyrir setu varamanns í hafnarstjóm eru 8.031 króna og laun fyrir setu í stjórn Landsvirkjunar eru 34.300 krónur á mánuði. Samtals u.þ.b. 332 þúsund krónur. Skuldabréfavextir lækkaðir meira Ný könnun á útvarpshlustun: Flestir hlusta á Rás 2 SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallup á Islandi, sem urnin var fyrir útvarpsstöðvarnar, Samstarf auglýsenda og Samband íslenskra auglýsingastofa dagana 21. og 22. febrúar, kváðust 41% aðspurðra hlusta mest á Rás 2, 21% kváðust hlusta mest á Rás 1 og 20% kváð- ust hlusta mest á Bylgjuna. Mun færri sögðust hlusta mest á aðrar stöðvar, en samtals kváðust 85% aðspurðra hafa hlustað eitthvað á útvarp þá daga sem könnunin var gerð. 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Tími dags en viðmiðanir gerðu ráð fyrir Verða 18,5% en hefðu getað lækkað í 19,3% Fleiri sógðust hlusta á Rás 2 nú en í síðustu könnun, sem gerð var í október, en marktæk breyting var ekki á öðrum stöðvum. Á landinu öllu sögðust flestir hlusta einhvern tíma á Rás 2 yfir daginn, eða 45%, þá á Rás 1, eða 36%, og 18% sögð- ust einhvem tíma hlusta á Bylgjuna. Álíka margir sögðust einhvem tíma hlusta á Aðalstöðina, Stjömuna og Effemm, eða 5-7%. Þegar spurt var um hlustun fólks á landinu öllu á hveija útvarpsstöð síðastliðna viku kváðust 73% hafa frá ísafírði til Bolungarvíkur og Súðavíkur færum að mestu undan- farið þótt teppst hafa annað slagið um skamman tíma, aðallega vegna snjóflóða. í gær var komið ágætis veður á ísafirði og var þá hafist handa við mokstur heiðaveganna og Djúpvegarins’ til Reykjavíkur. Horfið var frá mokstri á Breiða- dals- og Botnsheiðum vegna skaf- rennings, en fimm snjóruðnings- tæki frá ísafirði, Reykjanesi og Holmavík unnu að ruðningi á Steingrímsfjarðarheiði og í ísafjarð- ardjúpi. Vetrarleiðin milli ísafjarðar VALUR Valsson, bankaslpóri og formaður bankasljórnar Islands- banka, segir að það sé allur gang- ur á því hvort forvextir víxla séu hærri eða lægri en skuldabréfa- vextir sem greiðast eftir á að- og Hólmavíkur er 250 km löng og átti Kristinn Jón síður von á að það tækist að opna leiðina í gær en hann taldi að vegasamband ætti að vera komið á í síðasta lagi um há- degi í dag ef veður héldist skaplegt. Búið var að opna leiðimar í gær frá Flateyri og Þingeyri á flugvel- lina og .unnið var að ruðningi á veginum milli þorpanna. Flug í febrúar til Ísaíjarðar hefur verið mjög stopult og að sögn Gríms Jónssonar, flugumferðarstjóra á ísafirði, voru ófærir dagar orðnir níu í gær. Hann sagði að nú hefði fallið verulega meiri snjór á flug- spurður um skýringar á því hvers vegna víxilvextir bankans verði 1,25% hærri en skuldabréfavextir frá mánaðamótum. íslandsbanki lækkar forvexti víxla úr 21% í 19,75% og skuldabréfa- völlinn en í sama tíma í fyrra. Eyjólfur Bjamasonn, forstöðu- maður tæknideildar Isafjarðar, sagði að þeir hefðu ekkert undan við að moka göturnar, sér virtist að nú þegar væri kominn álíka snjór og í lok mars í fyrra, en þá fyrst þurfti að keyra snjó að einhveiju ráði í burtu. Nú hafa sjö vörubílar verið í fullri vinnu í tæpar tvær vikur við að keyra snjó og er kostn- aður bæjarins vegna snjómoksturs orðinn hátt í átta milljónir króna það sem af er vetrinum. í fyrra gerði ekki hlákudag frá miðjum desember til aprílloka, ef slíkt skeður aftur í ár má reikna með að svalimar á efstu hæðum fjölbýlishúsanna verði orðnar aða- laútgönguleiðir ibúanna. Úlfar. vexti úr 21,5% í 18,5%. Vextir af yfirdráttarlánum lækka úr 25% í 22,25% og af viðskiptavíxlum úr 23,25% í 22%. Búnaðarbanki lækkar víxilvexti úr 21,5% í 18,5% og al- genga vexti skuldabréfa úr 22% í 18,5%. Forvextir viðskiptavíxla lækka úr 22,5% í 20% og vextir yfir- dráttarlána úr 25% í 22%. Lands- bankinn lækkar algenga skuida- bréfavexti úr 22,5% í 18,75% og víxiivexti úr 22% í 18,5%. Vextir yfirdráttarlána verða 22,5% en voru 26,5% og vextir viðskiptavíxla verða 20,5% en voru 23%. Samvinnubank- inn lækkar forvexti víxla úr 20 í 19% og viðskiptavíxla úr 22% í 21,5%. Algengir vextir skuldabréfa lækka úr 22% í 18,5% og vextir yfirdráttarl- ána úr 26% í 24%. Vaxtaákvörðun sparisjóðanna liggur ekki fyrir fyrr en fyrir hádegi í dag. „Það hefur verið ójafnvægi á þess- um hlutum. Við erum smá saman að jafna þetta. Það tekur sinn tíma og gerist ekki í einu vetfangi og við lögðum frekar áherslu á að skulda- bréfavextimir lækkuðu að fullu núna miðað við það sem um hafði verið talað þegar kjarasamningarnir lágu fyrir, þrátt fyrir að verðlagsbreyt- ingin gæfi kannski ekki tilefni til þess. Aðrir Iiðir lækka aðeins minna, en við eigum von á því að með næstu vaxtabreytingum þá muni þetta jafna sig,“ sagði Valur. Aðspurður sagðist hann ekki eiga von á verulegum vaxtabreytingum fyrr en um næstu mánaðamót. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans og formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka, sagði að stundum hefði verið munur á for- vöxtum víxla og skuldabréfavöxtum og stundum hefðu þeir verið með svipuðum hætti. Núna hefði Búnað- arbankinn ákveðið 3% lækkun á víxlum en 3,5% lækkun á skulda- bréfum. Sannast sagna hefði verið farið með skuldabréfavextina aðeins neðar heldur en verðbólgustigið segði til um. Miðað við hækkun láns- kjaravísitölu síðasta mánaðar og spár um hækkun næstu tvo mánuði þá hefðu vextirnir átt að vera 19,3%. Rauði krossinn: Merkjasala hefst í dag ÁRLEG merkjasala Rauða kross íslands fer fram í dag, öskudag, og næstu daga. Kjörorð merkja- sölunnar að þessu sinni er: „Mann- úð er málið.“ Rauði krossinn hefur mannúð að leiðarljósi í öllu starfí sínu innanlands sem utan, en tekj- ur meriyasölunnar eru notaðar í innanlandsverkefni Rauða kross- félaganna. Um áratuga skeið hafa skólaböm lagt Rauða krossinum lið með þess- um hætti. Meðal verkefna sem Rauði krossinn vinnur að á hveijum tíma má nefna skyndihjálpamámskeið, kaup og starfrækslu sjúkrabíla, for- varnir í fíkniefnamálum unglinga og stuðning við alnæmissjúklinga og aðstandendur þeirra. Merki Rauða krossins kostar að þessu sinni 300 kr. og hvetja forráðamenn Rauða krossins fólk til að taka vel á móti sölubömum. Með því að styðja starf Rauða krossins stuðla landsmenn að bættu samfélagi — og nú er tæki- færi til þess undir kjörorðinu „Mann- Úð er málið“. (Fréttatilkynning) Isafjörður: Kostnaður vegna snjó- moksturs átta milljónir ísaflrði Samgöngur hafa gengið mjög erfiðlega á Ísafírði og í nágrenni undanfarið vegna snjókomu og storms. Mikill snjór er hér nyrst í ísafjarðarsýslum, en sunnan Dýrafjarðar og Álftafjarðar er mikið minni snjór en á sama tíma i fyrra, að sögn Kristins Jóns JÓnsson- ar, rekstrarstjóra Yegagerðarinnar. Tekist hefur að halda leiðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.