Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 Loðna lausfryst á Japansmarkað NORÐURFISKUR í Keflavík hefur lausfryst smáloðnu undanfarna daga og nokkur tonn af smáloðnu hafa verið lausfryst hjá Granda hf. á þessari vertíð. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur loðna ekki verið lausfryst hérlendis frá því veturinn 1973-1974 þeg- ar gerð var tilraun með að lausfrysta loðnu í Þorlákshöfn. Sú til- raun gekk hins vegar ekki upp, þar sem sporðurinn á loðnunni vildi brotna, að sögn Sigmunds Jóhannssonar uppfinningamanns í Vest- mannacyjum, sem stóð að þeirri tilraun. Morgunblaðið/Þorkell Loðna lausfryst hjá Norðurfiski í Keflavík. Hjá Norðurfiski er ætlunin að lausfrysta 20-30 tonn af smáloðnu á Japansmarkað til að bytja með. „Það mega vera allt að 70 stykki í kílói af lausfrystu loðnunni og fyrir hana fæst gott verð,“ sagði Þórleifur Ólafsson hjá Asiaco, sem selur loðnuna fyrir Norðurfisk. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna getur selt rúmlega 100 tonn af lausfrystri smáloðnu á Japans- markað á þessari vertíð, að sögn Jóns M. Kristjánssonar hjá SH. Jón sagði að SH-hús hefðu á laugar- dagskvöld verið búin að blokkfrysta 1.850 tonn af loðnu, þar af 1.000 tonn af 51-55 stykkjum í kílói og 850 tonn af 56-60 stykkjum í kílói. Hann sagði að Japanir væru reiðu- búnir að kaupa 2.500 tonn af blokkfrystri loðnu af SH á þessari vertíð, þar af 1.700-1.800 tonn af 51-55 stykkjum í kílói og 700-800 tonn af 56-60 stykkjum í kílói. Hins vegar hefði lítið veiðst af stórri loðnu undanfarið og útlitið því dökkt varðandi frystingu á henni. „Japanir keyptu 3.500 tonn af heilfrystri loðnu og 2.700 tonn af frystum loðnuhrognum af okkur í fyrra en við ætlum að frysta 4 þúsund tonn af loðnuhrognum á þessari vertíð. í rauninni erum við með kvótakerfi á hrognunum, þar sem Islendingar eru einu loðnu- hrognaframleiðendurnir í heimin- um. Við viljum ekki framleiða of mikið og ábyrgjumst kaupendum okkar í Japan að íslendingar fram- leiði ekki .meira en 4.500 tonn af loðnuhrognum á þessari vertíð,“ sagði Jón. Sextán verða ráðnir í lögregluna RÁÐNIR verða sextán lögreglu- menn í lið lögreglunnar í Reykjavík á næstunni og verða þeir í almennri löggæslu og umferðardeild. Þá hefiir einnig fengist heimild fyrir stöðum tíu, manna í afleysingar. Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn, sagði að þessir sextán lögreglumenn yrðu hrein viðbót við mannafla lögreglunnar og það kærkomin viðbót, þar sem ekki hefði verið bætt við mönnum í lengri tíma. „Þessir menn verða ráðnir á næstu dögum, fara síðan fljótlega á námskeið og taka að því loknu til starfa við almenna löggæslu og í umferðardeild,“ sagði Guðmundur. „Þeir tíu, sem verða ráðnir í afleysingastöður, munu koma í stað starfsmanna sem eru í lögregluskólanum eða til dæmis í vetrarfríum, sem koma á móti vinnu þeirra á lögboðnum frídög- um. Það er ekki farið að ráða í þessar stöður enn.“ VEÐUR í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. '16.15 í gaer) VEÐURHORFUR í DAG, 28. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Norðaustanátt um allt land, sums staðar allhvöss á annesjum norðan- og austanlands en en víða mun hægari ann- ars staðar. Sunnanlands var víða léttskýjað, en él noröan- og aust- anlands. Frost 2-10 stig. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, víðast stinningskaldi. Él við norð- ur- og austurströndina en bjartviðri um sunnanvert landið. Frost á bilinu 6 til 10 stig víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestan- og vestanátt á landinu. Dálítil él um vestanvert landið en þurrt og bjart á Norður- og Aust- urlandi. Frost 3 til 9 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg suðvestlæg átt og víðast bjart veð- ur norðaustanlands en þykknar upp með vaxandi suðaustanátt þegar líður á daginn. Talsvert dregur úr frosti. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r # Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +7 skýjaö Reykjavík ■f4 mistur Björgvin 4 skúr Helsinki 2 slydda Kaupmannah. 4 skýjaö Narssarssuaq +11 snjókoma Nuuk +16 snjókoma Ósló 6 skýjað Stokkhólmur 1 slydda Þórshöfn 4 skýjað Algarve 18 skýjaö Amsterdam 6 skúr Barcelona 22 léttskýjað Berlfn 6 skýjaÁ Chicago +2 heiðskfrt Feneyjar þokuruðningur Frankfurt 4 slydda Glasgow 4 þrumuveður Hamborg 3 slydduél Las Palmas 21 léttskýjað London 7 skýjað Los Angeles 11 þokumóða Lúxemborg 4 skýjað Madrfd vantar Maiaga 23 léttskýjað Mailorca 20 léttskýjað Montreal +10 alskýjað New York +4 heiðskírt Orlando 12 léttskýjað París 7 skúr Róm 17 heiðskfrt Vín 12 skúr Washington +2 alskýjað Winnipeg +18 léttskýjað Búnaðarbanki: Guðmuiidur Gíslason ráð- inn aðstoðarbankastj órí GUÐMUNDUR Gíslason, fyrrum forstöðumaður erlendra við- skipta þjá Islandsbanka, var í gær ráðinn aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans. Guðmundur starfaði í 30 ár hjá Útvegsbank- anum áður en hann hóf störf hjá íslandsbanka um síðustu áramót. „Ástæðan fyrir því að ég hætti störfum hjá íslandsbanka nú er sú að mér bauðst hærri staða með betri kjörum hjá Búnaðarbankan- um. Auk þess þekki ég vel innviði bankans og líst vel á samstarfið við starfsmenn þar,“ sagði Guðmundur. Guðmundur á 30 ára starf að baki hjá Útvegsbankanum, við er- lend viðskipti frá 1977-1987. Hann hefur verslunarskólapróf auk þess sem hann hefur sótt fjölda nám- skeiða, þar á meðal við City Uni- versity í London. Guðmundur, sem er 49 ára gam- all, er kvæntur Erlu Siguijónsdóttur og eiga þau tvær dætur. „Þetta var mér mikill gleðidagur því í dag átti ég líka því láni að fagna að eignast annað bamabarn mitt,“ sagði Guð- fhundur. Guðmundur er þekktur afreks- Guðmundur Gtslason. maður í sundi og setti á keppnis- ferli sínum 152 Islandsmet. Hann segir að frístundum sínum eyði hann að mestu í skíðagöngu og skokk með nokkrum félögum sínum. Áburðarverksmiðjan 1 vill 22% verðhækkun 1 Á fundi ríkissljórnarinnai/í gær kynnti Steingrímur J. Sigfusson landbúnaðarráðherra bciðni sljórnar Áburðarverksmiðju ríkisins um 22% hækkun áburð- arverðs, en í tengslum við kjara- samningana var bændum gefið Drengur slas- aðist í árekstri DRENGUR var fluttur á slysa- deild til rannsóknar eftir árekst- ur tveggja bíla á mótum Vestur- götu og Ægisgötu á mánudags- kvöld. Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að bíll, sem hann var farþegi í, rakst á brúarstólpa á Elliðaárbrú í Ártúnsbrekku um klukkan-níu á mánudagskvöld. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja bíla á Suðurgötu síðdegis á mánudag. ■jJ fyrirheit um að verðið myndi ein- ungis hækka um 12%. Fyrirsjáan- legt tap verksmiðjunnar á þessu ári er áætlað um 113 milljónir hækki áburðarverðið ekki um- fram 12% milli ára. Samkvæmt erindi stjórnar Áburðarverksmiðjunnar um gjald- skrárhækkun er gert ráð fyrir 17% hækkun áburðarverðs vegna verð- lagshækkana milli ára, auk 5% við- bótarhækkunar vegna niðurskurðar á hækkunarbeiðni verksmiðjunnar á síðasta ári. Hákon Björnsson, framkvæmda- stjóri Áburðarverksmiðjunnar, segir að það þýði mjög erfiða stöðu fyrir verksmiðjuna ef ríkisstjórnin ætli að láta það standa að áburðarverð- ið hækki einungis um 12%. „Ef ríkisstjórnin ætlar að láta þetta standa, þá verður erfitt að vísa er- indinu svo aftur til stjórnar fyrir- tækisins öðruvísi en að því fylgi eitthvað um hvernig mæta á því sem á vantar,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.