Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 mmmn Ast er •a-n .. . eilíf vinátta. JM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Mig dreymdi þig í nótt, þú varst á kafí í sósu, brúnuð- um kartöflum og sultu- taui... Viltu ekki biðja fólkið um að hafa ekki svona hátt... HÖQNI HREKKVÍSI n'aðo f flosprekanm// v ORETTLAT SKATIALOG Til Velvakanda. I sjónvarpi kom fram löggiltur endurskoðandi til að kenna fólki að gera skattskýrslu. Skattframtalið hljóðaði uppá hjón með tvö börn. Hjónin höfðu ágæt laun, eða tvær milljónir og áttahundruð þúsund kr. á árinu samanlagt, nokkurn kostnaðarfrádrátt og persónufrá- drátt. Þau eiga tvö börn en telja ekki fram krónu í bamabótum, sem nema hundruðum þúsunda á ári. Allt framlag í félagsþjónustu ekki talið fram. Þetta er bara gjöf sem leggst inní heimilishaldið skattfrítt, tekið af öðrum skattþegum með valdboði óréttlátra skattalaga sem valdhafarnir eru stöðugt að herða, eða var þetta fölsk skýrslugerð sem kallar fram skattsvik, eða gleymd- ist þetta og fleira sem af okkur er krafist við framtal? Nei, ég er viss um að þetta er gert til að dylja fyrir þeim sem með hrikalegum hætti eru misrétti beittir í skatta- málum, hvað barnafólk nýtur sér- stakrar íhlutunar í annarra tekjur í gegnum ríkiskúnstina. Þegar við tökum svo til samanburðar fullorðið fólk komið á ellilaun. Margt af því fólki hefur ekki háar tekjur og verður að greiða skatt af ellilaunum sínum og eru þau þó lítið brot af þeim tekjum sem barnafólk nýtur frá almenningi og hafi eldra fólk einhveijar tekjur þó ekki sé nema brot af tekjum fyrrnefndra hjóna er höggvið af tekjutryggingunni. Þetta er hrikaleg valdníðsla gagnvart eldra fólki og því þó miklu fremur þar sem stjómin kennir sig við jafnrétti og félags- hyggju, nokkuð sem sýnir ískyggi- lega valdníðslu í stjórnarháttum og gengið þvert á margítrekaðar yfir- lýsingar stjórnarflokkanna. Þorleifiir Kr. Guðlaugsson Fá reiðskapn- um kennist... Til Velvakanda. í gömlum sögnum er frá því greint, að Ásgrímur Hellnaprestur, er nefndur var hinn illi, hafi oft er bjargþrota fólk bar að garði hans raðað góðgæti í kringum sig oe .............. >!■!■! II m Fyrirmenn Til Velvakanda. „Á reiðskapnum kennist, hvar heldri menn fara,“ lætur Einar Ben. söguhetjuna segja í þýðingu sinni á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen — ekki fyrirmenn, eins og stendur í dálkum Velvakanda þ. 8. þ.m. Þegar vitnað er í „alkunnt ljóð“, ber að sýna skáldi þá kurteisi, að orðrétt sé eftir því haft. Til gamans má rifja upp, að reið- skjótinn, sem kemur við sögu, er (svo) „feiknamikill grís, með kaðal- enda fyrir beizli og gamlan poka fyrir hnakk“, en á honum tvímenna Gautur og grænklædda konan. Edda Víkveiji skrifar Misheppnað geimskot Ariane- flaugarinnar í síðustu viku kann að hafa þau áhrif hér á landi, að áhugamenn um sjón- varpsgervitungl og sendingar frá þeim fái síðar en ella að sjá fleiri stöðvar á skjánum heima hjá sér. Gervitunglin eru orðin helsti tengiliður okkar við umheiminn og hafa með tölvunum gjörbreytt aðstöðu okkar til-að hafa sam- skipti við aðrar þjóðir. Hér á Morg- unblaðinu eru blaðamenn til dæm- is í tölvu- og gervihnattarsam- bandi við breska blaðið Daily Tel- egraph og geta kallað upp á tölv- una hjá sér af tölvu þess í London fréttir áður en þær birtast í breska blaðinu. Svipuðu tölvusambandi hefur nú verið komið á milli Morg- unblaðsins og vestur-þýsku frétta- stofunnar dpa. Þessi tækni er þannig, að óger- legt er að lýsa henni með orðum, menn verða að kynnast henni í raun til að átta sig á byltingunni sem í henni felst. XXX • • Oflugasta sjónvarpsstöðin sem næst hér á landi frá gervi- hnetti er Sky-stöðin, sem rekin er af fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch. Fyrsta starfsár stöðvar- innar er nýliðið og á því nam tap- ið á rekstri hennar 129 milljónum dollara eða um 7.700 milljónum íslenskra króna. Hallinn var þann- ig rúmum 1.500 milljónum kr. meiri en á rekstri íslenska þjóðar- búsins undir ijármálastjórn Ólafs Ragnars Grímssonar. Murdoch gerði sér hins vegar aldrei vonir að stunda hallalausan rekstur á fyrsta sjónvarpsári sínu eins og Olafur Ragnar á fyrsta ráðherra- árinu, sem ætlaði að reka ríkissjóð með 600 milljón króna afgangi. í frétt um Sky, sem sendir út á fjórum rásum, fréttir, skemmti- dagskrá, kvikmyndir og íþróttir, segir, að á fyrsta árinu hafi stöð- inni tekist að ná í 1,3 milljón áskrifendur, en áætlað hafði verið að þeir yrðu 2,3 milljónir. Er talið að stöðin þurfi 3 milljónir áskrif- enda til að endar nái saman. Erlendis þurfa menn að greiða 450 dollara eða 27.000 krónur fyrir disk til að ná í Sky geislann. Vegna þess hve viðskiptin voru dræm greip fyrirtækið til þess ráðs að leigja diska á 7.50 dollara á mánuði eða 450 krónur. Lesend- ur hafa vafalaust tekið eftir aug- lýsingu í Morgunblaðinu frá Radíóbúðinni, þar sem auglýstir eru gervihnattadiskar á stað- greiðsluverði frá 69.950 kr. til 125.980 kr. eftir gæðum. Fjar- lægðin gerir að verkum að við þurfum stærri diska en þeir sem eru í meira návígi við gervihnett- ina. xxx Um síðustu helgi gengu í gildi reglur í Bandaríkjunum, sem banna reykingar í flugvélum, ef ferðin tekur skemmri tíma en sex klukkustundir. Víkveiji hefur áður minnt á að reykingar eru bannað- ar á flugleiðum innan Norðurlanda en þó ekki til íslands. Flug til New York frá Keflavík tekur um 5 klukkustundir og um 3 stundir til Luxemborgar, svo að dæmi séu tekin úr áætlun Flugleiða. Hér með er skorað á Flugleiðir og Arnarflug að taka flugfélög á Norðurlöndum og Bandaríkjunum til fyrirmyndar og banna reyking- ar í vélum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.